Tíminn - 24.06.1976, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Moon-æðið í algleymingi
RIKISLEIÐTOGAR
MUNU LÚTA MÉR
prédikar trúarleiöfogi, sem segir, að Kristur hafi
ekki staðið sig nógu vel, og æflar að gera betur
Reaœr&nd Sun Myong Moon' Principai Speaker
Þetta veggspjald hefur veriö llmt upp svo þúsundum skiptir I New York borg. Þaö auglýsir samkomu, sem
hann ætlaöi aö halda 1. júni s.l. I tilefni af tvö hundruö ára afmæli „lands Drottins”.
Nokkur undanfarin ár hefur
prédikari frá Suöur-Kóreu, Sun
Myung Moon, látiö mikiö aö sér
kveöa i Bandarikjunum. Hann
leitast viö aö sannfæra fólk um að
hann sé guösútvalinn til aö leiöa
mannkyniö frá glötun. Kenningar
hans hafa falliö i góöan jaröveg
viöa, og siöan hann kom til
Bandarikjanna hefur mikill fjöldi
ungmenna bætzt i hóp lærisveina
hans. Honum hefur safnazt mikiö
fé, sem ýmsir telja illa fengiö og
hefur hann veriö sakaöur um aö
heilaþvo fylgismenn sina, leiöa
þá á villigötur og jafnvel hneppa
þá i þrældóm.
Lærisveinar hans eru ýmist
kallaöir „Moon Children” eöa
bara „Moonies”, og I augum
þeirra er þessi sannfærandi pré-
dikari „þriöji Adam, næsti frels-
ari og faöir mannkynsins”, —
hann er nýr Messias, sem mun
áöur en langt um liöur stjörna
heiminum. En margir áhyggju-
fullir foreldrartelja hins vegar aö
hann sé falsspámaöur og svikari,
sem meö klækjum hafi tælt börn
þeirra til aö ganga i söfnuð sinn
og síöan slitiö þau úr tengs lum við
fjölskyldur sinar. Hann fær þau
til aö selja blóm og ýmsa smá-
hluti á götum úti, útbreiða kenn-
inguna og afla fjár.
Einnaf þeim, sem tókstaöslita
sig lausan frá hreyfingunni er
Ford Greene. Eins og svo margir
aðrir varð hann hugfanginn af
kenningunni eftir að hafa fariö á
kynningarráöstefnu hjá þeim
eina helgi. Opinberlega var það
ekki tilkynnt, aö hún væri á veg-
um Moons, en samtök hans hafa
komið upp mörgum slikum
helgarráðstefnum um allan heim,
og hver og einn, sem sækir þær
verður frá sér numinn af hrifn-
ingu. Allir meölimirnir eru ákaf-
lega vingjarnlegir. Þeir eru kátir,
syngja hlæja og skemmta sér.
Þeirsegja nýliöunum, aö Messias
sé kominn og gefa sterklega i
skyn, að það sé Moon. Og eftir aö
hafa hlustað á fyrirlestra klukku-
stundum saman án þess aö hafa
tima til aðvelta þvi fyrirsér hvaö
sé aö gerast, er fólk tilbúiö aö
trúa hverju sem er og taka við
þvi, sem að þeim er rétt.
Eftir þvi sem Jean Merritt, sál-
fræðilegur ráöunautur i Lincoln
Massachusetts segir, eru þeir,
sem ganga I samtök Moons,
venjulega ungt, hugmyndarikt,
fólk, sem hefur ekki gert þaö upp
viö sig hvaö það ætlast fyrir i
framtiöinni. — Kenningin býöur
upp á heillandi valkosti gagnvart
ytri heiminum — segir hún, — en
á sama tima er meö lymsku-
brögöum alið á eigingirni og ýms-
um annarlegum hvötum hjá ung-
lingunum ogþauvita ekki fyrir en
þau eru oröin andlega fangelsuö
Hvaö skyldi þaö svo vera sem
fylgjendum Moons er . ætlaö aö
trúa? Þrátt fyrir aö hann kalli
sjálfan sig kristinn heldur hann
þvi fram, aö Kristur hafi ekki
staöiö sig nógu vel á meöan hann
gekk um meöal manna, og aö
honum hafi mistekizt hlutverk
sitt á jöröinni. Áriö 1948 var Moon
rekinn úr Prestbýta-söfnuöinum I
Kóreu. Siðan þá hefur hann veriö
aö vinna aö kenningu sinni og
þröa fram hugtök sin og hug-
myndir. Þeirra á meöal er sú full-
yröing, aö Amerika sé fyrirheitna
landiö, — og bandariska þjóöin,
sú þjóö, sem kjörin hafi verið tií
aö taka á móti Messiasi, þegar
hann kemur til aö bjarga mann-
kyninu.
