Tíminn - 12.02.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.02.1976, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur 12. febrúar 1976 Guðjón F. Teitsson: FERJA OG FJÁRBRUÐL Snemma i des. s.l. skrifaði ég grein, sem birtist i Timanum hinn 6. janúar undir fyrirsögninni „Uerjólfur og ferjan”. Voru i grein þessari m.a. gefn- ar nokkrar upplýsingar um til- drög að smiði m/s Herjólfs og rekstur hans fyrr og siðar með til- liti til nýrrar ferju, sem i smiðum er til að koma i stað Herjólfs. Sýndi ég með gildum rökum fram á: 1. Að neyðarsjóði landsmanna hefði með mjög óeðlilegum hætti verið blandað i nefnt ferjumál. 2. Að mikið fjárbruðl væri i gerð ferjunnar og búnaði. 3. Að á ferjunni hlyti að verða gifurlegur rekstrarhalli á kom- andi árum. t grein i Morgunblaðinu hinn 21. janúar hugðist Guðlaugur Gisla- son alþingismaður sýna lit á að svara ádeilu minni, en litið er um varnir af hans hálfu, og er nefnd grein hans aöallega ómerkilegur skætingur til min fyrir störf i þjónustufyrirtæki, sem hefir vegna margþættra ástæðna og stjórnmálalegs tilgangs ekki orð- ið starfrækt án meðgjafar af al- mannafé, og hefir þó sú meðgjöf farið mjög minnkandi á siðari ár- um i hlutfalli við framlag rikisins til annarra samgangna, svo sem vegasamgangna. Strandferðir og stjórnmál Á 30 árum frá 1930 til 1959 námu rekstrarframlög rikisins til strandsiglinga Skipaútgerðar rikisins að meðaltali 1,67% af heildarútgjöldum rikisins skv. fjárlögum og 15% af — eða miðað við — framlög rikisins til vega, en samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir þetta ár er nefnt hlutfall komið niður i 0,286% af heildarút- gjöldum rikisins, en i 4,5% af — eða miðað við — framlög rikisins til vega. Er það skoðun margra að nefnd hlutfalls-breyting sé að ýmsu leyti óheilbrigð, þvi að þarna gripa mjög inn i stjórnmálalegar ákvarðanir og/eða skortur slikra ákvarðana. Farmgjöld strandferðaskip- anna eru að mestu án tillits til vegalengda sem þáttur viðleitni til að jafna að nokkru lifskjör i hinum ýmsu byggöum, og strand- ferðaskipin verða að rekja hafnir samkvæmt fyrirfram-gerðum ferðaáætlunum án tryggingar lágmarks-verkefna eða lág- marks-tekna, og verða tiðum að taka á sig mikið fjárhagslegt tap i þessu sambandi, en oft er það svo, að fjöldi manna i aðliggjandi byggð hafnar á öryggi sitt og af- komu mjög bundna nefndum þjónustusiglingum. Sjóleiðaflutningar eru tiltölu- lega miklu meira skattlagðir en flutningar á landi. A skipin sjálf eru lögð hafna-gjöld eftir stærð, án tillits til verkefna og tekna af hverri viðkomu, auk þess sem vörugjöld til hafna eru lögð á flestar eða allar vörur, sem skip- in flytja, og er þetta auðvitað, án beinnar tilætlunar, stefnumark- andi gegn sjóleiöaflutningi. Þá greiða skipaeigendur eða vá- tryggjendur þeirra yfirleitt bætur fyrir skemmdir, sem skipin valda á hjálpartækjum, sem þeim eru lögð tií, og er átt við hafnamann- virki, en ökutæki greiða sjaldan sérstaklega fyrir skemmdir vega, svo sem að ausa möl og bindiefni úr slitlagi eða rista i gegnum þaö, ryðja úr vegarköntum og skemma stundum brýr og vatns- rásir vega með ofálagi eða ógæti- legri umferð, beinar ákeyrslur á brúahandrið eöa þvilik mannvirki undanskildar. A siðastliðnu vori benti ég stjórnarráðinu á, að i Noregi' væri vörubil, sem vægi allt að 22 tonn- um með hlassi og æki 50.000 km á ári, gert að greiða n.kr. 28.400,-, þá samsvarandi 855 þús. isl. kr., i vegaskatt á ári, en hér á landi var tilsvarandi skattur aðeins kr. 275.500,-. Er þó varla hægt að álita, að vegakostnaður sé tiltölu- lega minni — og allra sizt svona mikið minni — hér á landi en i Noregi, enda mun ástæðan ekki sú, heldur hitt, að annað hag- stjórnarfyrirkomulag gildi i Noregi. Norðmenn vilja nýta fjárfestingu sina i járnbrautum og strandferðaskipum og draga úr langleiðaflutningi þungavarn- ings um þjóðvegina til sparnaðar á þvi sviði, en hér er lögð minni áherzla á að spara vegakostnað. 