Tíminn - 25.02.1976, Síða 5

Tíminn - 25.02.1976, Síða 5
MiOvikudagur 25. febrúar 1976 TÍMINN 5 Að snúa vörn í sókn Óneitanlega var fróölcgt aö hlusta á stjórnarandstööuna i útvarpsumræöunum i fyrra- kvöld. Forsvarsmenn Alþýðu- bandalagsins, þeir Ragnar Arnatds og Lúövik Jósepsson, héldu sig nokkurn veginn viö þau stóru mál, sem mestu skipta fyrir islenzku þjóöina i dag. En hvað skyldu foringjar Alþýöuflokksins, þeir Bene- dikt Gröndai og Gylfi Þ. Gisla- son, hafa haft fram aö færa? Skyldi landhclgismálið ekki hafa veriö efst i hugum þeirra cða cfnahagsmálin? Eða kjaradeilurnar? Nei. slik „smámál” hurfu algerlega í skuggann og virtust ekki skipta neinu máli. Alþýðu- flokkurinn hefur nefnilega eignazt nýtt hugsjónamál. Hann ætlar sem sé að taka aö sér siðgæðisvörzlu fyrir þjóð- ina og veröa nokkurs konar samvizka hennar á þcim við- sjálverðu timum, er viö lifum á, eða eins og Gylfi Þ. Gisla- son oröaöi það, aö „treysta það siögæöi, sem þjóöfélag okkar veröur aö byggjast á og andleg hcill okkar er undir komin.” Þannig ætla þeir fé- lagar, Bencdikt og Gylfi, aö snúa vörn Alþýðufiokksins upp I öfluga sókn, en sem kunnugt er, hefur fylgi Al- Benedikt og Gylfi — fylgi ftokks þeirra hefur hrapað um heiming siðan þeir tóku við stjórninni. þýöuf lokksins hrapaö um helming slöan þeir félagar tóku viö stjórn flokksins. Astæöan fyrir þessu fylgis- hruni er einfaldlega tauinlaus og algerlega siölaus bitlinga- úthlutun þeirra. Hvaða kenndir róða ferðinni? Lengi vel var því haldiö fram af þeim sem stjórnuöu árásunum á Ólaf Jóhannes- son, að þær væru algcrlega ó- pólitiskar. Engutn dcttur i hug aö halda slíku fram lengur. Svo pólitiskt er málið i augum hinna seinheppnu foringja Al- þýðuflokksins, að það vegur miklu þyngra en landhelgis- málið og cfnahagsmálin. En slikt cr offorsiö i garð ólafs Jóhannessonar, að þær spurn- ingar vakna óhjákvæmilega. hvort hér búi eitthvað meira aö baki. Hins vegar skaöa þcssar árásir hvorki Ólaf Jó- hannesson né Framsóknar- flokkinn, og má minna á þaö, aö i nýlegri skoöanakönnun, scm Alþýöublaöið lét fram- kvæma, var Ólafi Jóhannes- syni vottaö sérstakt traust. Hins vegar hefur Alþýðublaöiö ekki, sem vonlegt er, treyst sér til aö efna til skoðanakönn- unar um fylgi Gylfa Þ. Gisla- sonar eöa Benedikts Gröndals. Til föðurhúsanna Alþýöublaöiö skýrir frá því i gær, aö Arni ” ' Gunnarsson, ’ sem verið hcf- ur fréttastjóri 1 Visis, hafif veriö ráöinn ritstjóri Al-1 þýöuhlaösins. Er Arni þvi j kominn heim til fööurhúsanna og má hta á stööuhækkunina sem nokkurs konar verðlaun fyrir mála- liöastörfin á VIsi. Ekki munu allir gleöjast yfir þessum frama Arna Gunnarssonar. Vnisir aörir málaliöar töldu sig verðugri til að hljóta rit- stjórastöðuna á Alþýöublaö- inu. -a.þ. t bllöunni I gær efndi Æskulýösfylkingin og samtök, sem nefna sig Bar- áttuhóp nemenda i Menntaskólanum viö Hamrahliö tii útifundar um verkfallsmálin á Lækjartorgi. Fundinn sóttu tæplega 100 manns. t fundarlok var samþykkt ályktun þar sem m.a. var krafizt 30 þús. króna hækkunar allra launa. Tlmamynd Gunnar „Vil ekkert lóta hafa eftir mér" ÞRIGGJA ARA GOMUL KOSNINGA- BOMBA, SEGIR FYRRI STJÓRN SFHÍ UM ÁSAKANIR STÚDENTABLAÐSINS t þriðja skipti á þremur árum ætla einhverjir óvönduðustu menn að meðölum sinum, sem lengi hafa setið á skólabekk i Háskóla tslands, að blása upp sama mál, ef mál skyldi kalla, og reyna að notfæra sér það til ávinnings i stúdentaráðskosn- ingum, sem nú fara fram 11. marz n.k. Hér er um að ræða að- förina að SFHI, sem nú hefur staðið yfir samfleytt i þrjú ár með litlum hléum og