Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2005, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 31.10.2005, Qupperneq 86
 31. október 2005 MÁNUDAGUR34 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Þessa dagana fá margir sprautu í kroppinn gegn inflúensu- faraldri sem áætlaður er frá nóvember og fram í mars á næsta ári. Flensan er reyndar ekki komin til landsins, en væntanleg hvað úr hverju, og því eindregin tilmæli Land- læknisembættisins að allir sextíu ára og eldri láti bólusetja sig. „Það er vitað að inflúensa veldur meiri veikindum hjá eldra fólki og við mælum með að áhættuhópar, eins og hjartasjúklingar, láti bólusetja sig til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi,“ segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. „Ungt og heilsuhraust fólk er ekki skilgreint sem áhættuhópur en vitað er að mörg fyrirtæki í landinu bjóða starfsfólki sínu bólusetningu til að halda því hraustu í vinnunni þegar vetrar,“ segir Haraldur sem kannast við að alltaf virðist sem einhverjar flensur hrjái landann. „Oftast er aðeins einn stofn inflúensu yfirgnæfandi og á afmörk- uðum tíma. Því er margt sem ekki er flensa kallað flensa, en þeir sem fá alvöru inflúensu velkjast ekki í vafa því þeir veikjast mjög skyndilega með hita, beinverki, hálssærindi og höfuðverk, og finna til í öllum skrokknum. Menn liggja þá jafnan veikir í vikutíma og mikilvægt að fólk jafni sig vel heima í stað þess að fara á stúfana og smita aðra,“ segir Haraldur og staðfestir að inflúensa sé bráðsmitandi. „Mesta smithættan er eftir að einkenni eru komin fram og fólk orðið veikt. Það er erfitt að forðast smit í okkar samfélagi þar sem mikil hreyfing er á fólki,“ segir Haraldur og bætir við að árlega veikist mörg þúsund manns af inflú- ensu. „Menn óttast að senn komi fram nýr heimsfarald- ur inflúensu, en þá leggst allt að helmingur þjóðarinnar í rúmið. Þetta gerist um það bil þrisvar sinnum á öld og orðið langt síðan síðast, en með heimsfaraldri fæðist ný tegund veiru sem er skyld inflúensuveirum en miklum mun svæsnari. Við henni hafa menn enga mótstöðu og veikjast meira fyrir bragðið. Þær inflúensuveirur sem koma hingað ár eftir ár eru leifar af gömlum heimsfaröldrum en fyrir þeim höfum við orðið gott mótstöðuafl,“ segir Haraldur og neitar því ekki að dánartíðni hækki á inflúensu- tímabilinu. „Í fyrra var inflúensan hvað skæðust í desember, janúar og febrúar, en þá urðum við vör við talsverðan umframdauða, sem þýðir að fleiri létust en við bjuggumst við. Um var að ræða gamalt og veikburða fólk, en umframdauði er vel þekktur á flensutímum,“ segir Haraldur og minnir á að inflúensan berist frá manni til manns. „Það er munurinn á inflúensu og fuglaflensu, sem er flensa í fuglum. Við tölum því um inflúensu, fuglaflensu og heimsfaraldra, en síðasti heimsfaraldur var Hong Kong- flensan 1960 sem felldi tvær milljónir manna. Þar á undan kom Asíuflensan 1957 og felldi fjórar milljónir og 1918 hinn skelfilegur faraldur Spænska veikin sem lagði fimmtíu milljónir manna að velli. Þetta eru því miklir atburðir þegar þeir gerast,“ segir Haraldur. SÉRFRÆÐINGURINN > HARALDUR BRIEM HVETUR TIL BÓLUSETNINGAR GEGN INFLÚENSU Umframdauði þekktur á inflúensutímum HARALDUR BREIM SÓTTVARNARLÆKNIR „Ég valdi plötunni nafnið Volo Libero, sem þýðir „Ég flýg frjáls“ og vísar í eina pólitíska lag plöt- unnar,“ segir ítalsk-íslenski