Tíminn - 26.08.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.08.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 26. ágúst 1976 GAFL-INN nefnist nýr veitingastaöur, sem opnaður var nýveriö aö Heykjavikurvegi 68 í Hafnarfiröi. Auk grillrétta og brauös veröur heimilismatur þarna á boöstólum I hádeginu. Einnig veröur Iögö áherzla á aö útbúa heita og kalda rétti fyrir allskonar tækifæri I heimahús og veizlusali, en hægt er aö fá alla þá rétti, sem veitingahúsiö hefur upp á aö bjóöa innpakkaöa til neyzlu annars staöar. Eigendur veitingahússins eru matreiöslumennirnir Jón Pálsson og Einar Sigurösson, sem standa fremst á mynd- inni, en þeim til aöstoöar viö reksturinn eru eiginkonur þeirra Pálmey og Fanney Ottósdætur. Síld söltuð á Djúpa- vogi í' -hs-Reykjavik. — Sildarsöltun hófst á Djúpavogi i gær, aö sögn Hjartar Guömundssonar, kaupfé- lagsstjóra, en þá kom Saxhamar frá Hellissandi meö 60 tunnur af mjög fallegri sild. Sfldina fékk báturinn i reknet i — mikil síld við sunnanverða Austfirði nánd við Hrollaugseyjar i einni lögn, sem þykir nokkuð gott. Slld- in var mjög falleg, um 17% feit og 34 sentimetrar á lengd að meöal- tali. Hjörtur sagði, að mikið virtist af sfld við sunnanverða Austfirði, þvi að þarhefðumenn veriðað fá hana á færi og i þorskanet i Beru- firði og Fáskrúðsfirði. Mikið ann- riki er framundan hjá Ibúum á Djúpavogi, þvi auk sildarsöltunar verður mikil vinna við slátrun á næstunni. OVENJULEGUR ÍSTANGI SUÐUR Á HALAMIÐ Gsal-Reykjavik. — Þaö er nokk- urt ishrafl á Vestfjaröamiöum, og það er aö nokkru leyti úr istanga, sem lá suöur frá Grænlandsfsnum og teygöi sig suöur á Halamiö. Þessi tangi hefur slitnaö i sundur og viröist vera aö eyöast, enda er sá timi enn aö isinn eigi aöeyöast nokkuö hratt, sagöi Páll Berg- þórsson veöurfræöingur I samtali viö Timann I gær. Páll sagði, aö i ishraflinu væru ennfremur molar úr borgarisjök- um og hefði verið nokkuð um borgarisjaka á þessum slóðum, þ.á.m. nokkrir býsna stórir. Ekki kvaö Páll isinn hafa hegð- að sér á annan hátt nú en áður og sagði að ekki væri óalgengt á þessum árstima að hafisinn flæktist suður á Vestfjarðamið frá Grænlandi. — Það kemur fyr- ir yfir sumarmánuðina að Ishrafl kemur á þessar slóðir, einkum i júni, en einnig i júli og ágúst — þó sjaldnar i ágúst, sagði Páll. — Istanginn, sem myndazthef- ur á þessum slóðum, er það eina sem hægt væri aö kalla óvenju- legt i sambandi við hafisinn á þessum árstima, en að öðru leyti er ismagnið við Grænland svipaö og veriðhefurum þetta leyti —og þessi istangi ætti ekki að boða neitt illt fyrir framtiðina. Páll kvað ekkert benda til þess að veturinn yröi slæmur hvað Is áhrærði, en sagði þó, að full- snemmt væri að spá nokkru um það, þareðhaustmánuðirnir gæfu slikt miklu betur til kynna en sumarmánuðirnir. — Það er eink- um hitinn á Jan Mayen, sem gef- ur einhverja visbendingu um vet- urinn, og hitinn þar hefur veriö sæmilegur i sumar, en hitinn á sumrin er þó ekki nándar nærri eins þýðingarmikili og hausthit- inn í þíessu sambandi, sagði PáU að lokum. O Síld 60-70 tonnum i lest. Aðalsteinn sagði, að f jölmargir aðkomubátar hefðu óskað eftir löndunaraöstööu á Höfn, en heimamenn gætu ekki annað öðrum en bátum gerðum út frá Höfn, þ.e. eftir að aUir væru komnir i fullan gang. SæmUega hefur fiskazt i vörpu og á linubáta frá Höfii. AfU llnu- báta