Tíminn - 06.07.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.07.1976, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 6. júli 1976 TÍMINN 17 „Folkið grét af gleði — og það var dansað og sungið d götum úti," sagði Ásgeir Sigur- vinsson, sem var staddur í Tel Aviv, þegar Israelsmenn komu heim úr hinni frægilegu för til Uganda — Þaö voru mikil hátiðarhöld í Tel Aviv. Geysileg stemmning var allstaðar og fögnuðurinn ofsalegur hjá fólkinu — sumsstaðar var dansað og sungið á götum úti, sagði knattspyrnumaðurinn Ásgeir Sigurvinsson, sem var staddur í Tel Aviv í israel, þegar ,,víkingasveitirnar" f rá ísrael, sem gerðuárásá Entebbe-f lugvöllinn í Uganda, komu til Tel Aviv með rúmlega 100 gísla, sem höfðu verið í haldi f lug- ræningja í Uganda. — Það var mikil upplifun að vera staddur i Tel Aviv, þegar þetta gerðist — hátiðarhöldin i borginni voru geysileg. Við strák- arnir i Standard Liege vissum ekki hvað væri að gerast, þegar við komum inn á hótelið, sem við bjuggum á — þar var varla hægt að þverfóta fyrir fólki, sem tók danssporið og fögnuðu heimkomu „vikingasveitarinnar” með gisl- ana. Þá var ekkert um annað tal- að i sjónvarpi, en hina frækilegu för þeirra til Uganda. Já, gleðin var ofsaleg — fólk grét af gleði, sagði Ásgeir i stuttu viðtali vð Timann, þar sem við náðum hon- um i Liege i gærkvöldi, þegar hann var nýkominn heim úr ísraeis-ferðinni með Standard Liege. Standard Liege mætti Israelska X. deildarliðinu Hapoel Beer- Sheva i Tel Aviv i ,,Toto”-keppni Evrópu, sem er knattspyrnu- keppni, sem komið hefur verið á, til að halda getraunastarfseminni I Evrópu gangandi. —Við tryggð- um okkur jafntefli (0:0) og gerö- um okkur mjög ánægða með það, þar sem við höfum aðeins æft saman I vikutima, eftir sumarfri- ið. Hitinn var alveg óþolandi og völlurinn mjög slæmur — þurr moldarvöllur, sagði Asgeir. Þá sagði Asgeir, að Standard Liege væri búið að kaupa nýjan sóknarleikmann frá Antverpen. — Hann heitir Hicel og er mjög marksækinn og var hann mark- hæstur í Belgiu 1974, en i fyrra lék hann litið með, vegna meiðsla. Ricel er mjög hávaxinn leikmaö- ur, sem er góður með skalla og mjög sprettharður — hann leikur stöðu vinstri útherja, sagði Asgeir. —SOS ASGEIR SIGURVINSSON STAÐAN i 1. deildarkeppninni i knattspyrnu er nú þessi: KR—Fram..................3:4 Valur—Breiðablik.........1:1 Keflavik—Þróttur.........2:1 Akranes—FH ..............1:1 Valur........... 9 6 3 0 29:7 15 Fram............10 6 2 2 15:12 14 Víkingur........ 9 6 1 2 12:8 13 Akranes ........ 9 5 2 2 13:11 12 Keflavik........ 9 4 1 5 15:15 9 KR ............ 10 2 4 3 15:14 8 Breiðablik.... 9 3 2 4 9:12 8 FH............. 10 1 4 5 6:17 6 Þróttur.........10 1 0 9 6:24 1 Markhæstu menn: Guðmundur Þorbjörnss. Val.... 9 Hermann Gunnarsson, Val......9 Ingi B. Albertsson, Val .....7 Teitur Þórðarson. Akranesi...6 Kristinn Jörundsson, Fram....5 Jóhann Torfason, KR.........5' Rúnar Georgsson, Kefla vlk...5 Sigþór ómarsson, Akranesi....4 Ilinrik Þórhallss. Breiðab...4 [! mwr BAKPOKAR Verð fró kr. 6.905.