Fréttablaðið - 26.10.2005, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN14
F Y R I R T Æ K I
F Ó L K Á F E R L I
„Eitthvert besta ráð sem ég hef
fengið um ævina fékk ég frá
handavinnukennara sem kenndi
mér í gagnfræðaskóla í Keflavík í
gamla daga. Það var margt góðra
ráða sem ég fékk en einna besta
ráðið var dæmið um bolta sem
kemur skoppandi til þín,“ segir
Jón Ólafsson í Skífunni og kaup-
sýslumaður í Lundúnum. „Hún
sagði mér að tækifærið væri eins
og bolti sem kemur skoppandi í
áttina til þín og ef þú grípur ekki
þennan bolta þegar hann er hjá
þér þá skoppar hann áfram og
einhver annar grípur hann og fer
með hann. Ég hef alltaf haft þetta
hugfast enda skiptir það máli að
grípa tækifærin þegar þau bjóð-
ast því ef ekki þá gerir það ein-
hver annar,“ segir Jón Ólafsson.
- hb
B E S T A R Á Ð I Ð
Hugbúnaðarfyrirtækið Mentis Software varð
upphaflega til árið 1999 þegar menn með
mikla reynslu af fjármálamarkaði stofnuðu
félagið. Allt frá þeim tíma hefur Mentis haft
fastmótaða kjarnastarfsemi við að þróa og
hanna lausnir fyrir fagaðila á fjármálamark-
aði.
„Þetta hefur þó aðeins breyst og hugtakið
fagaðili kannski ekki lengur til í þeirri mynd
sem það var. Fyrst voru viðskiptavinir okkar
kannski fjórir bankar og einn
lífeyrissjóður. Í dag er
hópur viðskiptavin-
anna þrír bankar,
dótturfélög þeirra í
Lúxemborg og
London, hátt í tíu líf-
eyrissjóðir, tíu minni
verðbréfa- og fjárfestingar-
félög, tugir fjármálastjóra og fjár-
festar og svo framvegis,“ segir Ari Daníels-
son, framkvæmdastjóri Mentis Software.
Hjá Mentis starfa 15 manns og eru starfs-
menn flestir með háskólagráðu á sviði verk-
fræði eða tæknifræði eða með hliðstæða
menntun. Allri fjármálaumsýslu er úthýst og
engin yfirbygging er í fyrirtækinu. Fram-
kvæmdastjórinn annast fyrst og fremst
stjórnun sem snýr að starfsmönnum við hug-
búnaðargerð. Félagið hefur á undanförnum
árum byggst hratt upp og auglýsti fyrirtækið
nú aðra helgina í röð eftir tæknimenntuðu
fólki til starfa.
VÖRUFRAMBOÐ OG NEYTENDAMARKAÐUR
Mentis skiptir vöruframboði sínu í þrennt. „Í
fyrsta lagi svokölluð bakvinnslukerfi sem
eru þessi stóru miklu hugbúnaðarkerfi sem
halda markaðnum saman, en enginn sér. Það
eru kerfin sem lífeyrissjóðir nota, til dæmis
sem iðgjöldin eru bókuð inn í. Þessi kerfi
erum við að selja til stórra viðskiptavina sem
við höfum haft í mörg ár. Í öðru lagi erum við
með markaðsupplýsingar og er kannski einna
mest sýnilegt í dag. Þar er þekktasta vara
okkar kannski Markaðsvaktin þar sem not-
endur hennar geta nálgast upplýsingar á
hlutabréfamarkaði hér heima, gengi gjald-
miðla og svo framvegis. Í þriðja lagi eru það
sérlausnir fyrir fjármálamark-
að. Þar er kannski um að
ræða veflausnir eða
annað sem við erum
að gera fyrir okkar
viðskiptavini,“ segir
Ari. Hann segir að
mesti vöxturinn hafi að
undanförnu verið í sölu á
markaðsupplýsingum á undanförnum
árum en í gegnum tíðina hafi bakvinnslukerfi
vegið þyngst. „Viðskiptavinahópurinn sem
kaupir bakvinnslukerfi er mjög smár en
mjög traustur og góður viðskiptavinahópur.
En þeir sem kaupa markaðsupplýsingarnar
eru hópur viðskiptavina og þetta eru í raun
svokallaðar áskriftatekjur. Við vitum þannig í
upphafi ársins hverjar tekjurnar verða,“ seg-
ir Ari.
Fyrirtækið lítur ekki svo á að það sé að
selja hugbúnað. Það kaupir upplýsingar í eins
konar heildsölu, til dæmis töluleg gögn frá
Kauphöll Íslands og selur þau svo áfram í
smásölu til neytenda. Það er svo undir hverj-
um viðskiptavini komið hvernig hann vill
fara með gögnin. Þannig geta til dæmis grein-
ingardeildir bankanna unnið grafískt út úr
gögnunum, fjárfestar leitað að kennitölum og
svo framvegis.
VIÐSKIPTAVINIR OG FRAMTÍÐIN
„Viðskiptavinunum er að fjölga hjá fyrirtæk-
inu. Við erum með mörg hundruð notendur en
þeir eru kannski hjá mjög stórum fyrirtækj-
um. Við erum ekki að selja beint á neytenda-
markað en í dag geta þeir sem eru til dæmis
stórir fjárfestar hjá bönkunum fengið aðgang
að Markaðsvaktinni í gegnum bankana,“ seg-
ir Ari.
