Tíminn - 25.09.1976, Qupperneq 8

Tíminn - 25.09.1976, Qupperneq 8
8 TÍMINN Laugardagur 25. september 1976. Laugardagur 25. september 1976. ALLT frá fyrstu tfö hefur stam valdiö mörgum mannin- um kvöl og pinu. Fyrir þá, sem þetta hrjáir geta einföldustu samskipti viö aöra menn, s.s. aö kynna sig, tala á mannamótum, svara I sima eöa bara panta máltið á veitingahúsi, oröiö hrein martröö. Fram til þessa hafa allar til- raunir til aö vinna bug á stami verið árangurslausar, ef undan er skilin aöferö Demosþenesar. En sagan segir okkur, aö hann hafi stamaö svo ógurlega, aö hann hafi ekki komiö ó- brengluöu oröi út úr sér. Honum datt þvi þaö ráö i hug, aö ganga niöur aö sjónum, stinga upp i sig steinvölu og kalla I kapp viö brimiö. Þetta gaf góöa raun, og varö hann siöar einn mesti ræöusnillingur fornaldar. Sér- fræöingar hafa eytt árum og áratugum i aö reyna aö leysa tilfinningabrenglin, sem þeir segja vera orsökina fyrir stami. Og I þeim tilgangi aö losa þenn- an kviöa og spennu úr sálarlifi manna, hafa sumir læknar meö- al annars reynt aö nota róandi lyf, dáleiöslu og jafnvel raflost. Aörir læknar hafa einbeitt sér aömálnotkuninni sjálfri og hafa ráðlagt sjúklingunum aö syngja eöa hvisla fyrstu oröin i setning- unum eöa aö byrja áttund hærra og siðan lækka róminn niöur i eölilega tónhæö. Þetta hljómar oft hjákátlega og gerir viö- komandi enn vandræöalegri en ella. Núna hafa þó veriö fundnar upp tvær aöferöir, sem eiga al- gjörlega aö lækna stam, meira aö segja hjá þeim, sem þjáöst hafa vegna þess ævilangt. Sú fyrri byggist á notkun litilla taktmæla, sem stamarar bera á sér eins og heyrnartæki. Læknar höföu veitt þvi at- hygli, aö ef stamarar töluöu taktfast, þá jókst mállipurö þeirra. Þvi var fariö aö láta þá nota taktmæla þeim til aöstoö- ar. En þetta leysti ekki vand- ann, þvi aö þó aö þeir gætu heima fyrir og hjá lækninum lært að tala reiprennandi i takt viö mælinn, stömuöu þeir eftir sem áöur, þegar þeir komu út og höföu engan mæli viö höndina. Þá var þaö fyrir nokkrum ár- um, aö John Paul Brady, doktor viö háskólann i Pennsylvaniu, hugkvæmdist aö búa til litla taktmæla, knúna rafmagni, sem hægt var að bera viö eyraö. 1 skýrslu, sem hann sendi frá sér áriö 1971 kemur fram aö i litlum hópi sem hann haföi til meöferö- ar, varö framför hjá 80% sjúkl- inganna. Og siðan hefur þessi aöferö verið notuð i sivaxandi mæli. Læknismeöferöinni er þannigháttaö, aö I fjóra og hálf- an mánuö veröur sjúkl- ingurinn aö mæta vikulega hjá lækni. Þar lærir hann fyrst aö tala i takt viö taktmæli, eöli- legan aö stærö, sem stilltur er á litinn hraöa, eöa um þaö bil sex- tiu orö á minútu. Smám saman er hraðinn aukinn þar til oröin eru komin upp I 112 á minútu, sem er nokkurn veginn eölilegur talhraöi. Þegar þvi marki er náö, byrjar sjúklingurinn aö nota litla mælinn. Fyrst i staö er hann aöeins notaöur heima, siöan meöal kunningja og aö lokum hvar og hvenær sem er. Sjúklingurinn venur sig svo af notkun hans meö þvi aö stytta þann tlma sem hann notar hann dag