Moon prédikar ávallt á kóre-
önsku, en hefur túlk, sem snarar
boöskapnum jafnóöum yfir á
ensku. Hann staöhæfir, að Guð
starfi i gegnum þjóöirnar og þaö
geri Satan einnig. Amerika sem
„landGuös” veröur að vera tilbú-
in að hefja baráttu fýrir Drottin á
móti S o v é t r i k j u n u m ,
Norður-Kóreu og Alþýöulýðveld-
inu Kina. Og eina leiöin til aö
vinna slika baráttu sé aö gerast
virkur meölimur i — Samein-
ingarkirkjunni — og þaö fyrr en
siöar. Bæöi drottinn og hann
sjálfur eru viö þaö aö missa þolin-
mæöina.
„Kóngar og drottningar, sem
og aörir rikisleiötogar, munu lúta
mér”, hefur hann tilkynnt fylgis-
mönnum sinum. ,,Ég mun sigra
og undiroka heiminn”.
Þáttur Suður-Kóreu
Þaö eru tengsl á milli Moons og
rikisstjórnarSuöur-Kóreu. Þaöer
ekki aöeins, aö Chung Hee Park
forseti landsins hafi opinberlega
lýst yfir stuðningi viö samtökin,
heldur hefur hann sent þúsundir
borgara i andkommúniskan
skóla, sem — Sameiningarkirkj-
an — kom á fót.
Aðalaöstoðarmaöur Moons er
Bo Hi Pad, sem var hernaöarsér-
fræöingur fyrir suöur-kóreönsku
stjórnina i Washington á árunum
TheKof&wToSíaaSet
1961-1964. Pak hefur einnig verið
kenndur viö kóreönsku leyniþjón-
ustuna.
Hver svo sem trúarbrögð og
lifsskoöanir Moons eru, leikur
enginn vafi á þvi, að honum hefur
tekizt aö koma þeim i verö. Þó
hann segi fjölda aödáenda sinna
vera á milli 2 og 3 milljóna i
hundraö löndum, mestmegnis
Japan og Suöur-Kóreu, þá eru þaö
Bandarlkin, sem hann hefur haft
að féþúfu.
Neil Salonen, þrjátiu og eins
árs, forseti Amerikudeildar sam-
takanna hefur gefið upp, aö áriö
1975 hafi þeir i aðalstöövunum i
New York veitt móttöku fé, hátt i
12 milljónir dala. En heildarfjár-
hæðin, sem fékkst alls staöar i
Bandarikjunum, var miklum
mun hærri.
Moon og hreyfing hans hafa
stundaö fasteignabrask og varið
miklum fjárupphæöum I kaup á
húsum og landareignum. Til
dæmis þurfti hann aö snara út á
borðið, 820 þús. dölum, þegar
hann festi kaup á tuttugu og
tveggja ekru landsvæöi I Tarry-
town og 625 þús. dölum, fyrir hús
þaö I Irvington NY, sem hann býr
nú i ásamt konu sinni, þeirri
fjóröu I rööinni og átta börnum
þeirra. Þá á söfnuöurinn 254 ekru
land og prestaskóla I Barrytown,
sem metinn er á eina og hálfa
milljón dala. í skóla þessum eru
óopinberlegar höfuðstöðvar —
Sameiningarkirkjunnar —, en
andlegt heimili þeirra er i Seoul,
höfuðborg Suður-Kóreu. Auk þess
á Moon tvær segæskútur og hús I
Manhattan. Auður hans hefur
hjálpað til viö aö skapa svo öflug-
ar áróöursvélar fyrir hann, aö
þaö gæti gert hvern forsetafram-
bjóðanda grænan af öfund.
Eftir þvi sem þau, sem tekizt
hefur að losna undan ægivaldi
söfnuðarins segja, eru skilyrði
þau, sem sannir trúmenn verða
aö búa viö næsta fangelsisleg.
Moonierarnir búa i húsum, sem
söfnuðurinn leigir út. Eftir þvi,
sem Salonen segir, eru aö
minnsta kosti sex þjálfunarbúöir
eða ibúðarmiöstöðvar I hverju
riki, sumar hverjar meö fáum
meölimum, en aðrar meö allt upp
i hundrað. Meðlimum er bannað
aö hafa áfenga drykki um hönd
svo og að hafa kynferöisleg mök.
