Tíminn - 03.02.1976, Síða 2
2
TÍMINN
Þriöjudagur :i. febrúar 1976.
Steingrímur Hermannsson á fundi um landhelgismdl:
Enginn grundvöllur
samkomulags við Breta
OÓ-Reykjavík. Framsókn-
arfélögin i Hveragerði og Þor-
lákshöfn boðuðu til fundar um
landhelgismálin í Hveragerði
s.l. sunnudag. Ollum stjörn-
málasamtökum i Hveragerði
var boðin þátttaka i fundinum,
og þáðu Alþýðuflokks-, Sam-
taka- og Alþýðubandalagsfélög-
in boðið, en félag sjálfstæðis-
manna, Ingólfur, hafnaði aðild
að fundinum. Fundinn sóttu um
180 manns, og stóð hann yfir i
fimm klukkustundir og tóku alls
tólf fundarmanna þátt i umræð-
unum.
Framsögumenn á fundinum
voru Steingrimur Hermannsson
alþingismaður, Magnús Torfi
Olafsson alþingismaður, Lúðvik
Jósepsson alþingismaður, Pétur
Guöjónsson, formaður Samtaka
áhugamanna um sjávarútvegs-
mál, og Sighvatur Björgvinsson
alþingismaður. Fundarstjórar
voru Sigurður Jónsson, hafnar-
stjóri i borlákshöfn, og Páll
Pétursson forstjóri, Þorláks-
höfn.
Að loknum framsöguræðum
hófust fjörugar umræður, sem
12 manns tóku þátt i, og voru
fluttar samtals 22 ræður á fund-
inum. Fundarmenn komu viðs
vegar af Suðurlandi úr öllum
sjávarþorpum og úr sveitum.
Fundurinn hófst kl. 14 og lauk
ekki fyrr en rúmlega 19.00.
Hjá öllum ræðumönnum kom
fram mikil andstaða gegn
samningum við Breta. Þing-
menn þeir, sem töluðu á fundin-
um, töldu sig bundna trúnaði
varöandi upplýsingar um þau
gögn, sem forsætisráðherra
kom með frá London, en þó las
Lúðvik orðrétta kafla upp úr
þeim gögnum og sagði, aö Bret-
ar vildu fá 30% af þeim afla,
sem óhætt væri að veiða við Is-
land að mati fiskifræðinga.
Hér á eftir verður getið helztu
atriða i' ræðu Steingrims Her-
mannssonar á fundinum i
Hveragerði.
1 upphafi máls sins rakti
Steingrímur mikilvægi
sjávarútvegsins i islenzku efna-
hagslifi og skýrslur þær, sem
fram hafa komið nýlega um
ástand fiskstofnanna. Gerði
hann m.a. glögga grein fyrir
þeirri hættu, sem þorskstofninn
er i.
Með tilliti til þessa taldi Stein-
grimur spurninguna nú fyrst og
fremst vera þá, á hvern hátt
mætti draga sem fyrst og mest
úr afla útlendinga og ná sem
skjótast virkri stjórn á öllum
fiskveiðum á íslandsmiðum.
„Þessari spurningu þarf hver
og einn að svara, þegar hann
tekur alstöðu á móti eða með
samningum við aðrar þjóðir um
fiskveiðar hér við land,” sagði
Steingrimur.
Steingrimur rakti viðleitni
okkar i þessa átt með útfærslu
fiskveiðilögsögunnar i 12 sjó-
milur, i 50 og siðast i 200, og
nefndi þá samninga, sem gerðir
hafa verið i þessu sambandi.
Steingrimur ræddi siðan um
þýzka samninginn, sem hann
kvaðst hafa talið bæði óeðlilega
langanog gera ráð fyrir of miklu
aflamagni. Hins vegar, með til-
liti til þess, að þar er aðeins gert
ráð fyrir 5000 tonna afla af
þorski og jafnframt með tillit til
innrásar brezkra herskipa i is-
lenzka fiskveiðilögsögu, kvaðst
hann að iokum hafa komizt að
þeirri niðurstöðu, að meiri frið-
un fengist fyrir þorskstofninn
með þeim samningum en án,
þótt ekki væri kosturinn góður.
