Tíminn - 03.02.1976, Qupperneq 18
18
TÍMINN
Þriöjudagur 3. febrúar 1976.
„Við erum lÁrmenninaar
beztir ... IsIuddu lifandi úr
— hliómaði kröftuqleqa á Old Trafford, . ■■■■■■■■■^■"■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■i
, .IjónaarYfjunni"
hljómaði kröftuglega á Old Trafford,
þegar Manchester United sigraði (3:1)
Birmingham
„Við erum beztir, við erum
beztir”, hljómaði kröftuglega úr
börkum 30.724 áhorfenda á Old
Trafford, þegar strákarnir hans
Tommy Pocherty sýndu alla
sina beztu takta og unnu yfir-
burðasigur (3:1) i leik gegn
Birmingham. Manchester
United er heldur betur komið á
skrið — liðið stefnir að
meistaratitlinum. Skotinn Alex
Forsayth kom United-liðinu á
sporið — meö þrumuskoti af 30
m færi, en siðan bættu Skotinn
Lou Macari og N-lrinn Sammy
Mcllroy við mörkum, en Peter
Withe skoraði fyrir Birming-
ha in.
Leikmenn Birmingham-liðs-
ins lóku mjög fastan varnarleik,
og þeir brutu oft gróflega á leik-
mönnum United-liðsins. Lou
JOHN TOSHACK... er til alls
llklegur, þegar hann er I ham.
Það tók hann aöeins 19 min, að
skora „hat-trick” gegn West
Ham.
!. DEiLD
Arsenal (0) 1 Sheff. Utd (0)0
Liam Brady 16.400
Aston Vllla (0) 0 Q.P.R (0)2 John Hollins.
42.127 Gerry Francis.
Derby (0) 2 Charlie George 2 (1 vltaspyrna). Coventry (0) 0
Everton (0) 2 Burnley (1)3
Brian Hamilton 2 Peter Noble, Brian Flynn, Oerek Scott.
Leeds (0) 0 Norwich (1)3 Ted MacDougall 2 Mike McGuire
Leicester (0) 1 Bob Lee Man. City (0)0
Man. Utd (2) 3 Birmingham (0) 1
Axel Forsayd, Lou Macari Peter Whlte
Sammy Mcllroy 50.724
Middlesb (1)3 Newcastle (0) 3
Davld Mllls, Alan Gowling,
Glen Keeley, Alan Kennedy,
(sjálfsmark), Bill Maddren Irving Nattrass,
West Ham (0) 0 Liverpool (0) 4 John Toshack 3, Kevin Keegan.
Wolves (1)2 Stoke (0) 1
VVIIIIe Carr, Terry Conroy.
(vltaspyrna), Norman Bell.
Macarivarð oft fyrir barðinu á
þeim — en leikurinn tafðist um
heilar 10 minútur i fyrri hálf-
leik, meðan gera þurfti að sár-
um leikmanna United-liðsins.
Rétt fyrir leikslok sauð upp úr
hjá leikmönnum Birmingham,
og var þá Archie Styles rekinn
af leikvelli. — buíur B.B.C.
sagði, að Peter Withe hefði
einnig fengið að sjá rauða
spjaldið. — bað er ekki rétt,
sagði Willie Bell, fram-
kvæmdastjóri Birmingham,
þegar hann var spurður um það,
eftir leikinn.
Toshack skoraöi
,,hat-trick"
John „Stóri” Toshack var
hetja Liverpool-liðsins, sem
vann öruggan sigur (4:0) i leik
gegn West Ham á Upton Park i
London. bessi hávaxni Wales-
búi skoraði „hat-trick” — þrjú
rnörk, áður en bezti maður
vallarins, Kevin Keegan, inn-
siglaði stórsigur Liverpool.
Keegan átti frábæran leik og
lagði upp tvö af mörkum
Toshacks — með þvi að sundra
varnarvegg Lundúnaliðsins.
Meðal áhorfenda á Upton Park
var landsliðsþjálfari itala —
sem er byrjaður að „njósna”
um landsliðsmenn Englands,
sem veröa mótherjar itala i
HM-keppninni.
George óstöðvandi
Snillingurinn Charlie George
var óstöðvandi, þegar meistar-
ar Derby sigruðu (2:0)
Coventry á Baseball Ground.
George skoraði bæði mörk
Derby — fyrst með þrumuskoti
efst upp i markhornið úr vita-
spyrnu, en siðara markið
skoraði hann með skalla, eftir
sendingu Rod Thomas. John
Graven fyrirliði og Brian King
markvörður voru meiddir og
léku ekki með Coventry-liðinu.
MacDougall í ham
Ted MacDougall og félagar
hans frá Norwich voru i miklum
ham á Elland Road, þar sem
þeir skelltu (3:0) Leeds-liðinu.