smáum. Einhvern veginn hafa mál þró- azt þannig I herbúðum þessarra baráttuglöðu englabarna, að vart verði i kosningar haldið, nema til komi ákveðinn mála- flokkur, sem kalla mætti til, þegar ládeyða og lognmolla at- hafnaleysis og getuleysis er far- in að vera stúdentum um of áberandi. Þá er herör skorin upp og ráðizt á fyrrverandi stjórnarliða Stúdentafélagsins, sem nú hafa reyndar allir lokið námi utan einn. Sök þeirra er ávallt sú sama, þ.e. sukk og svinari i öllu, sem þeim viökem- ur, hvað sem það svo kann að vera. Hingað til hafa aðfarar- menn þessir látið sér nægja að rita rógsgreinar sinar I Stú- dentablaðið. En þar hefur þeim ætið verið svarað jafnharðan af þeim, sem málið varðar i hvert sinn og sáu nú allir, að við svo búið mátti ekki standa. t nóvember I975skrifar Garö- ar Mýrdal langa grein i Stú- dentablaðið, þar sem settur var fram alllangur spurningalisti yfir hitt og annað, sem honum sem sjálfskipuðum formanni SFHl, þótti ekki vera nægilega skýrt. 1 desember sama ár var grein þessari svarað af hálfu undirritaðra, og á þann hátt að ljóslega sveið undan. Ekki þykir ástæða hér til að rekja þessar orðahnippingar frekar, enda um hálfgildings innanrikismál Há- skólans að ræða. Það skal ein- vörðungu itrekað, að aldreihafa verið orðaðar spurningar, sem siðan var beint til undirritaðra, án þess að við þeim hafi verið gefin svör eftir megni. Getsakir og svivirðingar eru að sjálf- sögðu látnar liggja afskipta- lausar, eins og vera ber. I dagblaðinu Timanum birtist 24. febrúar s.l. á 3.ju siðu mjög óvenjuleg innlend frétt undir fimmdálkaflennifyrirsögninni — Stjórn Stúdentafélags Há- skólans 1974-75 sökuð um fjár- málaóreiðu —. t grein þessari bregður fyrir blaðamennsku af óvönduðustu tegund, enda kem- ur i ljós við nánari lestur, að hluti hennar er orðrétt tekinn upp úr Stúdentablaðinu, mál- gagni Stúdentaráðs. 1 grein þessari segir frá þvi, að búið sé að senda til sakadóms mál stjórnar SFHI 1974-75, og er sér- staklega á það bent, að i skjöl- um félagsins vanti að gera grein fyrir afgangsbirgðum að Bollu, sem keypt var til neyzlu á Rússagildi, meðan það var og hét. Þessari spurningu hefur aldrei verið beint til undir- ritaðra og má það i raun furðu sæta, þar sem þvf nær allar aðr- ar hugsanlegar ávirðingar hafa verið á okkur bornar. Kemur þá að aðalatriðinu, sem er að sjálf- sögðu: Af hverju kjósa kosn- ingasmalar þessir að kæra mál jafn ómerkilegt og þetta til önn- um kafins Sakadóms áður en þeir ganga úr skugga um, hvort undirritaðir eða aðrir skyldir félaginu geti gefið viðhlitandi svör við spurningunni? Frá okkar bæjardyrum séð er mál þetta ofureinfalt og litur þannig út: (Þar sem öll skjöl og reikningar eru í fórum Garðars Mýrdal, er engin vissa fyrir þvi, hvort tölur þær, sem gefnar voru upp i grein Stúdentablaðs og Timans eru réttar, en það skiptir raunar engu.) Samkvæmt gamalli hefð fékk hver stjórnarmaður i SFHt 2 kassa af Bollu af afgangsbirgð- um eftir Rússagildi. Það gerir 10 kassar = 120 flöskur. Endur- skoðendur fengu sinn hvorn kassann = 24 flöskur. Magister bibendi fékk 1 kassa = 12 flösk- ur. I smökkun kvöldið fyrir Rússagildi, einnig skv. æva- fornri hefð, fóru 4 kassar = 48 flöskur. Greiddir voru svo ca 4 kassar i vinnulaun fyrir aug- lýsingakostnað, miðasölu og annað = 48 flöskur. Hér eru upptaldar 252 flöskur af 312, sem nefndar eru i margnefndri grein. Þegar með er svo tekin eðlileg rýrnun vegna flutninga og geymslu þykir liklegt, að tala Garðars Mýrdal sé svo til fund- in. Þaö sem á vantar er að sjálf- sögðu sök þáverandi stjórnar og gengst