Tíminn - 25.07.1976, Síða 18

Tíminn - 25.07.1976, Síða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 25. júli 1976. Halli á ríkisrekstrinum má ekki haldast áfram Þótt island sé stórt v eröa sums staðar þær aðstæður að æskilegt þykir að menn leggi. á síg erfiði og mikinn kostnaö til að stækka það enn meira. Er það að sjálfsögðu þar sem iandþrengsli skapast vegna þéttbýiis pg aukinna umsvifa. Er þá gripið til þess ráðs, að herja á Ægi og vinna spildur af riki hans. Mynd þessi er tekin i örfirisey, þar sem verið er að aka grjóti á norðaustur strönd eyjarinnar, sem eitt sinn var, en hún er orðin ærið ólík þeirri náttúrulegu lögun sem henni var búin, hefur margfaldazt að stærð fyrir tilverknað manna og stórvirkra tækja og er risið þar mikið athafnasvæði. Timamynd: Hóbert. Góðærið 1970-1973 bær ásakanir i garð rikissqorn- arinnar eru ekki óalgengar, að hún hafi ekki brugðizt nógu fljótt og nógu róttækt við efnahags- vandanum. Verðbólgan og við- skiptahallinn hafi þvi orðið meiri en þurft hefði að verða. Ef talað er tæpitungulaust, fela þessar á- sakanir i sér, að það hefði átt að halda kaupgjaldinu meira niðri og skerða kaupmáttinn á þann hátt. Það hefði m.ö.o. átt að fylgja fordæmi viðreisnarstjórn- arinnar frá 1967-’70. Til þess að svara þessum ásök- unum er nokkur söguleg upprifj- un nauðsynleg. Vinstri stjórnin, sem kom til valda á miðju árið 1971, tók við batnandi viðskiptaárferði. Þetta hélzt nokkurn veginn fram í árs- byrjun 1974. í árslok 1973 var gjaldeyrisstaðan mjög hagstæð. Atvinnuvegirnir hafa sjaldan búið við hagstæðari afkomu en á árinu 1973. Þessi árangur náðist, jM-átt fyrir stórauknar fram- kvæmdir, sökum hinna batnandi viðskiptakjara. Erfilu árin 1974-1975 Skyndileg breyting varð á við- shiptakjörunum á fyrri hebningi ársins 1974. Viöskiptakjörin tóku þá að versna og við það bættust hhtir óraunsæju kaupsamningar I febrúar 1974. Vkstri stjórnin sá strax að hverju stefndi. A6 frum- kvæði Ólafs Jóhannessonar lagöi hún fram i mai 1974 frumvarp, sem fól i sér að verulegu leyti ó- gildingu kaupsamninganna frá þvi i febrúar. Hefði veriö fallizt á þær tillögur, væri efnahagsá- standið nú alít annað. Þvi miður brá þáv. stjórnarandstaða fæti fyrir þetta frumvarp, ásamt meirihluta þingmanna Samtak- anna. Vinstri stjórnin reyndi spmt að hamla gegn fyrirsjáan- legum erfiðleikum atvinnuveg- anna, m.a. með bindingu kaup- gjaldsvisitölunnar. Þeirri stefnu hefur núv. stjórn orðið að halda, þar sem viðskiptakjörin hrið- versnuðu á siðari hluta ársins 1974 og fyrri hluta ársins 1975. Árið 1974 voru þau 10% lakari en árið 1973, og árið 1975 voru þau 15% lakari en árið 1974. Þvi hefur komið til sögunnar nokkur kjara- skerðing, einkum þó ef miðað er við árið 1974. Samkvæmt kenn- ingum sumra þeirra, sem deila nú á rikisstjórnina, hefði hún þurft að verða stórum meiri. Þessu er því að svara, að stjórnin hefur lagt áherzlu á að tryggja næga atvinnu og vinnu- frið, og að spádómar hagfræðinga hafa gengið i þá átt, að hér væri aðeins um stundarkreppu að ræða og efnahagsástandið myndi brátt lagast aftur. Ömurleg reynsla Vegna þeirra, sem halda þvi fram, að betra hefði verið að gri'pa til róttæks samdráttar og meiri kjaraskerðingar, er ekki ó- fróðlegt að rifja upp reynsluna frá kjörtimabilinu 1967-1971, þeg- ar slíkum aðgerðum var beitt. Þær leiddu til stórfellds atvinnu- leysis og stórfelldra verkfalla. Island setti þá heimsmet i verk- föllum og Evrópumet i atvinnu- leysi. Þá töpuðust 700 þús. vinnu- dagar vegna verkfalla og 1300 þús. vinnudagar vegna atvinnu- leysis. 