Tíminn - 25.07.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.07.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur 25. júli 1976. TÍMINN 15 Heiðrún Björnsdóttir og Jensina Stefánsdóttir sauma húsgagnaáklæði. opnum við hér meðan dálitil lægð er i efnahagslifinu. Við erum með trésmiðaverkstæði og bólstrun. Þarna vinna um 50 manns, eða hjá fyrirtækinu. Vinnuaðstaða er mjög góð, og fólk, sem hingað kemur, er mjög ánægt með vörurnar, eða hús- gögnin. Margir hafa sagt, að þetta sé nú fallegasta húsgagna- verzlunin, sem það hefur komiö inn i. Þetta er vægast sagt mjög upp- örvandi fyrir okkur, en hér hafa menn reynt að leggja sig fram til þessað allt megi takast sem bezt. — Nú er hér mikið úrval. Hver teiknar þessi húsgögn? — Þessar húsgagnagerðir eiga sér margvislega forsögu. — Við förum á sýningar erlendis að staðaldri og fáum þannig það nýjasta, sem kemur á heimsmarkaðinn. Sumt er svo teiknað her heima, en það er i raun og veru sorgarsaga, hversu illa hefur gengið að fá innlenda húsgagnaarkitekta til þess að vinna fyrir stóru verkstæðin. Við eigum toppmenn i þessu fagi. Menn, sem unnið hafa til verð- launa erlendis, og margir þeirra hafa reynslu i smiðum, — voru húsgagnasmiðiráður en þeir fóru i arkitektaskóla. Húsgögn iðnaðarvara — En hindraði þetta ekki nýj- ungar og sjálfstæðan stil islenzkra húsgagna? — Það kann auðvitað að vera. En við, sem fylgjumst með þessum hlutum að staðaldri gegnum tiðina, sjáum i raun og veru afskaplega fátt „nýtt”. Einhver sagði mér, að orðið „arkitekt” þýddi upphaflega verkamaður, eða sá sem léti hlut- ina gerast. Þessi forna merking orðsins, þyrfti að vera i meira samhengiviðatvinnulifið en núna er. Arkitektar lita á sig sem lista- menn, sumir hverjir a.m.k. en áhrif þeirra eru harla litil hvað varðar húsgagnasmekk,ef ekkert er smiðað eftir þá að heitið getur, vegna þess hversu langt á undan L,inni samtið þeir eru. Húsgagna- iðnaðurinn er fýrst og fremst framleiðslustöð fyrir nauðsynja- vöru, og falurfræðileg þróun verður að haldast i hendur við almennan rekstur og góða, eða viðunandi, afkomu fyrirtækj- anna. Fljótir með nýjungar — En úrvalið. Er það mikið hér miðað við aðra? — Við höfum mikla breidd. Menn þurfa ekki annað en koma hér til þess að sjá það. Stöðugt er verið að vinna að nýjumgerðum. Gert er „model” af þvi sem taka á til framleiðslu og yfirmenn hér ræða málin og gerð er fram- leiðsluáætlun. — Samkvæmt minu mati, er siður en svo minna úrval hús- gagna hér en i sambærilega stórum verzlunum, sem byggja á innflutningi aðveruleguleyti. Við flytjum inn góðar hugmyndir á teiknuðum blöðum, — það bezta sem fram kemur á erlendum sýningum, og erum oft fyrri til að koma fram með nýjungarnar enþeir sem biða verða eftir erlendri framleiðslu, þvi bak við þe-nan vegg þarna er fjölefli fag- manna, sem lætur ekki sitt eftir liggja, þegar nýjungar eru á döf- inni. — Ertu bjartsýnn? — Ég hefi aldrei mátt vera að þvi að lita til baka. Ég lit aðeins fram á við og ég er ekki tiltakan- lega svartsýnn á .islenzka hús- gagnaframleiðslu, annars væri þetta ekki hér, sagði Emil Hjartarson að lokum. JG. NOTIÐ ÞOBESIA KVEIKJUHLUTIR i flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Bretlandi og Japan. ER KVEIKJAN í LAGI? —IIIjOSSB------------< Skipholti 35 ■ Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa — ....... JEPPAEIGENDUR Eigum.aftur fyrirliggjandi 2 gerðir farangursgrinda á Bronco/ Range Rover og Land Rover. Tökum einnig að okkur smiði á aðrar tegundir bila. Sendum í póstkröfu. \ MÁNAFELL H.F. Járnsmiðaverkstæöitopið 8-11 á kvöldin og laugardaga). Laugarnesvegi 46. Heima- simar: 7-14-86 og 7-31-03. Seljast göfug húsgögn ekki? — Þegar þeir svo koma heim með öll verðlaunin, þá vandast hins vegar málið. Þeir vilja breyta, hafa örari breytingar en almenningur vill leyfa, taka ein- hvern veginn stærri skref i fram- tiðina en fólk almennt. Þeir hafa vafalaust rétt fyrir sér i ýmsu. Það má oft bæta smekk al- mennings, og það verulega, en þetta verður að vera samferða, og það er vissulega hægt að fram- leiða svo göfug húsgögn frá fagurfræðilegu sjónarmiði, að þau verði óseljanleg. Það er einmitt þarna, sem hnifurinn stendur i kúnni. — Almenningstengsl eru ekki litils virði i húsgagnaiðnaði. Hús- gagnaiðnaðurinn hefur haft náin tengsl við almenning frá upphafi. Ég er ekki neinn forngripur, en samt hefi ég rætt persónulega við menn, sem ég var að smiða hús- gögn fyrir. Menn segja fyrir um þarfir sinar og tilhögun og húsga gna sm iðurinn gefur ábendingar. Sumar eru til þæginda, aðrar sem gera hlutinn ódýrari, en ella. Mér er til efs, að smekkur þjóðarinnar væri nokkru betri þó við hefðum frá fyrstu tið sagt við þetta fólk, — en góði maður þú hefúr ekkert vit á þessu, við erum sérfræðingar og vitum hvað þér er fyrir beztu. — Við höfum lika haft nána samvinnu við fólk, sem rekur húsgagnaverzlanir, og það hefur svo sannarlega áhuga á fallegum hlutum, enda eru flest isienzk heimili til vitnis um það. Gunnar Baldursson nemi og Halldór ólafsson bólstrari setja utanum sessur. Axel Friðriksson. nemi vi-ð stórvirka, sjálfvirka pússningavél. Sláturhússtjórar Nú er rétti tíminn til að huga að þörfum ykkar — aðeins 2 mánuðir til sláturtíðar HÖFUM Rafdrifin brýni epti cYPP Á Hnífar — allar tegundir Færibandareimar BOÐSTOLUM: Gúmmímottur Vatnsdælur Vatnssíur Háþrýstivatnsdælur Skrokkaþvottabyssur Skrokkaþvottadælur Gólfþvottabyssur Vinnsluborðabyssur Háþrýstivatnsslöngur Klórtæki o.fl. ÁRNI ÓLAFSSON & CO. 40088 a* 40098 Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.