hefur verið á mUU 5 og 6 tonn eftir lögnina á frekar stutta lihu. Hann hefur veriö mest ýsa og keila, en afli troUbáta hefúr einnig veriö nokkuð blandaður. o Karfi stofninn heföi farið minnkandi siðan 1973. Gæti hér verið um náttúrulega sveiflu á stofnstærð- inni að ræða, en ekki væri hins vegar óhugsandi að ofveiði ætti hlut að máli. Mest var af karfa- seiðum á Jónsmiðum og Heima- landshrygg, en minnkandi þegar sunnar dró. Talsvert fannst af loðnuseiðum við Austur-Grænland, og ennfremur fundust þar loðnutorf- ur, sem stundum voru mjög stór- ar, en stóðu djúpt. Þorskseiði voru með meira móti við Austur-Grænland og er það i samræmi við niðurstöður úr leiðangri Arna Friðrikssonar. Þessum leiðangri Bjarna Sæmundssonar lýkur nk. sunnu- dag, nema veður hamli mjög þeim rannsóknum sem eftir eru. Leiðrétting 1 frásögn blaösins i gær af hér- aðsmóti framsóknarmanna i Miðgarði var rangt farið meö nafn söngkonunnar, Olafar Kol- brúnar Harðardóttur. Hún var i frásögninni nefnd Anna og leið- réttist það hér. með afsökunar- beiðni. Útboð Tilboö óskast I aö byggja ibúöir fyrir aldraöa viö Dal- braut, i Reykjavlk. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuveg 3, gegn 25.000 kr.- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama staö, miðvikudaginn 29. septembe? 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Einar Ágústsson far- inn til Ungverjalands SJ-Reykjavik. — Opinberri heimsókn Einars Ágústssonar utanrlkisráöherra til Tékkó- slóvakiu lauk i gær, og fór hann og fylgdarlið hans áleiðis til Ungverjalands. I upphafi heim- sóknar sinnar lagði utanrikis- ráöherra blómsveig á minnis- varða óþekkta hermannsins á Zizkov-fjalli. Einar Agústsson og kona hans skoðuöu Prag I fylgd varautanrikisráðherra. Dusan Spacil. Þá átti Einar við- ræður við utanrikisráðherra Tékka Bouhslav Chnoupek og töldu þeir brýnt að ráðstefnan um afvopnun, sem Sovétmenn munu halda, komi fljótt saman, og að öll riki heims taki þátt I henni. Utanrikisráðherrarnir lýstu þvi yfir, að alheimssátt- máli um að beita ekki ofbeldi i alþjóðaviðskiptum yrði mikil- vægur til að efla frið og öryggi i heiminum. Þeir lögðu einnig á- herzlu á mikilvægi ráðstefnunn- ar i Helsinki um öryggi og sam- vinnu I Evrópu. Utanrikisráöherrarnir töldu hlutverk SÞ i friðarviðleitni. Þeir Einar og Chnoupek bentu á mikilvægi þróunarlandanna i lausn alþjóðamála ■ og kváöust reiðubúnir aö styðja sjálfstæði þeirra. Ráðherrarnir ræddu einnig um ástandið i Mið-Aust- urlöndum og á Kýpur, svo og um samskipti Islendinga og Tékka, sem þeir vilja efla. Viðræöur þeirra Einars Ágústssonar og Bouhuslavs Chnoupeks eru sagöar hafa ein- kennzt af vináttu. Einar Agústs- son bauð tékkneska utanrikis- ráðherranum að koma i opin- bera heimsókn til Islands og þáði hann boðið. Raymond að glima við pólitlsk og efnahags- leg vandamál Frakklands. Giscard d’Estaing reyndi ekki aö fá henn til að gegna embætti áfram, en bað hann að fresta þvi að gera afsögnina opinbera þar til i gær, en þá var boðaður fyrsti fundur allrar rikisstjórnarinnar frá þvi forsetinn sneri heim úr heimsókn til Afriku. Þrátt fyrir að búizt hafi verið við afsögn Chiracs, var I gær talið hugsanlegt að Gaullistar þættust nú tilbúnir til þess að láta i ljós andúð sina á forsetanum og hætta stjórnarsamstarfi við hann og flokk hans. Viðbrögð aöalritara Gaullista- flokksins