Tíminn - 08.05.1976, Page 7
Laugardagur 8. maí 1976.
TÍMINN
7
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús-
inu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I
AOalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasími 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaðaprent h.f.
Svefngenglar
Myndþættir þeir frá heimsstyrjöldinni siðari, er
fluttir hafa verið i sjónvarp undanfarnar vikur,
sýna ofboðslega tortimingu, hamslausa grimmd og
ósegjanlegar þjáningar tugmilljóna manna i
mörgum löndum, er urðu leikvangur þessara
heiftúðugu átaka.
En það er fleira, sem lesa má út úr þessum mynd-
þáttum. Þeir sýna einnig ótrúlega seiglu og vilja-
þrek, sem fólki er gefið, mitt i hinum þyngstu
raunum. í kvöl og kröm getur það axlað svo þungar
byrðar, að ótrúlegt má vera, og borið þær árum
saman, án þess jafnvel að geta gert sér grein fyrir,
hvort fórnir þess bera þann árangur, sem að er
keppt, byssurnar þagna og sprengjum linnir.
Annað dæmi um þetta ótrúlega þol mannskepn-
unnar i hinni hörðustu raun höfum við nýlega lifað,
þar sem var úthald og seigla Viet-nama, svo von-
laust sem áratuga strið þeirra mátti virðast við
annað eins ofurefli og þar var að etja.
Geta þjóðir ekki tileinkað sér svo einbeittan vilja
og óbugandi seiglu nema andspænis dauðanum?
Getum við, íslendingar, ekki tileinkað okkur eitt-
hvað af þessari þrautseigju og þessum sigurvilja, er
á móti blæs, þótt ekki eigum i yfirlýstu striði?
Við eigum óneitanlega í vök að verjast um þessar
mundir, bæði fjárhagslega og af völdum Breta, sem
ekki vilja unna okkur þeirra auðlinda, sem i hafinu
eru umhverfis landið, og hafa meira að segja leitazt
við að valda þar sem mestri tortímingu. En okkur
stafar ekki mest hætta af Bretum, þótt miskunnar-
lausir séu, né heldur þeim efnahagsvandkvæðum,
sem okkur eru óviðráðanleg. Okkur stafar mest
hætta af okkur sjálfum, sundurþykkju okkar,
blindni og viljaleysi til þess að haga okkur á annan
veg i mótgangi en meðvindi.
Við sköpum okkur sjálf örlög með manndómi
okkar eða manndómsleysi, og það er þegar i harð-
bakkann slær, að á manninn reynir. Við sigrum, ef
við viljum, en við troðumst niður i svaðið, ef viljann
skortir til þess að standa uppréttur.
Menn hrista höfuðið mæðulega, þegar talið befst
að gjaldeyrishallanum og geigvænlegri skulda-
söfnun erlendis. I næstu andrá hringja þeir hinir
sömu á ferðaskrifstofurnar til þess að leggja drög
að skemmtiferðum sinum i önnur lönd. Aldrei hafa
fleiri lyft simatólinu i þeim erindagerðum en
einmitt nú, og mun ekki fjarri lagi, að á þessu ári
muni hátt á þriðja milljarði króna ráðstafað á þann
veg. Það er svar fólksins i landinu við æpandi gjald-
eyrishallanum — að nokkru leyti að minnstakosti
sama fólksins og veltir vöngum yfir þvi, hversu
skorinn skammt það hefur til þess að sjá sér og
heimilum sinum farborða. Og hvaða máli tala
þyrpingarnar við veitingahúsin á kvöldin, dýru,
bensinfreku ökutækin, sem æða um götur og þjóð-
vegi, útlendi iðnvarningurinn, sem jafnvel er hyllzt
til að kaupa, þó isl framleiðsla sé á boðstólum?
Þetta talar allt sama máli, segir allt sömu sögu:
Við kunnum ekki fótum okkar forráð — við viljum
ekki stinga við fótum — við viljum ekki neita okkur
um neitt til uppfyllingar gerviþörfum okkar, þótt
syrti i álinn.
Forfeður okkar stóðu af sér miklar nauðir. Erum
við kannski ættlerar. Við tjöldum að minnsta kosti
ekki þeirri þrautseigju og staðfestu, sem fólkið i
Leningrað, Coventry og Birmingham sýndi á
styrjaldarárunum, eða eigum hugarfar hinnar
smávöxnu, gulu þjóðar i Viet-nam. Ef við létum
okkur skiljast, hvar við stöndum, og ættum brot af
eiginleikum þessa fólks, gætum við sópað skuggun-
um burt, greitt skuldirnar, þótt tölurnar séu svim-
háar, og haldið jafnframt áfram að gera landið okk-
ar betra og by ggilegra. — JH
Bandaríkin:
„McCarthy" hinn
nýi risinn til dáða?
