Tíminn - 06.03.1976, Side 13

Tíminn - 06.03.1976, Side 13
Laugardagur 6. marz 1976. TÍMINN 13 IM.lill, i I! Enn um CIA og CIA-menn Heiðraði Landfari. Mig langar til þess að skjóta inn nokkrum orðum vegna skrifa „Svarthöfða” i dálkum þínum. Ef marka má fréttir, hefur leyniþjónustan bandariska, CIA, viða beitt óvönduðum meðulum til þess að koma ár sinni fyrir borð. Nú siðast frétt- ist um athafnir CIA-manns i Sviþjóð. Meðal annars hefur CIA hlaupið undir bagga með fjárvana mönnum i áhrifastöð- um og lagt fram peninga til þess að halda gangandi blöðum, einkum blöðum stjórnmála- flokka. Vissulega væri fróðlegt að vita, hvort slikt hefur gerzt hér á landi. Um langt skeið meðan Alþýðuflokkurinn hafði utan- rikisráðherra úr sinum röðum, var happdrætti i gangi til styrktar flokksblaðinu. Varla fannst nokkur, sem keypti þessa happdrættismiða, að ég ætla. Svo brá hins vegar við, að um leið og Alþýðuflokksmaður hætti að vera utanrikisráð- herra, datt þetta happdrætti upp fyrir, þótt sýnileg fjárþörf blaðsins væri ekki minni en áður. Þvi dreg ég þetta fram, að áberandi er, hve Alþýöuflokks- menn hafa gengiðhart fram i árásunum á Ólaf Jóhannesson. Þar skal fyrstan telja Kristján Pétursson, sem var tollgæzlu- stjóri á Keflavikurflugvelli, eða eitthvað þess háttar. Meðan Guðmundur t. Guðmundsson var utanrikisráðherra, og jafn- framt þingmaður hjá okkur á Reykjanesskaganum, raðaði hann miklu krataliði umhverfis herstöðina á Miðnesheiði. Kristján hefur verið pólitiskur leiðtogi þessa sundurleita og mislita hóps. t þeim fræga sjónvarpsþætti, sem snerist um árásirnar á dómsmálaráðherr- ann, var Kristján i aðalhlut- verki, og dró enga dul á þátt sinn. Vilmundur Gylfason, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, skrifaði svo grein þá, sem kunn er orðin að endemum, og flokksbróðir hans, Arni Gunnarsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins i Reykjavik, taldi grein Vilmundar svo mikilvæga, að hann skrifaði sérstakan forsiðuleiðara i Visi til að vekja athygli á ritsmlð- inni. Smiðshöggið á meistaraverk- ið rak svo Sighvatur Björgvins- son, alþingismaður Alþýðu- flokksins, er hann flutti málið i þingsalina og velti sér þar upp úr dylgjum Vilmundar. — Svartur dagur i sögu álþingis þá. Enginn íslendingur trúir þvi i alvöru, að sannleikskorn fyrir- finnist i þeirri ásökun, að dóms- málaráðherra hafi látið sé til hugarkoma, hvaðþámeira, að stöðva rannsókn Geirfinns- málsins eða annarra mála,sem þvi tengdust. Hins vegar leikur án efa mörgum forvitni á að vita, hvaða öfl stóðu að baki þeim félögum, sem þeim dylgj- um hleyptu af stokkunum. Þess vegna tek ég undir með „Svarthöfða” að skipuð verði opinber rannsóknarnefnd til að brjóta þetta mál til mergjar og leita eftir þvi, hvort upprunans er að leita til CIA eða annarra erlendra afla. Suðurnesjamaður. Dr. Jóhann M. Kristjónsson: Landhelgismálið ÁBÉNDÍNG Kæruni BRETA fyrir ÖRYGGISRÁÐI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA i annað sinn. Til- efnið er nýtt. INNRÁS Breta á friðuð svæöi hrygningar- og uppeldisstööva þorskstofnsins I Norður-Atlantshafi er einn ljót- asti verknaður heimsmálanna á liðnum tveimur mánuðum árs- ins 1976. Grimmileg aðför að vannærðum heimi. Kærum til milljarða þegna þjóðabrota ÞRIÐJA HEIMS- INS, fólksins, sem sveltur, og sveltur þvi meir, sem mannkyni fjölgar, en fæða fyrir hungrað fólk, er ekki óskabarn auðsins, heldur olia til að mata tæknina, til að vinna það sem fólkið á aö vinna, þvi sé ofaukið, þurfi engan mat — megi deyja. Þvi megi rányrkja matvælakjarna heimshafanna, eitra loft og allt umhverfi. Það verður að vekja þetta mikla afl til baráttu fyrir sig og allamenn, sem þannig er tekinn frá rétturinn til lifsins. Með þvi að senda fréttastof- um heimspressunnar i U.S.A. og viðar, til fyrirgreiðslu i hinum ýmsu fjölmiölum, gæti á fáum kiukkustundum farið um allan heim fréttá þessa leið: FLOTI hennar hátignar drottningar Stóra-Bretla nds hefir gert innrás með 20 til 50 stórum togurum, 4 freigátum, 4 dráttarskipum og miklu magni af lygi, flugvélum og þyrlum inn á alfriðað svæði fiskveiðilög- helgi á hafsvæði, sem umlykur eyland i Norður-Atlantshafi, er heitir ÍSLAND. Hér er um að ræða hrygningar- og uppeldis- stöðvar þorskstofnsins. Bretar hafa ofveitt viö ÍSLAND I hundrað ár og meir, en aldrei svo siðlaust sem nú. Hér er ráð- izt á einn stærsta matvæla- kjarna heim shafanna. Með geigvænlegri veiðitækni nútim- ans, er rányrkjunni beint að sjálfum uppruna stofnsins, klakstöðvum og uppeldisstöðv- um þessa þýðingarmesta fisk- Dr. Jóhann M. Kristjánsson stofns N.