Fréttablaðið - 26.10.2005, Síða 24
Leiðandi í
mannasiðum
Icelandic Group virðist stefna að
því að verða leiðandi fyrirtæki á
íslenska markaðnum. Reyndar á
svolítið sérkennilegum sviðum.
Félagið hélt hluthafafund síð-
astliðinn mánudag. Breytingar
hafa orðið í hluthafahópnum og
mætti ljósmyndari til að taka
mynd á fundinum. Honum var
hins vegar meinaður aðgangur
sem er nýjung í samskiptum fjöl-
miðla og skráðra hlutafélaga.
Hitt nýmælið sem Icelandic
Group hefur tekið leiðandi stöðu í
er aðferðin við að segja upp for-
stjórum. Harkaleg framganga við
uppsögn Þórólfs Árnasonar hefur
ekki fengið góðar undirtektir
meðal manna á markaðnum.
Spurningin er svo hvort fyrirtæk-
ið markar sér leiðandi stöðu á
fleiri sviðum og þá hvort það
verður í einhverju sem lýtur að
rekstri, fremur en mannasiðum.
Þorvaldsson & Bergs
Nýr forstjóri Singer & Fried-
lander, Ármann Þorvaldsson,
hefur ásamt Helga Bergs leitt
útrás bankans í fyrirtækjaverk-
efnum í London með góðum ár-
angri. Þeir félagar lönduðu
Somerfield á dögunum og var
bankinn virkur í þeim kaupum
allan tímann, með eða án Baugs í
gegnum tengsl sín við Tchengu-
is-bræður.
Innkoma Ármanns í forstjóra-
stólinn þykir skýrt merki þess
að Kaupþings-stemning verði
látin ráða ríkjum í nýja bankan-
um. Þegar bankinn komst fyrst í
íslenska umræðu var gantast
með að þarna hefði Kaupþing
augastað á ríflega 600 teinóttum
jakkafötum. Nú verða jakkaföt-
in væntanlega látin bretta upp
ermarnar og taka ákvarðanir af
þeim hraða sem einkennt hefur
Kaupþingsmenn. Gárungar vilja
ganga lengra og vilja breyta
nafni bankans í London í Þor-
valdsson & Bergs.
Sljór bankagreinandi
Forsvarsmenn KB banka hafa
verið að kynna bankann fyrir er-
lendum fjárfestum, enda stand-
ast verðkennitölur bankans al-
þjóðlegan samanburð. Meðal
gesta á einni kynningu bankans
var yfirmaður bankagreiningar-
deildar Morgan Stanley í Evrópu
sem flutti smá erindi. Hann
gantaðist í byrjun erindisins og
sagði starfsmann sinn sem
fylgist með bönkum á Norður-
löndum nýhættan störfum. Sá
hefði ekki komið auga á KB
banka og nú skildi hann hvers
vegna hann hefði hætt. Hefði
sennilega verið rekinn annars.
123 15 3,7milljarða aukning á eignum lífeyrissjóðannafrá áramótum. milljarðar sem FL Group greiðir Fons eignarhalds-félagi fyrir Sterling. milljónir á hvert íslenskt mannsbarnværi eignum lífeyrissjóðanna skipt nú.
SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is
410 4000 | www.landsbanki.is
Við færum þér fjármálaheiminn
Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum
netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á
mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.
Kynntu þér málið á www.landsbanki.is
B A N K A H Ó L F I Ð