Tíminn - 06.03.1976, Síða 2
2
TÍMINN
Laugardagur 6. marz 1976.
Kaupfélagsstjóra*
skipti á Flateyri:
Trausti Friðberts-
son lætur brátt
af starfi
KAUPFÉLAGSSTJÓRASKIPTI
veröa viö Kf. önfiröinga á Flat-
eyri nú um mánaöamótin marz /
april. Þá lætur Trausti Friöberts-
son þar af störfum og flyzt til
Reykjavlkur, en hann hefur gegnt
starfinu frá 1948. Er hann þvi
þannig einn þeirra manna, sem
lengstan starfsferil hafa aö baki i
kaupfélagsstjórastarfinu, og
hann hefur nú um langt skeiö ver-
iö einn af reyndustu og virtustu
mönnum I stétt islenzkra kaupfé-
lagsstjóra.
Viö starfinu tekur sonur
Trausta, Gylfi Traustason. Hann
lauk prófi frá Samvinnuskólanum
voriö 1964, og voriö 1966 hóf hann
störf hjá Kf. önfiröinga, þar sem
hannhefur starfaö samfellt siöan.
Iljónagarðurinn við Suðurgötu.
Timamynd Gunnar
Fjallað um
nútímalist í
námshópum
LISTASAFN Islands mun i
april og mai n.k. stofna til
námshópa um Myndlist á 20.
öld. í hverjum hópi veröa
u.þ.b. 10 manns, og er áætlaö
aö hver hópur komi saman
alls átta sinnum, eitt kvöld i
viku. Leiöbeinandi verður Ól-
afur Kvaran listfræöingur.
Þeir sem heföu áhuga á að
gerast þátttakendur eru beðn-
ir aö tilkynna þátttöku sina
fyrir 15. marz n.k. til Lista-
safns íslands, þar sem einnig
eru veittar nánari upplýsingar
i simum 10665 og 10695.
Námsmannaíbúðirnar í hjóna-
aörðunum senn tilbúnar
FB-Reykjavík. Féiagsstofnun
stúdcnta hefur nú auglýst eftir
umsóknum um ibúðir á hjóna-
görðum þeim, sem I byggingu
hafa verið undanfarin ár.
tbúðirnar eiga að vera tilbúnar til
afhendingar 1. mai næst kom-
andi, og verða þær leigðar til eins
árs i senn.
Þegar hafa borizt allmargar
umsóknir, en ekki hefur enn verið
gengið frá úthlutunarreglum,
Reikna má með að mun fleiri
sæki um ibúðirnar heldur en tala
ibúðanna segir til um.
1 hjónagörðunum viö
Suðurgötu verða 26 tveggja
herbergja ibúðir, 42 fermetrar að
flatarmáli, og fjórar þriggja
herbergja ibúðir, sem eru 62
fermetrar að stærð. Leiga á mán-
uði er 20 þúsund krónur fyrir
minni ibúðirnar og 25 þúsund
fyrir þær stærri, en auk þess
þurfa leigjendurnir að greiða
hita- og rafmagnskostnað og
kostnað við ræstingu, en hvort
tveggja á að greiðast fyrirfram
'einn mánuð i senn, samkvæmt
áætlun.
Til sameiginlegra afnota i
hjónagörðunum verða setustofur
og borðstofur.
Togararnir
út til veiða
verkfall innan tíu daga, ef samningar
takast ekki við útgerðarmenn
gébé Rvik — í gær var samþykkt
á Vopnafirði, Seyðisfirði og Eski-
firði, að togararnir fengju að fara
út til veiða. Fundur stóð enn yfir á
Norðfirði i gærkvöldi, þegar blaö-
ið hafði samband við Sigfinn
Karlsson, formann Alþýðusam-
bands Austurlands, en hann
sagði, að þar myndi einnig liggja
fyrir að samþykkja það sama.
Sigfinnur sagði, að I tillögu þess-
ara félaga stæði, að skipin (hér er
átt viö minni skuttogara) færu út
upp á væntanlega samningao og
verða úti á veiðunum i 9-10 daga.
