Tíminn - 26.08.1976, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 26. ágúst 1976
TÍMINN
15
Endurbætur á ákvæð-
um um lífeyrissjóð
bænda
Forseti íslands hefur gefið Ut
bráðabirgðalög um lífeyrissjóð
bænda, og miða bráðabirgðalögin
að þvi, að lifeyrisgreiðslur þessar
verði betur verðtryggðar en
hingað til. t fréttatilkynningu frá
fjármálaráðuneytinu segir:
„Fjármálaráðherra hefur tjáð
mér að brýna nauðsyn beri til að
setja lög um breytingu á lögum
nr. 101 28. desember 1970 um lif-
eyrissjóð bænda, sbr. lög nr
35/1972 og lög nr. 67/1974 um
breytingu á þeim lögum.
ísambandi við lausn kjaradeil-
unnar i febrúarmánuði s.l. gerðu
Alþýðusamband Islands, Vinnu-
veitendasamband Islands og
Vinnumálasamband samvinnufé-
laganna með sér samkomulag um
málefni lifeyrissjóða, þar sem
m.a. var gert ráð fyrir, að lif-
eyrissjóðir á samningssviði
þessara samtaka veittu lifeyris-
þegum sinum, sem rétt eiga skv.
lögum nr 63/1971, serstaka uppbót
árin 1976 og 1977 þannig að h'f-
eyrisgreiðslur þessar verði betur
verðtryggðar en hingað til.
Með lögum nr. 33 20. mai 1976
um breytingu á lögum nr. 63/1971
var þessu áformi hrundið i fram-
kvæmd. Jafnframt var gert ráð
fyrir, að sambærilegar breyt-
ingar vrðu gerðar á lögum um lif-
eyrissjóð bænda. Ekki vannst þó
timi til þess á s.l. þingi að bera
fram sliktfrumvarp þótt ljós væri
þörf slikrar breytingar þegar á
þessu sumri, en hfeyrisfjárhæðir
til aldraðra félaga i lifeyrissjóði
bænda hafa ekki hækkað siðan á
árinu 1974”.
Skýringar þær, sem fylgja
bráðabirgðalögunum, leiða bezt i
ljós málavexti og breytingar þær,
sem gerðar eru. Þær eru svolát-
andi:
„Við setningu laga um lifeyris-
sjóð bænda árið 1970 var i veiga
'‘miklum atriðum höfð hliðsjón af
reglugerðarákvæðum hinna
almennu lifeyrissjóða verkalýðs-
félaga, sem tekið höfðu til starfa
það ár. Jafnframt voru ákvæði II.
kafla laganna um sérstök lif-
eyrisréttindi til handa öldruðum
bændum og mökum þeirra sniðin
eftir ákvæðum laga um eftirlaun
til aldraðra félaga i stéttarfé-
lögum. Ságrundvallarmunur var
þó á bótaákvæðum, að i reglu-
gerðum hinna almennu lifeyris-
sjóða verkalýðsfélaga var kveðið
á um takmarkaða og skilorðs-
bundna verðtryggingu hfeyris, og
samkvæmt 8. grein laga nr.
63/1971 um eftirlaun til aldraðra
félaga i stéttarfélögum hefur ráð-
herra heimild til að ákveða ár-
lega uppbætur á lifeyrisgreiðslur,
en i lögum um lffeyrissjóð bænda
eru engin ákvæði af þessu tagi.
Þessi mismunur stafaði af þvi, að
vegna mjög óhagstæðrar aldurs-
skiptingar var fjárhagsgrund-
völlur hfeyrissjóðs bænda talinn
tiltölulega veikur og útgjöld
vegna II. kafla voru hlutfallslega
mikh. Þetta kemur m.a. fram i
greinargerð nefndar þeirrar, er
samdi upphaflegt lagafrumvarp,
en hún taldi rétt, að möguleikar á
verðtrygginguyrðu athugaðir við
endurskoðun laganna siðar. Með
lögum nr. 67/1974 voru lifeyris-
fjárhæðir samkvæmt eldri úr-
skurðum hækkaðar til samræmis
við úrskurði ársins 1974, en engin
ákvæði voru sett um áframhald-
andi hækkanir.
1 sambandi við lausn kjaradeil-
unnar i febrúarmánuði s.l. gerðu
Alþýðusamband tslands, Vinnu-
veitendasamband íslands og
Vinnumálasamband samvinnufé-
laganna með sér samkomulag um
málefni lifeyrissjóða, þar sem
m.a. er gert ráð fyrir, að lifeyris-
sjóðir á samningssviði þessara
samtaka veiti lifeyrisþegum
sinum, sem rétt eiga samkvæmt
lögum nr. 63/1971, sérstaka upp-
bót árin 1076 og 1977, þannig að
lifeyrisgreiðslur þessar verði
betur verðtryggðar en hingað til.
Þessu áformi var hrundið i fram-
kvæmd með setningu laga nr.33
20. mai 1976.
