Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.01.1976, Blaðsíða 1
 Leiguflug—Neyöarf lua HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122-11422 MNGIRÍ Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigiuf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur —Rif Súgandafj. : Sjúkra- og leiguflug um ,allt land Simar: 2-60-60 & 2-60-66 £3 Konur, börn og -gamal menni flutt burtu Mó-Reykjavik. — Miklar skemmdir urðu á Kópaskeri i jarðskjálfta kl. 1.30 i gær. Flest hús á Kópaskeri eru meira og minna skemmd. Börn, konur og gamalmenni voru flutt burt úr þorpinu til Raufarhafnar, Leirhafnar eða Húsavikur. Ekki urðu umtalsverð meiðsl á fólki. Stöðugir kippir voru siðdegis i gær á Kópaskeri, þótt enginn þeirra yrði eins sterkur og sá fyrsti. Viða er jörð sprungin, og mikið er um jarðsig. Vegurinn vestur frá Kópaskeri var var- hugaverður, og þrjár brýr á veginum höfðu skemmzt. Sex kindur drápust i fjárhúsi á Kata- Upptökin 12 km frá Kópaskeri MÓ-Reykjavik. — Upptök jarðskjálftans sem var valdur að skemmdunum á Kópaskeri voru 12 km. suðvestur af Kópaskeri, og mældist hann 5,5 til 6 stig á Richterkvarða. Þetta er lang- sterkasti kippurinn, sem komið hefur siðan jarðskjálftarnir byrjuðu fyrir jólin, sagði Þórunn Skaptadóttir hjá jarðeðlisdeild veðurstofunnar i samtaii við Timann i gær. Kippurinn fannst um allt Norðurland og austur á firði. Sterkasti kippurinn sem mælzt hefur hér á landi átti upptök sin á Málmeyjargrunni, i Skagafirði 1963. Sá var 7 stig á Richterkvarða. Ekki urðu miklar skemmdir af völdum hans. Árið 1934 urðu miklar skemmdir á Dalvik af völdum jarðskjálfta, sem mældist 6 1/4 stig, en 1929 varð sjafnsterkur jarðskjálfti skammt frá Reykjavik. 1968 varð svo jarðskjálfti, sem mældist 6 stig og olli hann sprungum á húsum i Reykjavik. Krossinn á kortinu sýnir hvar jarðskjálftinn i gær átti upptök sin. stöðum við Kópasker þegar milli- veggur i húsinu brast. Brennisteinslykt fannst á Kópa- skeri i gær. Kristján Armannsson kaup- félagsstjóri á Kópaskeri sagði siðdegis i gær, að fólk hefði orðið geysilega óttaslegið, þegar þessi mikli jarðskjálfti kom. Allt hefði leikið á reiðiskjálfi, og vörur fallið úr hillum. Vatnsleiðslur hefðu farið 1 sundur og flest hús sprungið meira og minna. Ekki væri hættulaust að vera nema i sumum húsanna og reiknað er með, að karlmenn verði i Kaup- félaginu i nótt og jafnvel viðar. Konur og börn voru farin áleiðis til Raufarhafnar og Húsavikur. Ekki urðu önnur meiðsl á fólki, en að tveir menn i frystihúsinu meiddust litilsháttar. Guðjón Petersen frá Almanna- vörnum var kominn til Raufar- hafnar og stjórnaði björgunar- aðgerðum ásamt almanna- varnarnefnd Kópaskers. Björgunarsveitin á Húsavik kom til Kópaskers i gær. öll jörð i kringum Kópasker er meir og minna sprungin. Vegur- inn vestur frá Kópaskeri er nær ófær og stór sprunga hefur myndazt i Katastaðafjalli. Simasambandslaust var við Kópasker frá þvi jarðskjálftinn reið yfir og langt fram eftir degi. Rafmagnslaust var i hluta af þorpinu. Vegurinn frá Raufarhöfn til Kópaskers var ruddur i gær, strax eftir jarðskjálftann. Viðbúnaður var á Raufarhöfn til að taka við fólki, en þar er hótel sem rúmar 70 manns. Aðallega var þó ætlunin að koma fólkinu fyrir f heimahúsum. Björn Karlsson oddviti i Hafra- fellstungu i Oxarfirði sagði i gær, að þegar