Einn fulltrúi frá hverri skipshöfn
verður i samninganefnd, og var
ákveðiö að útgerð hvers skips
greiddi viökomandi samninga-
manni frá hverju skipi sama hlut
og skipverjar fá.
Þá sagöi Sigfinnur enn fremur,
að ákveðið hefði verið, að ef ekki
væri búið að semja innan þessara
10 daga, þá myndi allur flotinn á
Austurlandi stöðvast.
Framhald á bls. 15
Samtökin að liðast í sundur:
Karvel í framboð
fyrir Alþýðuflokk
— Gylfi biðlar til Sjdlfstæðisflokksins
HHJ-Rvik — Margir hafa spáð
þvi, að Samtökum frjálslyndra
og vinstri manna yrði ekki
langra Iffdaga auðið, enda er
flokkurinn sundurleitur mjög.
Þessar spár eru nú að rætast þvi
að nú mun skammt að hiða
endanlegrar upplausnar flokks-
ins. Karvel Pálmason hefur náó
samningum við forystu Alþýðu-
flokksins og mun ganga til liðs
við þá fyrir næstu kosningar.
Enn er allt óráðið um pólitíska
framtið flokksforingjans,
Magnúsar Torfa ólafssonar, en
þó er talið óliklegt, að hann skipi
sér i raðir Alþýðuflokksmanna.
Karvel á að verða efsti maður
á lista Alþýðuflokksins á Vest-
fjörðum i næstu kosningum. Þá
lýkur þingmannsferli Sighvats
Björgvinssonar, en rætt er um
að hygla honum með þvi að gera
hann að bankastjóra i Alþýðu-
bankanum i stað Óskars
Hallgrimssonar.
Alþýðuflokksforystunni þykir
nú sem likur á þvi, að draumur-
inn um nýja „viðreisnar” stjórn
rætist, fari vaxandi. Yfirlýsing-
ar Gylfa Þ. Gislasonar á þingi
Norðurlandaráðs um, að ekki
komi til mála að íslendingar
segi sig úr NATO, hvað sem á
gangi, eru þvi i rauninni ekki
annað en merki til Sjálfstæðis-
flokksins um að Alþýðuflokkur-
inn sé til viðræðu um stjórnar-
samstarf.
Fiskneyzla í Bandaríkjunum eykst á ný
Mikil aukning freðfisk-
sölu hjá lceland Products
Mikil aukning varð á freðfisk-
sölu hjá Iceland Products i
Bandarikjunum á siðast liðnu ári.
Nú liggja fyrir endanlegar sölu-
tölur- ársins, og sýna þær, að
aukningin er jafnvel enn meiri en
ætlað var. Hefur komið i Ijós, að
salan á öllum tegundum fiskflaka
jókst á árinu um 65 af hundraöi en
sé litið á þorskflök sérstaklega,
nemur aukningin 71 af hundraöi.
Þessi mikla söluaukning hefur
aftur leitt til þess, að birgðir
Sa m ba ndsf r y s tih úsann a af
þorskflökum hafa minnkað veru-
lega. t janúarmánuði fóru bæöi
frystiskip skipadeildar SÍS ms.
Skaftafell og ms. Jökulfell, vestur
um haf fullhlaðin freðfiski. 1 lok
janúar voru birgðir i húsunum þvi
i algjöru lágmarki.
Af opinberum skýrslum virðast
Knattspyrnufélagið Þróttur
reisir félagsheimili
FB-Reykjavik. Seint i þessum
mánuði er reiknaö með, aö hafizt
verði handa um byggingu vallar-
húss og félagshcimilis fyrir
knattspyrnufélagiö Þrótt við
Sæviðarsund. öllum formlegum
skilyrðum má nú heita fullnægt
að sögn Magnúsar óskarssonar
fornmanns Þróttar.
