Tíminn - 03.02.1976, Síða 11

Tíminn - 03.02.1976, Síða 11
Þriðjudagur 3. febrúar 1976. TÍMINN 11 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri:> Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i E-dduhúsim. við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalsiræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasinú 19523. Verö j lausasölu ícr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent JT.fj: Árásir Vísis á dómsmálaráðherra Meðan Jónas Kristjánsson ritstýrði Visi, færðist blaðið mjög i búning erlendra siðdegisblaða, sem byggja götusölu á æsifréttum. Þetta var þó ekkert á við það, sem nú er orðið. Undir forustu Jónasar Kristjánssonar hefur Dagblaðið gengið miklu lengra i æsifréttum en Visir gerði áður undir stjórn hans. Þó hefur Jónas orðið að lúta i lægra haldi fyrir hinum nýju stjórnendum Visis. Visir hefur bersýnilega haft yfirburði i þessarÍ! samkeppni siðdegisblaðanna. Nokkurt dæmi um þetta er forsiðugrein, sem birt- ist i Visi siðastl. föstudag. Efni þessarar greinar, sem er birt undir stærsta fyrirsagnaletri blaðsins, eru dylgjur um, að Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra hafi heft rannsókn i Geirfinnsmálinu svo- nefnda. Dylgjur þessar i forsiðugrein Visis eru byggðar á grein eftir ungan mann, sem stendur framarlega i Alþýðuflokknum, og Visir hefur ráðið i þjónustu sina til að skrifa vikulega æsifréttagrein. Hér er farið i slóð ameriskra blaða, sem hafa slika greinarhöfunda i þjónustu sinni og reyna að auka gildi skrifa þeirra með þvi að auglýsa þá sem óháða og sjálfstæða blaðamenn. Mánudagsblaðið var fyrst islenzkra blaða til að fylgja i slóð ameriskra blaða að þessu leyti, en nú hefur Visir tekið merkið upp. Aðalviðfangsefni slikra greinahöfunda er að veitast persónulega að ýmsum þekktum mönnum og reyna með dylgjum og óhróðri að sverta þá i augum al- mennings. Alltaf eru til einhverjir, sem vilja heyra illt um aðra, og þvi hefur þessi blaðamennska notið talsverðra vinsælda i Bandarikjunum. Það hefur komið hvað eftir annað i ljós, að bæði hinum unga Alþýðuflokksmanni og þeim Sjálf- stæðismönnum sem standa að Visi, er mjög i nöp við ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra. Hvað eftir annað hafa þessir samherjar reynt að koma höggi á hann. Hingað til hefur þetta engan árangur borið, og þvi hefur ekki þótt seinna vænna að reiða hátt til höggs. Dómsmálaráðherra er hvorki meira né minna en sakaður um að hafa átt þátt i að stöðva eða torvelda rannsókn i meintu morðmáli, og hafi hann gert þetta vegna fjárhagsmála Framsóknar- flokksins. Tvimælalaust hefur islenzkur ráðherra ekki verið borinn þyngri sökum, siðan reynt var að bola Jónasi Jónssyni úr ráðherraembætti með þeim sökum, að hann væri geðveikur. Má þó segja, að áburðurinn á Ólaf Jóhannesson sé enn þyngri, þvi að hann er ásakaður fyrir það, sem honum má vera sjálfrátt, en Jónas fyrir það, sem honum var talið ósjálfrátt. Ólafur Jóhannesson mun standa jafnréttur eftir þetta klámhögg Visis og greinahöfundar hans. Greinargerð, sem dómsmálaráðuneytið hefur birt, hefur hnekkt til fulls dylgjunum i Visi. Jafnvel þótt hún hefði ekki komið til, hefðu ekki blindustu póli- tiskir andstæðingar Ólafs Jóhannessonar fengizt til að trúa á, að hann hefði gert sig sekan um slikt óhæfuverk