Tíminn - 06.07.1976, Qupperneq 10

Tíminn - 06.07.1976, Qupperneq 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 6. júli 1976 Svona haldið þið ykkur heilbrigðum, hressum og grönnum á einfaldan hátt — Það er skylda hvers og eins aö hirða sig vel og lita eins vel út og efni standa til. Þetta er skylda okkar gagnvart um- hverfinu, og einnig gagnvart okkur sjálfum. I hörðum og ó- öruggum heimi verðum við oft aö láta sem við séum sjálfs- örugg. Þeim sem er nokkurn veginn ánægður meö útlit sitt, gengur betur I baráttu hvers- dagslifsins. Þetta segir Olly Griin alþjóð- legur snyrtisérfræðingur. Þrátt, fyrir starf sitt heldur Olly Grun þvi ekki fram að viö eigum að mála okkur og vera eins og óeðlilegar dúkkur. Nei, þvert á móti. Hún leggur áherzlu á mikilvægi þess, að vera geislandi af hlýju og vin- semd ... Fegrunarlyf eiga að- eins aö undirstrika persónuleik- ann litiö eitt. Rétt mataræði er mikilvægt Olly telur rétt mataræði mikilvægt. Ekki sizt hvað fjör- efnum við kemur. Einkum á haustin og veturna byrjar hún daginn á einhverjum heilsu- drykk. — Blandið saman tveim mat- skeiðum af ölgersdufti, nypon- safa og pressaðri appelsinu eða tómatsafa. Hristið vel og hellið i stóra tebolla — og njótið drykkjarins. Að sjálfsögðu geta menn breytt til og drukkið margskon- ar annan ósætan safa úr ávöxt- um eða grænmeti. Eða hreint og beint jógúrt án ávaxta. ölgerið er fullt af B-vitaminum. B-vita- min eru þekkt fyrir að töfra fram glans á hárið, ferska húð og sterkar neglur. Læknar kalla B-vitamin vopn gegn þreytu, þunglyndi, lystarleysi, svefn- leysi, maga- og þarmakveisum. Aöeins helmingurinn af Svíum eru álitnir fá nóg af B-vitamini. ölgerduftið, sem er svo auð- ugt af B-vitaminum, færðu t.d. i náttúrulækningabúðum. C-vítamindrykkir Olly er ekki heldur hirðulaus um A-vitaminið. Hún fær sér gjarnan sinn daglega skammt i formi hrárra gulrótna — eða drekkur gulrótarsafa. Ahrifin koma fljótt i ljós — og augun verða skær, en A-vitaminið er gott fyrir sjónina. C-vitamin — einnig kallað ascorbinsýra — er höfuðóvinur allra smitbera, en eykur einnig almenna velliðan. Heima ber Olly Grun C-vitamindrykki fram með máltiðum. Stundum drykki úr C-vitamin gospillum, stundum úr neytraliseruðu ascorbinsýru dufti, en hvort tveggja fer vel með magann. Ein tafla á dag ásamt öllum hin- um vitaminunum sakar ekki á veturna! Klukkutima morgunleikfimi er þáttur i heilsuprógramminu hjá Olly. Og auk þess mikið af fersku lofti. Of litið súrefni veld- ur þvi að fólk er fölt og ræfils- legt i útliti. Höfuðverkur og ým- iss konar vanliðan fylgir einnig meö. Ekki timi? Opnaöu glugg- ann, dragðu djúpt að þér and- ann nokkrum sinnum. Þér liður strax betur! Að fasta einn dag i viku — og drekka aðeins vatn — er einnig heilsugjafi. Ef þér lizt illa á það og þú kviðir sulti skaltu fara eft- ir uppskrift Ollyar: Byrjaðu daginn á desilitra af sellerisafa. Ef þú finnur til sult- ar seinna um daginn fáðu þér harðsoðið egg, nokkrar sneiðar af mögrum osti, magurt kjöt — eða e.t.v. soðna hænu — ferskan ananas eða ananas úr dós — ósætan — hreint jógúrt. 52 slik- ir dagar á ári gera það að verk- um að það verður ánægjulegra að stiga á viktina. Gættu þess aö sofa nóg Gættu þess að sofa nóg, segir Olly lika. Ef þú átt erfitl með að sofna farðu þá i stundar- fjórðungsgöngu áður en þú ferð i háttinn. Volg undanrenna eða bolliaf róandi jurtate eru einnig góð svefnmeðul. Ef þú ert hinsvegar yfir þig þreytt(ur) getur verið járr. - skorts um að kenna. Um það bil fjórða hver kona á aldrinum 15- 55 ára fær of litið járn. Auk þess að valda svima og þreytu skilur járnskorturinn eftir fleiri merki: neglurnar brotna, hárið er reytt... Innmatur, grænkál. spinat, persilja, nypon... eru járnauðug. Mikinn járnskort þurfa læknar að sjálfsögðu að meðhöndla, en gott er að eiga járntöflur heima, þær fást i lyfjabúðum. Nýlega kom á markað ný gerð, sem er góð fyr- ir þá sem eru þola illa járntöflur i magann. Þær heita Plus-járn og fást án lyfseðils i apótekum. Reiknað er með, að konur á aldrinum 18-55 þurfi almennt um 18 mg á dag. Og snúum okkur nú að ytri umhirðu! — Ég ir alveg