tónlist- armaðurinn Leone Tinganelli um fyrstu sólóplötu sína og langþráðan draum sem loks hefur ræst. „Boðskapur lagsins er að ég hugsi frjálst og eigi mínar eigin hugsanir; að ég trúi eigin sann- færingu og sé ekki sammála frelsistali, stríðsrekstri og stefnu Bandaríkjamanna í þeim efum, en þeir segjast frelsisþjóð númer eitt en er ekki rétt, nema síður sé,“ segir Leone af réttvísi, en önnur lög nýju plötunnar eru á rómant- ískum nótum, eins og blóðheitum Ítölum er einum lagið. „Flest lögin fjalla um ástina og lífið, og allir textarnir eru á ítölsku. Íslensk þýðing þeirra fylgir með svo áheyrendur skilji innihaldið. Auk nýrra lagasmíða eru á plötunni dúettar sem áður hafa orðið vinsælir í flutningi mín og Björgvins Halldórsson- ar, Regínu Óskar og nýr dúett með Jóhanni Friðgeiri stórtenór, þar sem við syngjum til skiptis á ítölsku og íslensku,“ segir Leone sem árum saman hefur glatt gesti veitingahússins Ítalíu með gítar- leik og angurværum söng á mið- vikudags- og sunnudagskvöldum. „Platan er til konunnar minnar og í lögunum syng ég um ást mína, tilfinningar og ýmislegt sem ger- ist í ástarsamböndum. Í þeim finnast bæði hæðir og lægðir, en ástin er samt alltaf öllu yfirsterk- ari. Við hugsum kannski ekki um tilfinningar okkar þá, en finnum hvernig okkur leið þegar við lítum til baka. Þannig er ástin,“ segir Leone og játar að nýja platan sýni nokkuð dæmigerða hlið ítölsku þjóðarinnar sem í eðli sínu er rómantískari en aðrar. „Ítalir eru vissulega með róm- antískustu mönnum og mikið sung- ið um ástir á Ítalíu. Hins vegar hef ég búið of lengi á Íslandi til að vera eingöngu undir ítölskum áhrifum, þótt ég syngi ítalska klassík sem vinsæl hefur verið síðustu 500 árin í hverri viku. Ég hlusta mikið á íslenska tónlist og dáist að því hversu lifandi og ríkulegt íslenskt tónlistarlíf er, en nútíma tónlist á Ítalíu hefur gengið í gegnum hremmingar undanfarin ár. Þetta er því popptónlist blönduð áhrif- um beggja landa,“ segir Leone sæll með útkomuna. „Ég er svo innilega ánægður og glaður. Er spenntur eins og lítið barn, enda búinn að ala þennan draum síðan ég var lítill dreng- ur og bíða eftir þessu lengi. Það er ótrúlega góð tilfinning að sjá drauminn um sólóplötuna rætast og ég heppinn að Íslendingar hafa tekið tónlist minni fagnandi á undanförnum árum,“ segir Leone sem upphaflega ætlaði að gefa plötuna út sjálfur. „Svo var það útgáfufyrirtækið 2112 Kúltúr Kompaní sem falað- ist eftir útgáfuréttinum. Það kom mér á óvart því eigandinn, Samúel Kristjánsson, er miklum mun yngri en ég og ég því hissa að hann skyldi falla fyrir plötunni með þessum hætti. Ég var einnig þakklátur að fá útgefanda sem gerir þetta allt miklu betur en ég,“ segir Leone brosmildur, en með honum á plötunni eru valinkunnir tónlistarmenn á ýmsum sviðum. „Ég spila sjálfur á kassagítar, en Þórir Úlfarsson píanóleikari útsetti plötuna og spilar á ýmis hljóðfæri, ásamt Jóni Hafsteins- syni, Sigurgeiri Sigurðssyni, Jóhanni Hjörleifssyni, Róbert Þór- hallssyni, Matthíasi Stefánssyni, Hafþóri Guðmundssyni og Vil- hjálmi Guðjónssyni. Þetta er tón- list sem hentar öllum aldurshópum og þægileg áheyrnar,“ segir Leone og býður til útgáfutónleika í Saln- um í Kópavogi 6. nóvember. „Ég hlakka mikið til þeirra. Það er stór stund í lífi hvers manns að halda sína fyrstu útgáfutónleika og ég heppinn að verða þess heið- urs aðnjótandi að