Tíminn - 03.02.1976, Side 16

Tíminn - 03.02.1976, Side 16
16 TÍMINN Þriöjudagur 3. febrúar 1976. Óvelkominn qestur Hann varð hugsandi á svipinn, en sagði ekkert. — Frú Conway er að tala um að skreppa til Vancouver í nokkra daga, sagði Jane. — Segist gjanan vilja heim- sækja móður mína. Hún þagnaði svolítið, en bætti síðan við: — Gætir þú ekki komið í veg f yrir að hún færi, Neil? — Hvers vegna ætti ég að gera það? Móður þinni f innst áreiðanlega bara gaman að hitta hana. Það kom skuggi í augu Jane. — Já....en skilurðu ekki....hún talar áreiðanlega um trúlofun okkar. — Og þér geðjast ekki að þeirri tilhugsun? — Auðvitað ekki, sagði Jane næstum hranalega. — Það verður verra fyrir mig, þegar ég kem til baka. — En því skyldirðu fara til baka? spurði Neil letilega og horfði rannsakandi á hana. — Mér skilst að þú sért ennþá dálítið óákveðin, Jane. Hann rétti út heila hand- legginn og dró hana að sér. — Þú ert einkennileg stúlka...hvers vegna ertu svona óörugg? Er andúð þín á mér svo sterk að kostir mínir vegi ekki upp á móti? Andlit hans var mjög nálægt hennar og gráu augun horfðu beint i þau grænu. — Eða ertu enn að hugsa um Dick? spurði hann tortryggnislega. — Nei, svaraði Jane í örvæntingu. — Ég sagðist vilja giftast þér, en ég vildi gjarnan að við gerðum okkur bæði grein fyrir, að ákvörðunin er ekki bindandi. Það er að segja...hélt hún áfram....ef þú vilt heldur verða frjáls, þegar þú losnar héðan? Hann sleppti handlegg hennar og lét hönd sína falla of- an á sængina aftur. — Það gæti kannski hugsast, svaraði hann og var greinilega gramur. Hjarta Jane seig í brjósti hennar. Tilhugsunin um Soniu og greinilegan áhuga hennar á Neil, fyllti hana ör- væntingu. Hvernig gat hún búizt við að sigra í baráttu við stúlku, sem Neil hafði einu sinni elskað? Gæti hann stað- izt þessi stóru, bláu augu? Ef til vill langar hann ekkert til að standast þau. Það væri allt of auðvelt að drukkna í djúpi þeirra og gleyma öllum fyrri leiðindum. Dauflega horfði hún á alvarlegan vangasvip Neils, sem skar skarpt úr f rá hvítum veggnum. Sólargeisli lék í svörtu, úfnu hári hans og langir f ingurnir lágu graf kyrr- ir á sænginni. Hún gat ekki hugsað sér að missa hann og sársaukinn skar hana eins og sverð. Af því þögnin var orðin allt of löng og af því taugar hennar voru þandar til hins ýtrasta, sagði Jane allt í einu: — Neil, þú hef ur ekki sagt mér ennþá frá veðmál- inu. Var það um Soniu? — Nei, það var ekki um Soniu. Augu hans glitruðu. — Ég og Wilson gamli veðjuðum daginn áður en þau fóru til Evrópu. Hann var svo öruggur um að Eve mundi gleyma Dick, að að fór í taugarnar á mér. Ég setti fimmtíu doll- ara á borðið og sagðist skyldu tvöfalda það, ef hann hefði rétt fyrir sér. — En hvernig gaztu verið svo viss um að Eve myndi ekki skipta um skoðun? spurði Jane varkár. Þegar þess var gætt, að Neil hafði ekki mikla trú á kvenfólki, var aðeins sú staðreynd, að hann vildi veðja um að kona gleymdi ekki karlmanni, dálítið sérstök, svo ekki væri meira sagt. — Af því ég þekki Eve. Hún er traust og trygg og rétt- lát í öllu. Ég hef þekkt hana síðan hún var ungbarn. Dick var hetjan hennar frá því hún lærði að ganga. Hann kenndi henni að sitja hest, fór með hana að dorga, kenndi henni á skauta. Þau voru óaðskiljanleg árum saman. Hún var ekki mönnum sinnandi, þegar hann f luttist með foreldrum sínum til Vancouver. Skilurðu, hann var næst- um eins og hluti af henni. Eve var ekki nema hálfvegis lifandi eftir að hann fór. Hún missti allan áhuga á því sem áður hafði verið hennar líf og yndi. Neil leit snögglega á alvarlegt andlit Jane. — Ef þér þykir leiðinlegt að heyra þetta, máttu ekki gleyma, að það varst þú, sem baðst mig að seg ja þér það. Hún lét sem hún heyrði ekki kuldalegan undirtóninn í rödd hans og spurði: — Haltu áfram, Neil. Hvað gerðist svo? — Foreldrar Eve önduðu léttar, þegar pabbi Dicks seldi pabba.sinn hluta búgarðsins. Þau ímynduðu sér að samband þeirra væri bara venjulegt unglingaskot og að þau myndu fljótlega gleyma hvort öðru, ef þau væru aðskilin. Þú getur rétt ímyndað þér gremju þeirra, þegar Dick og móðir hans komu hingað aftur. Þau létu það af- skiptalaust um tíma. Dick var bara sautján ára og Eve var að mestu leyti að heiman í skóla. En í f yrra bað Dick hennar og Eve sagði já. Hún vonaði að foreldrum hennar skildist, að henni var alvara. Neil brosti við tilhugsunina um það, sem gerzt hafði. — Wilson gamli er svipaður HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R mmm ili Þriðjudagur 3. febrúar 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Gréta SigfUsdóttir les þýðingu sína á sögunni „Katrinu i Króki” eftir Gunvor Stomes (8). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjall kl. 10.05: Valborg Bentsdóttir sér um þdttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Filharmoniusveit: in i Los Angeles leikur „Svo mælti Zaraþústra”, sinfóniskt ljóð op. 30 eftir Richard Strauss, Zubin Metha stjórnar. Arturo Bendetti Michelangeli og hljómsveitin Filharmonia i Lundúnum leika Pianókon- sert nr. 4 i g-moll op. 40 eftir Sergej Rakmaninoff, Ettore Gracis stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Póstur frá útlöndum Sendandi: Sigmar B. Hauksson. 15.00 M iðdegis tónle ik ar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. Hljómsveitin Filharmonia leikur tvo forleiki eftir Weber, 16.40 Litli barnatiminn Finn- borg Scheving sér um tim- ann. 17.00 Lagið mitt Anne-Marie Markan sér um óskalaga- þátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Orsakir landeyðingar á islandi Hákon Bjarnason skógræktarstjóri flytur er- indi. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina Kristján Guðmundsson sér um þátt fyrir ungiinga. 21.30 Gitar úr gaddavir Kynn- ing á pólitiskum ljóðasöng i Þýzkalandi eftir strið. Tomas Ahrens leikur á gitar. Kynningar: Halldór Guðmundsson og Jórunn Sigurðardóttir. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: ,,í verum”, sjálfsævi- saga Theödórs Friðriks- sonarGils Guðmundsson les siðara bindi (13) 22.40 llarmonikulög Jo Basile og hljómsveit hans leika. 23.00 A hljóðbergi ,,01’Man Adam". Sögur bandariskra svertingja af þvi, er þeir Guð. Móses og Salómon gamli gengu um meðal fólksins. Mantan Moreland les. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 3. febrúar 1976 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Þjóðarskútan Þáttur um störf alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.10 Columbo Bandariskur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 22.25 Utan úr hcimiÞáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.55 Ilagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.