1 Vestur-Þýzkalandi var fyrir 3- 4 árum beinlinis bannaður lang- leiðaflutningur ýmiss konar þungavarnings um hraðbrautir landsins, og vildi rikisstjórnin með þessu einkum vinna þetta: a. Létta umferðarþunga á hrað- brautunum. b. Draga úr viðhaldskostnaði hraðbrautanna. c. Beina þungavöruflutningi á langleiðum i vaxandi mæli yfir til rikisjárnbrautanna, sem reknar eru i Þýzkalandi, sem viðast annars staðar, með verulegum rekstrarhalla á lik- an hátt og t.d. strandferðaþjón- ustan hér á landi. I framhaldi af þessu skal bent á, að augljóst er, að Norðmenn og Vestur-Þjóðverjar hafa á undan- förnum árum yfirleitt haft hyggi- legri stjórn en Islendingar á sin- um efnahagsmálum, og er það m.a. staðfest i traustu peninga- gengi þessara þjóða, meðan verð- gildi hins Islenzka gjaldmiðils hefir hrunið sem i skriðuföllum með fylgjandi hóflausri skatt- lagningu til að standa undir ófor- sjálni i fjármálastjórn og ofmetn- aði i eyðslu, sem hefnir sin á ýms- an hátt og veldur upplausn og gifurlegu ranglæti innan þjóð- félagsins. 1 áðurnefndri grein minni 6. jan. var á það bent, að mikið vantaði á, að flutningsgjöld strandferðaskipa rikisins heföu á undanförnum árum verið hækkuð til samræmis við aukna dýrtið og hefði þvi rekstrarhallinn aukizt verulega. En það er rikisstjórnin, sem hefir ákveðið að halda flutn- ingsgjöldunum niðri, og er þvi litil háttvisi i þvi að kenna for- stjóra Skipaútgerðarinnar um hinn aukna halla af þessari ástæðu, eins og Guðlaugur Gisla- son i vandræðum sinum reynir að gera. Vestmannaeyingum, sem fara til „útréttinga” i Reykjavik, eins og Guðlaugur orðar það, bendir hann á, að samanborið við flug muni nú reynast helmingi ódýr- ara að ferðast með Herjólfi og taka heimilisbilinn með sér, og er þetta auðvitað mjög athyglisvert með tilliti til ádeilu hans á mig sem forstjóra Skipaútgerðarinn- ar fyrir rekstrarhallann. En hvað finnst lesendum um svona mál- flutning eða það, að „dýra ferj- an” muni halda uppi flutningum meö samsvarandi flutningsfjöld- um? Hver á að borga brúsann? Gönuhlaup Guðlaugs Guðlaugur Gislason talar um, að ég hafi „hreinlega staðnað I starfi” og skilji ekki einföldustu atriði I rekstri strandferðaskipa. Já, mikiö er hvernig músin læt- ur. Bjargaöi ég ekki Herjólfi á sin- um tima úr höndum óvita, sem buðu út smiði samkvæmt teikn- ingu og smiðalýsingu fyrir Akra- borg, og var ekki Guðlaugur Gislason höfuöpaurinn i hópi óvit- anna? Minnist ég þess, að eftir jólafri þingmanna 1967 eða 1968 kom Guðlaugur Gislason i skrifstofu mina með miklum valdsmanns- brag og heimtaði, að ég iéti gera fullbúna svefnklefa i Herjólfi, þar sem nú er borðsalur i tvennu lagi með möguleikum til að breyta 6 sófum i 12 vara-hvilurúm. Þetta var nokkru eftir að far- gjöld höfðu verið hækkuþ, svo að litlu munaði á flugfari og nætur- fari i svefnklefa á Herjólfi, en áð- ur hefi ég skýrt, að þetta varð til þes^, að svefnklefar skipsins reyndust á þessum tima yfirleitt ijla nýttir og skipið notað af far- jíegum á Reykjavikurleiðinni sem hrein varaskeifa, þegar ekki var fært að fljúga. Benti ég Guð- laugi á þetta, jafnframt þvi að spá min væri sú, að farþegaflutn- ingar Herjólfs milli Vestmanna- eyja og Þorlákshafnar myndu i náinni framtið fá vaxandi þýð- ingu, og yrði fallizt á nefnda kröfu Guðlaugs um breytingu á skipinu, væri búið að stórskemma það sem dagfarþegaskip á milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar. Neitaði ég þvi þverlega að fall- ast á nefnda kröfu Guölaugs, þótt hann léti ótæpt i það skina, að hann myndi sjá um að ráðuneytið gæfi mér fyrirmæli um þetta, sem þó ekki varð. Nú skal á það bent, að 2-3 árum eftir nefnt atvik hafði það