Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Miövikudagur 14. janiiar 1976.
Við gamalt lag
Guðmundur Þorsteins-
son frá Lundi:
VIÐ HLJÓÐFALL
STARFSINS
150 bls. Prentverk Odds
Björnssonar, Akureyri,
1975.
tSLENDINGUM er hagmælsk-
an i blóö borin. Fjöldi fólks um
allt land, fólk á öllum aldri og i
öllum stéttum til sjávar og
sveita, hefur fengizt og fæst enn
viö visnagerð, en i misstórum
mæli að vi'su.
Þessi mikla og almenna kunn-
átta i meðferð rims og bragar-
hátta er vitaskuld ein af for-
sendum þess að þjóðinni auðnist
að ala af sér stórskáld. Hinir
mörgu, bókhneigðu og hag-
mæltu Islendingar eru sá jarð-
vegur sem stórskáldin eru
sprottin upp úr. Það vaxa ekki
há tré á berum klöppum. — Eins
þýðir stórskáldum ekki að
yrkja, ef enginn er til þess að
veita verkum þeirra viðtöku og
njóta þeirra.
Guðmundur Þorsteinsson frá
Lundi er gott dæmi um þann
„bókhneigöa almenning”, sem
vikiö er að hér að framan. Hann
er sveitamaður að ætt og uop-
runa, uppeldi og störfum. Hjnn
er sprottinn upp úr jarðvegi is-
lenzkrar sveitamenningar, eins
og hún var á morgni þessarar
aldar, áður en vélamenning og
hávaði héldu innreið sina i þjóð-
félagið. Þetta hefur að sjálf-
sögðu mótað viðhorf hans til
lifsins. Hann ann islenzkum
sveitum og segir:
ég hyggst mig þó við strjálbýli
að halda eftir megni,
þvi hvergi nema þar fann ég ör-
uggt „jarðsamband.”
Jafnframt ber hann ugg i
brjósti gagnvart ýmsum tim-
anna táknum. Hann talar um
„svikin verðmæti” seðlaflóðs-
ins, og mörg nýtizkan er honum
litt að skapi. Slikt eru auðvitað
persónuleg viðhorf, og koma
fyrst og fremst einstaklingnum
sjálfum við. Lesandinn spyr
hins vegar, hvort skoðanir höf-
undarins hafi blásið lifi i ljóðin
eða orðið þeim fjöturum fót. Ég
hygg, að sem kvæðasmiður hafi
Guðmundur Þorsteinsson haft
bæði gagn og skaða af skoðun-
um sfnum. Areiðanlega hafa
lifsviðhorf hans oft orðið honum
hvatning til yrkinga, jafnvel
knúðhann til að gripa pennann,
en hins er ekki heldur að dylj-
ast, að ósjaldan ber boðskapur
kvæðanna list þeirra ofurliði.
Enginn furðar sig á þvi, þótt
manni, sem er skyggn á bresti
samtiðar sinnar, sé oft mikið
niðri fyrir, en þeim mun meiri
þörf er á traustu taumhaldi,
þegar slikir menn setjast á bak
Pegasusi, þvi dyntótta hrossi.
Guðmundi Þorsteinssyni er
fortiðin ofarlega i huga. Hann
yrkir um ambáttina Brák
fóstru Egils Skallagrimsáonar,
og lætur svo um mælt að
kvæðislokum, að þótt rétt sé að
geyma I minni manndóm Egils,
megi ekki gleyma hlut Brákar,
enda er hann áður búinn að
segja, að hún hafi seitt fram það
bezta i önd barnsins (þ.e.
Egils), og honum þykir jafnvel
ekki óliklegt, að sú vargöld, sem
Egill lifði á, hefði brotið skáld-
vængi hans, ef hann hefði ekki
„menntrar fóstru notið.”
Og Guðmundur Þorsteinsson
yrkir lika um Grettisbæli i
Oxarnúpi, en það er einn þeirra
staða, þarsem menn hyggja, ab
Grettir Asmundsson hafi dvalizt
i útlegð sinni. Og einhvem tima
hefur einhver útlagi hafzt þar
við, það mun varla þurfa að
draga i efa.
