Tíminn - 06.07.1976, Qupperneq 23

Tíminn - 06.07.1976, Qupperneq 23
Þriðjudagur 6. júli 1976 TÍMINN 23 1 jfilili Vestfjarða- kjördæmi Framhald þingmálafunda I Vestfjaröakjördæmi verður sem hér segir: Steingrlmur Hermannsson mætir: Drangsnesi: þriðjudaginn 6. júll kl. 21. Arnesi: miðvikudaginn 7. júli kl. 21. Allir velkomnir. Fró happdrætti Framsóknarflokksins Vínningar í vorhappdrætti Framsóknar- flokksins verða birtir næst komandi laugardag 10. júlí GÓÐ AÐSÓKN AÐ HÓTELUM í HÚNAVATNSSÝSLU Kvenfélag Akraness fimmtíu óra Mö-Sveinsstööum. Straumur feröafólks um Austur-Húnavatns- sýslu virðist vera svipaður sam- kvæmtupplýsingum frá hótelum I sýslunni. t sumar eru þar rekin þrjú hótel eins og undanfarin sumur, en það er auk hótel Blönduóss sem rekið er allt árið, sumargistiheimili I Kvenna- skólanum á Blönduósi og Eddu- hótel á Húnavöllum. A hótel Blönduós var gistirými fyrir 40 til 50 manns og þar eru framleiddar allar máltlðir. Aö- sókn að hótelinu I mal og fyrri- hluta júnl var góö, en minni siðan sumargistihótelin tóku til starfa. A sumargistiheimilinu I Kvennaskólanum, sem Sigurlaug Eggertz rekur eru rúm fyrir um 40 gesti og er þar einnig hægt að fá allar máltiðir. Að sögn Sigur- laugar hefur aðsókn verið svipuð og undanfarin ár, en þetta er sjö- unda sumarið sem Sigurlaug rek- ur gistiheimilið. Mikið er um að sama fólkið komi ár eftir ár. Sigurlaug sagði að margir sem kæmu I fyrsta sinn I Húnaþing héldu að þar væri lltið eöa eíckert að sjá, enda væru fagrir og merk- ir staðir lítt auglýstir. Hins vegar þyrfti fólk ekki lengi að dvelja I Húnaþingi til að komast á aðra skoðun, þvl þar væri margt að skoða. A Húnavöllum var sömu sögu að segja og af hinum stööunum, aðsókn var svipuð og undanfarin ár. Strax og hóteliö var opnað uppúr miðjum júni dvaldi þar um 100 manna hópur eina helgi, en slðan hefur aðsókn veriö jöfn og góð. Þar eru að jafnaði um 40 gestir, en þegar stórir hópar koma er hægt að taka á móti um 100 manns. íslendingár, sem á hótelinu dvelja, eru þar oft I um þrjá daga, viö veiðar I Svlnavatni eða fara I skoðunarferöir um hérað. Einnig er á Húnavöllum sundlaug fyrir hótelgesti. G.B. Akranesi Þann 19. júni s.l. hélt Kvenfélag Akraness hátlð- legt 50 ára afmæli sitt með veg- legu hófi I Hótel Akraness. Hófið sátu um 100 manns. Kvenfélag Akraness var stofn- að 11. aprll 1926. Stofnfundinn sátu 64 konur, og af þeim eru nú á lifi 13 konur. 7 konur voru gerðar að heiðursfélögum i hófinu. Fé- lagskonur eru nú 154. Ekki reynd- ist unnt að halda afmælishófið þann 11. april s.l. vegna ferminga hér á Akranesi þann dag og var þvi frestað, eins og áður greinir til kvenfrelsisdagsins. 1 tilefni afmælisins kom út þann 19. júní s.l. veglegt afmælisrit með ágripi af fimmtiu ára sögu Kvenfélags Akraness, auk ann- arra greina, s.s. um orlof hús- mæðra, dagheimili barnaá Akra- nesi, ferðasögu o.fl. Forsiðu blaðsins prýðir falleg blómamynd — tákn vors og gróðurs — gerð eftir málverki eftir önnu Magnúsdóttur, tónlistarkennara en hún er ein félagskvenna. Blað- iðer 50 siður, prýttfjölda mynda. Félagið setti strax á stefnuskrá sina alhliða mannúðar- og menn- ingarmál. Það má segja, að frá byrjun hafi Sjúkrahús Akraness verið óskabarn félagsins og margar góðar gjafir hefur félagið gefið sjúkrahúsinu allt frá þvi að bygging þess var hafin og fram á þennan dag. I hófi á Sjúkrahúsi Akranpss föstudagskvöldið 18. júni s.l. að viðstöddum stjórn Kvenfélags Akraness, fréttamönnum, yfir- lækni, Guðjóni Guðmundssyni, og