jarðskjálftakippurinn kom hefði isinn á Skógarkilnum sprungið og vatnið spýtzt hátt upp i loftið. Þá var nýbúið að rjúfa vatninu úr lóninu leið fram i sjó og jókst rennsli þess verulega i skjálftanum. Búið er að flytja allt fé úr fjár- húsinu á Skógum, sem vatnið er komið i, en nú óttast menn að enn hækki verulega við þennan mikla jarðskjálfta. Seint i gærkvöld flutti fólkið burt frá Skógum og Ærlækjarseli og dvaldi i nótt á bæjum i ná- grenninu. Mér fannst húsið ætla á hliðina MÓ-Reykjavik —i.Mér fannst hús- ið ætla að fara á hliðina og allt lauslegt hentist til,"sagði Krist- veig Jónsdóttir á Bakka á Kópa- skeri i viðtali við Timann i gær- kvöld. Þá var Kristveig komin ásamt fleira fólki frá Kópaskeri til Iiúsavikur. —„Þetta er i raun ólýsanlegt og var alveg agalegt. Skjálftinn byrjaði fyrst hægt en siðan smájókst hann þar til allt ætlaði um koll að keyra. Þetta kom öllum á óvart því allir bjugg- ust við að það gerðist frekar eitt- hvað upp i Kelduhverfi. — Maður er ennþá eins og fest- ur upp á þráð og i raun liður manni miklu verr á eftir. Meðan ósköpin gengu yfir gerði maður sér ekki grein fyrir hvað var að gerast. Það er eins og lenda i bil- slysi. Þaðpr ekki fyrr en á eftir að maður áttar sig á hvað hefði i raun getað gerzt. Ég var i eldhúsinu og var að drekka kaffi þegar ósköpin byrj- uðu. Við vorum þar tvær saman. Leirtau datt úr skápum og ljósa- króna datt niður og brotnaði. Nið- ur i kjallara var frystikista og hentist hún um hálfan metra og glös og flöskur á gólfinu brotnuðu. Húsið er gamalt timburhús og það elzta á Kópaskeri. Ég veit ekki hvort það skemmdist mikið, en viða sprungu steinhús mjög mikið og gluggar brotnuðu i ein- hverjum húsum. Viða komu sprungur i jörðina og fólk datt um koll. Maður einn ætlaði að halda sér i jeppabil, en þá hentist billinn á loft og ætlaði á hliðina. Svona voru ósköpin mikil. Börn voru verulega hrædd, nema þau, sem voru innan við þriggja ára aldur. Við yfirgáfum Kópasker um kl. 16,30. Ég fann enga brennisteins- fýlu, en fólk var að tala um að það hefði fundið hana. 1 Presthólahrauni virtist hafa orði.ð sprenging og var jörðin þar upptætt á litlu svæði. Viða eru sprungur i jörðina, en ég fór litið um þorpið og veit þvi litið um skemmdir eða jarðrask. Það var mikil hrið á leiðinni, sérstaklega þegar við nálguð- umst Húsavik. Gekk ferðin þvi fremur seint,//sagði Kristveig Stjórnmálasamband- inu slitið í dag? Gsal-Reykjavik. — Ég vil ekki timasetja það, hvenær stjórn- málasambandinu við Bretland verður slitið, en hins vegar má telja öruggt, að þvi verði slitið, ef engin ný viðhorf koma til, sagði Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra i samtali við Timann i gærkvöldi. Fundur verður i utanrikismálanefnd Alþingis i dag kl. 10.30, þar sem fjallað verður um stjórnmálaslitin við Bretland. Endan- lega ákvörðunum stjórnmálaslitin mun rikisstjórnin taka, og þá ennfremur um timasetningu þeirra og hversu vitæk þau eiga að vera. 1 einstaka tilvikum er viðkomandi sendiráðum hreinlega lokað og allir sendiráðsstarfsmenn kvaddir á burt, en algengara er þó að aöeins sendiherra sé kvaddur á burt. Þegar stjórnmálasambandinu verður slitið við Breta mun norska sendiráðið i London gæta hagsmuna Islendinga, en franska sendiráðið hér mun gæta hagsmuna Breta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.