Fréttablaðið - 31.10.2005, Side 10

Fréttablaðið - 31.10.2005, Side 10
10 31. október 2005 MÁNUDAGUR Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Keramik fyrir alla Notið fríið og byrjið að mála jólagjafirnar. Krakkar! GEÐSJÚKDÓMAR Þunglyndissjúkling- ar eiga nú betri möguleika á lækn- ingu í framtíðinni. Danskir vísinda- menn eru bjartsýnir á að rannsóknir undanfarinna ára og ný tækni verði til þess að hægt sé að greina þung- lyndi fyrr og meðhöndla. Þunglyndi er nú í fjórða sæti á lista Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar um sjúkdóma sem rýra lífslíkur og lífsgæði sjúkra og aðstandenda þeirra. Og haldi þróunin áfram er því spáð að sjúk- dómurinn verði í fyrsta sæti árið 2020 í Vestur-Evrópu. Nú eru það hjarta- og kransæðasjúkdómar sem skipa það sæti. Danskir rannsak- endur segja að í dag geti tuttugu prósent þjóðarinnar búist við því að fá sjúkdóminn einhvern tíma á lífsleiðinni. Með nýrri tækni þar sem notast er við kortlagningu arfbera segj- ast dönsku vísindamennirnir geta greint breytingar á heilastarfsemi þeirra sem eru þungt haldnir af þunglyndi og veitt þeim rétta með- höndlun mun fyrr en nú er gert. Þeir segja að þjóðfélagið og sá lífs- stíll sem það kallar á verði sífellt fjandsamlegra þeim sem hætt er við þunglyndi. Og því sé hin nýja uppgötvun, þar sem hægt er að mæla streituhormónið kortísól, sem er einn aðalvaldur þunglyndis, bylt- ing í meðhöndlun á sjúkdómnum. Tuttugu prósent manna geta búist við því að fá þunglyndi: Auknar líkur á lækningu þunglyndis ÞUNGLYNDUR MAÐUR Sífellt fleiri leita til læknis vegna þunglyndis. NORDICPHOTOS / GETTY IMAGES DRESDEN, AP Um sextíu þúsund manns hópuðust saman fyrir utan Frúarkirkjuna í Dresden í gær til að fagna því að endurbótum á kirkjunni væri lokið. Kirkjan, sem var byggð á 19. öld, eyðilagðist í sprenguárás- um bandamanna undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Endurbæt- ur á kirkjunni hófust eftir fall Berlínarmúrsins en fram að því vildu stjórnvöld í Austur-Þýska- landi ekki láta gera upp kirkjuna. Átti hún að minna fólk á eyðilegg- ingarmátt stríðsins. Horst Koehler, forseti Þýska- lands, hertogi Breta af Kent og sendiherrar Bandaríkjanna og Frakklands voru á meðal þeir- ra 1800 gesta sem sóttu athöfn til að fagna þessum tímamótum. Einnig voru þar stödd Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Angela Merkel, sem mun taka við af honum. Endurbæturnar á Frúarkirkj- unni kostuðu um 13 milljarða króna. Um 7,3 milljarðar af þeirri upphæð komu frá ýmsum aðilum, þar á meðal Bandaríkjamönnum og Bretum. Frúarkirkjan í Dresden tilbúin: 60 þúsund manns fögnuðu FRÚARKIRKJAN Í DRESDEN Mik- ill fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan kirkjuna til að fagna endurbótunum á henni. AP/MYND BRÓÐIR VARAFORSETA MYRTUR Bróðir annars af tveimur varaforsetum Íraks var skotinn til bana á leiðinni til vinnu sinnar í Bagdad. Viðskiptaráðherra Íraks særðist og tveir lífverðir hans voru drepnir í annarri árás. Einnig dóu níu íraskir borgarar í árásum sem voru gerðar í Bagdad og nágrenni. ÍRAK ÞÝSKALANDI, AP Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, kvæntist í fimmta sinn síðast- liðinn laugardag. Eiginkonan heitir Minu Barati og fór athöfnin fram á borgaralegan hátt í ráðhúsi Rómarborgar. Um 20 manns voru viðstadd- ir athöfnina, þar á meðal dóttir Barati frá fyrra sambandi. Fischer, sem er 57 ára, hefur verið utanríkisráðherra undanfarin sjö ár. Ekki er talið að hann haldi áfram í því starfi eftir niðurstöðu kosninganna í síðasta mánuði. Þýskur ráðherra: Kvænist í fimmta sinn FISCHER OG FRÚ Utanríkisráðherrann ásamt Minu Barati í Berlín á síðasta ári. Þau giftu sig um helgina.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.