Fréttablaðið - 26.10.2005, Page 16
Við viljum hafa sterkt ríkisvald,
við viljum svo sannarlega ekki
að menntun og heilbrigðisþjón-
usta sé betri fyrir útvalda en
hina. Fáir sterkir aðilar eiga
ekki að drottna yfir atvinnulíf-
inu og áhrif auðhringa og stór-
kapítalista eru of mikil í þjóðfé-
laginu. Eitthvað á þessa leið
voru orð fráfarandi forsætisráð-
herra landsins til 14 ára við upp-
haf landsfundar þessarar mestu
breiðfylkingar í íslenskum
stjórnmálum sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur verið frá stofn-
un hans 1929. Ef maður vissi
ekki betur þá hefði maður haldið
að þessi stefna og þessi varnað-
arorð væri frekar ættuð frá
landsþingi sænska eða danska
jafnaðarmannaflokksins en ekki
frá flokki sem skilgreinir sig
sem klassískan hægri flokk uppá
Íslandi.
Þessi orð koma þó ekki svo
mikið á óvart ef saga sjálfstæð-
isflokksins er skoðuð. Hug-
myndafræði flokksins frá upp-
hafi hefur tekið mið af samvinnu
og jöfnuði frekar en sundrungu
og ójöfnuði, er þar nægilegt að
rifja upp gömul gildi flokksins
eins og „Stétt með Stétt“ sem
hefur verið eitt af kjörorðum
flokksins alla tíð síðan. Stétta-
samvinna hefur verið samofin
stefnu flokksins og þar með sú
hugsun að ríkisvaldið beri
ákveðna lágmarks ábyrgð á vel-
ferð allra einstaklinganna með
viðeigandi útgjöldum fyrir sam-
félagið. Nýkjörinn formaður
flokksins lagði sérstaka áherslu
á þessi gildi í ræðu sinni á ný-
yfirstöðnu landsþingi.
Það að Sjálfstæðisflokkurinn
tók forystu í að sameina stéttir
landsins og vinna bug á þeirri
stéttabaráttu sem einkenndi
upphaf 20. aldarinnar tryggði
flokknum þá stöðu sem hann hef-
ur haldið æ síðan sem breiðfylk-
ing allra stétta og þar með talið
eignamanna og verkamanna.
Stuðningur verkamanna og
verkalýðssamtaka við flokkinn
hefur verið nálægt því að vera
sambærilegur við þann stuðning
sem Jafnaðarmannaflokkar á
Norðurlöndunum hafa fengið í
gegnum tíðina. Í þessu efni líkist
flokkurinn meira jafnaðar-
mannaflokki en hægri flokki.
Uppbygging velferðarsam-
félagsins hefur því verið einn
meginhornsteinninn í stefnu
flokksins frá upphafi og mikil
áhersla var lögð á þann þátt á ný-
afstöðnum Landsfundi. Einka-
væðing og afnám hafta hefur þó
tekið mun lengri tíma hér á landi
en á hinum Norðurlöndunum.
Ennfremur hefur andstaða
flokksins við alþjóðahyggju sem
rekja má til upphaflegra gilda
flokksins leitt til þess að ágóði
opnara alþjóðakerfis í viðskipt-
um og stjórnmálum hefur borist
seinna til Íslands en hinna Norð-
urlandanna. Þrátt fyrir að leiðin
til velfarnaðar hafi verið torsótt-
ari hér lengst af í samanburði
við Noreg, Svíþjóð og Danmörku
þá er svo komið að Ísland getur
borið sig saman við þessi mestu
samfélög jafnaðar og velmegun-
ar í heiminum. Á samfelldum 14
ára valdatíma Sjálfstæðisflokks-
ins hafa útgjöld til mennta- og
heilbrigðismála aukist mikið og
á stefnuskrá flokksins nú er upp-
bygging hátæknisjúkrahúss.
Velferðarmálefni hafa því verið
flokknum afar hugleiknin.