rætzt, sem ég spáði, aö Þorlákshafnar- ferðum Herjólfs var fjölgað, og skipið fékk vaxandi þýðingu i far- þegaflutningi á þessari leið. Var þá Guðlaugur sjálfsagt áhuga- maður um þetta. En siðan hefi ég oft um það hugsað, hvað gerzt hefði, ef ég hefði hlaupið eftir áð- ur nefndri firru um breytingu á farþegarými Herjólfs. Rökrétt hefði verið að rifa nefnda inn- byggingu niður á ný og breyta i fyrra horf, þegar Þorlákshafnar- ferðum var fjölgað. óábyrg ályktun Ég vil vikja að starfi nefndar, sem fjallaði um samgöngumál Vestmannaeyja á árinu 1972. Við lok starfa samþykkti nefnd- in (4 menn) gegn atkvæði minu svohljóðandi ályktun: „Að athuguðum þeim skjölum og upplýsingum, sem nefndin hefur aflað sér, og með hliðsjón af félagslegum og vistfræðileg- um atriðum málsins, samþykk- ir nefndin að leggja til, að nýtt skip verði byggt fyrir Vest- mannaeyjaferöir, til farþega- og vöruflutninga og jafnframt sérhæft til bifreiöaflutninga, en telur það hins vegar vera ákvörðunarefni réttra stjórn- valda að taka afstööu til þess, hvenær það verður gert.” Áöur hafði ég I ýmsum bréfum lagt fram i nefndinni rökstuddar athugasemdir um ferjusmiðar- málið og flausturslega og bruðl- kennda smiðalýsingu. Taldi ég, að þar sem nefndin yrði væntan- lega út á við skoðuð sem sérfræði- leg nefnd, þá myndi áður greind lokasamþykkt nefndarinnar verða notuð af litt hófsömum áróðursmönnum til þess að leggja óeðliiegan þrýsting á stjórnendur fjármáia á alþingi og i rikis- stjórn, sem fæstir hefðu skilyrði til að þekkja málið eða kanna, eins og nefndin átti að hafa gert. Reyndist spá min um þetta rétt samanber tillögu til þings- ályktunar nr. 26 i sameinuðu þingi (94. löggjafarþing) 1973, en þar segir m.a.: „Með álitsgjörð nefndarinnar til samgönguráðuneytisins fylgdi teikning og útboðslýsing á skipi, sem nefndin taldi að henta mundi til siglinga milli lands og Eyja og uppfylla þær kröfur, sem fram eru settar i álitsgjörð nefndarinnar um búnaþ skipsins og flutnings- getu. Má þvi segja, að málið sé komið á lokastig hvað undir- búning varðar. Aðeins er eftir að taka ákvörðun um byggingu skipsins og leita tilboða i smiði þess, eins og tillaga sú, sem hér er flutt, gerir ráð fyrir.” Samkvæmt þessu orðalagi greinargerðarinnar voru hinar skrifiegu athugasemdir minar i áður greindri nefnd algerlega sniðgengnar og reynt að láta lita svo út, að fullkomin samstaða hefði verið i nefndinni um smiða- lýsinguna ásamt áliti um nauðsyn þess að hraða framkvæmdum, enda býst ég við að flestir þing- menn hafi samþykkt nefnda þingsályktunartillögu með nefnd- um skilningi. Varað við bruðli Til glöggvunar skal rifja upp helztu rök min i Vestmannaeyja- nefnd (1972) fyrir þvi að fresta bæri ákvörðun um smiði nýs ferjuskips fyrir Vestmannaeyjar, enn fremur helztu athugasemdir minar um smiðalýsingu þá, sem nefndinni hafði borizt, og geta lesendur þá sjálfir dæmt um minn hlut. Ég benti á eftirgreint: 1. Að Herjólfur væri enn I góðu standi, öruggur I sjó að leggja og gæti vel dugað i nokkur ár til viðbótar, ekki sizt vegna þess að Vestmannaeyingar hefðu fengið hlutarbót i afnotum skipsins við niðurfellingu hálfs- mánaðarlegra Hornafjarðar- ferða frá 1971, samtimis þvi sem tvö ganggóð farþegaskip með samtals rúmlega 300 svefnrúmum hefðu nýlega ver- ið seld frá viðtækari strand- ferðaþjónustu, og væru hugsanlegar úrbætur vegna þessa komnar i biðröð á undkn nýrri ferju fyrir Vestmanna- eyjar. 2. Þar sem vitað væri að fyrst og fremst flutningur heimilisbila Vestmannaeyinga á sumar- leyfatimanum þætti reka á eftir nýrri ferju, benti ég á, að með fyllri nýtingu gæti Herjólfur flutt mun fleiri bila en beðið var um að flytja á þvi ári, sem nefndin starfaði, 1972, og auk þess væri miklu nær, ef þess sýndist nokkur þörf, að láta hringferðaskipin, Esju og Heklu, hlaupa undir bagga um nefndan bilaflutning á sumar- leyfatimanum fremur en að festa fé i rándýrri ferju, sem myndi sigla með stóran belg galtóman mestan hluta ársins. 