Stærstu hluthafar eru bankar og sparisjóð-
ir auk þess sem starfsmenn og stofnendur
eiga sinn hlut. Félagið hefur ætlað sér að
sinna áfram kjarnastarfsemi félagsins. Það
er í vöruþróun á hinum og þessum sviðum og
er að auka við þjónustu á þeim vörum sem
það hefur nú þegar. „Við erum til dæmis að fá
mjög mikið af fyrirspurnum erlendis frá
enda hefur áhugi erlendra aðila á íslenska
markaðnum aukist mjög. Að sama skapi höf-
um við fundið fyrir auknum áhuga Íslendinga
á erlendum mörkuðum. Íslendingar líta til
dæmis á markaðina á hinum Norðurlöndun-
um sem sína heimamarkaði og við viljum
bæta því inn í vörur eins og Markaðsvaktina.
Það eru mjög litlar upplýsingar fyrir erlenda
aðila á Netinu og það er erfitt að fá söguleg
gögn og sértækar upplýsingar. Greiningar-
deildirnar hafa þó gefið aðeins út af efni. Við
höfum mjög gott og náið samstarf við Kaup-
höll Íslands og viljum vinna áfram með þeim
að búa til vörur. Þeir eiga tölulegu gögnin en
við vinnum svo úr þeim og markaðssetjum,“
segir Ari.
Hann segir mikinn vöxt í starfsemi félags-
ins. „Það eru góðir tímar framundan og okk-
ur gengur vel, við höfum skilað mjög heil-
brigðum rekstri, góðum hagnaði sem er vel
yfir meðaltali og ætlum okkur að gera
áfram,“ segir Ari.
Mentis hf.
Sigtúni 42
Stofnað 1999
Eigendur: Fjármálafyrirtæki og stofnendur
Framkvæmdastjóri: Ari Daníelsson
Starfsmenn: 15
Lausnir fyrir fjármálamarkaðinn
Hugbúnaðarfyrirtækið Mentis Software framleiðir hugbúnað fyrir fjármála-
markaðinn. Fyrirtækið byggir á góðum grunni og helstu viðskiptavinir þess eru
fjármálafyrirtæki. Hjálmar Blöndal kynnti sér þetta framsækna fyrirtæki.
EDDA LANGWORTH JÓNSDÓTTIR hefur
verið ráðin til Athygli ehf. sem ráðgjafi
með áherslu á
þjónustu við vefi
viðskiptavina,
einkum hönnun,
þarfagreiningu
og uppfærslu
vefsíðna þeirra.
Þá mun Edda
einnig sinna al-
mannatengsl-
um, textagerð
og öðru því sem til fellur í starfsstöð At-
hygli í Reykjavík.
Edda lauk stúdentsprófi frá MH árið
1988 og BA-prófi í fjölmiðlun og útgáfu
frá Simon Fraser-háskólanum í Vancou-
ver í Kanada 1999. Hún starfaði sem
umsjónarmaður með námskeiðum hjá
Canadian Center for Studies in Publis-
hing við sama skóla árið 2002 og í fram-
haldi af því sem umsjónarmaður með
öflun námsstyrkja til ársloka 2003. Hún
hefur einkum starfað við vefhönnun og
vefstjórn síðan 1999, nú síðast sem
verkefnastjóri hjá ecSoftware í Reykja-
vík.
ARI DANÍELSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI MENTIS SOFTWARE. Viðskiptavinunum er að fjölga hjá fyrirtækinu. Við erum með mörg
hundruð notendur en þeir eru kannski hjá mjög stórum fyrirtækjum. Við erum ekki að selja beint á neytendamarkað en í dag geta þeir
sem eru til dæmis stórir fjárfestar hjá bönkunum fengið aðgang að Markaðsvaktinni í gegnum bankana.“
JÓN ÓLAFSSON Fékk besta ráðið frá handavinnukennara sínum í Keflavík.
Að grípa
boltann
Nýtt skipurit
Straums
Stjórn Straums-Burðaráss Fjár-
festingabanka hefur samþykkt
breytingu á skipuriti bankans,
sem felur m.a. í sér að Áhættu-
og fjárstýringarsviði bankans
hefur verið skipt upp í þrjú sjálf-
stæð svið; Fjárstýringu, Áhættu-
stýringu og Eigin viðskipti.
Markmið breytinganna er að
auka skilvirkni hvers sviðs,
skýra ábyrgðarsvið og gera
bankann betur í stakk búinn til að
nýta sér vaxtatækifæri á alþjóða-
vettvangi.
Þrír nýir forstöðumenn munu
taka til starfa samhliða skipu-
lagsbreytingunni. Svanhildur
Nanna Vigfúsdóttir hefur verið
ráðin forstöðumaður Fjárstýr-
ingarsviðs, Margit Robertet for-
stöðumaður Lánasviðs og Jakob
Ásmundsson forstöðumaður
Áhættustýringar.
Guðmundur Þórðarson, sem
gegnt hefur starfi forstöðu-
manns Lánasviðs, tekur við stöðu
forstöðumanns Fyrirtækjasviðs.
Skúli Valberg Ólafsson, sem
gegnt hefur starfi forstöðu-
manns Fyrirtækjasviðs, mun
heyra beint undir forstjóra og
sinna verkefnum sem snúa að
eignum og rekstri bankans. Svan-
björn Thoroddsen sem nýlega
hóf störf hjá bankanum heyrir
einnig beint undir forstjóra og
mun hafa umsjón með uppbygg-
ingu á erlendri fjárfestingar-
bankastarfsemi bankans.