Annar af meginhornsteinum í
stefnu flokksins Sjálfstæðis-
flokkurinn er frelsi einstaklings-
ins til athafna og sú trú að ein-
staklingarnir kynnu betur að
skipa sínum málum heldur en sú
forsjárhyggja sem felst í mið-
stýringu ríkisvaldsins. Eins mik-
ið og þessi gildi frelsis og sam-
keppni virðast í mótsögn við
uppbyggingu íslenska velferðar-
kerfisins hefur flokknum tekist
að sameina þetta tvennt með
nokkuð sannfærandi hætti í
gegnum tíðina. Þessi mikla trú á
einstaklingunum hefur á stund-
um verið túlkuð innan flokksins
með þeim hætti að ríkisvaldið
væri nær óþarft nema til að
sinna grunndvallarþörfum varð-
andi mannréttindi, menntun og
heilbrigðisþjónustu. Skoðunin
hefur verið sú að í hinum kapít-
alíska kerfi fælust innbyggðar
leikreglur sem tryggðu bæði
jafnvægi og sanngirni gagnvart
borgurunum.
Þessi gildi hafa hins vegar
verið flokknum síðustu ár mun
erfiðari í framkvæmd en barátta
fyrir aukinni velferð og jöfnuði.
Nýkjörinn varaformaður flokks-
ins sagði á nýafstöðnum Lands-
fundi að sagan sýndi að án al-
mennra leikreglna væri hætta á
að markaðsráðandi aðilar mis-
beiti valdi sínu hvort heldur er í
viðskiptum eða á fjölmiðlum. Í
sama knérunn hjuggu fráfarandi
formaður flokksins og nýr for-
maður á þessum sama Lands-
fundi. Þessar efasemdir um heil-
indi einstaklinganna til að vinna
heiðarlega á almennum sam-
keppnismarkaði eru nýr tónn í
sögu flokksins. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur frekar haft það orð á
sér í gegnum tíðina að draga
taum atvinnulífsins þannig að
mörgum vinstrimanninum hefur
þótt nóg um. Þetta er einnig
merkilegt í ljósi þess að hér á
landi gildir regluverk Evrópska
efnahagssvæðisins, atvinnu-
frelsi er hér varið í stjórnarskrá,
Samkeppnisstofnun og sam-
keppnislög eiga að tryggja rétt-
láta samkeppni og að markaðs-
ráðandi fyrirtæki misnoti ekki
stöðu sína, Póst- og Fjarskipta-
stofnun hefur eftirlit með fjar-
skiptamarkaði og Fjármálaeftir-
lit með fjármálamarkaði svo fátt
eitt sé upp talið.
Almennt má segja og auðvelt
að færa fyrir því rök að sam-
keppni og gegnsæi á markaði
hafi aldrei verið meira í annan
tíma en nú á Íslandi. Aldrei hafa
fleiri aðilar haft tækifæri til að
hasla sér völl á hinum ýmsu svið-
um atvinnulífsins. Hér nægir að
líta til flugrekstrar, fjármála-
starfsemi, skipaflutninga, olíu-
verslunar, fjarskipta eða dag-
blaðaútgáfu. Greiður aðgangur
að fjármagni, lágir fyrirtækja-
skattar og einfalt regluverk
hefur tryggt að mjög auðvelt er
að stofna til atvinnurekstrar.
Árangur og frammistaða margra
íslenskra fyrirtækja síðustu ár
hefur verið eftirtektarverð og í
raun framúrskarandi í öllum al-
þjóðlegum samanburði. Aldrei
hafa verið rekin fleiri fyrirtæki
sem hafa skilað eins miklum
hagnaði ársfjórðung eftir árs-
fjórðung. Ekki þarf mikla rök-
hyggju til að sýna fram á að
staða þessara fyrirtækja og
framtíðarafkoma þeirra er
einmitt trygging okkar fyrir
frekari uppbyggingu þess vel-
ferðarsamfélags sem við búum í.
Það er því algjörlega ný staða
sem forsvarsmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa sett hann í um
þessar mundir að telja helsta
verkefni stjórnmálanna sé að
takast á við athafnamenn og at-
vinnulífið vegna vantrausts á
þeim og frelsi þeirra til athafna.
Það verður því mjög ögrandi
verkefni fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn að brúa þá nýju hugsun
flokksins að athafnamönnum sé
ekki treystandi og þeim þurfi að
setja þrengri skorður við verð-
mætasköpun en á sama tíma
þurfi að tryggja aukinn jöfnuð
og aukna velferð borgaranna
eins og boðuð var á landsfundi
flokksins með tilheyrandi ríkis-
útgjöldum.
