Tíminn - 25.09.1976, Page 12

Tíminn - 25.09.1976, Page 12
12 TÍMINN Laugardagur 25. september 1976. BILLY BREMNER Bremner leikur með Hull... — Ég vona aö Hull-liöiö geti notaö krafta mina — þá sem eru eftir — sagöi gamia kempan Billy Bremner, sem hefur nú yfirgefiö herbúöir Leeds, eftir aö hafa leikiö meö Leeds-liöinu i 17 ár. Bremner skrifaöi undir samning viö Hull i gærkvöldi og eru uppi raddir um, aö Hull hafi borgaö Leeds 40 þús. pund fyrir Bremn- er, og aö Leeds ætli aö láta þá peninga renna i vasa Bremner’s sem smá þakklætisvott fyrir þaö, sem hann hefur lagt aö mörkum til aö gera Leeds aö stórveldi I ensku knattspyrnunni. Þaö er ekki aö efa aö Bremner mun koma til meö aö styrkja Hull-liöiö mikiö meö reynslu sinni og baráttugleöi, en hann gefst aldrei upp, fvrr en i fuila hnefana. STAÐAN Staöan i Reykjavikurmótinu i handknattleik er nú þessi: A-riöill: Vikingur............2 2 0 0 47:42 4 Armann..............3 2 0 1 56:54 4 IR..................2 1 0 1 37:30 2 Valur...............3 1 0 2 54:52 2 Leiknir ............2 0 0 2 27:45 0 B-riöill: Þróttur.............2 2 0 0 45:30 4 KR .................2 1 1 0 34:31 3 Fram................2 0 1 1 32:39 1 Fylkir .............2 0 0 2 29:40 0 Keppninni i riölunum lýkur nú um helgina og veröa tveir leikir leiknir i dag: Kl. 15.30: Leiknir — IR Kl. 16.45: Ármann — Vikingur Sunnudagur: Kl. 14.00: Fram — Fylkir Kl. 15.15: KR — Þróttur Kl. 19.00: Leiknir — Valur Kl. 20.15: IR — Vikingur Liverpool mætir Graig og félögum — á St. James Park í Newcastle. Margir kunnir leikmenn verða í sviðsljósinu í Englandi í dag, eftir meiðsli, sem hafa hóð þeim Englandsmeistar Liverpool verða í sviðsljósinu á St. James Park í Newcastle ídag, þar sem þeir mæta hinum markagráðugu leikmönnum Newcastle-liðsins, með Alan Gowling í fararbroddi. Það má búast við að hinir tryggu áhangendur Newcastle, sem eru taldir þeir f jörugustu á Bretlandseyjum, láti vel í sér heyra — og eitt er vist, að þeir heimta sigur á „Rauða hernum". N- irski landsliðsmaðurinn David Graig, fyrirliði New- castle, sem hefur ekki getað leikið með liði sínu s.l. 7 mánuði vegna meiðsla, mun leika með Newcastle í dag. Það má búast við miklu fjöri á Maine Road í Manchester, þegar heimaliðin Manchester City og Manchester United mætast — þar verður hart barist, eins og alltaf þegar erkifjendurnir mætast. Jim Holton, hinn sterki mið- vörður Manchester United, tekur þó ekki þátt i baráttunni með fé- lögum sinum, þvi að hann hefur verið lánaður til Sunderland og leikur með Roger-Park liðinu gegn West Ham i Lundúnum. Alan Foggon, hinn marksækni leikmaður Middlesbrough, sem West Ham er búinn að kaupa, leikur sinn fyrsta leik með liðinu gegn Sunderland. Alex Cropley, sem Aston Villa keypti frá Arsenal á 125 þús. pund i vikunni, mun leika með sinum nýju félögum á Villa Park gegn Leicester. Leicester hefur endur- heimt markaskorarann Bob Lee, sem skoraði 13 mörk s.I. keppnis- timabil og fyrirliðann Jon Sammels, sem hafa verið meiddir. Þessir tveir sterku leik- menn leika i dag i fyrsta skipti með Leicester á keppnistimabil- inu. Fyrirliði Birmingham, Howard Kendall, leikur sinn fyrsta leik á keppnistimabilinu gegn Coventry i dag. Skozki landsliðsmaðurinn Gordon McQueen, hjá Leeds, sem hefur átt við meiðsli að strlða sl. 10 mánuði og