sem ritstjóri Visis og dálkahöfundur ætla honum. Hér hefur vissulega verið framin ein lubbalegasta persónuleg og pólitisk árás, sem um getur i islenzkri stjórnmálasögu. Tilgangurinn er bersýnilega að ryðja úr vegi þeim manni, sem viss stjórnmálaöfl i Alþýðuflokknum og Sjálfstæðis- flokknum telja nú vera sér mestan Þránd i Götu. En hvernig sem þau reyna að sverta Ólaf Jóhannesson, mun það ekki hagga þeirri staðreynd, að hann er nú sá stjórnmálamaður, sem nýtur mests trausts þjóðarinnar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT __________\_____ Arabar fúsari til að viðurkenna ísrael Afstaða ísraels torveldar sáttaumleitanir SÍÐASTLIÐINN þriðjudag afgreiddi öryggisráð Samein- uðu þjóðanna sögulega álykt- un um Palestinumálið, en það hafði verið tekið á dagskrá ráðsins að ósk Sýrlendinga. Þeir settu það að skilyrði, þeg- ar þeir féllust siðast á að framlengja dvöl gæzlusveita Sameinuðu þjóðanna á Golan- svæðinu, að öryggisráöið tæki málið til umræðu. Samkomu- lag náðist um, að ráðið tæki málið til umræðu, og að full- trúa frá Þjóðfrelsishreyfingu Palestinumanna yrði gefinn kostur á að taka þátt i þeim. Af hálfu ísráelsstjórnar var þessu harðlega mótmælt, og hafnaði hún að taka þátt f um- ræðunum til að árétta þessi mótmæli sin. Umræður um málið stóðu marga daga i öryggisráðinu. Aðalefni tillögunnar, sem var afgreidd að lokum, og telja verður mjög merkilega, er á þá leið, að Palestinumenn eigi rétt sem þjóð, og eigi rétt til að stofna eigið riki i Palestinu. Þetta er i fyrsta sinn, sem til- laga um þetta efni, er borin fram i öryggisráðinu. En jafnhliða þessu segir I tillög- unni, að komið skuli á skipan i viðkomandi heimshluta, er tryggi sjálfstæði allra rikja þar og rétt þeirra til að búa i friði innan öruggra landa- mæra. í þessum hluta tillög- unnarfelstótviræð viðurkenn- ing á rétti og sjálfstæði Israels. Tveimur rikjum, sem eiga fulltrúa i öryggisráðinu, fannst hér of langt gengið i þá átt, að viðurkenna ísrael, og sátu þvi’ hjá við atkvæða- greiðsluna. Það voru Libýa og Kina. Tillagan var annars af- greidd með 9 atkvæðum gegn einu. Bandarikin greiddu ein atkvæði gegn henni, og beittu jafnframt neitunarvaldi og náði tillagan þvi ekki form- le!® samþykki. §Weðal þeirra niu rikja, sem greiddu tillög- unni atkvæði, voru Frakkland og Japan. Þrjú riki sátu hjá, eða Bretland, ttalia ogSviþjóð og byggðu þau hásetu sina á þvi, að felld var breytingatil- laga frá Bretlandi, um að vis- að yröi til hinna fyrri ályktana öryggisráðsins um þessi mál, sem eru merktarmeð tölunum 242 og 338. Rikin, sem greiddu atkvæöi með tillögunni, töldu þetta óþarft, þvi að hún fæli ekki i sér breytingu á efni áðurnefndra tillagna, heldur væri viöbót viö hana, sem fæli isér viðurkenningu Palestinu- manna til rikisstofnunar. UMRÆDD tillaga, sem aö- eins Bandarikin ein voru á móti, er einkum athyglisverö fyrirtvennt. I fyrsta lagi felur hún i sér stóraukna viður- kenningu á rétti Palestinu- manna til rikisstofnunar, þvi að meirihluti öryggisráðsins hefur ekki áður lýst yfir fylgi sinu viö þá hugmynd. Rikin, sem sátu hjá, höfðu einnig tjáð sig þannig i umræðunum, að telja má þau henni fylgja,. Bandarikin tóku lika fram, að andstaða þeirra byggðist ekki á þvi, að þau væru mótfallin rétti Palestinumanna, heldur teldu samþykkt tillögunnar ekki bæta fyrir sáttum, og vitnuðu þar til afstöðu ísraels- stjórnar. 