Tíminn - 03.02.1976, Side 17
Þriðjudagur 3. febrúar 1976.
TÍMINN
17
Iðnþróunarsjóður:
Rafeindaiðn-
aður á fram
tíð fyrir sér
Ný
Færeysk
frímerki
SHÞ. Hvam mstanga.
Hinn 1. april næstkomandi
koma út i Færeyjum fyrstu fri-
merkin, sem að öllu leyti éru
gefin út af færeyskri póststjórn,
eða „Postverk Föroya” eins og
stofnun sú hefir verið skýrð.
Hefur Póstverk Föroya starf
sitt, sem sjálfstætt færeyskt
fyrirtæki þann sama dag.
Á siðastiiðnum vetri var efnt
til samkeppni meðal Færeyinga
um heiti stofnunarinnar og
merki fyrir hana. Nafnið Post-
verk Föroya var nafn það er of-
aná varð, og hringundið hrúts-
hom var valið sem merki
þeirrar stofnunar. Likist það að
ýmsu pósthorni.
Atburðarins, þegar Færeyjar
yfirtaka að fullu póstrekstur
sinn, verður minnzt með útgáfu
þriggja frfmerkja, sem auk þess
að bera áletrunina FÖROYAR
og verðgildi i aurum, hafa áletr-
unina Postverk Föroya, 1. April
1976. Verðgildi merkjanna er,
125 með mynd af báti, sem er
teiknaður af Fridtjof Joensen,
iistamanni i Klakksvik. Merkið
er 23,6x31,8 mm að stærð prent-
að i dönsku frimerkjaprent-
smiðjunni. Annað merkið er
með mynd af færeyska fánan-
um, þar sem hann blaktir yfir
strönd Færeyja. Merki þetta er
teiknað af Zakarias Heinesen i
Havn, (Thorshavn). Það er
23,6x33 mm að stærð og er
prentað i seðlaprentsmiðju
Finnlands. Það er einnig marg-
litt. Þá er þriðja merkið með
mynd af færeyskum póstburð-
armanni, sem er að leggja upp i
göngu sina. Merki þetta er gert
eftir ljósmynd. Á myndinni má
sjá póstmann, með sterkan
broddstaf, að leggja upp i ferð i
klettum og klöngrum. 1 bakpoka
ber hann póstinn og bregður
bandi úr honum fram yfir ennið,
til aukins stuðnings við byrðina.
Merkið er 23,6x31,8 mm að
stærð, og er einnig prentað i
dönsku frimerkjaprentsmiðj-
unni. Czeslaw Slania hefir graf-
ið bæði merkin, sem prentuð eru
i Danmörku.
Ingalvur av Reyni hefir svo
teiknað fyrstadagsumslag það,
sem færeyska póststjórnin gef-
ur út og selur til fyrstadags-
stimplunar merkjanna. Er það
með mynd af báti að koma að
klettum af úfnu hafi.
Fyrsta-dagsstimplunin mun
eiga sér stað i Thorshavn, og á
nú að senda pantanir til ,,Post-
verk Föroya, Thorshavn.”
Meðfylgjandi eru myndir
allra frimerkjanna, og af teikn-
ingu Ingálvs af bátnum, sem
prýða mun fyrsta dags umslag-
ið, en hún er nokkuð stilfærð,
þar sem afleitt ljósrit barst af
henni, sem ekki var hægt að
prenta.
Þess má að lokum geta, að
skv. frétt i Berlingske Tidende á
sl. ári,\ verður Midjord póst-
meistari i Havn fyrsti póst-
málastjóri F'æreyja.
ENGAR VEIÐAR ÚTLEND-
INGA INNAN LANDHELGI
SJ—Reykjavik. Þróun rafeinda-
iðnaðar hefur verið gifurleg á
undanförnum árum og allar horf-
ur eru á að svo verði áfram.
Nokkur visir er nú þegar að raf-
eindaiðnaði hér á landi þrátt fyrir
ýmsar hömlur á innfiutningi
samsetningarhluta. í þvi sam-
bandi má nefna háa tolla i ýmsum
tilvikum og seinvirka afgreiðslu-
hætti. Sum fyrirtækjanna, sem
rekin eru, hafa ekki notið neinna
styrkja eða sérstakrar fyrir-
greiðslu, og bendir það til þcss, að
raunhæfir möguleikar séu á
starfsemi fyrirtækja við fram-
leiðslu rafeindatækja á tslandi.
Þvi má og búast við, að mikilvægi
rafeindaiðnaðar innan atvinnu-
lifsins fari vaxandi. Gert er ráð
fyrir sivaxandi notkun rafeinda-
tækja á næstu árum bæði hér á
landi og erlendis m.a. bæði til
heimilisnota, skemmtana, i
menntakerfinu, fjarskiptum,
heilbrigðisþjónustu, sa mgöngum,
atvinnuvegum og varnarmálum.
