Tíminn - 06.03.1976, Side 3

Tíminn - 06.03.1976, Side 3
Laugardagur 6. marz 1976. TÍMINN 3 „Ekki komið til greina, að Flugleiðir gerðu tilboð í flugvélar Air Viking" — segir Sigurður Helgason forstjóri Gsal—Reykjavik. — Ekkert slikt hefur komiö til greina — um þaö get ég fullyrt, sagöi Siguröur G.B.-Akranesi — Nú hefur veriö landað þrjú þúsund tonnum af loðnu hér á Akranesi, og eru þrær Sementsverksmiöjunnar orönar fullar. Af þeim sökum er byrjað aö flytja loönu inn i grjót- námu hér skammt fyrir utan kaupstaðinn, en hún rúmar 9—10 þús. tonn — og hefur loöna nokkr- Helgason, forstjóri Fiugleiða, er Timinn innti hann eftir þvi, hvort Flugleiðir heföu i hyggju aö gera báta, sem hyggjast stunda veiðarnar. Gert er ráð fyrir góðu verði á hrognkelsum i ár. Mikil atvinna er nú hér á Akranesi. tilboö i flugvélar Air Vikings. Aö sögn Unnsteins Beck borg- arfógeta hafa nokkrir kröfuhafar á flugfélagið Air Viking þegar lýst kröfum sinum. Timinn hefur áöur greint frá kröfum flugvél- stjóra félagsins, samtals riimar sjö milljónir kr., svo og kröfum Alþýðubankans og Oliufélagsins, um 95 milljónir kr., en formlegar kröfulýsingar hafa þó ekki borizt frá þeim. Auk þessara aðila hefur Póstur og simi lýst kröfum sin- um, og hljóöa þær samtals upp á 300 þús. kr. Einn starfsmaður Air Viking hefur lýst kröfum upp á samtals rúma milljón kr., og þá er loks að geta kröfu frá Sierre Leone upp á rúmar 5 milljónir kr., en krafan er frá umboös- manni Air Viking þar. Konur á Akranesi: Allar þrær fullar ó Akranesi: Loðnan sett í grjót- nómu utan viðbæinn NÝ LOÐNUGANGA VIÐ EYJAR gébé Rvik — Loönuveiöi hefur verið mjög góð undanfarna tvo sólarhringa, en frá miönætti á miðvikudag til miönættis á fimmtudag fengu 64 bátar afla, samtals 18.060 tonn. Kiukkan sjö i gærkvöld höföu 44 bátar tilkynnt loðnunefnd um afla, samtals 12.840 tonn. Ný loönuganga l'annst við Vestmannaeyjiar, og viröist ástand hennar vera svipaö og ioönunnar á Faxaflóasvæðinu, eftir þvf sem haft er eftir mönn- um i Vestmannaeyjum, en þar iönduöu bátarnir, sem þarna fengu loðnu i gær. Fiest öli ioönu- skipin eru aö veiðum á Faxaflóa, en loðnan er alltaf aö færast norö- ar og er nú komin upp undir Snæ- fellsnes. Allt þróarrými á Faxa- flóahöfnum er nú á þrotum, og þaö sem losnar I dag, hefur þegar verið pantaö. Heildarloðnuaflinn á þessari vertið var i gær orðinn um 212 þúsund tonn, á móti 347 þúsund tonnum á sama tima i fyrra. Þessi nýja loðnuganga við Vestmannaeyjar hefur enn ekki verið fullkönnuð, en rannsókna- skipið Arni Friðriksson var á leið- inni þangað i gærkvöldi. Það voru tsleifur og Kap II sem þar fengu afla fyrst og urðu fyrst varir við þessa nýju loðnugöngu, sem virð- ist hafa gengið vestur með suður- ströndinni undanfarna daga, án þess að vart yrði við hana. Þess ber þó að geta, að skilyrði til leit- ar hafa verið slæm að undan- förnu. Þróarrými á Faxaflóahöfnum var allt fullt i gær, og það litla sem losnar i dag, hefur þegar verið pantað. I dag verða þvi bát- arnir að fara suður um til Grinda- vikur, en þar var reyndar allt að fyllast i gærkvöldi. Einnig til Þor- lákshafnar og Vestmannaeyja, þar sem enn er nóg þróarrými. um sinnum áöur veriö sett i hana. 1200 tunnur voru fluttar þangað i gær. Nætur margra loðnu báta rifn- uðu i fyrrinótt, og þvi komu þeir með mun minni afla til lands en ella. Ver kom hingað i fyrri viku með 155 tonn af fiski Haraldur með 99 tonn og Krossvik með 125 tonn. Aflinn er hengdur upp eða saltað- ur, og karfinn fer i mjöl, vegna verkfalls i frystihúsinu. I fyrradag lestaði Hofsjökull 4000 kössum af freðfiski, sem fara eiga til Sovétrikjanna. Þrir Akranesbátar er nú á neta- veiðum, en afli hefur verið rýr enn sem komið er. Mikill hugur er i mönnum að búa sig á hrognkelsaveiðar, sem hefjast siðari hluta mánaðarins, og er nú vitað um milli 40 og 50 „Höldum verkfalli áfram" - vilja fó 4 kauptryggða daga í viku