þess vegna ekki getað leikið með Leeds, mun leika með liðinu gegn Middlesbrough i dag. — SOS GORDON McQueen... er tilbúinn i slaginn. Júgóslavi á leið til Njarðvíkur — svo framarlega sem hann lætur sig ekki hverfa Njarövikingar hafa nú ráöiö þjálfara frá Júgóslaviu tii aö stjórna 1. deildarliöi sinu i körfuknattleik. Upphaflega áttu þeir von á fyrrum lands- liösþjáifara Júgóslaviu, en Njarövikingar hafa ekkert frétt meira frá honum. Þeim var sagt, aö hann fyndist ekki — væri sennilega farinn úr landi. Júgóslavar gátu útvegaö Njarðvikingum annan þjálf- ara — Vald Marcovic, sem hefur náö mjög góðum árangri sem þjálfari. Marcovic er nú væntanlegur til Njarðvikur innan fárra daga, svo framar- lega, sem hann lætur sig ekki hverfa, eins og hinn þjálf- arinn, sem Njarðvikingar áttu von á. r IR-ingar ætla ekki að kæra r Armann — Viö ætium okkur ekki aö kæra Ármenninga, vegna Jimmy Rog- ers, sagöi Kolbeinn Kristinsson, körfuknattleiksmaöur úr 1R, þeg- ar hann haföi samband viö Tfm- ann i gær. — Þaö hefur aldrei hvarflaö aö okkur aö kæra, þar sem við teljum aö Jimmy Rogers sé iöglegur meö Ármanns-liöinu, sökum þess aö hann lék meö þvi sl. keppnistimabil, sagöi Kol- beinn. STEINDÓR GUNNARS- SON... landsliösmaöur úr Val, sést hér skora gegn Ár- manni um sl. helgi. Steindór skoraði fyrsta mark Reykjavikurmótsins — gegn Víkingi. (Timamynd Gunnar) \ / Annar blær á Valsliðinu við endurkomu Olafs Ben í markið Stórleikur hans gegn IR-ingum tryggði Valsmönnum þeirra fyrsta sigur í Reykjavíkurmótinu Ólafur Benediktsson, landsliðsmarkvörðurinn snjalli úr Val, átfi stórleik í marki Valsliðsins, sem vann sinn fyrsta sigur í Reykjavíkurmótinu í handknattleik— 16:12 yfir IR-ingum. Endurkoma Ólafs í mark Valsmanna, — en hann gat ekki leikið gegn Víkingi og Ármanni vegna meiðsla, setti allt annan blæ á Valsliðið, heldur en verið hefur. Leikmenn liðsins voru miklu öruggari, við það að hafa Ólaf fyrir aftan sig. Ólafur Benediktsson varði af mikilli snilld gegn IR-ingum — langkost, linuskot og skot eftir hraðupphlaup. IR-ingar áttu ekk- ert svar við markvörzlu Ólafs og máttu þeir þola tap. Agúst Svavarsson var eini IR-ingurinn sem ógnaði Valsvörninni — hann skoraði 6 mörk. Gunnlaugur Hjálmarsson átti góða spretti — skoraði 2 mörk. Jón Karlsson og Þorbjörn Guðmundsson voru drýgstir hjá Valsmönnum. Þor- björn skoraði 4 mörk, en Jón skoraði 3. Fjórir leikir voru leiknir i Reykjavikurmótinu i vikunni og urðu úrslit þeirra þessi: Þróttur-Fram..........24:17 KR—Fylkir.............19:16 Valur—1R .........16:12 Armann—Leiknir........26:14 Þróttarar komu skemmtilega á óvart og unnu stórsigur á Fram- liðinu. Þeir náðu frábærum loka- spretti og skoruðu þá 6 mörk i röð, án þess að Framarar gætu svarað fyrir sig. Konráð Jónsson var markhæstur hjá Þrótti — 8 mörk, en Pálmi Pálmason skoraði flest mörk fyrir Fram, eða 7. Unglingar Armanns áttu ekki i vandræðum með „öldunga” Leiknis. Pétur Ingólfsson skoraði flest mörk fyrir Ármann — 9 og Hörður Harðarson skoraði 8. Ar- mannsliðið hefur á að skipa mjög ungum og efnilegum leikmönn- um, sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða i framtiðinni. Von- and i verður Armannsliðið þó ekki eins og Ármanns-liðsins 1964, sem varð aldrei nema efnilegt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.