— í líki varaforseta Bandaríkjanna, Rockefellers
Grýlur geta verið úkaflega
lifsseigar og gefast ekki allar
upp á rólunum, jafn baráttu-
laust og hin eina sanna
Islenzka. Þær hafa gjarnan
þann háttinn á aö dyljast um
tima, fara sér hægt og safna
kröftum, en hefja síðan merki
sitt á loft að nýju og láta svipu
sina ganga á saklausum jafnt
sem sakbitnum.
Bandarikjamenn hafa ekki
farið varhluta af þessu á þeim
tveim öldum sem þeir nú
fagna, enda ekki von, þar sem
þeirra þjóðfélag er vist
jafnháð mannlegum viðbrögð-
um og önnur. Hafa grýlur,
ýmissa tegunda, skotið þar
upp kollinum og náð áhrifum
sem stundum hafa jaðrað við
móðursýki. Er þar skemmst
að minnast kömmúnistagrýl-
unnar, sem tröllreið þjóðlifi
þeirra um áratugabil og varð
þar valdandi ómældum vand-
kvæðum, jafnvel þjáningum.
Fyrir ekki allmörgum árum
var rekin gífurlega umfangs-
mikil hreinsunarherferö
meðal bandariskra embættis-
manna, sem höfðuð var undir
merki herferðar gegn
kommúnisma. Með einn af
þekktustu stjórnmálamönnum
Bandarikjanna i fararbroddi
fór nefnd nokkur hamförum
innan stjórnkerfis rikisins og
útdeildi kommúnistastimplum
á báða bóga. Þá grund-
vallaðist sú nafngift, sem
siðan hefur verið Bandarikja-
mönnum svo töm, þegar þurft
hefur skilgreiningu á Ulum
öflum, ólöglegum eða óþægi-
legum, það er að þar eru allir
þeir, sem sýna af sér óæski-
lega eiginleika, nefndir
kommúnistar.
SVO sem aðrar grýlur hefur
kommúnistagrýla Banda-
rikjamanna þó legið niðri nú
um nokkurt skeiö og lítið boriö
á henni. Hafa þeir látið sér að
mestu nægja að beita nafngift-
um þessum út á við, og hafa
haft áhyggjur af framgöngu
vinstri manna i öðrum lönd-
um, fremur en heima fyrir.
Nú hefur þessi grýla þó sýnt
ófélegt smetti sitt að nýju og
glottir nú viö tönn, þar sem
hún hefur fengið að minnsta
kosti tvo af framámönnum
þar til að bera sig á herðum.
Svo virðist sem þessi endur-
reisneigi rætur sinar að rekja,
að minnsta kosti að nokkru
leyti, til Henry Kissingers-,
utanrikisráðherra Bandarikj-
anna, og áhyggja þeirra, sem
hann hefur látið i ljós vegna
aukins fylgis kommúnista og
annarra vinstri flokka i
Evrópu. Kissinger hefur hvað
eftir annað orðað þann ótta
sinn, að ef kommúnistaflokkar
komast til valda i Evrópu, þá
muni þeir geta ógnað wyggi
NATO verulega.
Þessi ummæli Kissingers
virðast svo aftur hafa minnt
menn á, að Bandarikin sjálf
geti hugsanlega fóstrað
kommúnista heima fyrir, sem
vitað er að visu, þar sem
nokkrir róttækir hópar og
flokkar marxista eru þekktir
þar. Nú hefur merkiö verið
hafið á loft, í McCarthy-stil, og
umræður hafnar um
vinstri-samúð ákveðinna
embættismanna og áhrifa-
manna.
RAUNAR ER ÞAÐ aðeins
einn maður, sem fram til
þessa hefur orðað slikt á
heimavigstöðvum, en það er
sjálfur Nelson Rockefeller,
Menn eru ekki á eitt sáttir um
það, hvern tilgang ásakanir
varaforsetans hafa. Liklegast
þykir þó að hann sé að reyna
að styðja við bak Kissingers.
varaforseti Bandarikjanna.
Hann réðst ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur, fremur
en sá maður sem virðist fyrir-
mynd hans, Joe McCarthy,
gerði, þvi að hann beindi
spjótum sinum beint að starfs-
liði eins af frambjóðendum i
forkosningum demókrata,
Henry Jackson. Lét Rocke-
feller að þvi liggja, að minnst
tveir aöilar úr starfsliði
Jackson væru mjög vinstri-
sinnaðir, jafnvel kommún-
istar. Hann hefur getið þessa
oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar, þannig að honum
virðist alvara með ásakanir
sinar.
