Fréttablaðið - 26.10.2005, Side 22

Fréttablaðið - 26.10.2005, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Fyrirmynd íslensku yfirtökunefndarinnar er að hluta til sótt til Bretlands þar sem löng hefð er fyr- ir starfrækslu slíkrar nefndar. Að bresku nefnd- inni koma fjárfestar, sérfræðingar og fólk úr við- skiptalífinu. Hún hefur úrskurðað í yfir 7.000 mál- um frá stofnun hennar árið 1968. Noel Hinton, framkvæmdastjóri bresku yfirtökunefndarinnar, var staddur hér á landi í tilefni af ráðstefnunni og kynnti fyrir fundargestum starfsemi hennar. Svið nefndarinnar nær yfir öll bresk fyrirtæki, hvort sem þau eru skráð eða ekki, en ekki erlend fyrirtæki sem skráð eru í Bretlandi. Helsta starf hennar er að fylgjast með yfirtökum og tryggja að réttur allra hluthafa sé varinn. Nefndin leggur mikið upp úr því að úrskurða hratt og örugglega um mál sem koma á borð hennar enda úrskurðar hún í 100-150 málum á viku. Jóhannes Sigurðsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, fór yfir nýja löggjöf um yfirtökuskyldu og ferlið við innleiðingu evrópskra reglna á Ís- landi. Yfirtökureglur eru settar á grundvelli til- skipunar ESB 2004/25 sem öðlaðist gildi á síðasta ári. Viðar Már Matthíasson, formaður íslensku nefndarinnar, kynnti starfsemi nefndarinnar og helsta verkefni hennar sem er að taka til umfjöll- unar hvort til yfirtökuskyldu stofnist í einstökum tilvikum. Til yfirtökuskyldu stofnast þegar tiltekinn aðili nær yfirráðum í félagi, sem er skráð í Kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði. Með yfirráðum er átt við að aðili eignist a.m.k. 40 prósent atkvæðisréttar í félaginu, hafi á grundvelli samnings rétt til að ráða yfir sem nemur 40 pró- sentum atkvæðaréttar eða hafi öðlast rétt til að tilnefna eða setja af meirihluta stjórnar í félaginu. Stofnun og tilvist nefndarinnar er reist á stofn- samningi en ekki lögum. Yfirtökunefnd er ekki eft- irlitsaðili og hefur hvorki lögbundnar eftirlits- heimildir né þvingunarúrræði. Það er Fjármálaeft- irlitið sem er hinn opinberi eftirlitsaðili en nefndin er samstarfs- og leiðbeiningaraðili skráðra félaga og þeirra sem fjárfesta í þeim. Nefndin sinnir með- al annars hlutverki sínu með því að leitast við að tryggja að enginn lendi í þeirri stöðu að vera yfir- tökuskyldur án þess að gera sér grein fyrir því og vilja vera það. Viðar Már benti á að nefndin er háð því að aðil- ar á markaði séu tilbúnir til að veita upplýsingar þar sem hún hefur engar heimildir að lögum til gagnaöflunar. Því sé það forsenda fyrir störfum hennar að stuðningur stofnaðila sé til staðar með þeim viðurlögum sem nefnast „cold shoulder“ og þýðir að sá sem ekki sinnir úrskurði yfirtökunefnd- ar fái ekki stuðning stofnaðila, t.d. við fjármögnun. Að lokum töluðu þau Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings banka á Íslandi, og Svafa Grönfeldt, að- stoðarforstjóri Actavis, út frá sjónarhorni mark- aðsaðila. Ingólfur sagði reynslu Kaupþings banka af yfirtökum þá að nefnd sem þessi væri betur til þess fallin að stýra yfirtrökuferlinu en opinberir aðilar, m.a. vegna nauðsyn- legs málshraða og vegna ýmissa mats- kenndra ákvarðana sem meðal annars lúta að undanþágum frá reglum um til- boðsverð. Actavis hefur staðið í mörg- um yfirtökum á síðastliðnum árum og Svafa fagnaði því að komnar væru skýrari leikregl- ur en hún sagði það einnig brýnt að hindranir væru í lágmarki þar sem þær gætu dregið úr möguleik- um á samþættingu og áhuga kjölfestufjárfesta. Í máli fulltrúa markaðsaðila og í pallborðsum- ræðum í lok fundarins kom í ljós að fundarmenn voru sammála um að viðbrögð markaðarins við fyrsta úrskurði nefndarinnar myndi ráða úrslitum fyrir hana. Þá kæmi í ljós hvort fyrirtæki fara eftir úrskurðum hennar og hvort reyna þurfi á þá frammi fyrir Fjármálaeftirlitinu eða dómstólum. Ingólfur Helgason orðaði það svo: „Yfirtökunefnd má líkja við fyrirtæki sem er nýbúið að skrá sig á markað. Hún er búin að skila fyrsta ársfjórðungs- uppgjöri en á eftir að skila heilu ársuppgjöri áður en hægt er að meta störf hennar.