1 öðru lagi er tillagan athyglisverð sökum þess, að hin hófsamari Arabariki beittu áhrifum sinum til þess, að i henni fælist óbein viður- kenning á tilveru og sjálfstæði ísraels. Eftir þetta ætti að vera betri horfur á sáttum i deilum Araba og Israels- manna, þar sem hugmyndin um stoínun sérstaks Pales- tinúrikis hefúr fengið aukinn stuðning, jafnframt þvi, sem Arabarikin hafa lýst þvi yfir ákveönara en áður, að þau viðurkenni tilveru Israels- rikis, ef samkomulag næst i deilunni. ÞRÁTT fyrir þetta, verður þó þvi miðurekki sagt, aö þok- azt hafi til aukins samkomu- lags aö sinni. Þvi veldur af- staöa tsraelsmanna. Daginn eftir að öryggisráðið af- greiddi áöurnefnda tillögu, flutti Rabin forsætisráðherra tsraels ræðu á sameiginlegum fundi beggja þingdeilda Bandarikjaþings. Rabin lýsti þar yfir þvi, aö tsrael myndi ekki taka þátt i neinum við- ræöum, sem Þjóðfrelsishreyf- ing Palestinumanna væri aðili að. Hann tók einnig fjarri hug- myndinni um stofnun sérstaks rikis Palestinumanna. Þá lýsti hann yfir þvi, að tsraelsmenn væru reiðubúnir til að skila aftur mestum hluta landsvæö- anna, sem þeir hertóku 1967, en ekki öllum. t áðurnefndri tillögu, sem Öryggisráðið hafði afgreitt daginn áöur, var skýrt tekið fram, að tsrael yrði að skila öllum þessum landsvæðum. Það er talið, að áður en Rabin flutti þessa ræðu, hafi Bandarikjastjórn lagt fast að honum, að falla frá þeirri af- stöðu, að tsrael taki ekki þátt i neinum sáttatilraunum, sem Þjóðfrelsishreyfing Palestinu- manna ætti aðild að. Þá hafi Bandarikjastjórn lagt aö hon- um, að tsrael tæki ekki jafn einbeitta afstöðu gegn stofnun Palestinurikis og það hefur gert hingað til. Rabin hafnaði hvorutveggja. Bandarikin fengu þvi litinn ávinning fyrir að beita neitunarvaldinu i öryggisráðinu i þágu tsraels- stjórnar. Það þykir nokkurt dæmi um, að vinsældir tsraelsmanna fari minnkandi i Bandarikjunum, að mun færri þingmenn hlýddu á Rabin en Sadat Egyptalands- forseta, þegar hann ávarpaði Bandarikjaþing siðastl. haust. Annað dæmi um þetta er það, að Bandarikjastjórn hefur lagt til við þingið, að hin beina fjárhagslega aðstoð viö tsrael lækki i 1.8 milljarð dollara á næsta fjárhagsári úr 2.25 milljörðdm dollara á yfir- standandi fjárhagsári. Eitt af erindum Rabinstil Bandarikj- anna var að fá þessu breytt. Að loknum viðræðum þeirra Fords forseta og Rabins var lýst yfir þvi, að þeir heföu báð- ir áhuga á, að Genfarráðstefri- an, sem fjallar um deilu Israelsmanna og Araba, yrði' kvödd saman sem fyrst. Arabarikin munu þó vart fall- ast á það, nema fulltrúi frá Þjóðfrelsishreyfingu Pales- tinumanna fái að taka þátt i ráðstefnunni. tsraelsstjórn er andvig þvi, og telur, að Pales- tinumenn eigi að vera i sendi- nefnd Jórdaniu. Þvi neitar Jórdania, ásamt hinum Arabaríkjunum. Þvi er hætta á, að það geti strandað á þess- ari afstöðu ísraelsstjórnar. að ráðstefnan komi saman. Vafalitið stafar afstaða tsraelsmanna ekki eingöngu af þeim yfirgangi að vilja halda herteknu landsvæöun- um, heldur einnig af tor- tryggni við að fá sérstakt riki Palestinumanna við hliöina á tsrael. önnur leið virðist þó ekki vera til samkomulags. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.