Ekki getur undirritaður fallizt
á söguskoðun Guðmundar Þor-
steinssonar, þegar hann segir
um Gretti: „og mætum þegni
snöggbreytt i dræpan skógar-
mann.” Af sögu Grettis verður
það naumast ráðið, að hann hafi
nokkru sinni náð þvi að verða
„mætur þegn”, og meira að
segja vafasamt, hvort hann
hefur yfirleitt verið efni i „mæt-
an þegn”, sökum meðfæddra
skapbresta sinná. — Hins vegar
munu flestir vera sammála
Guðyiundi þegar hann talar i
niðurlagi kvæðisins um „þá
raunaslóð sjálfskaparvita”,
sem Grettir tróð forðum. Og það
er þakkarvert, þegar Guðmund-
ur beinir þeim tilmælum til
þjóðar sinnar, að hún hægi
„sinn vitskerta Hrunadans um
pappirskálfinn,” ef hún vilji
ekki að fari fyrir henni likt og
Gretti. — Ég minnist þess ekki i
svipinn að hafa heyrt talað um
pappirskálfinn sem hliðstæpu
gullkálfsins, sem flestir dansa i
kringum, en vissulega er hér á
ferðinni orð, sem gjarna mætti
festast I islenzku máli.
Ekki er nein leið að minnast á
öll yrkisefni Guðmundar Þor-
steinssonar, þvi að þau eru bæði
mörg og ólik. Hann yrkir kveðj-
ur til samferðamanna, þar á
meðal Avarp til forsetahjón-
anna, sem hann flutti þeim i hófi
að Skúlagarði sumarið 1969,
Hann minnist heimsóknar að
Kviskerjum i öræfum, og þann-
ig mætti lengur telja. Rekavið-
arbjálkinn, sem „eitt sólbjart
vor” sigldi frá strönd heima-
lands sins og hraktist siðan um
úfin höf, verður kveikjan að
einu bezta kvæðinu i bók Guð-
mundar. Verður rekaldinu
fleygt á eld, eða kemst það i
hendur „valins smiðs,” sem
gerir úr þvi listaverk?
Ljóðabók Guðmundar Þor-
steinssonar er mjög sómasam-
lega út gefin, hún er látlaus og
snyrtileg eins og höfundur henn-
ar. Þó eru þar nokkrar prent-
villur, og illa kann ég við þann
sið að prenta með breyttu legri
einstök orð, jafnvel þótt augljóst
sé að leggja beri á þau sérstaka
áherzlu, til dæmis i upplestri.
Skáldletursorð óprýða textann,
þegar jafnmikið er af þei"> og
hér, og þar að auki eru þau ó-
þörf. Ef ljóð kemst til skila á
annað borð, gera þau það án
slikra hjálparmeðala.
Þeir, sem þekkja til Guð-
mundar Þorsteinssonar frá
Lundi vita, að hann hefur lengi
unnið að lagfæringu gamalla
muna i Þjóðminjasafni Islands.
í þvi birtist ekki aðeins hagleik-
ur handa hans, heldur einnig ást
hans á menningararfleifð þjóð-
arinnar. Sama er að segja um
Ijóð hans. Þau eru órækur
vitnisburður um virðingu hans
fyrir islandi eg islenzkri þjóð,
sögu hennar, tungu og menn-
ingu. Hann hefur fyrir sitt leyti
ræktað sinn reit, og vill að aðrir
geri slikt hið sama.
—VS.
í „IiR
lnllfi
11"1 II I'I
AAyndlistarþáttur
í byrjun árs
Eftir haustvertið er tiltölu-
lega fátt um sýningar i höfuð-
borginni. Margar eru samt i
undirbúningi. Manni er sagt að
17 hafi sótt um Kjarvalsstaði,
þar á meðai Jakob Hafstein.
Fastráðin mun sýning á verkum
Asgrims Jónssonar og verður
það merkur viðburður.
Systursonurinn Strákurinn Afinn
Sén Te/Sjúí Ta
Konan Maðurinn
Yfirlitslsýning
á verkum Ás-
grims Jónssonar
Samt óttast maöur það mest,
að sýningin verði aðeins
hrókering, að myndir úr As-
grimssafni, sem oft hafa verið
sýndar áður, verði nú fluttar á
Kjarvalsstaði, en það eitt
þjónar naumast neinum
tilgangi, nema þá til þess að
vekja svolitlar gárur á hlut-
laust yfirborð. Helzt þyrfti að
sýna eitthvað nýtt.
Enda þótt þessu sé ýjað hér,
hefur maður ekki það beinlinis
fyrir satt að fyrst og fremst
veröi um að ræða flutninga á
myndum neðan af Bergstaða-
stræti upp á Flókagötu, myndir
sem almenningur hefur áður
séð, flestar en hér er óvepju-
gott tækifæri til þess að koma
með verulega góöa sýningu á
verkum hins mikilhæfa lista-
manns.