MacDougall skoraði 2 mörk og
Mike McGuire það þriðja. Joe
Jordan— skozki landsliðsmað-
urinn og HM-stjarnan — sem
hefur átt við meiðsl að striða
siðan i ágúst, lék aftur með
Leeds-liðinu.
Leikmenn Queens Park
Rangers unnu sinn fyrsta sigur
á útivelli — frá þvi að þeir sigr-
uðu (5:1) Derby 23. ágúst sl. —
þegar þeir léku á Villa Park.
beim tókst að tryggja sér sigur
(2:0) gegn Aston Villa, rétt fyrir
lokin — með mörkum frá John
Hollins og Gerry Francis.
„Mikil vonbrigði"
Stórgóöur endasprettur hjá
Newcastle-liðinu tryggði þvi
jafntefli (3:3) gegn Middles-
borough á Ayresome Park. Alan
Kennedy skoraði gott mark,
þegar 2 minútur voru til leiks-
loka og siðan jafnaði Irving
Nattrass — 60 sek. fyrir
leikslok. Aður höföu þeir Pavid
Mills, Glen Keelcy, (sjálfs-
mark) og Bill Maddren skorað
fyrir „Boro” en Alan Gowling
(hans 20. mark) fyrir New-
castle. — Við urðum fyrir mikl-
um vonbrigöum. Ég hélt að sig-
urinn væri öruggur, þegar við
komumst i 3:1 — strákarnir
slökuðu allt of snemma á.sagði
Jack C'harlton, framkvæmda-
stjóri „Boro” eftir leikinn.
— SOS.
— þegar þeir sigruðu (108:104) Njarðvíkinga
sögulegum leik
— ÉG ER mjög ánægður með að
sleppa héðan lifandi — þetta er
sannkölluö „ljónagryfja”. bað er
erfitt að eiga við Njarðvikinga,
sem tvieflast við þann mikla
stuöning, sem þeir fá frá áhorf-
endum. Ahorfendur höfðu mikiö
að segja fyrir Njarðvikinga, sem
eru alltaf erfiðir heim að sækja.
Við þurftum að leggja okkur alla
fram og berjast — ég get ekki
annað en verið mjög ánægður,
sagði körfuknattleiksmaðurinn
snjaili úr Armanni, Jón Sigurðs-
son, eftir hinn sögulega leik i
Njarðvikum.
begar dómararnir flautuðu
leikinn af, en hann hafði verið
mjög spennandi og fjörugur, stóð
á stigatöflunni — 97:96 — fyrir
Ármann. Ármenningar fögnuðu
• sigri — en áhangendur Njarðvik-
ur-liðsins yfirgáfu staðinn von-
sviknir. beir tóku þó gleði sina á
ný, þegar hróp heyrðust: — „bað
þarf að framlengja — stigin hafa
verið vitlaust talin. Leiknum lauk
með jafntefli”.
Já, gleðin varð mikil i herðbúð-
um Njarövikinga — þeir áttu enn-
þá möguleika á sigri. Ritari leiks-
ins hafði bætt einu stigi við Ár-
manns-liðið, þannig að staðan var
rétt 96:96. — Ég sagði ritaranum,
að hann heföi talið vitlaust, en
hann tók ekki mark á mér, sagði
ungur piltur, sem var við stiga-
töfluna — en það var hann sem
vakti athygli á mistökunum, eftir
leikinn. begar dómararnir fóru
yfir skýrsluna, kom i ljós, að rit-
STAÐAN
KR—Valur................88:83
Curtis „Trukkur” Carter var
stigahæsturhjá KR-liðinu, með 35
stig. bórir Magnússon skoraði 25
stig fyrir Val, en beir Torfi
Magnússon 19 og bröstur Guð-
mundsson 16 stig.
1R —Stúdentar...........98:76
Kristinn Jörundsson og Kol-
beinn Kristinsson voru stigahæst-
ir hjá 1R — 19 stig — en þeir Jón
Jörundsson 17 stig, Agnar Frið-
riksson 13, Birgir Jakobsson 12 og
borsteinn Hallgrímsson 11 stig,
skoruðu einnig fyrir IR.Jón Héð-
insson 28 og Bjarni Gunnar 25
stig, skoruðu mestfyrir stúdenta.
Snæfell—-Fram...........54:73
Helgi Valdimarsson skoraði
mest fyrir Fram -»■ 20 stig, en
Kristján Agústssonskoraöi 22 stig
fyrir Snæfell.
