Tíminn - 26.08.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.08.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 26. ágúst 1976 Elvar Thorarenssen, 4 ára gam- all drengur tekur fyrstu skóflu- stunguna aö nýju byggingunni. ► / Sjálfsbjörg á Akureyri hefur byggingu nýrrar og fullkominnar endurhæfingarstöðvar KS-Akureyri. — Síðastliðinn laugardag var tekin fyrsta skóflu-. stungan að byggingu nýrrar endurhæf ingar- stöðvar á vegum Sjálfs- bjargar, félags lamaðra og fatlaðra á Akureyri. Fyrstu skóf lustunguna Frú Heiðrún Steingrimsdöttir form. Sjálfsbjargar flytur ávarp við upphaf athafnarinnar. y tók f jögurra ára gamall drengur Elvar Thorar- ensson, sem verið hefur fatlaður frá fæðingu. Nýja byggingin verður um 1700 ferm. að stærð, mjög fullkomin i alla staði og búin öllu þvi bezta, sem völ er á. Auk endur- hæfingar og þjálfunarstöðvar, er gert ráð fyrir leikfimissal, sund- laug, verksmiöjuhúsnæði og fé- lagsaðstöðu i þessari nýju bygg- ingu. Einnig verður aðstaða fyrir lækna og sérhæft starfsfólk. Helztu nýjungar, sem fyrirhug- aðar eru i nýju byggingunni, eru að ætlað er i henni rúm og aöstaöa tilýmissa fyrirbyggjandiaðgerða, einkum i sambandi við atvinnu- sjúkdóma. Verður það i þvi fólgið aö teknir verða starfshópar til meðferðar i hreyfileikfimi (sund og böð) og einnig veröur þar önn- ur sú meðferö, sem þörf er talin á. 1 tengslum við Endurhæfingar stöðina er ætlað að koma upp ibúðum fyrir fatlaöa, þar sem jafnvel fólk, sem ekki er úr bæn- um getur dvalizt á meðan það nýt.ur meðferðar. Til ráðstöfunar til fram- kvæmda á þessu ári eru um 20 milljónir króna til byggingar Endurhæfingarstöðvarinnar, en siðar veröa árlegar fjárveitingar til byggingarinnar. Að sögn Heiðrúnar Steingrims- dóttur form. fél. var mjög knýj- andi að byrja á nýju húsnæði fyrir starfsemi Sjálfsbjargar, sem nú þegar hefur sprengt utan af sér það húsnæði, sem félagið starfar Siðan árið 1960 hefur starfsemi félagsins farið fram að Bjargi við Hvannavelli. Þá voru félagar i Sjálfsbjörg um 70, en siðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt, og eru þeir nú um 240 talsins, auk um 200 styrktarmeðlima. Endurhæfingarstöð hefur verið starfrækt siðustu 5 árin og er að- sókn orðin það mikil að ávallt eru margir á biðlista Magnús Ólafs- son sjúkraþjálfari hefur veitt stöðinni forstööu frá upphafi. Siðan árið 1969 hefur Sjálfsbjörg starfrækt plastiðju aö Bjargi, þar sem framleiddar hafa verið margs konar vörur til raflagna auk annars úr plasti. Eftirspurn eftir plastvörum frá Bjargi er nú miklu meiri en unnt er að anna, en væntanlega stendur það allt til bóta með tilkomu nýs og stærra húsnæðis. Viö athöfnina siðastliðinn laug- ardag bárust Sjálfsbjörg margar gjafir og heillaóskir, og m.a. af- henti form. Berklavarnar á Akur- eyri, Sigrún Bjarnadóttir félaginu 100 þús. kr. að gjöf. 1 stjórn Sjálfsbjargar eru: Heiðrún Steingrimsdóttir form. Haíliði Guömundsson, varaform., Helga Jónsdóttir ritari, Valdimar Pétursson gjaldkeri og Elinóra Rafnsdóttir vararitari. Aðalverk- taki við byggingu nýju Endur- hæfingarstöðvarinnar er Jón Gislason byggingameistari Akureyri. Teikningar gerði Jón Geir Agústsson. Stórvirk tæki hófu þegar störf við framkvæmdirnar. y Timamyndir Karl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.