hún sjálfviljug undir það. Stjórnarmenn vilja sérstak- lega vekja athygli á þvi, að verðmæti hverrar flösku af Bollu á þessum tima var aðeins um það bil kr. 200, enda um út- þynnt sull að ræða. Hér getur þvi að lita þetta grafalvarlega Sakadómsmál i allri sinni dýrð og dæmi hver og einn. Nú má einnig ljóst þykja af hverju svara undirritaðra var ekki óskað. Þá væri kosn- ingabomban þriggja ára gömul sprungin og vissulega er áhrifa- rikara að geta sagt i ræðu og riti að mál andstæðinga séu i rann- sókn i Sakadómi, með hinum glæpamálunum, en að þola að svör við framsettum spurning- um séu birt á sama hátt og eigin orð. Hvað dagblaðið Timann varð- ar verður vart hjá þvi komizt, að láta i ljós undrun og van- þóknun á birtingu greinarinnar, þvi að þrátt fyrir birtingu nafna 7 einstaklinga, er málið varðar, er engin tilraun gerð til að stunda eigin blaðamennsku með þvi að sannreyna fréttina. Það skyldi þó ekki vera, að ánægjan yfir þvi, að geta birt fréttir af málum hjá Sakadómi öðrum en þeim, er nú tröllriða siðum dag- blaða, hafi orðið réttlætisvitund blaðamanns yfirsterkari? Hvað snertir kr. 16.440, sem minnzt er á, þá er það aug- lýsingareikningur frá Mbl., vegna fundar um landhelgis- mál, sem haldinn var i tið fyrri stjórnar, en ekki greiddur fyrr en i tið umræddrar stjórnar og er til og hefur alltaf verið til og hefur áður verið gerð grein fyr- ir. Alveg er ljóst, að undir þvilik- um málflutningi verður ekki setið öllu lengur. Sú ósk mun nú fram sett við Sakadóm, að mál- inu verði hraðað sem unnt er i rannsókn, þannig að hægt verði að gripa til viðeigandi ráðstaf- ana. Reykjavik, 24. febrúar 1976 Benedikt Ólafsson Kristinn Björnsson Hjörleifur B. Kvaran Jón Kr. Sólnes Hjörtur örn Hjartarson — segir Pétur Sigurðsson Gsal—Reykjavik. — Það er búið að láta alla skipherrana óska sér freigátna, hraðbáta og þess hátt- ar, —en ég ætla ekki að láta eftir mér neitt um þetta fyrr en siðar. Það er eitt að óska sér og annað að sjá það verða að veruleika, sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar i viðtali við Timann I gær, en rikisstjórnin hefur nú samþykkt að fela dóms- niálaráðhcrra og fjármálaráð- lierra að gera ráðstafanir til þess aö bæta skipa- og tækjakost Landhelgisgæzlunnar. Ráðuneytisstjórum dómsmála- ráðuneytis og fjármálaráðuneytis hefur verið falið að gera ásamt forstjóra Landhelgisgæzlunnar tillögur um þá aukningu á skipa- kosti, flugstarfsemi og öðrum tækjakosti sem bezt og skjótast mætti koma að notum við núver- andi aðstæður, eins og segir i fréttatilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Húsavík: Fjörugar umræður á aðclfundi Fram- sóknarfélagsins ÞJ-Húsavik — Aðalfundur Framsóknarfélagsins á Húsavik var haldinn 19. janúar s.l. Alþingismennirnir Ingi Tryggva- son og Stefán Valgeirsson sóttu fundinn og fluttu erindi um stjórnmálaviðhorfin. Allfjörugar umræður urðu að loknum erind- um alþingismannanna. Stjórn Framsóknarfélagsins á Húsavik skipa nú Aðalgeir 01- geirsson formaður, Aðalgeir Sigurgeirsson varaformaður, Jón Sigurðsson ritari, Sigurgeir Aðal- geirsson gjaldkeri og Arni Björn Þorvaldsson meðstjórnandi. Leiðrétting GtSLI i Eyhildarholti hefur óskað þess, að leiðréttar væru prentvill- ur i grein hans, Mold. sem birtist i Timanum miðvikudaginn 18. febrúar. t fyrsta dálki. 24. linu að ofan. er talað um menn hafi ..komizt i skilning á þvi", en á að sjálfsögðu að vera til skilnings. og i 3. dáiki. 4. linu að neðan, er talað um virkjun ..fjallavatna". Þar átti að standa fallvatna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.