Fréttablaðið - 31.10.2005, Side 1

Fréttablaðið - 31.10.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG Pantanir í síma 483 4700 info@hotel-ork.is • www.hotel-ork.is jólaeyra page 1 Thursday, October 13, 2005 13:08 Composite ARNALDUR INDRIÐASON Vetrarborgin kemur út á miðnætti Gestir geta fengið hlutverk í Mýrinni FÓLK 34 VEÐUR Vitlaust veður var í Vestur Húnavatnssýslu í gær og höfðu Lögregla og björgunarsveitir á svæðinu í nógu að snúast. Úrkoma var mikil og skyggni ekkert svo margir vegfarendur lentu í vand- ræðum. Einhverjir voru fastir í bílum sínum vegna ófærðar eða þorðu ekki að aka áfram vegna skyggnis. Þá höfnuðu nokkrir bílar út af. Að sögn lögreglunnar á Blöndu- ósi var veðrið svo slæmt að flestir hættu sér ekki út úr bílum sínum. Björgunarsveitir á Blönduósi, Hvammstanga og Laugabakka voru kallaðar út og aðstoðuðu veg- farendur við að koma sér af stað eða fluttu fólkið í skjól. Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands má búast með áframhald- andi éljagangi á Norður- og Aust- urlandi í dag. Hann reiknar með því að um miðja vikuna fari að hlýna og snjóa gæti farið að leysa á miðvikudag eða fimmtudag. Aftakaveður á Norðvesturlandi: Fólk fast í bílum ÖRN ÁRNASON: Endurnýjaði pallinn svo hann er sem nýr *hús *fasteignir Í MIÐJU BLAÐSINS Flýgur frjáls Ítalinn og tónlist- armaðurinn Leone Tinganelli lætur drauminn rætast með sinni fyrstu plötu þar sem hann syngur um ástina og lífið. FÓLK 34 MÁNUDAGUR 31. október 2005 – 294. tölublað – 5. árgangur Sími: 550 5000 ���������������������� � �� � � SLYDDA EÐA SNJÓKOMA á Vestfjörðum og Norðurlandi, rigning eða slydda austan og suðaustan til. Gæti dropað suðvestan til. Hiti 2-5 stig syðra en við frostmark nyrðra. VEÐUR 4 ÍRAK Varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna telur að 26.000 Írakar hafi látist í árásum skæruliða í landinu síðan í janúar á síðasta ári. Tala þeirra sem falla dagslega virðist jafnframt vera að aukast jafnt og þétt samkvæmt ráðu- neytinu. Þetta eru fyrstu opin- beru tölurnar sem eru birtar af mannfalli Íraka á þessu tímabili. Að sögn ráðuneytisins deyja eða særast yfir 60 heimamenn á degi hverjum. Stríðið í Írak: Um 26 þúsund Írakar fallnir STJÓRNMÁL Megn óánægja er meðal sveitarstjórnarmanna í Suðvestur- kjördæmi með breytt fyrirkomu- lag í samskiptum við þingmenn kjördæmisins. Í umræðum utan dagskrár á fundi Sambands sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) á föstudag var talað um að sniðganga fundinn. Í stað þess að funda með hverri sveitarstjórn fyrir sig verður stór fundur í félagsheimili Kópavogs í dag. Árni M. Mathiesen, fjármál- aráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins, boðaði til fundarins fyrir hönd þingmannanna. Sveitarstjórnarmenn telja sig sumir ekki geta tjáð sig jafnfrjáls- lega við þingmennina og öðrum finnst tímasetning in erfið. „Það er svolítið einkennilegt að boða þetta á vinnutíma því flestir bæjarfull- trúar eru náttúrlega í fullri vinnu,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, for- seti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi. „Á föstudaginn heyrði maður að rosalegur urgur var í liðinu,“ segir Einar Sveinbjörnsson, bæjarfull- trúi í Garðabæ. Hann segir að í ljósi þess hve þingmenn mættu illa á fund SSH hafi verið rætt um að snið- ganga fundinn í dag. Einungis þrír af 33 þingmönnum Reykjavíkurkjör- dæmanna og Suðvesturkjördæmis, Guðmundur Hallvarðsson, Sigurrós Þorgrímsdóttir og Valdimar Leó Fri- ðriksson, mættu fyrir helgi. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir óánægju mikla með tilhögun fundarins. „Það er kjördæmavika og öllu troðið á einn dag. Auðvitað eiga þingmennirnir að koma og ræða okkar mál í sveit- arfélaginu. Það er eins og verið sé að ota bæjarfélögunum saman,“ segir hann og telur lítinn áhuga á því meðal sveitarstjórnarmanna að metast um hvaða vegaframkvæmd- ir ættu helst að vera í forgangi. Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, tekur undir að svo virtist sem sveitar- félögum væri att saman. „Þetta er náttúrlega ekki boðlegt og ekki sti- llt upp fyrir sveitarfélögin, heldur þannig að þetta sé sem þægilegast fyrir þingmennina.“ Ármann Kr. Ólafsson, sem bæði er bæjarstjórnarmaður í Kópavogi og aðstoðarmaður Árna Mathiesen, segir nýtt fyrirkomulag eiga að hafa í för með sér meiri heildarsýn á mál kjördæmisins. „Lagt er upp með að fá fulltrúa vegagerðar og ráðuneyta til að fara yfir verkefni á sameigin- legum fundi þar sem þingmenn og sveitarstjórnarmenn geta skiptst á skoðunum,“ segir hann og furðar sig á óánægjuröddum. -oká Sniðganga fund með þingmönnum Sveitarstjórnarmenn í Suðvesturkjördæmi eru ósáttir við þingmenn kjördæmis- ins. Ráðstefna á að koma í stað hefðbundinna funda í kjördæmaviku. Stelpudagur hjá Haukum Kvennalið Hauka í handbolta og körfubolta voru í eldlínunni í gær að Ásvöllum. Hið unga körfuboltalið félagsins lagði Keflavík og svo vann handbolta- liðið góðan sigur á Stjörnunni. ÍÞRÓTTIR 27 Byltingin Um konur á vinnumarkaði var haft hugtakið „að vinna úti“, sem hljómaði óneitanlega svolítið eins og að „verða úti“. Vinnumarkaðurinn var með öðrum orðum skil- greindur sem útlönd fyrir konur, útskúfun – eða útlegð. Í DAG 16 ROSA PARKS BORIN TIL GRAFAR Hundruð manna voru viðstödd minningarathöfn í Alabama þegar Rosa Parks var borin til grafar í gær. Parks, sem var 92 ára þegar hún lést, er frægust fyrir að hafa neitað að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni í Alabama árið 1955. Er hún almennt talin eiga stóran þátt í jafnréttisbaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. SÆRÐ ÍRÖSK STÚLKA Fjöldi Íraka hefur særst síðan ráðist var inn í landið. SVEITARSTJÓRNARMÁL Hvorki Gísli Marteinn Baldursson né Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson sem berjast um fyrsta sætið á lista sjálfstæð- ismanna í komandi borgarstjór- anarkosningum telja tímabært að huga að eyjabyggð. Í vor kynnti borgarstjórnarflokkur Sjálfstæð- isflokks hugmyndir um allt að 30 þúsund manna byggð í Örfirisey, Álfsey, Engey, Viðey og í Geld- inganesi. „Hugmyndir okkar sjálfstæð- ismanna voru góðar til að sýna fram á suma af þeim möguleikum sem okkur standa til boða í fram- tíðarbyggingarlandi. Við verðum hins vegar að horfast í augu við staðreyndir,“ segir Gísli Mart- einn og bendir á að Reykvíkingum muni ekki fjölga um nema 20 til 30 þúsund til ársins 2045. „Framtíð- arbyggingarland okkar Reykvík- inga tel ég að sé í Geldinganesi þar sem við getum gert fallega 10 þúsund manna byggð og í Vatns- mýri þar sem við getum sett til dæmis 15 þúsund manna byggð.“ Hugmyndir um eyjabyggð telur hann ekki vera inni í myndinni næstu 50 árin. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson áréttar að hugmyndirnar sem borgarstjórnarflokkurinn kyn- nti í vor hafi verið framtíðarsýn sem í meginatriðum hafi fengið mjög góðar undirtektir. „Umfjöll- un okkar um nýjar skipulagshug- myndir og framtíðarsýn í þeim efnum og umfjöllun um önnur mikilvæg skipulagsmál, svo sem Vatnsmýrina, hafa breytt og frísk- að umfjöllun borgarbúa um þessi mikilvægu hagsmunamál,“ segir hann og telur framtíðarbygging- arland borgarinnar vera í Geld- inganesi, Úlfarsfelli, Vatnsmýri og svo kannski eyjabyggð. „Þarna erum við að tala um ferli og land- nýtingu sem eiga mun sér stað á næstu áratugum.“ - óká Baráttumenn um oddvitasæti sjálfstæðismanna í Reykjavík: Hættir við byggð í eyjunum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.