Staðan er nú þessi í 1. deildar
keppninni i körfuknattleik:
Ármann... ....880 785:658 16
1R 9 7 2 817:686 14
KR ....752 621:543 10
Njarðvik .. ....954 733:708 10
1S ....9 4 5 716:758 8
Fram ....826 534:612 4
Valur ....927 729:785 4
Snæfell.... ....707 432:617 0
Stigahæstu menn:
Jimmy Rogers, Armanni 234
Bjarni Gunnar, 1S .... 205
Carter „Trukkur”, KR 199
Kristinn Jörundsson, 1R 183
sss&ssss
JÓN SIGURÐSSON.............Viö
þurftum að leggja okkur alla
fram til að sleppa lifandi úr
„ljónagryfjunni”.
arinn hafði skráö einu stigi of
mikið hjá Armanns-liðinu, þegar
staðan var 76:65 fyrir Armann.
Jón Björgvinsson skoraði þá
körfu — og upp á töfluna kom
79:65. Jón vann þá það fáséöa af-
rek aö skora 3 stig úr einu skoti.
bessi mistök breyttu gangi
leiksins — þvi að þetta eina stig,
sem Armenningar fengu „gef-
ins”, hafði mikið að segja. bað
sést bezt á þvi, að þegar Njarð-
vikingar voru einu stigi undir i
lokin — 88:87, 90:89 og 92:91, var
staðan raunv.erulega jöfn. Og
þegar Njarðvíkingar jöfnuðu
93:93og 95:95,'voru þeireinu stigi
yfir. Ef Njarðvikingar og Ar-
menningar hefðu vitað þetta,
hefði gangurleiksins hæglega get-
að breytzt. bá má geta þess, að
þegar tvær sek. voru til leiksloka
varstaðan 97:96 (rétt 96:96) fyrir
Armann — fengu Armenningar
dæmd tvö vitaköst, en ákváðu aö
taka innkast, heldur en að taka
vitaköstin til aö halda knettinum.
bað hefðu þeir ekki gert, ef þeir
heföu vitaö rétta stigatölu. En
nóg um stigamistökin — við skul-
um snúa okkur að leiknum.
Armenningar, meö þá Jón Sig-
urössonog Guöstein Ingimarsson
— bakveröina snjöllu — sem aðal-
menn, tóku leikinn strax i sinar
hendur, og fljótlega mátti sjá 21:8
á stigatöflunni. Njarðvikingum
tókst að minnka muninn i 23:18,
ogstaðani hálfleik var 49:38 fyrir
Armenninga. Armenningar náðu
15 stiga forskoti i byrjun siðari
hálfleiksins — 70:55 — en eftir það
fóru Njarðvikingar, með Stefán
Bjarkasoni fararbroddi, að sækja
i sig veðrið. begar staðan var
84:75 fyrir Armann, settu Njarð-
vikingar sitt sterkasta lið inná, þá
Brynjar Sigmundsson, Gunnar
Þorvarðarson, Stefán Bjarkason,
Kára Mariusson og Jónas Jó-
hannsson— og léku þeir maður á
mann. betta dugði, þvi að Ár-
menningar voru byrjaðir að slaka
á — og eins og fyrr segir, var
staðan jöfn, 96:96, eftir venjuleg-
an leiktima. — Við byrjuðum leik-
inn mjög vel, en þegar á leið
drógum við af, þar sem við vorum
komnir i villuvandræði, sagði Jón
Sigurðsson.
Undir lok leiksins voru Njarð-
vikingarnir Gunnar Þorvarðar-
sonog Þorsteinn Bjarnason búnir
Framhald á 23 siðu.
Punktar
• MEISTARAR
FRANKFURT
ÚR LEIK
BONN. — 65 þúsund áhorfendur
sáu Fortuna Dusseldorf slá
meistaralið Borussia Mönchen-
gladbach (3:2) út i bikarkeppn-
inni i V-býzkalandi. bá voru bik-
armeistarar Eintracht Frankfurt
slegnir út i 16-liða úrslitunum —
þeir töpuðu (0:1) gegn Herthu á
ólympiuleikvanginum i Berlin.
bau lið, sem leika i 8-liða úrslit-
um bikarkeppninnar, eru: Ham-
burgerSV, 1. FC Kaiserslautern,
Diisseldorf, Hertha Berlin, Bay-
ern Múnchen, FC Hamburg, Ess-
en eða 1. FC Köln og Voelklingen
eða Bielefeld.
MocDOUGALL
MARKHÆSTUR
LONDON. — Markaskorarinn
mikli frá Norwich, Ted MacDou-
gall, hefur skorað flest mörkin i
ensku 1. deildar keppninni, eða
alls 18. bessir eru nú markahæst-
ir:
MacCougall, Norwich ..18
Duncan, Tottenhain....14
Gowling, Newcastle....13
McKenzie, Leeds.......13
Toshack, Liverpool....13
George, Derby.........12
Noble, Burnley........12
A. Taylor, West Ham ..12
• CLEMENTS
TIL COSMOS
LIVERPOOL. — Dave Clements,
fyrirliði og „einvaldur” landsliðs
N-lrlands og leikmaður með
Everton, hefur ákveðið að fara til
Bandarikjanna, þar sem hann
mun leika með New York Cos-
mos.