-Atla n ts ha fsins. Þannig er drápið framiö á frumstígi viðkomu þorskstofns- ins á alfriöuðum miöum tslands. Veiðin er ónýt til mann- eldis, en notuð i dýrafóöur og áburð. Þannig er drepin i fæö- ingunni liffræðilega eðlileg viðkoma og vöxtur stofnsins, einnig magn veiðanna til manneldis að stórum hluta að engu gert, en dráp stofnsins hundraðfalt, miðað við eðlilegar fisk veiðar. Næstu mánuöir skera úr um, hvort þessi fiskstofn biður við innrás Breta óbætaniega hnekki um alla framtið. Með tortimingu þessa mat- vælakjarna iN.-Atlantshafi fara miiijónir lesta matvæla for- görðum hvert einasta ár. Svona stór er þessi glæpur gagnvart svöngum heimi. Mótmælið með okkur öllum spellvirkjum, unn- um á matvælakjörnum heims- hafanna, með rányrkju eða mengun sérhagsmuna þjóða og einstaklinga. Mótmælið ofbeldi Engiendiga beint gegn soltnum heimi. Kærið með okkur verkn- að Breta fyrir samvizku heims- ins. GREINARGERÐ Við höfum möguleika á að vinna tafl um landhelgina, en ekki strið. Þungt gætu vegið ofanrituð ráð, þyngra þó kannski staðsetning „vors prúöa lands” i heimsbyggðinni. ISLAND er byggilegt, þvf það er lifandi „ægi girt”, gjöf frá náttúrunni til vannærðs heims. Hana þarf að ávaxta og vernda. Okkur" er skylt að kæra dráp Breta til réttra aðila, það er ekki mál okkar einna, þaö er mál heimsins. Reisn Islendinga er meiri, ef við heyjum baráttuna ein, með þeim ásetningi að deila ávinningnum með öðrum, með þeim sem þegar hafa soltiö og svelta enn, heldur en betla um styrk frá þeim, sem standa hug- sjónokkar fjærst, eða biða þess, að okkur verði réttur sigurinn á silfurdiski, eins og vænzt er að hafréttarráöstefnan géri. Hún er ekki I handraða. Hér er ekki eingöngu um að ræða aö Bretar sæki svo fast að halda fiskimiðum viö Island.að þeim sé það veruleg nauðsyn. Heldur ræöur mestu þrályndi og heimskunnur hroki Breta, þeg- ar i hlut eiga minni máttar. Aö tortima þeim matvæla- kjarna, sem þorskstofninn i Norður-Atlantshafi er, er heimsglæpur. Það eitt út af fyrir sig er ekki það magn, sem veitt er, heldur hvar fiskurinn er og hveraldurhans. Það er smáfisk- urinn, og litt til lifs kviknuð seiði, sem skipta sköpum um þol fiskstofnsins. Að misþyrma þessum „gróðri” hafsins er ör- lagarikasta aðförin, þvi þá er drepið langt fram i timann ógrynni magns verðandi stór- fisks. Svo frjó er „fiskhjörðin”, að fyrir hvern fisk sem veiddur er vantar heimsmatarbúrið Framhald á bls. 15 GLUGGA- OG HURÐAÞÉTTINGAR mecí innfræstum ÞÉTTILISTUM GUNNLAUGUR MAGNÚSSON IDag- og kuoldsimi) húsasmicíam. SIMI 165 59 Félag járniðnaðar- manna Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 9. marz 1976 kl. 8.30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs, niðri. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Reglugerðir styrktarsjóða 3. önnur mál. Mætið vel og stundvislega. Ath. Reikningar félagsins liggja frammi i skrifstofunni mánud. 8. marz og þriðjud. 9. marz kl. 16.00 til 18.00. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Ljósmæður 2 ljósmæður óskast til starfa að Sjúkra- húsinu á Blönduósi, frá og með 25. mai n.k. Nánari upplýsingar gefur yfirlæknir i sima 95-4206 eða 95-4218. Sjúkrahússtjórnin. Varadekk í hanskahólfi! PUNCTURE PILOT UNDRAEFNIÐ — sem þeir bíl- stjórar nota, sem vilja vera lausir við að skipta um dekk þótt springi á bílnum. — Fyrirhafnarlaus skyndi- viðgerð. Loftfylling og viðgerð í einum brúsa. islenzkur leiðarvísir fáanlegur með hverjum brúsa. ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.