nefndarkonum, afhenti formaður kvenfélagsins, Anna Erlendsdótt- ir forstöðukonu sjúkrahússins, Asthildi Einarsdóttur, að gjöf frá félaginu, handofið teppi. Teppið er hannað og ofið af önnu öllu Björgvinsdóttur, vefnaðar- hönnuði. Teppið er 1.06x2.30 m að stærð. Efnið er hör og norskt ullargarn til listvefnaðar og vefn- aðargerðin er tvöfaldur vefnaður. Ber það fagurt vitni um fallegt handbragð. Er teppið var afhent, fórustfor- manni kvenfélagsins, önnu Er- lendsdóttur m.a. orö á þessa leið: „Fornmenn tjölduðu skála sma, þegar stórveizlur voru haldnar og mikið stóð til, ekki aöeins til skrauts heldur einnig til þess að gjöra hibýlin hlýlegri. Þegar við horfum á fallega handurininn hlut, hvort sem það er málverk, höggmynd, útskurður eða vefnað- ur, fyllumst við innri gleði og um- Kormaöur kvenfélags Akraness dóttur fyrir vel unnið verk. hverfið verður allt friðsælla. Um leið og ég fyrir hönd Kvenfélags Akraness afhendi sjúkrahúsinu veggteppi þetta, óska ég þess, að það verði þar til prýðis um ókom- in ár og færi öllum þeim, sem um þessa stofnun ganga, hvort þeir eru sjúkir eða heilir, heimamenn eða gestir, einhvern hlýleika og innri frið”. Kvenfélag Akraness rekur dagheimili fyrir börn á Akranesi með styrk frá Bæjarsjóði Akra- ness og er dagheimilið vel búið af leiktækjum og öðru er með þarf. Allt frá árinu 1927 hefur félagið haldið I janúar ár hvert skemmt- un fyrir eldri borgara Akraness við miklar vinsældir. Þá veitir fé- lagið árlega handavinnu- og mat- reiðsluverðlaun til nemenda i þakkar önnu Öllu Björgvins- Gagnfræðaskóla Akraness, sem skara fram úr i þessum greinum. Félagið hefur fyrr og siðar haldið uppi námskeiðum i saumaskap, matreiðslu, leirmunagerð, fé- lagsmálum o.fl. „Einn er ei maðurinn nema hálfur, með öðrum meiri en hann sjálfur”. Þessiliking getur vel átt við þann góða félagsanda, og allt það starf sem Kvenfélag Akra- ness hefur unnið frá stofnun þess fram á þennan dag. Stjórn Kvenfélags Akraness skipa nú: Anna Erlendsdóttir, formaður Erna Hákonardóttir, ritari Heba Stefánsdóttir, gjald- keri. Meðstjórnendur: Halla Þor- steinsdóttir, Hrefna Siguröar- dóttir Lilja Steinsdóttir og Una Guðmundsdóttir. Aðalfundur Alþýðuorlofs ASK-Reykjavik. t siOastHðinni viku var haldinn aðalfundur Alþýðuorlofs. Þar flutti formaður Alþýðuorlofs, óskar Hallgrims- son, skýrslu stjórnarinnar, en þar kom fram að aöild að Alþýðuor- lofi eiga nú um 85 félög innan A.S.Í. og þrjú landssambönd og er félagsmannatala þeirra yfir 30 þúsund. Þá eiga aðild aö orlofs- samtökunum aðilar utan A.S.I., þ.e. Iðnemasamband tslands og Bifreiðastjórafélagið Frami. Aðalfundurinn samþykkti fyrir sitt leyti ákvöröun hluthafafund- ar Landsýnar um að auka hlutafé félagsins um 15 milljónir króna. Að lokum geröi aðalfundurinn svohljóðandi ályktun um hóp- ferðarfargjöld: — Aðalfundur Alþýðuorlofs skorar á rikisstjórn- ina og fulltrúa íslands I Norður- landaráði að styðja framkomnar tillögur um frjálsar reglur um leiguflug milli Norðurlandanna. Sérstaklega hvetur fundurinn til að komið veröi á hóflegum far- gjöldum i skipulegum orlofsferö- um á vegum ferða- og orlofesam- taka alþýðu á Norðurlöndum. Þaö er álit fundarins, að með frjálsari reglum en nú gilda I þessum efn- um, verði lagður raunhæfasti grundvöllurinn að norrænu sam- starfi. — t stjórn Alþýðuorlofs fyrir næstá kjörtimabil voru kjörnir, formaður óskar Hallgrimsson, ritari Sigurjón Pétursson, gjald- keri Guðriður Eliasdóttir.vara- formaður Björn Jónsson, og