Karlmenn og konur eru höfö aö-
skilin i búðunum og fólk er meira
aö segja latt til að stofna til vin-
skapar við aöra meölimi. Fyrr-
verandi meðlimir segjast aldrei
hafa fengið meira en fimm tima
svefn á nóttunni. Þeim er haldið
uppteknum allan timann, annaö
hvort með skipulögðum æfingum
hópumræöum, fyrirlestrum, söng
og bænahaldi og auövitaö er lagt
mikið upp úr þvi, að hver einstak-
ur meðlimur starfi i þágu sam-
takanna við að boða kenningarn-
ar meðal fjöldans, afla nýrra
meðlima, matar og fjár. A bak
viðgrimuyfirboröskæti, voru þau
oft hungruð og þreytt og dofin af
kulda,. og var þaö aðeins hug-
myndin um að „þau væru aö
bjarga heiminum”, sem hélt
þeim gangandi.
Hinn dæmigerði
— Moonie —
Hinn dæmigerði Moonie-postuli
I USA, er að meðaltali tuttugu og
fimm ára aö aldri, frá hvitum
efri-miðstéttar heimilum. Margir
eru háskólanemar, sem eru á
öndverðum meiöi viö viðteknar
skoöanir i Bandarikjunum og
óánægðir meö lifsháttu landa
sinna.
„Viö fengum bréf frá henni svo
að segja i hverri viku”, segir frú
Swopæ, þegar hún minnist þess
tima, er dóttir hennar hætti allt 1
einu námi til aö geta helgaö sig
drottni og Moon. „Hún skrifaöi
ætiö, að hún væri hamingjusöm,
en aö hún gæti ekki komiö heim.
Og hún geröi þaö heldur ekki all-
an þann tima, sem hún var i
söfnuðinum og ekki fyrr en viö
náöum henni burt.”
Jaime Shecran i herbergi slnu I einni af þjálfunarbúöum Moons. Hún
hefur ekki I hyggju aö yfirgefa söfnuöinn a.m.k. ekki af sjálfsdáöum.
Dóttir hennar, Winnie, var i
hálft ár I einum af þjálfunar-
búðunum og sagöi ekki skiliö viö
þær fyrr en TedPatrick bjargaði
henni úr þeim.
Patrick er uppnefndur —
Svarta eldingin — meðal
Mooniea, bæöi vegna hörundslit-
ar hans svo og vegna usla þess,
sem hann hefur gert I liði þeirra.
Hann hefur bjargaö. mörgum úr
söfnuðinum og flesta segir hann
að einhverju leyti hafa verið
heilaþvegna. 1 bók sem hann gaf
út nýlega, — Let our Children go
—, ásakar Patrick Sameiningar-
kirkjuna um aö nota heila-
þvottaraöferðir, af sama tagi og
voru notaðar I Kóreustyrjöldinni.
Og reyndar segja allir fyrrver-
andi Mooniear það, að þeir hafi
verið skikkaðir til að hugsa og
haga sér á ákveðinn hátt og trúa
þvi, sem kenningin boöaði.
„Dóttir min sagði, aö hún og
aðrir myndu gera hvaö sem væri
fyrir Moon, vegna þess að hann
væri raunverulega fulltrúi drott-
ins I augum safnaðarins,” segir
frú Swope.
„Þeir gjörsamlegatættui burtu
hug minn og frjálsan vilja, segir
Denise Peskin, — hugur minn var
tómur. Ég er eins og vélbrúöa,
sem endurspeglaði aðeins það
sem þeir sögðu mér.
Denise segist hafa unnið I San
Fransisco viö að selja blóm og
afla nýrra meölima. —Okkur var
sagt aö neyta allra bragða, og
segja hvað sem er til að ná i pen-
inga. Mér gekk mjög vel og fékk
50manns til aöganga isöfnuðinn.
Einn af áköfustu fjendum
Moons, Rabbi Maurice Davis,
kveðst hafa, ásamt fjölmörgum
fjölskyldum fórnarlamba Moons,
hafa bjargað um hundraö Mooni-
eum úr söfnuöinum. 1 fyrstu, seg-
ir hann, hugsa krakkarnir alls
ekki skýrt, og það er þvi likast þvi
aö móöa sé fyrir augum þeirra.
Þaö er uppgeröarbros á andlitun-
um og vottar ekki fyrir eölilegum
tilfinningum. Þegar einn piltur-
inn sá mig, hrökklaöist hann út i
hom, bersýnilega dauöskelkaöur.
Hann sagöi, aö honum heföi verið
sagt, aö ég væri djöfullinn. Ég
hélt áfram aö tala viö hann og
reyndi aö fá hann til aö hugsa
sjálfstætt aftur. Hann sagði, —
Moon er aö berjast um sál mina
og þaö ert þú einnig. Hvernig get
égvitaöhvaöersannleikurinn? —
Ég sagöi honum, aö Moon vildi aö
hann væri áfram I hreyfingunni,
en að ég vildi fá hann aftur út i
heiminn, frjálsan. Pilturinn var
greinilega á báöum áttum, en svo
félihann samanog brast i grát. —
Hvar hef ég verið, stundi hann, —
þetta var eins og martröö.