1 kjölfar þessa fylgdi stór- felldur landflótti. Jafnhliða þessu átti sér stað þrefalt til fjórfalt meiri dýrtiöarvöxtur en i öðrum löndum Vestur-Evrópu á sama tima. Ekkert var gert til að byggja upp skipaflotann eða fiskiiðnaðinn á þessum árum. Framsólnarflokkurinn játar fúslega á sig þá ábyrgð, að stefn- an frá 1967-1971 varekki tekin upp aftur, og að ekki var gripið til jafnstórfelldrar kjaraskerðingar og þá. Jafnframt leggur hann megináherzlu á, að batnandi við- skiptakjör verði notuð til þess, að draga úr viðskiptahallanum og verðbólgunni og þannig bætt úr afleiðingum þess, að þjóðin lifði um efni fram meðan efnahags- kreppan var mest. Hallinn á ríkis- rekstrinum Vegna efnahagskreppunnar á árunum 1974-1975 varð nokkur halli á rikisrekstrinum fyrra árið og miklu meiri siðara árið. Þetta hefur á ýmsan hátt eðlilegar skýringar. A kreppuárunum get- ur mikill samdráttur i rikisút- gjöldum orðið til að gera illt verra og orsakað atvinnuleysi i stórum stll. A krepputimum er ekki held- ur heppilegt að hækka skattana og reyna að jafna hallann á þann hátt. Þessvegna er ekki óeðlilegt, þótt halli verði á rikisrekstrinum á krepputimum. Sú hefur lika orðið niðurstaða i flestum ná- grannalöndum okkar, að veru- legur halli hefur orðið á rikis- rekstrinum siðustu árin. T.d. hef- ur hallinn orðið mikill i Banda- rikjunum og Vestur-Þýzkalandi. En mikill halli á rikisrekstr- inum getur hins vegar ekki hald- izt endalaust. Stefnan þarf að vera sú, að unnið sé að þvi, þegar árferði batnar, að draga úr hall- anum og helzt að greiða niður skuldir frá erfiðari árunum. Þetta þarf vel að hafa i huga nú, þegar viðskiptaárferði virðist fara batnandi. Alltaf vaxa kröfurnar Það er hins vegar hægara sagt en gert að hamla gegn vaxandi rikisútgjöldum. Framlög til félagsmála, sem allir virðast sammála um, að séu nauðsynleg, ’ fara stöðugt- vaxandi. Alveg sér staklega má þar nefna heil brigðismálin og tryggingamálin. Af heildarútgjöldum fjárlaga fyrir yfirstandandi ár, sem nema um 60 milljörðum króna, fara rúmlega 35% til þessara tveggja málaflokka. Þrátt fyrir það eru uppi miklar kröfur — ekki sizt af hálfu stjórnarandstæðinga — um að auka þau á þessum vettvangi, án þess að bent sé þó á tekjuöflun á móti. Framlög til skólahalds vaxa á svipaðan hátt, og þó eru uppi kröfur um að auka þau á flestum sviðum. Þá virðist fyrir- sjáanlegt, að framlög in til dómsmála verður að auka, m.a. til að efla rannsóknarlög- regluna. Um framlög til atvinnuveganna og verklegra framkvæmda er það að segja, að þau fara stöðugt hlut-- fallslega lækkandi, miðað við heildarútgjöld fjárlaganna. Hvaðanæva berast líka kröfur um aukin framlög til vega, hafna og flugvalla, svo að nokkuð sé nefnt. Stjórnarandstæðingar taka öflug- lega undir allar þessar kröfur. Hætta verður hallarekstrinum Raunverulega sparnaðarmögu- leika hjá rikinu er vafalaust helzt að finna I mannahaldi hjá rikis- stofnunum. Það er vissulega rétt, að mannahald hefur aukizt gifur- lega hjá ýmsum þeirra. Sú óvenja hefur skapazt, að viðkomandi stjórnvöld heimila oft svokallað- ar lausráðningar, án þess að heimild sé til þess