Fréttablaðið - 31.10.2005, Side 22

Fréttablaðið - 31.10.2005, Side 22
 31. október 2005 MÁNUDAGUR4 Í hönnunar- og lífsstílsþætt- inum Veggfóðri í kvöld mun Vala Matt kíkja í heimsókn til Ingunnar Hafstað arkitekts sem sýnir sniðuga lausn fyrir svefnherbergi undir súð. „Það er svo gaman að í hverjum þætti eru einhverjar skemmtileg- ar hugmyndir sem eru sniðugur fyrir fólk til þess að notfæra sér heima,“ segir Vala og bætir við að lausnin hennar Ingunnar sé einkar frumleg. Það sem Ingunn hefur gert er að nýta pláss undir súð í svefnherberginu hjá sér sem skápapláss. „Hugmyndin kom út frá aðstæðum. Við vildum færa höfuðgaflinn aðeins frá veggnum þannig að fólk ræki ekki höfuð- ið upp í súðina. Það vantaði líka meira geymslupláss þannig að gaflinn var gerður að geymslu því þar er hægt að koma fyrir dóti líka,“ segir hugmyndasmiðurinn Ingunn. Rúmið er við hliðina á skáp- um sem koma líka undir súðina nema að pláss vantaði fyrir nátt- borð. Þá kom Ingunn með þá lausn að hafa náttborðið útdraganlegt inni í höfuðgaflinum. „Á endan- um á gaflinum er náttborðið sem þú dregur út og síðan er hægt að draga út skúffur. Til þess að opna skápinn innst undir súðinni þá færir maður náttborðið aftur inn í gaflinn. Hver krókur og kimi er því mjög vel nýttur.“ Ingunn er nýbúin að opna arkitektastofuna SkelEgg á Laugavegi ásamt tveim- ur öðrum og hún segir að hún geti vel útfært svipaðar lausnir fyrir fólk sem berst við sama vandamál og hún gerði. Betur verður fjallað um þessa sniðugu lausn í Veggfóðri í kvöld klukkan 21.00 á sjónvarpsstöðinni Sirkus. Skeifan 3A • 108 Reykjavík Sími 517 3600 • Fax 517 3604 mylogo@mmedia.is • www.local1.is ÚTSALA El ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Útihurðir - Svalahurðir Gluggar - Lausafög Stigar, allar gerðir � � � � � � � ��������������������������������������� � � � ������������������������������������������ Ingunn Hafstað arkitekt við útdraganlega náttborðið sitt með skúffum. Pláss undir súð nýtt undir skápa og hillur Hér sést hvernig súðin hefur verið nýtt undir skápapláss. Náttborðið er inni í gaflinum beint á móti. Ingunn sýnir Völu hvernig höfuðgaflinn nýtist einnig sem geymslupláss. STEFÁN VEGGFÓÐUR ...um mat á föstudögum í Fréttablaðinu. Hafið samband við auglýsingadeild „Allts“ Síminn er 550-5000 markvissar auglýsingar ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - PR E 28 02 3 0 4/ 20 05 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.