Þúsundir Mooniea vinna ótrú-
lega langan vinnudag, viö aö afla
fé með sölu á sælgæti, jaröhnet-
um, blómum og þess háttar á
götuhornum og bilastæðum.
Fyrrve’randi meölimir segjast
hafa misst allt timaskyn, og aö
þeim hafi sjaldan áskotnazt
minna en hundrað dalir á hverj-
um degi.
Frá þvi i april 1973 hefur Moon
haft vegabréfsáritun, sem
heimiiar honum búsetu i Banda-
rikjunum, og mörgum til undrun-
ar fær hann aö halda henni, þrátt
fyrir að grúnsemdir hafi vaknað
umaö hann eigi sér dulitið grugg-
uga fortiö. Kvisazt hefur út, aö
hann hafi kynsvall sem hluta af
trúarathöfn sinni og formælandi
hans I Seoul segir það rétt, aö
hann hafi verið sakaöur um brot á
siðferðislögum, en verið
hreinsaður af þeim áburöi.
Arið 1973, þegar Water-
gate-hneyksliö stóð sem hæst,
barðist Moon af eldlegum áhuga
fyrir Nixon. Hann hóaði saman
þúsundum Mooniea og lét þá fara
i kröfugöngur meö spjöld, sem á
var ritaö — Guð elskar Nixon —.
Á fundi við Hvita húsiö faömaöi
svo þessi digri sálnahirðir þáver-
andi forseta aö sér iallra augsýn.
Ein af fáum andsvörum, sem
hreyfing hans hefur fengið frá
háttsettum stjórnmálamönnum
kom frá Mark Hatfield (R. Ore),
sem segir að þaö sé afar hættu-
legt að höföa til þjóðernishyggju
fólks á þann hátt, aö þjóö þeirra
sé eftirlæti Drottins, sér i lagi, ef
þarna er blandað saman viö,
dýrkun á honum sjálfum (Moon)
og staðhæfing um að hann sé hinn
nýi Kristur. Þaö er aldrei að vita
hvað það getur leitt af sér. Fyrr-
verandi Mooniear taka heils hug-
ar undir þetta og bæta þvi við aö
Moon sé einfaldlega aö sækjast
eftir heimsyfirráöum og sé að
safna um sig her ungra trúarofs-
tækismanna, sem eru tilbúnir að
fórna lífi sinu fyrir hann. Einn
segist hafa yfirgefiö söfnuðinn,
vegna þess aö þetta hafi ekki ver-
ið kristilegur söfnuöur, heldur
fasisk stjórnmálahreyfing. Þetta
Hér er Moon aö ávarpa mannfjöldann i Madison Square Garden I New York, og stóöhann á bak viö skothelt
tjald á meöan hann talaöi. A meöan hann prédikaöi um trú, von og kærleikann, gengu þúsundir áhangenda
hans um stræti borgarinnar og söfnuöu peningum.
Þingmennirnir James Buckiey og Robert Doie, hlusta á hrellda foreldra fórnardýra Moons, er þau
krefjast þess aö opinber rannsókn veröi látin fara fram á Sameiningarkirkjunni.
likist Hitlers æskunni meira en
við höfum dæmi til i dag.
Siöastliöinn febrúar söfnuðust
yfir þrjú hundruö foreldrar, sem
áttu börn i hreyfingunni saman i
WashingtonD.C. á ráðstefnu. Þau
fengu fulltrúa frá skattayfirvöld-
um, atvinnumálaskrifstofunni,
póstþjónustunni, innflytjenda-
yfirvöldum auk annarra til aö
koma á ráöstefnuna i von um aö
geta fengið yfirvöld til að gera
allsherjar úttekt og rannsókn á
Sameiningarkirkjunni.
Ekkert hefur heyrzt frá stjórn-
völdum i sambandi við þetta, en
fulltrúi frá skattayfirvöldum
kvað það erfiöieikum undirorpiö
að hefja rannsókn á málum kirkj-
unnar þvi aö samtökin eru undan-
þegin sköttum, og gæti þaö valdiö
erfiðleikum ef það væri þá ekki
ógerlegt að fara út i slikar rann-
sóknir.
Lögin segja að trúarlegir
söfnuðir séu skattfrjálsir. Spurn-
ingin er bara hvenær er hægt að
telja samtök trúarleg eða ekki?
Þvi er ekki auðvelt að svara. A
meöan á þessu stendur heldur
Sun Myung Moon áfram eins og
ekkert hafi i skorizt að halda
samkomur, gefa út yfirlýsingar,
og safna auði og að þróa áfram
útleggingu sina á ritningunni.
(þýttogendursagt JB)