Steingrimur ræddi siðan um
hugsanlega samninga við
Breta. Hann taldi erfitt að gera
sér grein fyrir þvi, hvað Bretar
gætu veitt án samninga, og
undir herskipavernd. Meðfjölg-
un togara taldi hann þó ekki
óliklegt, að aflinn gæti orðið á
ársgrundvelli allt að 100 þús.
lestir, sem er nokkuð minna en
þeir veiddu á siðast liðnu ári, ef
þeir hefðu til þess úthald. Aftur
á móti lagði Steingrimur
áherzlu á, að timinn vinnur með
okkur í þessu máli. Vakti hann
athygli á þvi, að Bandarikja-
menn hafa ákveðið að færa út
fiskveiðilögsögu sina i 200 sjó-
milur 1. júli 1977. I þeirri sam-
þykkt er skýrt tekið fram, að
Bandarikjamenn eigi forgangs-
rétt að þeirri veiði, sem þeir
telja hæfilega innan þeirra fisk-
veiðilögsögu. Hann nefndi
einnig vaxandi kröfur i Bret-
landi og Efnahagsbandalags-
löndunum um útfærslu, og loks,
að telja mætti liklegt, að haf-
réttarráðstefnan kæmist að við-
unandi niðurstöðu fyrir okkur,
þótt hann teldi vafasamt, að það
yrði á þessu ári.
Steingrimur kvaðst, eins og
aðrir þingmenn, bundinn þagn-
arheiti og ekki geta upplýst,
hver væri sá grundvöllur, sem
islenzka viðræðunefndin kom
með frá London, en hann kvaöst
vilja leggja áherzlu á þá skoðun
sina, að sá grundvöllur væri
ekki fær til samkomulags. Því
kvaðst hann telja, að vandinn
væri raunar sá einn nú, á hvern
hátt ætti að segja nei við hug-
myndum Wilsons. I þvi sám-
bandi yrði að hafa tvennt i huga,
annars vegar að tryggja sem
bezta samstöðu heima fyrir, og
hins vegar að ná að nýju frum-
kvæði i þessu tafli á alþjóðleg-
um vettvangi, þvi við þyrftum
að try ggja okkur þar áfram sem
beztan skilning á málstað okkar
Islendinga. Þvi taldi Steingrim-
ur, að eftirgreind atriði þyrftu
m.a. að koma fram i svarinu:
1. Að við teldum 300 þús. lesta
leyfilegan afla á Islandsmið-
um alltof mikið og stefna
þorskstofninum i bráða
hættu.
2. Að við Islendingar hlytum
einir að ákveða hæfilega há't
marksveiði á Islandsmiðum.
Viðværum ábyrgir fyrir fisk-
stofnunum á okkar miðum,
ekki eingöngu gagnvart okk-
ur sjálfum, heldur einnig
gagnvart þeim fjölmörgu
þjóðum, sem þurfa i vaxandi
mæli á þessari fæðu að halda.
3. Að við hljótum sjálfir að hafa
algjöran forgang að veiðum á
Islandsmiðum og ekki væri
um það að ræða að semja við
aðra um okkar veiðar þar.
Steingrimur varpaði siðan
fram þeirri spurningu, hvort
rétt gæti verið að halda leiöum
opnum með þvi að bjóða upp á
viðræður um mjög litið magn i
t.d. þrjá mánuði. Athuga þyrfti,
hvort slikt gæti skapað okkur
sterkari stöðu út á við.
Steingrimur kvaðst telja lik-
legast, að herskipin kæmu aftur
inn fyrir og þorskastriðið héldi
áfram. Þá taldi liann mikilvæg-
ast, að við islendingar hefðum
úthald og gerðum Bretum veið-
arnar sem erfiðastar. Hann
lagði jafnframt áherzlu á, að við
ættuin að beita pólitiskum
þrýstingi, ekki með þvi að biðja
Atlantshafsbandalagið að hafa
milligöngu um samninga við
Breta, heldur með þvi að gera
bandalaginu Ijóst, að þátttöku
okkar þar og varnarsamningn-
um við Bandarikjamenn er
stefnt i bráöa hættu, ef Bretum
helzt uppi að leggja i rúst efna-
ha gsgru nd völl þjóðarinnar.
Steingrimur kvaðst ekki trúa
þvi, að Bretar entust lengi til
veiða undir herskipavernd við
slikar aðstæður og viö þá þróun
sem framundan er á þessum
sviðum.