Þetta nýja félagsheimili Þrótt-
ar á að verða tvær hæðir, um 370
fermetrar hvor. Húsiö er teiknað
af Gisla Halldórssyni. Magnús
sagði, aö Þróttur væri siöasta
iþróttafélagið, sem af eigin
rammleik væri ætlað að hrinda i
framkvæmd slikri húsbyggingu.
Reyndar hefðu yfirvöld veitt
mikla fyrirgreiðslu, og
Reykjavikurborg myndi meira að
segja lána hluta rikisins i þessari
byggingu til þess að flýta fyrir
henni, en byggingin verður reist
samkvæmt gömlu reglunum um
félagsheimili.
I Langholtshverfi, heimahverfi
Þróttar, eru um 10.200 ibúar. Þar
er töluverður barnafjöldi, sem
bezt sést á þvi, að börn innan við
16 ára aldur eru nú um 2900 tals-
ins, Sagði Magnús, að nýju
hverfin hefðu dregið athygli
manna myndarlega að sér að
undanförnu, en augljóst væri, að
mikil nauðsyn væri á iþróttaað-
stöðu i Langholtshverfi, þar sem
svo mikill fjöldi fólks býr, og
börnin eru svona mörg. Formað-
ur bygginganefndar Þróttar er
Friðrik Kristjánsson.
mega ráða, að fiskneyzla i
Bandarikjunum, og er þá átt við
freðfisk, hafi nú aukizt á nýjan
leik. Er neyzlan orðin nokkurn
veginn hin sama og hún var fyrir
hina miklu lækkun á árinu 1974.
Samkvæmt þessum skýrslum
hefur neyzla á öllum tegundum
flaka aukizt um 18.3% en sé að-
eins litið á þorskflök, er aukning-
in þar 25.0%. Sömuleiðis hefur
neyzla á öllum tegundum fisk-
blokka aukizt um 9.4%, en á
þorskblokk sérstaklega hefur hún
aukizt um 17.9%.
I þessu sambandi vekur at-
hygli, hve hlutur þorsks i heildar-
neyzlunni hefur aukizt mikið.
Eins og að ofan getur er sölu-
aukningin hjá Iceland Products
þannig mun meiri en á markaðn-
um almennt. Er þvi ljóst að fyrir-
tækið hefur aukið markaðshlut-
deild sina svo um munar.
I opinberum skýrslum kemur
fram, að heildsöluverð á matvæl-
um i Bandarikjunum hefur hækk-
að verulega á árinu 1975, nánar til
tekið sem hér segir á timabilinu
frá janúar til nóvember 1975:
hækkun
Nauta-ogkálfakjöt........17,9%
Svinakjöt................30,1%
Alifuglakjöt.............15,4%
Fiskur ..................18,1%
Þróunin i smásöluverði er mjög
á sama veg. Þó ber að hafa i
huga, að verösveiflur i smásölu
eru að jafnaði mun minni, á hvorn
veginn sem er, heldur en i heild-
sölu. Þess má geta til saman-
burðar, að á árinu 1974 hækkuðu
matvæli litið sem ekkert i verði.
Naumast verður annað sagt en
verðþróun i Bandarikjunum hafi
verið hagstæð þessa siðustu
mánuði. Hér hefur þó verið um
hægfara þróun að ræða og i mörg-
um tilvikum mun hægari en menn
höfðu átt von á. Þetta á til dæmis
við um þorskblokkina. 1 lok janú-
ar var hin opinbera verðskráning
hennar 60 til 62 sent pr. lb., en um
miðjan desember 58-60 sent. Ljóst
er, að verðhækkun sú á islenzkum
þorskflökum (um 10%), sem
ákveðin var i lok nóvember s.l.,
er nú orðin föst i sessi. Virðist
mega ráða af hinum opinberu
verðskráningum, að keppinautar
íslendinga, svo sem Kanada-
menn, Danir og Norðmenn, hafi
nú siglt i kjölfarið og einnig náð
fram nokkurri verðhækkun á sin-
um þorskflökum.