bentu þó til þess, að hann teldi ekki ástæðu til róttækra aðgerða strax. — Jacques Chirac yfirgefur nú embætti sitt af ástæðum sem meðal annars er aö leita I skyldu- rækni hans, og við skiljum og erum samþykkir þeirri athöfn, sagði aðalritarinn I gær. Chirac átti á sinum tima mikinn þátt I þvi að koma d’Estaing i forsetastól i Frakk- landi. Þrátt fyrir að forsetinn er i Sjálfstæða Repúblikana- flokknum, sem er smár, fékk Chirac Gaullista til fylgis við hann i forsetakosningunum 1974, en sá stuðningur gerði d’Estaing kleift að sigra frambjóöanda vinstri manna, Francois Mitterrand. Chirac fékk I staðinn forsætis- ráðherrasætið, en stuttu siöar klemmdist hann á milli þing"- flokks Gaullista og forsetans, en stefnur þeirra i þjóðfélagsmálum eru andstæðar. €1 Koma hans sem eru vinstri-sinnaðir, lýsti i gær tilraunum bandalagsins til að koma áfriði i Libanon sem „leik- húslegum”. Koleilat sagði á fréttamanna- fundi, að friðargæzluher Araba- bandalagsins væri — sokkinn i sandfen i Libanon. Friðargæzluherinn hefur gæzlu áeinum stað við „grænulinuna — sem skiptir Beirút-borg i tvo hluta, milli hægri og vinstri manna, en honum hefur ekki tek- izt aö koma sér upp gæzlustöðum annars staðar i borginni. Nokkrir menn úr friðargæzlu- hernum hafa særzt undanfariö, þegar þeir hafa reyntað koma sér upp nýjum stöðvum. Aðfaranótt gærdagsins var að mestu leyti róleg i Beirút, eftir aö yfirmaður friðargæzluhersins átti viðræður við leiðtoga beggja striðsaðila á þriðjudag, ogreyndi að fá þá til að hætta skothriðinni á ibúðarhverfi höfuðborgarinnar. Yfirmaður friöargæzluhersins, Mohammed Hassan Ghoneim, hershöfðingi, sagði á þriðjudag, að Arababandalagiö reyndi nú aö stööva algerlega öll vopnuð átök i Líbanon, þar sem hugtakið „vopnahlé” hefði enga merkingu íengur. Undanfarna tólf daga hafa báð- ir styrjaidaraðilar haldið uppi sprengjuskothrið á Ibúðarhverfi i Beirút, og hafa margir borgarar látið llfið i þeim. Þrátt fyrir að tilraun hers- höfðingjans til að stöðva þetta virtist i fyrstu ætla að bera árangur, voru fregnir af áfram- haldandi sprengjuhrið farnar að berast siðari hluta dagsins i gær. 0 írska eftir að sendiherra Bretlands I írska lýðveldinu, Ghristopher Ewart-Biggs var myrtur þar I siöasta mánuði. Brezka rikisstjórnin og nokkrir stjórnmálamenn á Norður-ír- landi, þar á meöal Ian Paisley, sem er einn af leiðtogum mót- mælenda þar, hafa fagnað frum- varpi stjórnarinnar. Svo sem búast mátti við hafa bæði löglegi og ólöglegi hluti IRA fordæmt frumvarpið. Engin merki sáust þess þó aö sinni, að þetta. afnám stjórnar- skrárinnar myndi vekja almenn mótmæli i írska lýðveldinu. O íþróttir Heim, Sviþjóð — Spojnia, Pól- landi Elektromes Budapest, Ungverja- landi — Ask og Linz Austurriki Júgóslavnesku bikarhafarnir — Tetran Presov, Tékkóslóvakiu Dinamo Bukarest, Rúmeniu — 1. mai, Rússlandi Velani Rovereto, Italiu — Porto, Portúgal Atlatico Madrid, Spáni — Hapoel Ramat-Gan ísrael Þau lið sem sitja yfir i fyrstu um- ferðinni, eru: V-þýzku bikar- meistararnir (Dankersen eða Ditzenbach, sem leika um þátt- tökurétt), Skovbakken, Dan- mörk, Smuc Marseille, Frakk- land, PSV Eindhoven, Holland, BK Sportsklib Osló, Noregi, St. Otmar, Sviss og Evrópumeistar- ar bikarhafa — Balonmano, Spáni. —SOS. Hringið og við sendum blaðið l um leið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.