með- stjórnendur þeir Einar ögmunds- son, Luther Jónsson og Jón Björnsson. Ný tjaldstæði við Varmahlíð MÓ—Sveinsstöðum. — Að undan- förnu hefur veriö unnið aö gerö nýrra tjaldstæða viö Varmahliö I Skagafiröi, sem væntanlega verð- ur hægt að taka I notkun næsta sumar. Þar hefur 1,2 ha. I brekk- unni fyrir neðan þjóöveginn verið tekinn til þessara nota, en þaöan er fagurt útsýni austur yfir Skagafjörð. Norðan við svæðið er skógrækt og veitir skógurinn gott skjól þegar norðanátt er. Búið er að gera stalla i brekk- una, en á hverjum stalli á að vera ein tjaldaröö. Ofar I brekkunni eru bollar, sem rúma eitt til tvö tjöld hver. Bilastæði verða fyrir neðan brekkuna, en ekki verður leyft að aka um tjaldsvæöiö. Þó er gert ráð fyrir að þar sé hægt að koma fyrir nokkrum hjólhýsum. Það er Skagafjarðarsýsla, Seyluhreppur, Ungmennafélagið I Seyluhreppi, félagsheimilið Miðgarður og Kaupfélag Skag- firðinga, sem tekið hafa höndum saman um að koma þessu I fram- kvæmd, en alla umsjón með framkvæmdum hefur Guðmann Tobiasson, útibússtjóri Kaup- félags Skagfiröinga I Varmahlið. Guðmann sagði, aö það væri mikill kostnaöur við að gera svona svæði vel úr garði, þvi að bæði væri mikið verk að gera stallana I brekkuna, og einnig þyrfti að leiða heitt og kalt vatn á svæðið og gera upp hús, sem þar er fyrir væntanlega gæzlu. Bjóst hann við að kostnaður skipti milljónum, en slik svæði, sem þessi væru mikil nauðsyn I hverju héraði þvi sifellt ykist ferða- mannastraumurinn. © Amin þessa mætti ekki veröa til þess að skapa of mikla bjartsýni. — Skæruliðasamtökin hafa goldiö mikið afhroö, sagði blað- ið, en þau geta brotizt fram að nýju I endurteknum ofbeldisað- gerðum, Gad Yaacobi, samgöngu- málaráðherra Israels, sendi i gær skilaboð til allra þeirra landa, sem hafa flugsamgöngur við Israel, og hvatti til aukinna öryggisaðgerða I flugvélum, auk þess að hann lagöi til að vélarnar kæmu ekki við I þeim löndum, sem ekki gerðu viðhlit- andi öryggisráðstafanir. Air France, sem á þotuna sem ræningjarnir flugu til Uganda, hefur þegar tekiö fyrir viðkomur I öðrum löndum, á leið til og frá ísrael, meðal annars 1 Aþenu, en talið er að ræningjarnir hafi komið þar um borð. Ekki hafa borizt neinar fregn- ir af þvi I smáatriðum hvernig staðiö var að aögerðunum á Entebbe-flugvelli, og er greini- legt að yfirmenn Israelska hers- ins hafa ekki I hyggju að gefa slikt upp — einkum það sem hugsánlega gæti orðið til gagns siöar meir. Þess má og geta að fagnaðar- lætin I Israel vegna aögerðanna þykja minna helzt á fögnuðinn þegar Israelar höföu sigrað i sex daga styrjöldinni foröum. Gera þeir nú jafnvel grin að Idi Amin og flugræningjunum og i gær birti eitt dagblaöanna I Israel teiknimynd af Israela, sem sagöi: — Idi Amin er reiö- ur, skæruliöarnir eru reiðir, en ég fæ ekki skiliö hvers vegna. Þeir kröfðust svars fyrir klukk- an eitt á sunnudag og við svöruðum þeim fyrir klukkan eitt. © Blikarnir vegaö og skynsamlega. Hann stöövaði hvaö eftir annaö sóknar- lotur Valsmanna, sem náðu sér ekki á strik gegn baráttuglööum Breiðabliksmönnum. MAÐUR LEIKSINS: Einar Þór- hallsson. —SOS. © „AAarka-Kiddi" Þeir Jón Pétursson og Marteinn Geirsson léku langt undir getu og hafði það sitt aö segja. Asgeir Eliasson var bezti leikmaður Fram-liðsins — var alltaf á ferð- inni. Sigurður Indriðason átti ágætan leik hjá KR-liðinu, en annars voru leikmenn liðsins mjög jafnir. Maður leiksins: Kristinn Jörundsson. —SOS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.