— STAÐAN 1. DEILD „Marka-Kiddi" var á skotskónum gegn KR — hann skoraði 3 mörk og tryggði Fram sætan sigur (4:3) í gærkvöldi KRISTINN JÖRUNDSSON skoraði ,,Hat-trick” gegn KR ingum I gærkvöldi. KRISTINN Jörundsson „Marka-Kiddi” var heldur betur á skotskónum á Laugardalsvellinum i gær- kvöldi, þegar Framarar unnu góðan sigur (4:3) yfir KR-ingum i leik hinna glæsilegu marka. Kristinn skoraði sigurmark Framara 15. minútum fyrir leikslok og þar með skoraði hann sitt þriðja mark — „Hat-trick”. KR-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti, og þeir sóttu stift að marki Framara, sem vörðust vel. Framarar urðu þó fyrri til að skora (25. min.) þegar Kristinn skoraði af stuttu færi, eftir að Ás- geir Eliasson hafði reynt mark- skot. KR-ingar gáfust ekki upp — þeir tviefldust við þetta mótlæti og skoruðu þrjú næstu mörk leiksins, á fimm minútna kafla, og voru mörkin hvert öðrú fallegra. 1:1...Guðmundur Jóhannes- son lék á 3 varnarmenn Fram og brauzt laglega i gegn — þegar hann var kominn á auðan sjó, lét hann gott skot riða af, sem Arni Stefánsson markvörður Fram, réð ekki við (31. minúta). 2:1... Fram-leikmönnunum urðu aftur á varnarmistök. Mar- teinn Geirsson misreiknaði knött- inn með þeim afleiðingum að hann skauzt fram hjá honum á blautu grasinu. Birgir Guðjóns- son fékk knöttinn og skoraði með góðu skoti frá vitateig (35. minúta). 3:1...Jóhann Torfason komst fram hjá varnarmanni Fram og skoraði glæsilegt mark með „bananaskoti” frá vitateig. Knötturinn sveif yfir Árna Stefánsson markvörð Fram, og hafnaði upp undir þverslá (36. minúta). pumn ^ fótboltaskór 10 gerðir Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstfg 44 * Sfmi 1-17-83 O Hólagar&i f Brai&holti • Sfmi 7-50-20 EGGERT.... skoraði stórglæsi- legt mark. Framarar áttu siðan næsta orð, þegar Agúst Guðmundsson gaf góða sendingu til Kristins Jörundssonar, sem skoraði örugglega af stuttu færi. Kristinn fékk siðan tvö gullin tækifæri til að jafna metin fyrir Framara, en honum brást bogalistin I bæði skiptin, þannig að KR-ingar höfðu yfir (3:2) i hálfleik. Eggert Steingrimsson náöi siðan að jafna (3:3) fyrir Fram á 60. minútu, með þrumufleyg af 23 m færi. Knötturinn skall upp undir samskeytunum, algjörlega óverjandi fyrir Halldór Pálsson, nýliðann i marki Vesturbæjar- liðsins. Þetta mark Eggerts var stórglæsilegt — það glæsilegasta, sem hefur sézt i 1. deildarkeppn- inni i sumar. Kristinn Jörundsson átti siðan siðasta orð leiksins. Hann skoraði af stuttu færi, eftir að hafa fengið sendingu frá Rúnari Gislasyni, sem skallaði til hans. Þar með voru Framarar búnir að tryggja sér dýrmæt stig i baráttunni um íslandsmeistaratitilinn. KR-ingar voru mjög ákveðnir i leiknum og höfðu yfirhöndina á miðjunni. Þeir náðu oft að skapa usla i vörn Fram-liðsins, sem lék sinn lélegasta leik i langan tima. Framhald á bls. 2 3 SKAGA- AAENN AAISSTU DÝRAAÆTT STIG TIL FH-jNGA AKVEÐNIR FH-ingar voru i miklum vigamóði, þegar þeir léku gegn tslandsmeisturunum frá Akranesi upp á Skaga — þeir börðust hetjulega og uppskáru jafntefli (1:1), Skagamenn byrjuðu leikinn á fullum krafti og óðu þeir þá i marktækifærunum — en þeir náðu aðeins einu sinni að skora hjá Hafnfirðingum. Það var Sigþór ómarsson, sem skor- aði markið (14 min.), eftir auka- spyrnu frá bezta manni vallarins, Guðjóni Þórðarsyni. FH-ingar náðu að jafna (1:1) þremur minútum siöar, þegar Logi Ólafs- son skoraði með góðu skoti — sitt fyrsta 1. deildarmark. Eftir þetta jafnaðist leikurinn og skiptust liö- in á að sækja. MAÐUR LEIKSINS: Gúöjón Þórðarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.