Tíminn - 12.02.1976, Blaðsíða 1
Leiguflug—Neyöarflua
HVERT SEM ER
HVENÆR SEM ER
FLUGSTÖÐIN HF
Símar 27122-11422
35. tbl. — Fimmtudagur 12. febrúar 1976 —60. árgangur
ÆNGIRr
Áætlunarstaðir:
Blönduós — Sigluf jörður
Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — BÍJdudalur
Gjögur — Hólmavík
, Hvammsiangi — Stykkis-
hólmur—Rif Súgandafj.
Sjúkra- og leiguflug um
allt land
Simar:
2-60-60 &
2-60-66
t3
Rauðsey
tók niðri
ó Höfn
gébé Rvik — Loðnuskipið Rauðs-
ey AK 14 tók niðri á Hornafirði i
gærmorgun, þegar báturinn var
að koma inn með 400 tonna loðnu-
afla. Þegar þetta gerðist var
fjara, en báturinn losnaði þegar
flæddi aftur og er ekkert
skemmdur.
Samkvæmt upplýsingum frá
fréttaritara blaðsins á Höfn i
Hornafirði, er þetta ekkert
óvenjulegt, að bátar taki niður i
rennunni inn i höfnina, og eru
ástæður þá ýmis þær að bátarnir
eru mikið lestaðir, eða skip-
stjórnarmenn ókunnugir. t renn-
unni inni i höfnina eru sandeyrar
og þvi sjaldgæft að bátar skemm-
ist eða þurfi á hjálp að halda til að
komast aftur á flot.
BEZTI SOLAHRINGURINN
Á LOÐNUVERTÍÐINNI
.
AAálamiðlunartillagan
kom viðræðum af stað
en fær dræmar
undirtektir
svonefnt rautt strik á framfærslu-
visitölu 1. nóvember n.k. við 585
stig.
O.Ó. Reykjavik — Sáttafundur
hófst i gær kl. 14.00. Siðdegis
sagði Snorri Jónsson,
framkvæmdastjóri ASt að full-
trúar samtakanna i samn-
inganefndinni væru búnir að gefa
fyrstu andsvör við miðlunartil-
lögunni sem sáttanefnd rikisins
lagði fram i fyrradag. i stuttu
máli sagði Snorri, að þeim fynd-
ust launahækkanirnar ganga f
skammt. Sagði hann, að þær
kauphækkanir, sem tillagan gerir
ráð fyrir haldi ekki kaupmætti
launa á þessu ári, hvað þá heldur
að þær bæti upp þá rýrnun, sem
varð á kaupmættinum árið 1975.
Ólafur Jónsson, framkvæmda-
stjóri YHnnuveitendasambands-
ins, sagði, eins og áður hefur
komið fram, að atvinnufyrirtækin
gætu naumast tekið á sig launa-
hækkanir eins og málin standa.
t gær voru mikil fundahöld i
nefndum, sem skipaðar eru full-
trúum beggja deiluaðila. Á þeim
Sjónvarp varnar-
liðsins í lokaðan
kapal í sumar
Gsal-Reykjavik — Sjónvarp
varnarliðsins á Keflavikurflug-
velli mun siðar á þessu ári að-
eins sjást innan svæðis varnar-
liðsins á Miðnesheiði, sam-
kvæmt uppiýsingum sem Tim-
inn fékk hjá Einari Agústssyni,
utanrikisráðherra i gær.
Eins og alkunna er, hefur
sjónvarpið sést viða, bæði á
höfuðborgarsvæðinu og eins á
Suðurnesjum, þrátt fyrir marg-
itrekaðar tilraunir i þá átt, að
takmarka útsendingar þess við
hersvæðið sjálft. Nú mun hins
vegar vera ætlunin að koma al-
gjörlega i veg fyrir að efni sjón-
varpsins berist út fyrir-Miðnes-
heiði og verður það gert með
þeim hætti, að sérstakir kaplar
verða grafnir i jörð og sjónvarp-
ið sett i svonefnda lokaða rás,
sem þýðir, að aðeins þau sjón-
varpstæki sem sérstaklega eru
tengd við þessa rás, geta flutt
efni sjónvarpsins.
Einar Agústsson, utanrikis-
ráðherra, sagði i samtali við
Timann i gær, að þessar fram-
kvæmdir myndu hefjast á vori
komanda.
fundum var fjallað um lifeyris-
sjóðsmál, iðnnema, kauptrygg-
ingar verkafólks i frystihúsum og
veikinda- og tryggingamál.
Málamiðlunartillaga sú er
sáttanefndin lagði fyrir fulltrúa
AStog atvinnurekenda i fyrradag
felur i'sér launahækkun er nemur
13,6%, nema fyrir láglaunafólk,
sem tillagan geri ráð fyrir að fái
16,5% launahækkun. Samkvæmt
tillögunni koma kauphækkanirn-
ar i þrem áföngum, 4% 1. marz,
5% 1. júli og 4% 1. október. Þeir
sem hafa lægri laun en 54 þús. kr
á mán. fá 1500 króna launahækk-
un 1. marz, sem siðan jafnast út
allt upp i 57 þús. kr. mánaðar-
laun. 1 miðlunartillögunni eru
einnig ákvæði um að sett verði
Torfi Hjartarson, sáttasemj-
ari rikisins, var i gær á þön-
um milli samningsaðila, sem
ræddu málam iðlunartillögu
sáttanefndarinnar fram og
aftur. Timamynd: Gunnar
BREZKIR
EMBÆTTISMENN
SVARTSÝNIR Á
VIÐRÆÐUR
Oó.—Reykjavik. Joseph
Luns ræddi landhelgisdeil-
una við brezka ráðherra i
London i gær, en þar er hann
á ferð til að miðla málum og
er Lundúnaför hans liður i
þeirri viðleitni að fá Is-
lendinga og Breta til að hef ja
samningaumræður á ný.
Samkvæmt fréttum frá
London eru brezkir em-
bættismenn svartsýnir á að
grundvöllur sé til málamiðl-
unar eins og málin standa
nú. Framkvæmdastjóri Nato
lagði á það mikla áherzlu i
viðræðum sinum við brezku
ráðherrana að deilan gæti
haft alvarleg áhrif á varnar-
mátt Nato og á þar bersýni-
lega við, að Islendingar
kunna að segja sig úr sam-
tökunum ef Bretar hætti ekki
að vernda togara sina á Is-
land^miðum með vopna-
valdi.
Luns ræddi við Ford
Bandarikjaforsetaog nokkra
ráðherra hans fyrr i vikunni
um landhelgisdeiluna og lét
þau orð falla i YVashington.
að hann væri reiðbúinn að
fara til íslands til viðræðna
við rikisstjórnina eftir fund-
ina i London ef undirtektir
þar gæfu tilefni til. og is-
lenzka rikisstjórnin bæði
hann að koma. I London i
gærkvöldi var siðan tilkynnt
að Luns mundi halda þaðan
Frh. á bls. 6
FJORÐI MAÐURINN
í GÆZLUVARÐHALD
G.Sal.—Réykjavik. Rannsókn-
arlögreglan liandtók i fyrra-
kvöld fjórða manninn vegna
livarfs Geirfinns Einarssonar i
Keflavik. i gær var maður þessi
úrsknrðaður i allt að 45 daga
gæzlnvarðhald.
Rannsóknarlögreglan kvaðst i
gærkvöldi engar upplýsingar
vilja gefa um rannsóknina. Sem
kunnugt er voru gæzluvarð-
lialdsúrskurðir tveggja mann-
anna i málinu kærðir til Hæsta-
réttar, sem staðfesti þá báða.