fá til liðs við mig dúett-söngvarana góðu til að taka lagið með mér í Salnum,“ segir Leone fullur tilhlökkunar. LEONE TINGANELLI GEFUR ÚT SÍNA FYRSTU SÓLÓPLÖTU 1. NÓVEMBER Spenntur eins og barn LEONE TINGANELLI TÓNLISTARMAÐUR Ítalskur heimsmeistari í kappróðri sem fann ástina á Íslandi og flytur nú konu sinni ástarljóð á nýrri sólóplötu. Leone, sem semur lög og texta sjálfur, hefur áður átt eigin lagasmíðar í útvarpsspilun auk þess að syngja vinsæla dúetta með Björgvini Halldórssyni og Regínu Ósk. LJÓSMYND/VALLI HRÓSIÐ ...fær Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona sem slær í gegn hjá Leikfélagi Akureyrar. LÁRÉTT: 2 íþrótt 6 kös 8 hjartnæm 9 mælieining 11 hætta 12 eggjarauða 14 korr 16 2 eins 17 kúgun 18 farfa 20 stöðug hreyfing 21 truflun. LÓÐRÉTT 1 magi 3 klafi 4 fugl 5 af 7 sólarblik 10 hylur 13 með öðrum orðum 15 skipta 16 nögl 19 á fæti. LAUSN Aðdáendur Arnaldar Indriðasonar geta svo sannarlega glaðst því á miðnætti kemur nýjasta skáldsaga hans, Vetrarborgin, út í verslun- inni Pennanum í Austurstræti. Vetrarborgin er níunda skáldsaga Arnaldar en glæpir koma við sögu í öllum þeirra. Eins og fram hefur komið er Erlendur í aðalhlutverki í bókinni sem hefst á því að lík finnst í garði við blokk í Reykjavík. Þetta reynist vera stálpaður drengur, dökkur á hörund sem liggur á grúfu í blóði sínu, frosinn fastur við svellið. Í kjölfarið kviknar illur grunur um skelfilegan glæp. Erlendur, Elín- borg og Sigurður Óli hefja rann- sókn málsins og utan úr myrkri og hríðarkófi birtast um síðir stað- reyndir sem eru jafnvel nöturlegri en vetrarnótt við heimskautsbaug. Með innsæi og ráðabruggi ná þremenningarnir að leysa þrautina þó það reynist erfitt á köflum. Í Pennanum verður þó meira um að vera tengt Arnaldi. Bókabúða- gestir geta fengið aukahlutverk í kvikmyndinni Mýrinni en tökur á henni hefjast síðar í vetur. Hinn hárprúði Baltasar Kormákur mun leikstýra myndinni en í hlutverk- um Erlendar og Elínborgar verða þau Ingvar E. Sigurðsson og Elva Ósk Ólafsdóttir. Síðasta skáldsaga Arnaldar, Kleifarvatn, er búin að seljast í 30.000 eintökum en hún sló öll met í fyrra. Hann er jafnframt sá núlif- andi rithöfundur sem er gefinn út hvað víðast í heiminum og lesinn af flestum. Nú hafa bækur hans selst í yfir 1.000.000 eintökum á heims- vísu og nýlega var hann tilnefndur til virtustu glæpasagnaverðlauna Bretlands, Gull- og silfurrýtings- ins. Dröfn Þórisdóttir, markaðs- stjóri Eddu útgáfu, er mjög hrifin af bókinni. ,,Vetrarborgin á allavega að geta staðið undir sömu væntingum og Kleifarvatn því hún er ekki síðri. Mér finnst hún betri ef eitthvað er.“ Vetrarborg Arnaldar kemur út á miðnætti ARNALDUR INDRIÐASON Einn ástsælasti glæpasagnahöfundur þjóðarinnar. Skyldi hann ná að selja jafn vel af Vetrarborginni og Kleifarvatni? Ofurtala 1 14 18 29 30 4 30 31 37 38 48 12 14 33 1 2 7 0 8 0 1 4 9 2 29.10. 2005 26.10. 2005 Einfaldur 1. vinningur næsta laugardag Einfaldur 1. vinningur næsta miðvikudag Fyrsti vinningur gekk ekki út. Fyrsti vinningur gekk ekki út. 23 LÁRÉTT: 2 golf, 6 ös, 8 kær, 9 mól, 11 vá, 12 blómi, 14 snörl, 16 kk, 17 oki, 18 lit, 20 ið, 21 ónáð. LÓÐRÉTT: 1 vömb, 3 ok, 4 lævirki, 5 frá, 7 sólskin, 10 lón, 13 möo, 15 liða, 16 kló, 19 tá. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 Nýju -Delí. 2 Mars. 3 Árni Gautur Arason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.