Það er nú einu sinni svo —
þrátt fyrir allt, að ýmsir „smá-
munir” þekktustu listamanna,
teikningar, skissur, vatnslitir
reynast stundum lifseigari en
stórvirki þeirra. Gott dæmi um
þetta hér á landi eru t.d. myndir
Jóhannesar Kjarvals, sem
Reykjavíkurborg eignaðist
hundruðum saman, og svo gjöf
Gunnlaugs heitins Schevings
sem nú er aö hluta sýnd á mjög
áhrifamikinn og lærdómsrikan
hátt. Þessar litlu skemmtilegu
myjidir kynna vinnubrögð
málarans með ágætum, og eru
svo þar að auki alveg sérstakt
augnayndi. Asgrimur Jónsson
mun hafa látið eftir sig ýmsar
vinnuteikningar, og uppdrætti
af myndum og þetta þyrfti að
sýna. Þá vil ég alveg sérstak-
lega vona að mikið verði þarna
af vatnslitamyndum Ásgrims,
einkum hinum eldri.
Það er ef til vill til of mikils
mælzt að óska eftir þvi að reynt
verði að fá myndir I einkaeign
til þessarar yfirlitssýningar, en
I.EIKMYNDIN
er að mestu smíðuð úr aðfengnum kassafjölum og öðru lauslegu, ódýru efni. Þjóð-
leikhúsið þakkar öllum þeim aðilum, sem liðsinntu við efnisöflun.
Þróun leikmyndar á sér langan aðdraganda. Skissan hér að ofan er fyrsta blað-
festa hugmynd Sigurjóns Jóhannssonar að loknum undirbúningsumræðum leik-
stjóra og leikmyndateiknara. Eins og sjá má, er hún í ýmsum atriðum frábrugðin
endanlegri útfærslu, þótt grunnhugmyndin sé þegar mótuð.
bæöi ég og aörir vita um það, að
viða eru niðurkomnir miklir
dýrgripir i einkaeign, og ef
auglýst væri eftir þeim, væri
aldrei að vita nema einhverjir
væru til þess fúsir að lána
myndir til þessarar hátiöar As-
grims Jónssonar. Nóg um það.
Góða sálin
á Mokka
Um þessar mundir stendur
yfir á Mokka sýning á sviðs-
myndum (uppdráttum og
búningateikningum Sigurjóns
Jóhannssonar, en hann gerði
sem kunnugt er búninga-
teikningar og sviðsmyndir i
Góöu sálina i Sesiian eftir
Bretold Brecht, sem Þjóðleik-
húsið sýnir um þessar mundir.
Þetta er einkar skemmtileg og
áhugaverð sýning og kærkomið
að hún skuli sýnd almenningi á
sama thna og verkið er leikið á
fjölunuói.
Það er auðséð á öllu, að hinn
nýi yfirpiaður lfikmynda-
deildar Þjóðleikhússins er
skólaöur myndlistarmaöur og
er fullfær um að útfæra hug-
myndir sinar. Þótt ekki séu
þettp karekatúr-myndir, þá
varðveitist yfirbragð per-
sónanna á myndum Sigurjóns
vel á leiksviði Þjóðleikhússins.
Sumu hefur þó verið breytt,
eins og guðunum þrem, sem
hafa verið einfaldaðir. Um
leikmyndina sjálfa verður ekki
fjallað hér, enda hefur undir-
ritaður sagt frá henni áður hér i
blaðinu.
Ljós á listaverk
tollstöðvarhússins.
Það var mikið happaverk,
þegar yfirvöld ákváðu að fá
Gerði Helgadóttur, mynd-
höggvara, til þess að gera stóra
mosaik-mynd á nýja
Tollstöðvarhúsið við Tryggva-
götu. ömurlegur veggur, varð
þannig til mikillar pryði fyrir þá
fjölmörgu, sem leið eiga þarna
um. Mynd þessi er þegar orðinn
partur af andliti miðbæjarins.
Þó er einn galli á gjöf Njarðar
að myndin nýtur sin ekki vel i
myrkri, sem nóg er af I þessum
bæjarhluta. Það þarf að lýsa
myndina upp i myrkri. Til þess
viröist vera mjög góð aðstaða.
Bæði mættikoma fyrirljósum á
sjálfu húsinu, á staurum rétt
hjá, eða af húsunum hinum
megin við götuna. Þetta bend-
um við hinum nýja tollstjóra i
Reykjavik, Birni Hermannssyni
á með fyrirfram þakklæti.
Jónas Guðmundsson