Tíminn - 06.03.1976, Side 1

Tíminn - 06.03.1976, Side 1
Leiguflug—Neyðarf lug HVERT SEM ER, HVENÆR SEM ER; FLUGSTOÐIN HF Simar 27122-11422 Aætlunarstaðír: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur—Rif Súgandafj: Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: < 2-60-60 & 2-60-66 Kópasker: Daglegt líf hefur færzt í eðlilegt horf en mikið endur- reisnarstarf er eftir Gsal—Reykjavík. — Kostnaöur viö viögerö á hafnarmannvirkj- um hér mun vera gifurlegur og ýmsir eru ekkert spenntir fyrir þvi aö leggja i stórkostnaö viö lagfæringar á höfninni, fyrr en at- hugaöir hafa veriö gaumgæfilega ýmsir aörir möguleikar á hafnar- aöstöðu, en hún hefur alla tíö ver- iö okkur ákaflega erfiö, sagöi Kristján Ármannsson, kaup- félagsstjóri á Kópaskeri, er Tim- inn náöi tali af honum í gær. Daglegt lif á Kópaskeri hefur nú færzt i eðlilegt horf, eftir þá miklu röskun, sem fylgdi i kjölfar jarðskjálftanna miklu i janúar. Endurreisnarstarfið er þó hvergi nærri lokið, og t.d. hefur enn ekki farið fram nein viðgerð á ibúðar- húsum i kauptúninu, þótt búið sé i þeim öllum nema þremur. Vatnslögnin er nú komin i lag, að sögn Kristjáns og heita má, að allir ibúar hafi nú aftur setzt að i þorpinu. Kristján kvað engar tölúr liggja fyrir um kostnað, sem þegar hefur verið lagt I vegna náttúru- hamfaranna, en gat þess, að mik- ið af endurreisnarstarfinu hefði verið unnið i sjálfboðavinnu. — Búið er að mestu aö meta innbú hjá fólki, en við vitum ekki hvert framhaldið i þeim málum verður. Það hefur verið erfið- leikum bundið að fá skýr svör við þvi hjá opinberum aðilum, hvernig að þessum málum verði staðið af þeirra hálfu, sagði Kristján Ármannsson aðlokum. BANDARÍKJAMENN BEÐNIR UM SKIP TIL GÆZLUSTARFA Gsal—Reykjavik. — Utanrikis- ráöuneytið mun væntanlega mjög fljótiega fara þess á leit viö Bandarikjastjórn, að tslending- um verði látiö i té bandariskt gæzluskip af „Ashville” gerö eöa önnur samsvarandi skip, til eflingar landhelgisgæzlunni. Dómsmálaráöuneytið hefur I bréfi til utanrikisráðuneytisins óskað eftir þessu, en nú hefur verið skilað til rikisstjórnar- innar bráðabirgðagreinargerö um athugun á æskilegustu ráö- stöfunum til eflingar Landhelgis- gzlunni. ráðherra, ef Bandarikjamenn vilja láta okkur það i té. Það á eftir að sýna sig, hvort beiðni okkar verði samþykkt — og það er gottað það sýni sig, sagði Ólaf- ur. í bréfi dómsmálaráðuneytisins er vitnað til ákvæðis i viðauka frá 1974 við varnarsamning við Bandarikin þessari málaleitan til stuðnings. Ólafur Jóhannesson sagði i samtali við Timann, að i þessu ákvæði fælist, að báðir aðil- ar skuldbindi sig til að hafa sér- staka samvinnu um landhelgis- mál, almannavarnir og fleira. felst i þvi, sagði dómsmálaráð- herra. Varðandi eflingu Landhelgis- gæzlunnar leitaði dómsmála- ráðuneytið til nokkurra skipherra um hverjar ráðstafanir þeir teldu helzt koma til greina, auk þess sem aflað hefur verið ýmissa gagna, einkum um hraðgeng skip, til upplýsingar um æskileg- ustu úrræði. Skipherrarnir höfðu einkum augastað á tveimur gerð- um, annars vegar bandariskum gæzluskipum af „Ashville” gerð og hins vegar rússneskum smá- freigátum af „Mirka” gerð. — Skipið ætti að geta komið til landsins mjög fljótlega, sagði Ólafur Jóhannesson, dómsmála- — Það hefur ekki reynt á þetta ákvæði ennþá, og við viljum fá úr þvi skorið hvað raunverulega Frekari athugunum á mögu- legri tækjaöflun mun haldið áfram á vegum dómsmálaráðu- neytis, en i pöntun er meðalstór þyrla sem hæf er til notkunar frá varðskipunum og mun hún væntanlega koma til landsins innan tiðar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu hefur athugun verið gerð á kostnaði við rekstur Landhelgisgæzlunnar nú undanfarið, og er ljóst aö kostnaöur, þegar við núverandi aðstæður, mun fara verulega fram úr fjárveitingum fjárlaga og mun veröa