gébé—Rvik. — Þetta eru mjög ákveðnar konur hérna og Iáta ekki ganga á rétt sinn, sagöi Herdis ólafsdóttir, formaöur kvennadeildar Verkalýösfélags- ins á Akranesi. — Viö erum ákveðnar I aö halda verkfalli áfram, þangaö til okkar hlutur veröur réttur, en þaö sem viö för- um fram á, er kauptrygging fjóra daga I viku. Við höfum hvaö eftir annað oröiö fyrir þeim órétti, aö okkur hefur verið sagt upp vinnu og sendar heim, þegar litiö liefur verið aö gera, en verkamönnum aftur á móti ekki. Um 150-160 konur eru i verkfalli á Akranesi, og standa þær dyggilega verk- fallsvörö á vinnustöðum og stööv- uöu t.d. I gær vinnu á fleiri en ein- um staö, þar sem verkamenn gengu I störf þeirra. Kvennadeild Verkalýðsfélags- ins var d sáttafundi með sátta- semjara á fimmtudag, en Herdis sagði, að þar hefðu engin tilboö komið fram, og að fundurinn hefði verið stuttur og næsta gagnslaus. Enginn nýr viðræðu- fundur hefur verið boðaður. — Konur hafa farið hér um bæ- innidag,svonatuttugusaman og athugað hvort gengið væri i störf þeirra á vinnustöðum. A nokkrum stöðum stöðvuðu þær vinnu, þar sem þær töldu, að verkamenn væru að vinna þeirra störf, sagöi Herdis, og tóku bæði verkamenn og eigendur vinnustaðanna þvi vel, og lögöu niður vinnuna. Þetta fór allt fram i góðu. — Verkfallið snertir um 150 til 160 konur. Endurskoðun hafin á skipu- lagi sauðfjárveikivarnanna MÓ—Reykjavik. Mæöiveikinni, örlagarikasta vágesti, sem sótt hefurheim islenzkan landbúnaö á þessari öld, mun nú hafa veriö út- rýmt. Þvi er hafin af hálfu stjórnarvalda endurskoöun á skipulagi sauöfjárveikivarna. Búnaðarþing ræddi þessi mál og gerði svohljóðandi ályktun: „Búnaðarþing vill vekja athygli á þvi, að svo virðist að oröin séu timamót i baráttunni við sauðfjársjúkdóma, þar eð s.l. haust voru liðin 10 ár siðan mæði- veikinni varð slðast vart i sauðfé hérlendis. Mun þar með talið nokkurn veginn óhætt aö lita svo á, að útrýmt hafi verið örlagarik- asta vágesti, sem sótt hefur heim islenzkan landbúnað á þessari öld. Af þessu tilefni vill þingið sérstaklega þakka störf Sæmund- ar Friörikssonar, sem lengst hefur stýrt þessari baráttu i sókn og vörn. Ævistarf hans að málum sauðfjárveikivarna er afrek, sem lengi mun bera hátt I búnaðar- sögu landsins. Búnaðarþingi er kunnugt um, að hafin er af stjórnvalda hálfu endurskoðun á skipulagi sauð- fjárveikivarna. Þingið telur þetta eðlilegt, en jafnframt mjög mikil- vægt, að vel takist til um frambúðarskipun þeirra mála. Þingið leggur rika áherzlu á, að gætt sé ýtrustu varúðar um stækkun varnarhólfa (niðurlagn- ingu varnarlina) og minnir á, að enn eykst útbreiðsla nokkurra búfjársjúkdóma s.s. garnaveiki, riðu, tannlosso.fi., o.fl., sem brýn ástæða er til að taka fastari tök- um, bæði með rannsóknum og varnaraðgerðum. Þingið felur stjórn Búnaðar- félags Islands og búnaðarmála- stjóra að fylgjast vandlega með fyrrnefndri endurskoðun á kerfi sauðfjárveikivarna eöa eftir at- vikum leita eftir þátttöku i henni til þess að gæta þess fyrir sitt leyti, að virt séu svo sem verða má sjónarmið varnaröryggis og búskaparhagræðis og að haft veröi samráð við ibúa þeirra sveita og héraöa, sem hugsanleg- ar breytingar snerta mest. Þingið varar við þvi, sem leiöa kann af þvi, að varnarkerfið verði lamað meö skorti á fé til viðhalds og endurnýjunar.” Veðurspd slæm og ekki flogið til ísafj: MENN GREINIR Á UM FLUGÖRYGGIÐ FB-Reykjavik. tsfiröingar voru óánægöir meö frammistööu Flug- leiöa I gær, þar sem þangaö kom ekki vél frá félaginu, þrátt fyrir þaö, aö aörar vélar flygju til isa- fjaröar á sama timá. Flugleiöir báru fyrir sig slæma veöurspá.en isfiröingar fullyrtu, aö veöriö væri ágætt. Viö snerum okkur til Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, og spuröumst fyrir um málið. Sveinn sagði, að um há- degisbiliö i gær hefði Veðurstofa Islands spáð á þann veg, aö allir vellir landsins væru lokaðir, og auk þess var isingarhætta talin mjög mikil. Af þeim ástæðum var ekki flogið frá þvi um hádegið og fram eftir deginum, en um morguninn hafði verið flogið til Akureyrar, Vestmannaeyja og Húsavikur, og einnig hefði vél lagt af stað til Isafjarðar, en snúið við, vegna þess að þar var vindátt óhagstæð. Þegar liða tók á daginn, breyttistspá Veðurstofunnar á þá lund, að Reykjavikur- og Kefla- vikurflugvöllur opnuðust aftur, en isingarhættan var þrátt fyrir það enn mjög mikil. 