Tíminn - 25.02.1976, Qupperneq 8

Tíminn - 25.02.1976, Qupperneq 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 25. febrúar 1976 Sesselja Sigmundsdóttir á Litlu jólum að Sólheimum. Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima Bjó í tjaldi með fósturbörnum — meðan verið var að reisa heimiii fyrir vangefna — LÍF og þroski vangef- inna fer ekki eftir beinni braut, frekar en flest annað i lifinu. Þetta var skoðun Sesselju Sig- mundsdóttur stofnanda og forstöðukonu heimilis vangefinna að Sólheim- um i Grimsnesi. Til að minna sig á þetta hafði hún öll horn og alla veggi i skrifstofu sinni afliðandi. Vegir okkar i lifinu eru oft krókóttir og þeir sem helga starfs- krafta sina erfiðu þjálf- unarstarfi og kennslu geta ekki alltaf hugsað i beinum linum. Sesselja Sigmundsdóttir, sem lézt i fyrra vann mikið starf i þágu vangefinna hér á landi og á- leit það köllun sina. Lionsklúbb- urinn Ægir hefur tekið sér það verkefni að styðja uppbyggingu Sólheima og starfið þar. Á blaða- mannafundi hjá klúbbnum fyrir skömmu vegna fjáröflunar fyrir heimilið með bingói i sjónvarpi sagði einn af forystumönnum Ægis, Gunnar Asgeirsson, for- stjóri, blaðamanni Timans frá kynnum sinum af Sesselju og starfinu, sem unnið er aö Sól- heimum: — Ég átti þvi láni aö fagna gegnum mitt starf i klúbbnum að kynnast Sesselju Sigmundsdótt- ur, sem stofnaði heimilið og lézt nú fyrir rúmu ári, en hún hafði helgað ævistarf sitt þvi aö hjálpa þeim, sem bágt eiga og eftir að Sesselja hafði verið erlendis á ár- unum 1925—1930 til að kynna sér uppeldi og aöstoö við vangefin börn, ákvaö hún þrátt fyrir marga aöra möguleika, að hverfa heim aftur til Islands og stofna heimilið. Sesselja leitaði fyrir sér um jarðnæði og vildi fá land, þar sem hiti var i jörðu. Hún var sjálf mikil áhugamanneskja um gróðurrækt og t.d. man ég ekki til þess, aö hún borðaði nokkurn tim- ann kjöt, þótt hún hefði ekkert á móti þvi að framreiða það, en grænmeti var hennar lifs elexir. Hún ferðaðist um með föður sinum, Sigmundi, i barnaskólan- um sem allir eldri Reykvikingar þekktu, og komst að þeirri niður- stöðu að landið Hverakot i Grims- nesi, sem tilheyrði kirkjunni mundi verða heppilegt til að byggja barnaheimili á. Hún og faöir hennar heimsóttu sira Guð- mund prest á Mosfelli, og var það auðsótt mál. Hann bauð henni landið Hverakot, sem hún siðar skiröi Sólheima . Ekki voru fjárráð mikil hjá Sesselju, en hún vildi og hún ætlaði sér að koma heimilinu upp og fékk aðstoð, eins og hún sagði sjálf, ýmissa heildsala i Reykja- vik til að lána sér efni og siðan aðstoðaði Reykjavikurborg hana við bygginguna en þó með þvi skilyröi, að hún tæki börn, sem þeir þurftu að koma á barna- heimili, og varö það úr, aö fyrsta sumarið, eða meðan fyrsta húsið var i byggingu, bjó hún sjálf i tjaldi, ásamt fimm eöa sex börn- um, flutti siðan inn i hálf tilbúiö húsið um haustið, þar sem hún bjó. Þá var enginn vegur að Sólheimum, hann var aðeins kominn að Minni-Borg og hægt að komast eitthvaö lengra með farartæki en stóran hluta leiðar- innar var farið meö efnið á sleð- um, en það hafði ekkert á Sesselju, hún var alla tið þá og siðar, sérstaklega eftir að ég kynntist henni, atorkumann- eskja, sem gerði þaö sem hún ætlaði sér og kom hlutunum áfram, þótt oft væru ýms ljón á veginum. Það var mikil ánægja að ræða við Sesselju, þó hún væri hlédræg og vildi sem minnst um sig tala, þá tókst mé stundum að fá hana til að segja mér frá ýmsu, sem á daga hennar haföi drifið og eins og ég sagði i upphafi, hafði hún farið utan til að kynna sér barna- heimili sérstaklega fyrir van- gefria. Eins og hún.sagöi