I fjárlögum. Þannig hefur verið farið framhjá þinginu i stórum stil. Með öflugra aðhaldi i þessum efnum má vafa- laust spara talsvert, en þó er hæpið, að gera sér miklar vonir um að starfsmönnum veröi fækk- að að ráði. Hitt mætti sennilega frekar takast, að sporna gegn fjölgun þeirra, ef sýnd væri nægi- leg einbeitni. Það er þvi ekkert auðvelt verk að koma ríkisrekstrinum aftur i það horf, að hann verði hallalaus. En að þvi verður nú hiklaust að stefna, þegar viðskiptaárferði fer batnandi. Hallinn er afsakanleg- ur á krepputimum, en ekki i batn- andi árferði. Viðræður við Efnahagsbanda- lagið Eins og skýrt hefur verið frá hér i blaðinu, fara fram fyrir mánaðamótin viðræður milli Islands og Efnahagsbandalagsins um fiskveiðimál. Þetta verða hreinar könnunar viðræður og mun sendiherra Islands i Brussel taka einn þátt i þeim af hálfu Islands, en viðræðurnar fara fram þar. Það er Efnahags- bandalagið, sem hefur óskað eftir þessum viðræðum og lagt áherzlu á, að þær gætu farið fram fyrir mánaðarmótin sökum sumar- leyfa hjá þvi I næsta mánuöi. Það hefur verið sjálfsögð venja Islendinga að ræða við alla, sem hafa óskað eftir viðræðum um fiskveiðimálin. Vitanlega gildir það einnig um Efnahagsbanda- lagið. ísUndingor munu fara »ér hægt ÞOtt keammarviðræður hefjist nú fyrir mánaftamótin, munu tslendingar fara sér hegt i þess- um málum. Endanleg afstaða þeirra mun ráhast af mati þeirra á . ástandi fiskstefnanna og þá einkum þorskstofnsins. Fyrir- sjáanlegt er, að þorskveiðar veröa meiri á þessu ári á Islands- miðum en heppilegt er. Þetta verður að reyna að vinna upp með betri stjórn á veiðunum á næsta ári. Allt þarfnast þettá gaum- gæfilegrar athugunar, sem hlýtur að taka sinn tima. Ekki er heldur hægt að ræða um þetta til hlitar fyrr en eftir að Alþingi hefur komið saman. Bókun sex Af hálfu sumra aðila innan Efnahagsbandalagsins hefur þvi veriðhótað, að bókun 6 verði felld úr gildi, ef ekki verði búið að semja við Efnahagsbandalagið fyrir 1. desember, þegar Oslóar- samningurinn fellur úr gildi. Af hálfu Islendinga yrði ekki aðeins litið á þetta sem óvináttu af hálfu Efnahagsbandalagsins, þar sem átta af niu aðildarrikjum Efna- hagsbandalagsins eru innan Atlantshafsbandalagsins. Islend- ingar munu ekki fremur bogna fyrir viðskiptastriði en þorska- striði. Islendingar settu sér það mark að ræða ekki við Breta meðan þeir héldu uppi herskipa- innrás. Alveg eins er liklegt að þeir myndu ekki ræða við Efna- hagsbandalagið meðan beitt væri viðskiptaþvingunum eða hótun- um um viðskiptaþvinganir af hálfu þess. í fótspor Ber- linguers Það má segja Þjóðviljanum til hróss, að nýlega birti hann grein eftir Arna Bergmann, þar sem rakin er breytt afstaða Berlinguers, leiðtoga italskra kommúnista, til þátttöku ítaliu I Nato. Berlinguer telur, að brott- ganga ttaliu úr Nato myndi raska valdajafnvæginu og geta valdið nýrrispennu. Hann telur, að hægt sé á grundvelli hernaðarbanda- laganna að vinna að afvopnun og spennuslökun. Hann telur siðast en ekki sizt, að þátttaka I Nato auki öryggi viðleitninnar „til að byggja upp sósialisma i frelsi”. Er ekki kominn timi til að leið- togar Alþýðubandalagsins endur- skoði afstöðu sina til Nato og fylgi þannig fordæmi þess erlends flokksbróður sins, sem þeir dá mest um þessar mundir? Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.