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN16
S K O Ð U N
Gróði seljanda er ekki mælikvarði á skynsamlegt
kaupverð.
Spurningin um rétt verð
Hafliði Helgason
FL Group hefur að undanförnu gengið í gegnum eðlisbreytingar frá
því að vera félag í flugrekstri yfir í að verða fjárfestingarfélag.
Óhjákvæmilegt er að slíkar breytingar valdi einhverjum titr-
ingi. Stjórnendur félagsins hafa ekki höndlað nægjanlega vel upp-
lýsingastreymið í kjölfar breytinganna og gefið rými fyrir ýmis
konar sögusagnir. Fyrir vikið hafa forsvarsmenn félagsins lent í
þeirri stöðu að þurfa að neita misgáfulegum fullyrðingum um að-
draganda kaupanna á Sterling.
Eitt af því sem mikið hefur verið velt vöngum yfir er gróði Fons
sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar af
sölunni. Einn útgangspunktur þeirrar umræðu er að gróði þeirra sé
mælikvarði á eðlilegt kaupverð FL Group á Sterling. Grunnhug-
myndin er sú að ef Fons hefur grætt tíu milljarða á sölunni, þá
hljóti FL Group að vera að borga óeðlilega hátt verð fyrir Sterling.
Þessi hugmynd byggir á villu um að til sé eitthvað sem heitir rétt
verð. Það er af og frá. Netfyrirtækið
Google fór á markað á innan við hund-
rað dollara á hlut. Var þá rangt verð að
greiða tvö hundruð dollara fyrir hlutinn
nokkrum mánuðum síðar? Verðið er nú
um 370 dollarar á hlut rúmu ári síðar.
Er það rangt verð?
Mælikvarðinn á kaup FL Group á
Sterling ræðst af framtíðarvirði eign-
arinnar. Sjálfur segir seljandinn að ekki
hefði komið til greina að selja félagið
nema að eiga áfram hlutdeild í framtíð-
arvirðinu. Seljandi og kaupandi í þess-
um viðskiptum deila þeirri trú að gríð-
arleg tækifæri liggi í félaginu og fjár-
festingin muni reynast góð. Tíminn
einn mun leiða það í ljós, en þeir sem að
þessum viðskiptum standa hafa náð
góðum árangri hingað til og svo sem
engin ástæða til þess að efast fyrirfram
um að þeim takist vel upp í þetta sinn.
Takist FL Group að gera sér mat úr
fjárfestingunni og að þróun á lággjalda-
markaði verði svipuð og í Bandaríkjun-
um, geta þeir sem telja gróða Fons
óskiljanlegan nú, farið í þær skotgrafir
að Sterling hafi verið gefið. Ekki hefur
vantað þær raddir um sölu ríkisins á
hlutabréfum í bönkunum.
Eðlisbreytingar eins og orðið hafa á
FL Group kalla eðlilega á misjafnar skoðanir á því hvort menn séu
að gera rétt. Þau skoðanaskipti fara fram í almennri umræðu og
ekki síður á hlutabréfamarkaði þar sem stjórnendur og eigendur
félagsins fá í sífellu sinn dóm. Forstjóri félagsins er jafnframt stór
eigandi. Hann hefur því gríðarlega ríka hagsmuni af því að vel
gangi.
Annað áhyggjuefni er að Icelandair sé mikilvægasta samgöngu-
fyrirtæki þjóðarinnar og það sé goðgá að leika sér með það fjöregg.
Nýtt skipulag FL Group ætti að eyða slíkum áhyggjum. Icelandair
verður sjálfstætt rekstrarfélag með sterkan bakhjarl ef vel gengur
að selja nýtt hlutafé FL Group. Mistök í fjárfestingum FL Group
ættu ekki að hafa afgerandi afleiðingar á rekstur flugfélagsins.
Nýtt skipulag FL Group felur í sér fleiri tækifæri en hættu, án þess
að það sé nokkur trygging í viðskiptum. Þar ráða ákvarðanir stjórn-
enda og ytri skilyrði sem vonandi leiða félagið í rétta átt.
Stormtech,
göngubakpoki.