sjálf, varð hún fyrir þviTlini að komast í skóla, sem var Witutt- gart og hét Waldorf Schule, en sá skóli var uppbyggður á kenning- um heimspekingsins og kennar- ans Rudolf Steiner, en eitt af hans verkefnum og þeirra skóla, sem eru vfða um Evrópu i dag var og er að hjálpa vangefnum. Aðalbækistöðvar Steiner skólanna eru i Dormach í Sviss, þangað fór Sesselja ekki aðeins i upphafi, heldur oft á meðan henn- ar naut viö á Sólheimum til þess aö afla sér meiri vitneskju og betri upplýsinga og þekkingar á meðferð vangefinna enda hefur gegnum árin verið fjöldi fólks af ýmsu þjóðerni á Sólheimum lengri eða skemmri tima til að- stoðar henni við uppbyggingu starfsins. Núverandi og komandi kynslóð á mikið að þakka þvi fólki, sem hefur helgað krafta sina þvi aö hjálpa öðrum, eins og Sesselja gerði alla sina tið. Eftir lát Sesselju var mikil óvissa, sérstaklega fyrir okkur Lionsmenn, hvað tæki við. En sú kona.semnú stjórnar Sólheimum var áður starfandi hjá Sesselju og hefur gengið í skóla likt og hún, til að læra meðferð vangefinna. Hún heitir Arnheiður Sæmundsdóttir og förunautur hennar Ingólfur Asbjörnsson lézt þvi miður s.l. haust, en við Lionsfélagarnir höfðum bundið miklar vonir við, að þau hjónin myndu sameigin- lega vinna þau verk, sem þarf til að byggja Sólheima upp áfram, en þvi miður stendur nú Arnheið- ur ein. En við höfum enn þá voij, að þrátt fyrir mikinn starfa takist henni ásamt annarra hjálp að komaSólheimum áfram upp, eins og Sesselja og við höfum óskað eftir. Hvemig stóð á þvi, að þið tókuð Sólheima sem verkefni? Þegar við stofnuöum Jáons- Heimilisfólk að Sólheimum ásamt Lionsmönnum fyrir jólin 1975. Skemmtiatriði vistmanna klúbbinn Ægi, þá reyndum við eins og allir klúbbar innan Lions- hreyfingarinnar gera, að finna einhver verkefni, annað hvort eitteða fleiri. Okkur barst þá vit- neskja um að i Grimsnesi væri barnaheimili fyrir vangefria, sem litla aðstoð hefði hlotið nema frá þvi opinbera og væri timabært að liðsinna þvi. Fórum við þvi austur og kynntum okkur staðhætti. Þetta heimili hafði þá verið rekið frá 1930 af Sesselju Sigmunds- dóttur af fórnfýsi. Þar var eitt ibúðarhús með litið eldhús I kjall- ara ásamt vistmannahúsi upp á tvær hæðir, og bragga sem sam- kornusalur. Auk þess var þar fjós og hlaða og einhver garðrækt. Við sáum strax, að þarna var margt hægt að gera og við byrj- uðum á þvi að gefa heimilinu raf- magnstæki, en heimilið haföi þá nýverið fengið rafmagn. Var heimilinu gefin þvottavél og saumavél og þótti það nokkuð mikið þá, en sem betur fer höfum við getað verið rausnarlegri siðan. Heimsóknir okkar til Sólheima gerðu það að verkum að við urð- um meira og meira fyrir áhrifum af starfi Sesselju og vildum gera meira og hefja stærri átök og byggðum fyrsta húsið, sem hlaut nafnið Sveinalundur og þar með var hægt að flytja piltana úr steinhúsinu gamla en stúlkurnar voru þar áfram. Jafnframt var hægt að útbúa smiðastofu, handa- vinnustofu fyrir vefnað og fleira fyrir vistmennina, og breytti það strax aöstæöunum mikið. Klúbbfélagar fóru sjálfir austur og innréttuðu húsið. Þó ekki væru allir smiðir, þá gátu þeir unnið með hamar og sög og neglt. Stendurþetta hús enn, einsogþað var útbúið fyrir 17 árum. Brátt kom i' ljós, að margt fleira vantaði ogþá sáuÆgismenn að 25 ferm. eldhús með gamalli eldavél gat ekki verið nægjanlegt fyrir heimili sem hafði 50-60 manns búandi auk þess fjölda gesta. Þvi var ákveðið að byggja stór- hýsi, sem var matstofa með full- komnu eldhúsi, ásamt geymslum, Það er oröinn fastur liður að jólasveinninn komi inn um gluggann.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.