Þetta kemur m.a. fram i
skýrslu, sem nefnist rafeinda-
iðnaður á Islandi, sem Iðnþróun-
arsjóður hefur látið gera, en þar
er m.a spáð um framtið þessarar
iðngreinar og gerð grein fyrir
þróunarmöguleikum hennar. Á
undanförnum árum hafa verið
gerðar kannanir á undirstöðu-
greinum atvinnulifsins, þ.e.
iðnaði, landbúnaði og sjávarút-
vegi. Iðnaðurinn er viðfeðmastur
þessara atvinnuvega og gert er
ráð fyrir að hann taki á sig stærri
þátl grundvallarframleiðslunnar
enhann hefurhaft hingað til. Auk
áðurnefndrar athugunar á þróun
iðnaðarins hefur nefnd skipuð af
iðnaðarráðuneytinu, Iðnþróunar-
nefnd skilað greinargóðri yfirlits-
skýrslu, „Efling iðnaðar á Islandi
1975-1985.”
Sú skýrsla, sem hér er greint
frá er samin af nefnd um raf-
eindaiðnað á Islandi, en hana
skipuðu Björn Kristinsson,
Sæmundur Öskarsson og
Þórir Einarsson. Nefnd-
in lagði viðtækan skilning á hug-
takið rafeindatækni, sem iön-
aðarviðfangsefni á Islandi, og
lætur það ná yfir fjarskiptatækni,
sjálfvirkni og almenna rafeinda-
tækni, en sleppir þvi er beinlinis
varðar orkutækni, enda telur hún
það svið vel þess virði að standa
sem sérstakt verkefni, og æski-
legt að einnig það sé kannað itar-
lega.
I niðurstöðum þeirra Björns,
Sæmundar og Þóris eru ýmsar
tillögur og ábendingar, sem þeir
vona að fái jákvæðar undirtektir
og komi að gagni fyrir islenzkan
rafeindaiðnað.
Sjö fyrirtæki a.m.k. starfa nú
hér á sviði rafeindatækjafram-
leiðslu. Við sjálfa framleiðsluna
starfa samtals u.þ.b. 3 verkfræð-
ingar, 6 tæknifræðingar, 18 raf-
eða rafeindavirkjar, 20 ófaglærð-
ir starfsmenn og 2 skrifstofu-
menn. öll þessi fyrirtæki eru á
höfuðborgarsvæðinu nema eitt á
Isafirði. Fleiri fyrirtæki starfa á
rafeindasviðinu, en þar er
innflutningur, verzlun og við-
gerðarþjónusta meginþáttur
starfseminnar.
Innlendur rafeindaiðnaður á i
samkeppni við fullunnar innflutt-
ar vörur og á erlendum mörkuð-
um við þarlend fyrirtæki, sem
njóta greiðrar afgreiðslu sam-
setningarhluta frá nálægum
birgðum eðaframleiðslufyrirtækj-
um. Erlendis er þessi iðnaður
ekki háður háum tollum á hráefni
og vélum, og þarf ekki að sæta
töfum, sem leiða af tollskoðun og
tollendurskoðun. Mikilvægt er
fyrir viðgang þessarar iðngreinar
hér á landi að breytingar verði
gerðar á tolla og skattamálum.
Það er t.d. mjög algengt i raf-
eindaiðnaði, að söluskattur legg-
ist margfaldur á sama hlutinn,
fyrstvið innkaup á mörgum hlut-
umi litlumagni og siðan við sölu
á samsettri vöru. I sliku tilfelli er
20% söluskattúr kominn i 44%,
samkeppnisaðstaða gagnvart
innflutningi eða i útflutningi við
slikar aðstæður er sérlega óhag-
kvæm fyrir islenzkan iðnað.
I skýrslu nefndarinnar um raf-
eindaiðnað er komizt að þeirri
niðurstöðu að islenzkur murkaður
fyrir rafeindatækni sé of smár
fyrir fjöldaframleiðslu. Hinsveg-
ar er bæði á Islandi og erlendis
markaður fyrir sérhönnuð tæki,
sem eru framleidd i fremur litlu
magni. Þetta er sá markaður,
sem islenzkur iðnaður hlýtur að
beinast að fyrst og fremst. Sumir
þessara hluta gætu fengið einka-
leyfisvernd og jafnvel þróazt yfir
i fjöldaframleiðslu.
Gert erráð fyrir að verkefnaval
byggist aðallega á innlendum
markaði, en útflutningur i
smáum stil gæti einnig orðið.