3. Ég taldi óhóflegt að gera ráð fyrir 2000 ha. aðalvél i ferjunni, t.d. miðað við 960 hö. i Herjólfi og 1600 hö. i hringferðaskipun- um, Esju og Heklu, en nú virð- ist komið fram, að aðalvél ferj- unnar eigi að hafa 20% meiri orku en gert var ráð fyrir i fyrri smíðalýsingu eða 2400 hö, og er fróðlegt að vita, hvort 80% rikisábyrgðin gildir fyrir breytinguna, sem veldur aukn- um stofn- og rekstrarkostnaði, svo sem oliueyðslu, en olian hefir nærri 7-faldazt i verði frá 1972. 4. Hjálparvélabúnaður, rafalar t.d. samtals 1560 KVA, var tal- inn óhóflegur. 5. Tengt 4. lið var bent á, að óhóf- legt bruðl væri i þvi að reikna með tveim skiptanlegum hliðarskrúfum 350+300, sam- tals 650 ha. Esja og Hekla, 8 metrum lengri en „ferjan” milli lóðlina, hafa hvor fyrir sig 200 ha. bógskrúfu með þrepa- hraða, en ekki skiptanlega, og hafa nefnd skip reynzt vel stjórnhæf að þessu leyti. 6. Talið var vafasamt að kosta til 21 farþegaklefa með tveim svefnrúmum i hverjum klefa, einkum þar sem ráðgert var að skipið ætti eingöngu að sigia milli Vestmannaeyja og Þor- lákshafnar á 2 1/2-3 timum hvora leið að deginum. Far- þegaklefunum viröist siðar hafa verið fækkað niður i 19 með 38 svefnrúmum. 7. Flest sæti i farþegasal skyldu vera á 14-16 sófabekkjum, og sennilega 14 sófarnir breytan- legir i efra- og neðra-hvilurúm hver, samanber eftirfarandi grein i smiðalýsingu Ankerkon- sult a/s, sem lá fyrir Vest- mannaeyjanefnd og vitnað var til i áður- nefndri þings- ályktunartillögu. „The passenger saloon to be provided with approximately 60 seats at tables. The seats to be of a convertibel type, mak- ing it possible to use the seats as extra sleeping facilities.” Ekki er annað vitað en að smiði skipsins hafi verið boöin út með nefndu ákvæði og það innifalið i smíöasamningsverði, en hafi það verið, og skipið eigi ein- göngu að sigla milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar, þá er þarna um að ræða hreint bruðl við hlið eða i viðbót við tiltölulega mörg hvilurúm i svefnkiefum. Að breyta sófabekkjum i efra og neðra rúm er töluvert fyrir- tæki, og þarf sterkar, væntan- lega járnaðar rúmbrikur, til að hindra slys, en einnig fyrir sjúkrabakka og helzt stiga i sambandi við efri hvilur. Eru lesendur beðnir að hugleiða, hvernig salur fyrir farþega, einn i skipi, venjulega i aðeins 3ja tima siglingu að degi til, lit- ur út, þegar búið er að taka flestöll sætin burt og breyta i hvilurúm með fyrrgreindum hætti. Algengt er að flugferðir milli Islands og nálægra landa taki 2- 4 eða 5 tima, stundum um næt- ur, og virðist samkvæmt nefndu fordæmi liggja beint íivið, að kröfur komi fram um, að fólk hafi svefnhvilurúm i slikum ferðum, og verði rikis- ábyrgð veitt til flugvélakaupa i þvi sambandi. 8. Gerð var athugasemd við leiðinlega staðsetningu ibúða nokkurra skipverja i 2ja manna klefum frammi i stafni á neðra þilfari og að á sama þilfari væri farþegaklefum blandað saman við skipsmannaklefa, en slikt er mjög óheppilegt frá sjónar- miði flestra, sem eitthvað þekkja til útgerðar farþega- skipa. Athugasemd þessi viröist að nokkru hafa verið tekin til greina skv. siðari teikningu, skipverjum ætlaðir eins manns klefar og farþegaherbergi flutt saman út að bakborðssiðu. 9. Innan um nefnt bruöl i smiða- lýsingu var svo gerð athuga- semd um þann ófullkomleika i öryggisbúnaði, að vélarúm i framanverðu skipinu á banda- bili 46-76 ætti að vera á einföld- um botni. Bersýnilega var það gert i sparnaðarskyni að fá hin- ar þungu vélar niður i botn á skipinu og spara öryggis- og kjölfestutanka, sem jafnframt voru I rýrasta lagi, en einkenni-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.