hissa á þvi nve sumar konur eru kærulausar um útlit sitt. Já, jafnvel hrósa sér af þvi, segir Olly, og bætir við: — Hver hrósar sér af þvi að hafa ekki tekið til i eilifðartima? Húðhreinsun Þar erum við komin að einu helzta kappsmáli Ollyar. — t 23 ár hef ég talað um hvað það er mikilvægt að hreinsa húðina, og ég held þvi áfram, þvi að það er nauðsyn- legt... — Þannig geturðu t.d. með- höndlað andlitshúðina á kvöld- in: Fjarlægðu öll „meik”, ryk og óhreinindi með hreinsimjólk Ég nota aldrei „meik,” en þeir, sem það gera, hafa þeim mun rikari ástæðu til að hreinsa húðina. Margir telja að „meik” sé til þess eins að fela ágalla. Þetta er að nokkru leyti rétt —■ en gleymið ekki að „meik” er lika góð vernd nú þegar loftið er orðið svo óhreint. (Þetta á tæp- ast við á Islandi). — Eftir andlitshreinsunina ergott að nota friskandi andlits- vatn. Andlitsvatn eins og hreinsimjólkin er til af ýmsum gerðum fyrir óllkar húðgerðir. Nú er röðin komin að góðu næturkremi. Punktum basta! Meira þarf ekki til að hreinsa andlitið. Fyrirhöfn? Þetta tekur aðeins fáeinar minútur og borg ar sig bæði i nútið og framtið? Hefurðu hitt einhvern, sem ger- ir sér að vana að sofa i fötun- um? Einmitt þannig lit ég á fólk, sem ekki þværsér i framan áður en það fer að sofa. (Olly er ákveðin i röddinni, þetta finnst henni mikilvægt.) Og á morgnana? Hvernig er þá bezt að hirða um húðina? — Strangt tekið nægir að nudda varlega inn i húðina ólit- uðu rakakremi. Gleymið ekki hálsinum— þetta nægir lika sem þvottur. Auk þess: Slikt vernd- andi krem ættu karlmenn lika að nota. Húð þeirra er lik húð kvenna og verður fyrir sams- konar loftmengun. Lit í andlitið Viltu gjarnan fá svolitinn lit i andlitið? Það eru til ágæt „meikkrem”. En veldu krem, sem hefur i sér raka og inni- heldur ekki púður, segir Olly. — Stundum getur verið upp- lifgandi að nota kinnalit. Með honum geturðu breytt andlitinu. Mundu bara að setja ekki kinna- lit of neðarlega á kinnarnar. Það „dregur niður” allt andlit- ið. Yfileitt á maður að muna að draga allar linur i andlitinu upp. Þetta á jafnvel við um auga- brúnirnar. Velsnyrtar augna- brúnir, sem vita upp á við, gera undraverk á andlitinu. Þær lyfta andlitsdráttunum... Þegar rætt er um augu visar Olly á bug þeirri gömlu he’fð að velja augnskugga, sem hæfi augunum. 1 staðinn segir hún: — Leiktu ér að litum, veldu gjarnan lit, sem á við fötin eða skap þitt! En gakktu ekki of langt. 1 þvi samhengi vitna ég i eftirlætismyndhöggvarann minn Rodin: — Við menn eigum ekki að ýkja náttúruna, við eigum að likja eftir henni! Með öðrum orðum konur eiga að mála sig i hófi, persónulega og af glæsi- leik. Olly gefur góð ráð i sambandi við varirnar: — Málaðu varirnar rækilega þegar þú gerir það. Varir eiga að vera stórar, skinandi og nautnalegar. Varagljái er góður, með hann virðistu ný- kysst. Vieittu þér andlitsmaska Olly finnst, að sænskar konur hugsi of litið um sjálfar sig. — Veittu þér þann munað að fara i smáfegurðarkúr i hverri viku. Settu á þig maska, plokkaðu augabrúnirnar, snyrtu hendur og fætur — þreyttir, aumir fætur setja greinileg merki á andlitið. Viltu lit á neglurnar? Notaðu alltaf undirlakk. Það verndar neglurnar. Olly álitur að gott sé að bera rakakrem á allan likamann. Það er hrein nautn eftir bað eða sturtu, og húðin verður frisk og teygjanleg. — Þegar um fegurð er að ræða er allt leyfilegt — nema aðgerðaleysi, segir Olly. Og loks er ein lifsregla, sem er fegurðarauki. — Elskaðu náungann. Sýndu það i verki. Hatur og beizkja gerir fegurðardisir að nornum... Og ef hin eðlishressa Olly er niðurdregin dansar hún. Ef ekki vill betur til, þá ein innan um potta og kastarollur, og girni- legan, magran mat, sem hún sjaldan setur saltkorn i. — Þvi salt bindur vatn og maður verður þyngslalegur. — Likaminn á að vera eins og nýstillt fiðla. Það á að syngja i hverri frumu hans..... (S.J. þýtt og endursagt) Það er skylda hvers og eins að hirða sig vel, segir Olly Griin, aðal- snyrtisérf ræðingur Pierre Robert í Malmö. Hún telur þó ekki, að konur eigi að vera málaðar dúkkur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.