Einstök fyrirtæki kynnu að ná fót-
festu erlendis á sérmörkuðum.
Búizt er við framleiðslu á
sérhæfðum tækjum, aðallega
fyrir atvinnurekstur i landinu, en
varla fyrir almennan neytenda-
markað, sem nokkru nemur, þar
eð samkeppni á þvi sviði er mjög
öflug erlendis frá. Liklegt er að
fyrirtækin verði ekki stór, en þau
gætu hins vegar verið mörg og
starfað á ýmsum sérsviðum.
Hér á landi geta opinber fyrir-
tæki að vissu marki orðið upp-
spretta nýjunga i rafeindaiðnaði,
ef þau létu rafeindafyrirtæki hafa
samninga um þróun tækja en
hefðu sjálf með höndum eftirlit.
Opinber innkaupastefna i þá átt
að kaupa innlenda vöru þegar
þess er kostur mundi einnig
styrkja rafeindaiðnaðinn. Útboð
má einnig miða meir en hingað til
við að innlendir aðilar geti gert
tilboð i einstaka verkþætti.
BH—Reykjavik — A fundi i
Sveinafélagi húsgagnasmiða,
sem haldinn var nýlega, var-
samþykkt að veita trúnaðar-
mannaráði félagsins heimild til
að boða til vinnustöðvunar þegar
henta þykir vegna yfirstandandi
kjaradeilu.
Enn fremur var samþykkt eft-
irfarandi ályktun:
BH—Reykjavik — BRIDGE nefn-
ist blað, sem um þcssar mundir
hefur göngu sina, og er fyrsta
tölubiað þess komið út. Útgefandi
biaðsins er Jóhann Þórir Jónsson,
ritstjóri er Guðmundur Pétursson
og ritstjórnarfulltrúi er Birgir
Sigurðsson. Verður stefnt að þvi
fyrsta árið, að iesendur fái tiu
tölublöð, og verður útkoman með
rólegra móti um sumarmánuð-
ina.
Aðstandendur þessa nýja blaðs
hafa leitazt við að hafa efni þess
sem fjölbreyttast, og kennir þar
margra grasa, sem bridge-menn
hafa áhuga á. Jón Ásbjörnsson
skrifar um erfiðleikana við út-
„Félagsfundur Sveinafélags
húsgagnasmiða,-itrekar fyrri á-
lyktanir félagsins, þar sem fram
kemur skýr andstaða gegn samn-
ingum við útlendinga um veiðar
innan íiskveiðilögsögunnar.
Fundurinn lýsir yfir stuðningi
við aðgerðir sjómanna og verka-
fólks á Suðurnesjum og Höfn i
Hornafirði, ásamt aðgerðum
gáfu bridgeblaðs. Guðmundur
Pétursson á þarna greinina
„Þegar tölvan dansar polka".
Jakob Möller skrifar grein. er
hann nefnir „Þegar félagi hikar i
sögnum” og loks kemur þáttur
Gylfa Baldurssonar, er nefnist
„Sagnþrautirnar og spekingarnir
tiu,” og mun þessi þáttur verða
eftirleiðis i blaðinu. en hann er a
þann veg að tiu glúrnir
bridge-spekingar eru . látnir
spreyta sig á sagnvandamalum.
og fá einkunnir fyrir frammistöð-
una.
„Bridge” er myndarlegt blað
og fer vel af stað, og vekur góðar
vonir um áframhald.
starfsmanna við flugumferðar-
stjórn.
Á siðustu vikum hefur komið
greinilegar i ljós en nokkru sinni
fyrr, að erlendur her á Islandi
þjónar fyrst og fremst hagsmun-
um Nato, og sannar þar með að
aðild íslands er andstæð þjóðar-
hagsmunum Islendinga.”
Störf landhelgis-
gæzlunnar
leiðarljós
SJ—Patreksfirði. — Á almennum
lundi i Verkalýðsfélagi Patreks-
fjarðar, sem haldinn var sl.
sunnudag, var samþykkt eftirfar-
andi ályktun: „Almennur fundur
Verkalýðslelags Patreksfjarðar
lýsir aðdáun sinni á störfum
Landhelgisgæzlunnar. Fundurinn
mótmælir öllu samningamakki
við Breta. Enn fremur skorar
fundurinn á alþingi og rikisstjórn
að hafa störf Landhelgisgæzlunn-
ar að leiðarljósi i landhelgismál-
inu."
Nýskipaður sendiherra tsraels, hr. David Z. Rivlin, afhenti á þriðjudag
forseta tsiands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum utanrikisráðherra Ein-
ari Agústssyni. Siðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna að
Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum.
Nýtt blað um bridge