“ M Á L I Ð E R Starfsemi yfirtökunefnda Hver er helsta fyrirmynd ís- lensku yfirtökunefndarinnar? Helzta fyrirmynd íslenzku yfir- tökunefndarinnar er breska yf- irtökunefndin (Takeover Panel), sem starfað hefur frá 1968. Ís- lenzka nefndin, eins og sú breska starfar á grundvelli stofnasamnings eftirlits- og markaðsaðilja, sem eru bak- hjarlar nefndar- innar og tryggja að hún geti gegnt hlutverki sínu. Starfsvið bresku nefndar- innar er þó víð- tækara en hinn- ar íslenzku. Hversu mörg verkefni hafa komið á borð yfir- tökunefndar frá stofnun hennar? Yfirtökunefnd tók til starfa 1. júlí sl. Nefndin hefur haldið níu fundi. Hún hefur hitt fulltrúa þriggja aðilja á markaði og tekið til sérstakrar skoðunar hugs- anlega yfirtöku- skyldu í einum þeirra, þ.e. FL-Group, vegna breytinga sem urðu á eignar- haldi hluta í félaginu 1. júlí 2005. Niðurstaða nefndarinnar var sú, að ekki væru sönnur um að yfirtökuskylda væri fyrir hendi í því tilviki. Er yfirtökuhlutfall hér frábrugð- ið yfirtökuhlutfalli í nágranna- löndunum? Yfirtökuhlutfall er hér 40%, það er sums staðar lægra t.d. 30% í Bretlandi og í Svíþjóð, eins og fram kemur í skýring- um í frumvarpi til laga um verðbréfaviðskipti. Vafalaust er það sumstaðar hærra. Til- skipun Evrópusambandsins 2004/25/EB miðar við að ríkjum sé sjálfum frjálst að ákveða hlutfallið í sinni löggjöf. Er ástæða til þess að yfirlýsing- ar og álit yfirtökunefndar hafi lagalegt gildi? Nei. Ég tel ekki ástæðu til slíks. Það er Fjármálaeftirlitið (FME) sem er hinn opinberi eftirlits- aðili og hefur lagaheimildir til að sinna eftirlitsskyldu sinni og heimildir til að beita þvingunarúr- ræðum. Yfirtöku- nefndin hefur það hlutverk að vera nær markaðsaðilj- um, veita upplýs- ingar og ráðgjöf. Hún kann þó stundum að þurfa að kveða uppúr um það hvort yfir- tökuskylda hafi stofnast og hvort farið sé rétt að við yfirtökuna. Ef stuðningur stofn- aðilja nefndarinn- ar er fyrir hendi, er engin þörf á að lögfesta reglur um starfsgrundvöll hennar. Eru hagsmunir minnihlutans nægilega tryggðir í núverandi mynd? Já, ég held það. Efni reglnanna um yfirtökuskyldu og framkvæmd yfirtöku stýrist fyrst og fremst af því að vernda hagsmuni þeirra hlut- hafa sem lenda í þeirri stöðu að aðrir hluthafar hafa náð yfir- ráðum í félagi. Yfirtökunefnd og stjórnsýslan í kringum þess- ar reglur að öðru leyti tryggir hagsmuni annarra hluthafa. Er skynsamlegt að þrengja skil- greiningu á því hverjir teljast skyldir aðilar í verðbréfavið- skiptalögum? Ég er ekki sannfærður um að það sé skynsamlegt. Það mætti á hinn bóginn reyna að skil- greina nánar, hvenær aðiljar teljast hafa haft samráð eða gert með sér samkomulag um yfirtöku á félagi. Það er þó ekki auðvelt. Lögfestar reglur eru óþarfar T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Viðars Más Matthíassonar prófessors og formanns yfirtökunefndar Engin þvingunarúrræði Í sumar stóðu markaðs- og eftirlitsaðilar í sameiningu fyrir því að koma á fót íslenskri yfirtökunefnd. Í tilefni af stofnun hennar var boðið til ráð- stefnu síðastliðinn föstudag um yfirtökur skráðra félaga og starfsemi yfir- tökunefnda sem Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sat. PALLBORÐSUMRÆÐUR AÐ LOKINNI RÁÐSTEFNU „Yfirtöku- nefnd má líkja við fyrirtæki sem er nýbúið að skrá sig á markað. Hún er búin að skila fyrsta ársfjórðungsuppgjöri en á eftir að skila heilu ársuppgjöri áður en hægt er að meta störf hennar,“ sagði Ingólfur Helgason forstjóri KB banka á Íslandi. Engar spólur Hrö› endurheimt gagna Enginn stofnkostna›ur Háflróu› dulkó›un Vöktun 24/7 www.securstore.is575 9200 fla› er til öruggari lei› til a› geyma gögnin SecurStore – sjálfvirk, örugg netafritun M IX A • fít • 5 0 8 3 4 FYLGST MEÐ AF ATHYGLI Margir voru mættir til fundarins til að fræðast um starfsemi yfirtökunefnda. Ísland 40% Bretland 30% Svíþjóð 30% Noregur 40% Danmörk 33% Finnland 67% Frét ta bl að ið /E .Ó l. Y F I R T Ö K U S K Y L D A Í N O K K R U M L Ö N D U M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.