Jafnframt lagði Steingrimur
áherzlu á að við þyrftum að
vinna fylgi á alþjóðlegum vett-
vangi við málstað okkar með
þvi að kynna sem allra bezt og
betur en gert hefur verið niður-
stöður fiskifræðinganna um
ástand fiskstofnanna.
Steingrimur sagði að lokum,
að hann væri sannfærður um
sigur okkar i þessu striði. Aðal-
atriðið væri úthald og þraut-
seigja.
Eftir framsöguræðurnar urðu
miklar umræður, og voru marg-
ar spurningar lagðar fyrir
framsögumenn, einkum Stein-
grim Hermannsson. Steingrim-
ur var siðastur ræðumanna.
1 lokaræðu sinni lagði Stein
grimur áherzlu á,að um þetta
mikilvæga mál þyrfti að ræða
málefnalega og af hreinskilni og
drengskap. Hann taldi, að i ræð-
um stjórnarandstæðinga hefði
borið of mikið á þvi, að þeir
teldu sér fært að vera með
óábyrgar fullyrðingar. Stein-
grimur taldi ófært að veitast á
slikum fundi að forsætisráð-
herra og viðræðunefnd þeirri,
sem fór til London, sem ekki
væri þarna stödd til þess að bera
hönd yfir höfuð sér. Hann
kvaðst sannfærður um það, að
forsætisráðherra hefði ekki far-
ið út fyrir það umboð, sem hann
fékk áður en hann fór til Lond-
on. Hann kvað megináherzluna
hafa verið lagða á að sannfæra
Breta um, að islenzki þorsk-
stofninn þyldi ekki meira en 230
þús. lesta veiði á ári. Aftur á
móti hefði verið hlustað á hug-
myndir Breta og þær skýrzt.
Steingrfmur leiðrétti ýmislegt
það, sem hann taldi vafasamt af
þvi, sem komið hefði fram hjá
öðrum framsögumönnum og
svaraði jafnframt þeim spurn-
ingum, sem fyrir hann voru
lagðar.
Steingrímur ræddi að lokum
almennt um samninga við Breta
og kvaðst vilja leyfa sér að full-
yrða, að ekki yrði samið á þeim
grundvelli, sem nú lægi fyrir.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt á fundinum:
„Almennur fundur um land-
helgismál, haldinn á Hótel
Hveragerði, sunnudaginn 1.
febrúar 1976, samþykkir eftir-
farandi:
1. Skorar á stjórnvöld að taka
fyllsta tillit tii skýrslu Hafrann-
sóknastofnunarinnar um vemd-
I.úðvik Jósepsson les upp úr
trúnaðarskýrslunni.
un fiskstofnanna i islenzkri lög-
sögu. Einnig verði tekið tillit til
ábendinga sjómanna um friðun
ákveðinna veiðisvæða.
2. Harmar þá ákvörðun rikis-
stjórnarinnar að semja við
Vestur Þjóðverja um veiði-
heimildir innan 50 milnanna,
bæði er varðar aflamagn og
timalengd samningsins. Núver-
andi stærð fiskstofnanna gefur
enga möguleika á samningum
um fiskveiðar innan 200 miln-
anna, hvorki við Breta né aðrar
þjóðir. Slikir samningar hefðu i
för meö sér beina minnkun á
aflamagni islenzkra fiskiskipa.
3. Lýsir aðdáun á störfum
skipshafna varðskipanna við
erfiðustu aðstæður. Forsendur
þess, að við getum varið 200
milurnar, er að stórefla Land-
helgisgæzluna með leigu eða
kaupum á hentugri stærð hrað-
skre iðra varðskipa og verði i þvi
sambandi tekið fyllsta tillit til
óska skipherra Landheígisgæzl-
unnar.”
Páll Þorgeirsson
Páll Pétursson
Gai'ðar Hannesson
Kjartan Bjarnason
Kelill Kristjánsson
Sigurður Jónsson
Guðmundur W. Stefánsáon
Bjarni Eyvindsson
Auður Guðbrandsdóttir
Guðmundur V. Ingvarsson.
Tveir alþingismenn voru meðal fundarmanna á landhelgisfundinum i Hveragerði, sem hlýddu á
umræður en tóku ekki sjálfir til máls. Fremst til vinstri á myndinni situr Albert Guömundsson,
og i aftari röð fyrir miðju situr Garöar Sigurðsson.
«