Höfuðatriði hinna nýju bráða-
birgðalaga eru ákvæði um upp-
bætur á lifeyri. í fyrsta lagi er
sjóðstjórn veitt heimild til að
verja hagnaði af verðtryggðum
skuldabrefum til uppbóta á lif-
eyr isgreiðslur samkvæmt I.
kafla, en shk ákvæði eru nú i
reglugerðum nokkurra lifeyris-
sjóða. t öðru lagi er kveðið á um
hækkun lifeyrisgreiðsina sam-
kvæmt II. kafla til samræmis við
það, sem tiðkazt hefur undanfarin
ár um greiðslur samkvæmt
lögum nr. 63/1971, sbr. áður-
nefnda heimild i 8. gr. þeirra
laga, er. útgjöld vegna þessara
hækkana verða borin af rikissjóði
og Stofnlánadeiid landbúnaðar-
ins, svo sem gilt hefur um önnur
útgjöld samkvæmt II. kafla til
þessa. t þriðja lagi eru i bráða-
birgðalögunum bráðabirgða-
ákvæði um sérstaka uppbót á lif-
eyrisgreiðslur 1976 og 1977, sem
sjóðnum er ætlað að standa undir.
Er hér um að ræða hækkun á
greiðslum samkvæmt II. kafla,
hliðstæða þeirri, sem kveðið er á
um i áðurnefndu samkomulagi,
A.S.t. og vinnuveitenda ásamt
hækkun greiðslna til annarra lif-
eyrisþega sjóðsins, þannigað þeir
geti ekki talizt verr settir. Miðað
við sömu hlutfallshækkun og
kveðið er á um i samkomulaginu
mundu útgjöld lifeyrissjóðs
bænda verðamargfalt þung-
bærarien þeirra sjóða, sem sam-
komulagið nær til. Er þvi i bráða-
birgðalögunum gert ráð fyrir
nokkru minni hækkun til handa
lifey risþegum lifeyrissjóðs
bænda, en tekjur sjóðsins hins
vegar auknar nokkuð til að mæta
útgjaldaaukningunni að hluta.
Engu að siður er gert ráð fyrir að
ráðstafanir þessar verði mun
kostnaðarsamari fyrir lifeyris-
sjóð bænda en lifeyrissjóði verka-
lýðsfélaga og fyrirtækja”.
flokksstarfið
Kjördæmisþing Austurlandi
Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður
haldið dagana 28. og 29. ágúst i Valhöll Eskifirði
Þingið hefst laugardaginn 28. ágúst kl. 14. Auk hinna hefð-
bundnu starfa þingsins verða orkumál Austurlands rædd. Fram-
sögumenn og gestir þingsins verða Jakob Björnsson orkumála-
stjóri og Erling Garðar Jónasson rafveitustjóri Austurlands.
Héraðsmót ó
Austurlandi
Héraðsmót framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið i
Valhöll á Eskifirði, laugardaginn 28. ágúst, og hefst það kl. 21.
Avörp flytja alþingismennirnir Tómas Arnason og Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráðherra. Skemmtiatriði annast
Baldur Brjánsson töframaður, sem sýnir listir sinar, og aust-
firzkir skemmtikraftar syngja með gitarundirleik. Að lokum
verður dansað.
Ungt framsóknarfólk
16. þing SUF verður haldið að Laugarvatni dagana 27.-29. ágúst
n.k.
Vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna sem fyrst og til-
kynnið þátttöku.
Sætaferöir frá Rauðarárstig 18 kl. 17 föstudag. Stjórn SUF
Orðsending til framsóknarmanna
í Kjósarsýslu
Framsóknarfélag Kjósarsýslu hefur nú náð hagstæðum samn-
ingum við Samvinnuferðir, sem gefa félagsmönnum kost á
ódýrum ferðum til Kanarieyja i vetur, en ferðirnar hefjast i
október. Upplýsingar gefur Kristján B. Þórarinsson Arnartanga
42 Mosfellssveit simi 66406 á kvöldin.
ísafjörður
Framsóknarfélag Isfirðinga boðar til fundar á skrifstofu félags-
ins Hafnarstræti 7, sunnudaginn 29. ágúst kl. 17.
Fundarefni: Kosnir verða fulltrúar á Kjördæmisþing. Stjórnin.
TRABANT UMBOÐIÐ
INCVAR HELCASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1
„Mér er mikið ánægjuefni að staðfesta að
Trabant Station 1976 er ég keypti hefur kom-
ið mér þægilega á óvart með hagkvæmni i
rekstri. Billinn fer vel á vegi og er sérlega
snarpur i akstri.
Trabantinn fer meö benzln fyrir kr. 1.470 til 1.540 á 418 km
vegalengd, sem ég ekoft, en þurfti áöur — meöan ég átti nýj-
an lúxusbQ — aö greiða kr. 10.500 á sömu vegalengd. Aö lok-
um: Stillingar og önnur þjónusta fyrirtækisins Ingvar Helga-
sonh.f. hefur reynztmér bæöilipur og örugg. "
Leifur Núpdal Karlsson
Starhólma 2, Kópavogi (Y-1419).
Vorum að fá sendingu
af Trabant-bifreiðum
Eitt mesta úrval borgarinnar af
LEIKFÖNGUM
Brúðuvagnar — Brúðukerrur — Brúðu-
rúm yfir 20 tegundir — Póstsendum.
Leikfangahúsið
Skólavörðustíg 10, sími 14806