frá degi, og á sex til tólf mánuöum hefur hann vaniö sig af honum. Þeir, sem gangast undir þessa meöferö, stama yfirleitt mjög mikiö og hafa reynt fjölmargar aöferöir til úrbóta, en allar án árangurs. Sumir eru svo illa haldnir, aö i fyrstu heimsókn sinni til læknisins geta þeir ekki einu sinni gefiö munnlega skýrslu. Meö hjálp mælisins er fljótlega vart einhverra fram- fara I öllum tilfellum, og innan nokkurra mánaöa geta 75% af sjúklingurinn talaö hikstalaust. Hin aðferðin var þróuö af dr. Martin F. Schwartz viö lækna- stööina viö háskólann I New York. Eftir þvi sem Schwartz segir, þá er stam þriskipt keöja áunninna venja. Fyrsti hlekkur- inn er ótti — ótti viö viss orö, visst fólk og vissar aöstæöur, sem oft á rætur aö rekja til at- buröa i æsku. Þar getur veriö um aö ræöa sjúkdóm, slys, kviöa fyrir aö byrja I skóla eöa flytjast til annars bæjar. Annar hlekkurinn sem jafnframt er mest afgerandi, er þaö ástand aö raddböndin læsast, krampi myndast I barkakýlinu sem bein afleiðing af fyrsta hlekknum. Siöan er þriöji hlekkurinn, stamiö sjálft, tilraun til aö losa raddböndin. Til aö reyna aö hindra aö raddböndin læsist, nota sumir aðferð, sem er fólgin i þvi aö mynda t.d. ,,uh” á undan hverri setningu. Winston Churchill, sem stamaöi á sinum yngri ár- um, fann upp á þvl aö setja „m” á undan sumum setningum sin- um. Þetta varö siöar ein- kennandi fyrir ræöustil hans. Til aö mynda sagöi hann „mmmmmm, England mun aldrei gefast upp.” Emmiö hélt raddböndum hans titrandi þannig, aö hann gat talaö án þess aö krampi myndaöist i harkakylinu. Þaö sem þarf aö gera, segir Schwartz, er aö koma i veg fyrir aö raddböndin læsist. Hægt er að koma i veg fyrir þaö á mjög einfaldan hátt. Þaö á aö anda frá sér meö munninum, án á- reynslu eöa fyrirhafnar, og láta loftið streyma beint inn I fyrsta oröið, setninguna eöa máls- greinina. Loftiö frá munninum sér þá um aö halda titringi i raddböndunum. Þá er komiö aö vandamáli, sem er mjög al- gengt meöal stamara, en þarf aö vinna bug á. Þeir hafa til- hneigingu til aö flýta sér aö segja fyrstu oröin i staö þess aö ævinlega á aö segja fyrsta at- kvæöiö hægt. Sé loftiö látið streyma út áreynslulaust en ekki brýst út. og siöan andaö ró- lega án þess aö hika, þarf eng- inn aö óttast, aö hann stami. Þegar svo fyrsta atkvæöið er komiö, er hægt aö halda áfram á hvaöa hraöa sem æskt er. Þessi aöferð er svo einföld, aö flestir læra aö nota hana á innan viö tveim klukkustundum. Aö sögn Schwartz, er þaö ekk- ert vandamál að stööva stam, verra er aö halda þvi niöri. 1 þeim tilgangi tekur hann sjúkl- inga I vikumeðferö átta klukku- stundir á dag. Þaö þýöir þó ekki, aö sjúklingarnir séu undir læknishendi I átta tima, heldur lætur hann þá fara út og nota aðferðina meöal fólks, fara I búöir, veitingahús, tala viö ó- kunnuga og þess háttar. Allt næsta ár eru þeir svo hvattir til aö æfa sig i klukkutima á dag. Klukkutimanum er skipt I fjóra hluta og tekur sjúklingurinn æf- ingarnar upp á segulband, sem hann sendir vikulega á skrif- stofu Schwartz. Hugmyndin á bak við þetta er aö æfa þetta svo oft, aö þaö veröi ósjálfrátt undir öllum kringumstæöum. Rúmlega sjö hundruö sjúklingar, nokkrir aö- eins fjögurra ára aö aldri, hafa gengizt undir þessa meöferö meö góöum árangri. 