Tíminn - 03.02.1976, Qupperneq 4

Tíminn - 03.02.1976, Qupperneq 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 3. febrúar 1976. Öryggið ekki fyrir öllu Liklega er allur fjöldinn af fólki ósammála Möru Danaud, aö margt sé skemmtilegra til i heiminum en að eiga italskan prins fyrir eiginmann, höll til aö búa i og þjón á hverjum fingri. Mara, sem er 28 ára, var gift italska prinsinum Lillio Sforza Ruspoli. Hann var áður fyrr ná- inn vinur Paolu prinsessu I Belgiu, sem þykir vera nokkuö rómantisk i sér. En Mara segir: Bætur til Indíána Eftir langvinna samninga um réttindi frumbyggja við Jakobs- flóa i Norðvestur-Kvibekk, þar sem fjöldi raforkuvera er i smiðum, hefur loks verið ákveð- ið að greiða Indiánunum bætur. Þessar bætur nema sem næst þrjátiu milljörðum islenzkra króna um alllangt árabil, og jafnframt fá Indiánarnir einka- rétt á veiðum á láði og legi á hundrað og fimmtiu þúsund fer- kilómetra svæði. Aftur á móti falla Cree- og Inúit-Indiánar frá kröfum sinum um full yfirráð landa á þessum slóðum. Hjátrú í Bretlandi Brezkur prestur staðhæfir, að helmingi fleira fólk i landi hans fari i lifi sinu eftir stjörnuspám en boðum bibliunnar. Hann seg- ir, aðhjátrúin riði húsum i Bret- landi og sé á góðum vegi með að gera margan manninn að heimskum apaketti. Það er hinn viröulegi hirðprestur Elisabetar drottningar, John Stott, sem þannig talar. BfcTTY BESS „Verndar- englarnir" hafa nóg að gera Hversu margar forsetafrúr þarf leyniþjónust’an að vernda? Þetta var spurning i lesenda- dálki bandarisks blaðs nýlega, — og i svarinukomfram, að þær eru hvorki meira né minna en fimm! Þrjár forseta-ekkjur, ein fyrrv. forsetafrú (Pat Nixon) og svo núverandi forsetafrú, Betty Ford. Ekkjurnar eru Bess Tru- man, sem nú er háöldruð, Mamie Eisenhower, Lady Bird Johnson. — Jackie Kennedy (siðar Onassis) og hennar börn voru lika undir vernd leyniþjón- ustunnar, þar til hún giftist Aristotle Onassis. Sem ekkja hans á hún ekki heimtingu á sérstakri vernd Bandarikjanna, en sonur hennar John, er undir eftirliti og vernd leyniþjónust- ----- -g ára ai^urs MAMIE LADY BIRD Henry Wynberg er óheppinn í dstamdlunum Mér leiddist, ég hafði ekkert að gera! Og þegar einn af kunn- ingjum hennar bauð henni hlut- verk i kvikmynd greip hún tæki- færið, tók tilboðinu og kastaði hjónabandsörygginu fyrir róða. — Eiginmaður minn var mjög formfastur, og honum fannst það hreint brjálæöi, þegar ég vildi fara að vinna utan heimil- is. Svo ég bara fór.. Mara Danaud sést hér á mynd. Henry virtist vera fljótur að ná sér eftir að Elizabeth Taylor yf- irgaf hann til að fara aftur til sins elskaða Richards Burton, svo sem frægt er orðið, þvi að litlu siðar sást hann á manna- mótum i fylgd ungrar ljós- hærðrar stúlku, Lindy Benson að nafni. Þremur mánuðum seinna var það allt búið á milli þeirra, og sagt var að Henry sæti eftir sár og reiður. Lindy Óefnileg nýbreytni Dómari i Fargó i Norður- Dakóta hefur neitað þritugum skólakennara, Michael Herbert Dengler, um leyfi til þess að breyta nafni sinu I „1069”. Dóm- arinn sagöi, að það myndi ekki þykja efnilegt, ef hljóðfæraleik- arar færu að einkenna sig með nótum, stærðfræðingar með táknum úr sérgrein sinni, stjörnuspekingar með stjörnu- merkjum og vixlarar og prang- arar með dollaratákni. var að þvi spurð, hvers vegna þetta ástarævintýri þeirra hefði orðið svo endasleppt. Hún svar- aði með bliðu brosi: — Ja, fyrst er það nú aldursmunurinn. Hann er aðeins einu ári yngri en hann pabbi. Mér fannst hann vera svo „herralegur og spenn- andi!’ fyrst þegar við kynnt- umst, og allt öðru visi i fram- komu, en „strákarnir”, sem ég hafði áður farið út að skemmta mér með. En hann er svolítið montinn og skemmtilegasta umræðuefni hans er — hann sjálfur! Ég varð frómt frá sagt, svo hræðilega leið á honum, sagði Lindy. Þegar sami blaða- maður og talaði við Lindy Ben- son hafði tal af Henry, þá svar- aði hann hinn rólegasti: — Já, hún Lindy litla, mérfinnst hún indælis stúlka og bráðfalleg. Hún sat fyrir hjá mér,— ég tók, mjög fallegar myndir af henni. Éghef nefnilega fengið áhuga á ljósmyndagerð og ég.... — Ein- mitt það, sagði blaðamaðurinn og lagði á simann! DENNI DÆMALAUSI Ég veit ekki, livað varð að herra Wilson, ég kastaði bara einum snjóbolta, en hann kastaði 10 i mig.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.