1 flugturninum fengum við þær upplýsingar, að hvert flugfélag setti sér sinar ákveðnu reglur um lágmarksskilyrði til þess að fljúga eftir. Flugumferðarstjórn bannaði mönnum ekki að fljúga, ef þeir teldu sér fært, nema i til- fellum eins og þeim, að sums staðar er ekki leyfilegt sjónflug nema við ákveðin skilyrði. Séu þau ekki uppfyllt, er flugið ekki leyft, og aðrar reglur álika fjalla svo um blindflug og svo fram- vegis. Verða Isfirðingar þvi aö sætta sig við, að Flugleiðir sendi ekki þangaö vél, telji þær lágmarks- skilyrði ekki vera fyrir hendi til flugsins, og öryggi þar meö að þeirra áliti ekki fyllilega tryggt. Fjögur mdl afgreidd d búnaðarþingi ígær — þingið harmar þann drátt, sem orðið hefur á afgreiðslu frumvarps til jarðalaga Mó—Reykjavik. — A fundi búnaðarþings igær voru þrjúmál til fyrri umræðu, og fjögur mál voru afgreidd frá þinginu. Var það ályktun um að Búnaðarfélagi tslands beri að sjá um að hrein- rækta islenzka forustuféð. Þá var samþykkt ályktun um eflingu bændaskólans að Hólum i Hjalta- dal. Einnig harmaði búnaðarþing þann drátt, sem orðið hefur á af- greiðslu frumv. til jarðalaga, og að lokum var samþykkt álykt- un vegna endurskoðunar á tilhög- un sauðfjárveikivarna. Næsti fundur búnaöarþings verður i dag kl. 9.30. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur: Goshætta á Kröflusvæðinu er sízt minni en áður — en skjálftavirkni í Öxarfirði og Kelduhverfi hefur minnkað Gsal-Reykjavik — Goshætta á Kröflusvæöinu er nú sizt minni en áöur þótt skjálfta virknin hafi farið stigm innkandi siöustu vikurnar aö sögn Ragnars Stefánssonar jaröskjá lfta- fræöings. A Norðurlandi eystra hefur ekki oröiö vart snarpra jaröskjálfta siöan I byrjun febrúar, og kvaöst Ragnar vonast til, aö jarðskjálftahrin- unni I öxarfiröi og nágrenni væri lokið I bili. Ragnar kvaö líkurnar á snörpum skjálfta norövestur af Kópaskeri hafa minnkaö verulega i Ijósi þessa. — Skjálftarnir á Kröflu- svæðinu eru komnir i mjög svipaö horf og þeir voru á undan gosinu i Leirhnjúk, sagði Ragnar, en hins vegar eru þeir nú mun minni en þeir voru s.l. sumar. Þótt skjálftavirkni minnki, er ekki þar með sagt að goshættan minnki , það er ekki óalgengt með sprengigos, að mikið sé um skjálfta nokkuð löngu á undan gosi, siöan stór- dregur úr þeim og þeir hverfa að mestu, þangað til þeir aukast verulega rétt fyrir gosið. Þannig var það td. á undan Leirhnjúksgosinu — talsvert var um skjálfta s.l. sumar, en sáralitið um haustið, eða þar til klukkutima fyrir gosið, að þeir jukust verulega. Það er einmitt þetta sem gerir spárnar mjög erfiðar. — Það er mikill órói undir yfirborðinu, sennilega kviku- myndun — og spurhingin er sú, hvort kvikan nær upp á yfir- borðið og þá hvenær. Um þetta er ekki hægt að fullyrða, en gos- hættan er raunar söm og áður, þótt engin merki séu um yfir- vofandi gos. Viðvörunin um bráöa hættu getur veriö aöeins klukkutimi, eins og varö á und- an Leirhnjúksgosinu. Um nyröra svæðið. öxar- fjörð og Kelduhverfi, sagði Ragnar, að stórlega hefði dregið úr skjálftavirkninni þar, og hann kvaðst vona, að jarð- skjálftahrinan væri búin i bili. — Nú taldir þú verulegar likur á snörpum jarðskjálfta norö- vestur af Kópaskeri, eftir stóra skjálftann sem þar varð. Hefur ekki dregið úr þeim likum að sama skapi? — Jú, þaö er talsvert minnk- andi hætta á þvi, þótt aldrei sé hægt að útiloka neitt i þessu sambandi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.