Tíminn - 25.09.1976, Side 6

Tíminn - 25.09.1976, Side 6
6 TÍMINN Laugardagur 25. september 1976. 427 kindur fórust í Svartó Mó-Sveinsstööum. Eitt hræ fannst við leit viö Svartá i gær og hafa þvi 427 kindur farizt i ánni. Ekki er ákveðiö hver kemur til meö aö bera tjóniö af þessu slysi, en fundur um þaö mál verður haldinn i upprekstrarfé- laginu viö fyrsta tækifæri. Jón Tryggvason, oddviti i Bólstaöa- hliöarhreppi, sagöi i viötali viö Timann, aö eðli málsins sam- kvæmt væri eölilegast aö tjóniö lenti á upprekstrarfélaginu, en ekki einstökum bændum, vegna þess aö samvinna væri um aö ná fé af afrétti og um réttarstörf. Jón gat þess, aö þegar heföi verið haft samband viö Bjarg- ráðasjóð og heföi af hálfu hans veriö tekiö liklega i þaö, aö sjóöurinn myndi taka þátt i tjóninu, en ósamið er um meö hverjum hætti það yrði. Ekki er fullkannaö, hverjir áttu féö, sem fórst, en öll mörk voru skráö jafnóðum og hræin náöust úr ánni. Hræin veröa öll grafin. Myndirnar á siðunni tók Magnús ólafsson, fréttaritari Timans, viö Svartá, þegar unniö var aö þvi að ná hræjunum úr ánni. Svartá: 1877 - EKKI 1886 Guðmundur Jósafatsson hringdi frá Blönduósi i gær og kvaöst hafa rannsakað betur, hvaöa ár þaö var, er fjárskaöi varö i Svartá með svipuðum hætti og i fyrradag. Sagðist hann hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að það hefði verið 1877, en ekki 1886. Þetta styðst við það, að sá, sem varðveitti lengst minn- ingu um þennan atburð, Jón Jakobsson Espólin, siðast i Köldukinn, sagði þetta hafa verið fermingarárið sitt. En Jón fæddist árið 1863, og mun hafa verið fermdur fjórtán ára.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.