Stormtech,
microfleece peysa.
Rosendahl,
vatnskarafla, tvö glös.
Isosteel, hitabrúsi.
GÓÐAR GJAFIR
STYRKJA GOTT SAMBAND
GLEÐJUM STARFSMENN OG VIÐSKIPTAVINI MEÐ VÖNDUÐUM GJÖFUM UM JÓLIN
Við höfum áralanga reynslu af sölu á
jólagjöfum til fyrirtækja og stofnana.
Hafðu samband og athugaðu hvað við
getum gert fyrir þig. Erum með fjölbreytt
úrval gjafa frá þekktum framleiðendum.
BROS AUGLÝSINGAVÖRUR
SÍÐUMÚLA 33 108 REYKJAVÍK
SÍMI 581 4141
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Hjálmar Blöndal, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir
AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug-
lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift
ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að
birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Spillingin lifir
Economist | Spillingin í Rússlandi fer vaxandi sam-
kvæmt athugunum Transparency International og er
Rússland komið í hóp Níger og Albaníu
yfir spilltustu ríki heims. Er þetta orðið
gríðarlegt þjóðfélagsvandamál að sögn Economist.
Bent hefur verið á að baráttan gegn tsjetnjeskum
hryðjuverkamönnum sé næsta ómöguleg vegna
mútugreiðslna og geri aðstæður í þjóðfélaginu vara-
samar. Spillingin er komið á annað stig þegar að
embættismaður sem þiggur mútur frá einum tekur
næstu greiðslur frá hermdarverkamönnum.
Í viðskiptalífinu eru mútugreiðslur til embættis-
manna daglegt brauð til að fá samninga og verkefni.
Árlegar upphæðir, sem atvinnulífið notar til að múta
spilltum embættismönnum, eru orðnar á við tvöföld
fjárlög sambandsríkisins. Kaupahéðnar verða þess
þó áskynja að þeim sem er mútað standa æ sjaldnar
við gefin loforð. Þá koma fram skaðlegustu áhrif
spillingar á efnahagslíf samkvæmt hagfræðikenn-
ingum.
Sá breski lofar ágætu
Sunday Telegraph | Roger Bootle ber saman hluta-
bréfamarkaði Bandaríkjanna og Bretlands í
Sunday Telegraph. Þrátt fyrir ládeyðu í bresku
efnahagslífi og minnkandi hagnað fyrirtækja, eink-
um í smásölu, hefur FTSE-vísitalan hækkað um
átta prósent á árinu. Til samanburðar
hafa bandarísku markaðirnir staðið í
stað. Það er einnig mat hans að bæði
fasteigna- og hlutabréfamarkaðir vestan
Atlantsála séu yfirverðlagðir. Hagnaður banda-
rískra fyrirtækja er hár sem hlutfall af landsfram-
leiðslu en verðkennitölur hlutabréfa eru samt háar
í sögulegu ljósi. Hagnaður breskra fyrirtækja sem
hlutfall af landsframleiðslu er hins vegar nærri
langtímameðaltali auk þess sem meðal VH-gildi
þeirra eru orðin lægri en langtímameðaltal.
Ef hækkandi vextir í Bandaríkjunum fara að
hafa neikvæð áhrif á hjól efnahagslífsins þar, sem
gæti leitt til samdráttar í öðrum hagkerfum, er lík-
legt að Bretland haldi vel sínu striki. Bent hefur
verið á að hagkerfi þessara landa fylgjast aldrei
eins að.
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Þessi hugmynd
byggir á villu um að
til sé eitthvað sem
heitir rétt verð. Það
er af og frá. Netfyrir-
tækið Google fór á
markað á innan við
hundrað dollara á
hlut. Var þá rangt
verð að greiða tvö
hundruð dollara fyrir
hlutinn nokkrum
mánuðum síðar?
Verðið er nú um 370
dollarar á hlut rúmu
ári síðar. Er það
rangt verð?
bjorgvin@markadurinn.is l hjalmar@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is
haflidi@markadurinn.is l holmfridur@markaðurinn.is
Kristján
Vigfússon
stjórnmálahag-
fræðingur og sjálf-
stætt starfandi ráð-
gjafi
O R Ð Í B E L G
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Stefna Sjálfstæðisflokksins?