Sá fyrsti, sem hann tiltók,
var Richard Perle, sem hann
sagði að væri fyrrverandi
kommúnisti, en hefði snúizt i
trúnni á yfirborðinu, til að
komast hjá óþægindum.
Perle hefur unnið fyrir
Jackson I ein sjö ár, og sérsvið
hans hefur verið að fjalla um
málefni andófsmanna i Sovét-
rikjunum, einkum Gyðinga,
sem flytjast þar úr landi.
Hann hefur lýst þvi yfir,
meðal annars þegar ásakanir
varaforsetans bárust honum
til eyrna, að hann væri vinstri
sinnaður i ýmsum innanrikis-
málum, sem honum væri
engin launung á, en hins vegar
þyrftu menn ekki annað en að
lita yfir feril hans til að sjá, að
hann er andkommúnisti af
hörðustu gerð. Hann hefur
greinilega svipaðar skoðanir á
þeim málum og vinnuveitandi
hans, Jackson, sem er þekktur
andkommúnisti, talinn einn af
þeim hörðustu.
Þá hefur Rockefeller einnig
ásakað Dorothy Fosdick, sem
er sérfræðingur i utanrlkis-
málum, um vinstri tilhneig-
ingar.
BÆÐI Perle og Fosdick hafa
lýstundrun sinni með ásakan-
ir þessar, sem þau telja of
fáránlegar til að svara þeim.
Jackson hefur einnig lýst
undrun sinni og krafizt þess að
varaforsetinn biöjist opin-
berlega afsökunar á um-
mælum sinum. Þvi hefur hann
ekki fengið framgengt enn.
ÞAÐ SEM MESTUM heila-
brotum veldur, enn sem komiö
er, er þó ekki hvort meðal
embættismanna geti hugsan-
lega leynzt kommúnistar,
heldur hitt, hvaða tilgang
þessar ásakanir varaforset-
ans geti hugsanlega haft.
Telja sumir, að hann hafi
með þeim verið að gera
klaufalega tilraun til að hefja
nafn sitt upp og skapa sér
þannig möguleika til þess að
verða varaforsetaefni Repú-
blikanaflokksins viö forseta-
kosningarnar á komandi
hausti. Sé svo, hefur hann
reiknað dæmið skakkt, þvi
ásakanirnar hafa valdið
honum sjálfum mun meiri
vandkvæðum en nokkru sinni
þeim, sem ásakaðir voru, og
hafa minnkað möguleika hans
á útnefningu, ef þeir á annaö
borð voru einhverjir.
Aðrir telja, að hann hafi
ætlað að rétta vini sinum
Kissinger hjálparhönd með
þessu, sem er öllu liklegra,
þar sem Perle hefur um
nokkurt skeið verið einn harö-
asti andstæöingur utanrikis-
ráðherrans innanlands.
Sé það tilfellið, hefur Rocke-
feller engu að siður sýnt af sér
klaufaskap og klúður, þvi
Perle hefur einmitt gagnrýnt
Kissinger hvað haröast fyrir
að hafa verið of undanláts-
samur við Sovétríkin. Þetta
þykir Perle sjálfum líklegast,
•en hann segir að Kissinger
áliti sig versta fjanda sinn
innanlands.
Þá hefur sú skýring skotiö
skotið upp kollinum innan
Bandarikjanna, aö Sovétrikin
standi i raun á bak við þessar
ásakanir. Hafi Sovétmenn
látið að þessu liggja við
Kissinger, sem hafi siðan sagt
Rockefeller frá, og þvi sagan
komizt á kreik. Sovétmenn
vilji með þessu koma frá
þeim, sem þeir telja versta
fjendur sina innan Banda-
rikjanna.
Liklegasta skýringin er þó
sú, að Rockefeller vilji reyna
aö vernda Kissinger með
þessu.
ÓUMDEILANLEGT er þó
það, að þessar ásakanir
Rockefellers gætu átt eftir að
draga dilk á eftir sér. Nýlega
lýstu yfirvöld þvi yfir, aö
komizt hefði upp um áætlun
um byltingu á þjóðhátið
Bandarikjanna, en byltingar-
menn hefðu lætt sér inn i nefnd
nokkra, sem starfaði á hálf-
opinberum grundvelli. Þegar
uppljóstranir af þvi taki leggj-
ast við þessar ásakanir vara-
forsetans, þarf ekki margt við
að bætast til að upp risi ný
McCarthy-öld. Þá væri verr
farið en heima setiö.
Það sem sumum mönnum
þykir þó kaldhæönislegast við
mál þetta er það, hversu
aðferðum Rockefellers svipar
til þeirra, sem beitt var gegn
Teng, fyrrverandi vara-
forsætisráðherra Kina, þegar
hann var þvingaður til að
láta af völdum fyrir skömmu.