1 89% til- fella ná sjúklingarnir bata, en það þýöir aö 89 af hverjum hundraö sjúklingum, sem Schwartz hefur haft til meöferö- ar, stama ekki aö ári liönu. mm Dr. Martin F. Schwartz hefur þróaö einfalda aöferð, sem hann segir binda enda á stam. Aöferðin hefur hjálpaö 700 sjúklingum og er notuö I allmörgum skólum og stofnunum. Skdkmótið í Bremen Árangur Guðlaugar mjög glæsilegur Dagana 13.-17. sept. s.l. var hin árlega „Sex landakeppni” i skák háð iBremen i Þýzkalandi. Þátttakendur i keppninni voru Noröurlöndin og V-Þýzkaland. I islenzku sveitinni voru: Ingvar Ásmundsson, Jón Kristinsson, Július Friðjónsson, Magnús Sólmundsson, Omar Jónsson, (unglingur) og Guð- laug Þorsteinsdóttir. Þegar til Bremen kom var það tilkynnt, aö Finnar heföu á seinustu stundu hætt viö þátt- töku — væntanlega af fjárhags- ástæðum. Þar sem Bremenbúar eiga góðu skákliði á að skipa var ákveðið aö táka þá inn i keppn- ina, svo að ekki þyrfti aö „sitja yfir”. Þaö voru þvi aðeins fimm þjóöir i hinni eiginlegu lands- keppni aö þessu sinni. Arangur Islendinga i keppn- inni var þessi: tsland — Noregur 3-3 tsland — Þýzkaland 3-3 tsland — Danmörk 2 1/2-3 1/2 Island — Sviþjóö 3 1/2-2 1/2 tslendingar töpuöu einni keppni, unnu eina en skildu tvis- var jafnir og hlutu 12 vinninga. t keppninni viö Bremen gekk islenzku skáksveitinni illa, hlaut aöeins 1 vinning, þau Guölaug og Ingvar gerðu jafntefli, en hinir töpuöu. Sveit Bremen tap- aði annars stórt fyrir hinum, svo að tap þetta var næsta slysalegt. Úrslit keppninnar milli land- anna fimm uröu: 1,- 2. Noregur og Danmörk 12 1/2 v 3. tsland 12 v. 4. -5. Sviþjóö og V-Þýzkaland 11 1/2 v Séu vinningar Bremen reikn- aðir meö hlaut Noregur flesta vinninga eöa 16 1/2, en ts- lendingar fæsta eöa 13 v. A kvennaboröinu hlaut Guö- laug Þorsteinsdóttir flesta vinn- inga eða 4 af 5 mögulegum. Hún vann 3 skákir og gerði 2 jafntefli og var mjög vinsæl meðal áhorfenda. I lokahófinu hlaut hún verðlaun fyrir frammistööu sina. Magnús Sólmundsson fékk flesta vinninga á 4. borði eða 3 af 5. Móttökur allar voru hinar beztu og ferðin öll hin ánægju- legasta. \ Lýsing 76 Byggingaþjónusta arkitekta hefur opnaö sýningu i sal sinum aö Grensásvegi 11 og ber sýningin heitiö Lýsing 76. Á þessari sérsýningu eru sýnd loftljós, veggljós, útiljós, tenglar, perur o.fl. og sýna bæöi innlendir framleiöendur og innflytjendur. I tilefni af sýningunni hefur Daði Agústsson, rafmagnstækni- fræöingur veriö fenginn til að halda erindi um ljóstækni. Þing Bridge- sarrt- bandsins um helgina Þing Bridgesambands ts- lands veröur haldiö um helg- ina og hefst i dag, laugardag- inn 25. september kl. 13:30 i Hreyfilshúsinu viö Grensás- veg. Tuttugu og sjö aöildarfé- lög, viðs vegar af landinu, sækja þingiö. A dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, laga- breytingar og önnur fram- faramál bridgeiþróttarinnar. TÍMINN List að láni Gsal-Reykjavik. — Þaöeróhætt aö fullyröa, aö listlánadeildinni hafi veriö tekiö mjög vel, sagöi Þóra Kristjánsdóttir hjá Nor- ræna húsinu i samtali viö Tim- ann, en sJ. vor tók Norræna húsiö upp þá nýbreytni, sem jafnframt var nýjung hér á landi, aö lána listaverk út tii al- mennings, á sama hátt og bæk- Opnuö hefur veriö sýning á þeim tistaverkum, sem til útlána eru, i anddyri og bókasafni Norræna hússins. Myndirnar hér á siöunni eru af nokkrum þeim listaverkum, sem fólk getur fengiö aö láni hjá listlánadeildinni. Timamyndir: Róbert. ur. — Þaö hefur veriö mikil eftir- spurn eftir listaverkum, meiri en viö höfum getaö sinnt, sagöi Þóra. — Mjög mikiö hefur boriö á þvi, aö stúdentar, sem búa á stúdentagaröinum, fái myndir aö láni. Þeir hafa flestir tóma veggi og koma þvi hingað á mánaöarfresti og fá myndir aö láni. Auk stúdentanna er mikiö um þaö, aö aörir einstaklingar fái lánaöar myndir, og talsvert er um þaö, aö stofnanir vilji fá myndir. Þá má einnig nefna, aö myndir hafa verið sendar út á land, t.d. fékk bókasafniö á ísa- firöi sendar myndir ekki alls fyrir löngu til þess aö dreifa þar. Um 180 norrænar grafik- myndir eru til útlána i Norræna húsinu, að sögn Þóru, en þaö var Norræna-grafíkbandalagið, sem gaf húsinu myndirnar, eftir að hafa fengið styrkveitingu til kaupa á þeim frá Norræna menningarmálasjóönum. Myndirnar 180 voru valdar á stórri norrænni yfirlitssýningu á grafik, sem haldin var i Bergen i Noregi fyrir u.þ.b. hálfu öðru ári, en sérstök dómnefnd, skip- uð fulltrúum frá öllum Noröur- löndunum valdi myndirnar. Aö sögn Þóru eru svo til jafn margar myndir frá hverju landi, og eiga 12 tslendingar myndiri safni Norræna hússins. Af tslendinga hálfu áttu þeir Þórður Hall og Jón Reykdal sæti i dómnefndinni. Þóra sagöi, aö þrjár myndir hefðu bætzt viö þetta safn, en þaö eru grænlenzkar grafik- myndir, sem Norræna húsiö festi kaup á. Timinn innti Þóru eftir þvi, hvernig þetta safn yrði end- urnýjað, og sagði hún, að enn væri óljóst, hvernig þvi yrði háttaö, en Þóröur Hall og Jón Reykdal, sem báðir eru I stjórn Norræna grafikbandalagsins munu ræöa um þaö mál á næsta stjórnarfundi, en leyfi banda- lagsins þarf til þess aö selja t.d. þessar myndir og kaupa aörar I staöinn. Hjá listlánadeildinni hafa þegar verið skráö yfir 300 útlán, og hefur hingaö til ekki veriö hægt að anna öllu meira, eins og áöur segir, þar eö rammaeign listlánadeildarinnar var af mjög skornum skammti. Nú hefur verið bætt úr þvi, og hafa nú verið settar upp til sýnis, bæöi i anddyri hússins og I bóka- safni, flestar þær myndir, sem enn hafa ekki farið i umferö. Myndirnar eru lánaðar út með sömu kjörum og bækurnar i bókasafni hússins, og er öllum heimilt aö fá mynd til láns, eigi þeir útlánskort. Kostar útláns- kort 50 kr. og gildir i eitt ár. Lánstimi myndar er aö ööru jöfnu 30 dagar. £Mit, ’KHtls&'t.*

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.