leitað viðræðna á næstu dögum við alþingismenn úr viðkomandi nefndum þingsins, um mögulegar fjáröflunarleiðir. Frekari viðræður við skipherra og flugstjórnarmenn verða nú um helgina varðandi möguleika á efl- ingu Landhelgisgæzlunnar. Milljónatjón, þegar loðna og annar fiskur hristist í kóssu ó Þorlókshafnarvegi FB-Reykjavík. Þorlákshafnarbú- ar hafa hvað eftir annað látið I sér heyra vegna þess, hversu lélegur Þorlákshafnarvegurinn er. Sjúkraflutningar eftir þessum vegi taka margfalt lengri tima en nauðsynlegt er, og milljónaverð- mæti fara I súginn, þegar flytja þarf fisk eftir veginum til vinnslu I öðrum bæjum. Asgeir Benediktsson fiskmats- maður staðfesti það i viðtali við Timann, að til dæmis loðna, sem flutt hefði verið úr bátum i Þor- lákshöfn til Reykjavikur, hefði orðið að fara i bræðslu, þegar þangað kom, vegna þess að hún var orðin gjörómöguleg til fryst- ingar eftir að hafa hristst eftir Þorlákshafnarveginum. — Það eru mikil verðmæti, sem fara i súginn á þennan hátt, sagði Asgeir. — Það munar um tuttugu krónum á kilóið, eftir þvi hvort loðnan fer i frystingu eða bræðslu, og sé um eitthvert magn að ræða, sem flytja þarf eftir veg- inum, eru milljónirnar fljótar að hlaðast upp. Sé loönan hins vegar flutt frá Grindavik, svo dæmi sé tekið, þarf ekki að verða á henni nokkur breyting, enda er henni þá ekið eftir rennisléttum vegi alla leið. Ásgeir sagði, að bílarnir flyttu loðnuna að sjálfsögðu alltaf undir yfirbreiðslum i bilunum, svo hún spilltist trúlega ekki svo mikið af óhreinindum, nema ef vera skyldi af ryki i miklum þurrkum, þvi að trúlega smygi alltaf eitthvert ryk undir yfirbreiðslurnar. Það væri sem sagt hristingurinn, sem tjón- inu ylli, þvi að loðnan færi i kássu á leiðinni. Að sjálfsögðu er það ekki aðeins loðnan, sem eyðileggst við slikan flutning. Allur fiskur, sem flytja þarf frá Þorlákshöfn, spillist af sömu ástæðum, og verður það til þess að hann lendir i lægri gæða- flokkum, og verömætatapið er geysilegt. Asgeir sagði að lokum, aö nú væri svo komið, að Þorlákshafn- arbúar væru farnir að nota gamla veginn, vegna þess hve lélegur Þorlákshafnarvegurinn er orð- inn. Að sögn Steingrims Ingvars- sonar, umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar á Suðurlandi, stendur nú til að lagfæra veginn, og munu framkvæmdir væntan- lega hefjast von bráðar. Steingrimur sagði, að filnefni i slitlagi Þorlákshafnarvegarins væri of mikið, og þvi væri ætlunin að blanda „hreinu efni”, eins og hann orðaði það, saman við slit- lagið. — Þegar of litið er af finefn- um i slitlagi, vilja myndast „þvottabretti”, en þegar finefnin eru of mikil, vill vegurinn oft vað- ast upp. Við ætlum að reyna að hitta á rétta hlutfallið sagði Stein- grimur. Leitin að Hafrúnu: Ekkert frekara fannst í gær gébé Rvik — öll leit af Haf- rúnu ÁR 28 hefur reynzt árangurslaus til þessa. Leit- arskilyrði voru mjög góð I gærdag og ieit hófst strax i birtingu, bæði á landi og úr lofti. A0 sögn Hannesar Hafátein, framkvæmda- stjóra Slysavarnafélags is- lands, fannst enginn reki i gær og ákveðiö var að halda leitinni áfram i dag. Flugvél og þyrla frá bandariska her- liðinu og flugvéi Landhelgis- gæzlunnar, leituðu við mjög góð skilyröi i allan gærdag, en án árangurs. Eins og skýrt var frá i Timanum i gær festi Höfrungur II net sin um þrjár sjómilur suður af Hópsnesi, og það litla sem skipverjar náöu upp aftur var allt sótugt og litað oliu. Einnig fundu skipverjarnir kúpul af sjónvarpsloftneti, sem sýnilega var nýlega brotið. Þyrla bandariska herliðsins flaug um og yfir þessum staö margsinnis i gær, en ekki varð áhöfn hennar vör við neina oliu- brák né önnur ummerki. Fjölmennir leitarflokkar fengu á fjörur allt frá Garð- skaga og suður um Reykjanes i gær. Karvel í Alþýðuflokkinn — sjó bls. 2

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.