Tíminn - 25.09.1976, Síða 13

Tíminn - 25.09.1976, Síða 13
Laugardagur 25. september 1976. TÍMINN 13 Traktorar Buvélar Færibandareimar úr ryðfríu stáli fyrir SJÓSKILJUR Vinsamlegast hafið samband við okkur sem fyrst, því nú eru aðeins 3 mánuðir til loðnuvertíðar L>-CAMBRIDGE umboðið ÁRNI ÓLAFSSON & CO. 40088 40098 TfíYGGUR VINUfí - TRAUSTUR ÞJONN 11 5IMI B1E500 ARMULA Tlunda september s.l. afhenti Haraldur Kröyer sendiherra, fram kvæmdastjóri Evrópuskrifstofu Sam einuðu þjóðanna, hr. Winspeare Guicciardi, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Isiands hjú skrifstofu Sameinuðu þjóðanna i Genf. Sterklegur á brún og brá Sækjast sér um líkir Leiðarinn i Dagblaðinu á þriðjudaginn var með sóðaleg- asta móti, og er þá mikið sagt. Þar var talað um fádæma vald- niöslu, einræði i menntamálum og aumingja i ráðherrastól. Nú getur það varla talizt til tiöinda lengur, þó aö æsirógur og vanstilling riði uppi i Dag- blaðinu. En hér fór sem oftar, aö Alþbl. tekur undir, þegar tónninn er gefinn i Dbl. Þegar Dbi. geltir, er þess oft skammt að biða, að Alþbl. fari að urra. Fjarri sé það mér að leggja dóm á hæfileika og lærdóm dr. Braga Jósepssonar, eða reynslu hans við skólastjórn. Ekki skal ég heldur gera litið úr þeim, sem skipa fræðsluráð Reykja- vikur, þó að ég haldi, að þess sé skammt að minnast, að meiri hluti þess vildi skipa yfirkenn- ara, sem ekki hefur kennara- próf. Sagt hefur verið i blöðum, að dr. Bragi hafi hlotið eindregin meðmæli fræðsluráðs. Það er rangt. E.t.v. stafar sú missögn af þvi að blaðamaðurinn veit ekki, hvað eindrægni er. Það voru fimm af sjö, sem mæltu með Braga og það eru ekki ein- dregin meðmæli ráðsins. Ekki bætir Alþbl. sinn hlut i gær, þegar þaö birtir orðrétt úr samningi um fjölbrautaskólann i Breiðholti, að kennarar skuli „skipaöir af menntamálaráð- herra að fengnum tillögum fræðsluráðs.” Siðan kemur ályktun blaðsins á þessa leið. „1 þessari grein er skýrt tekiö fram, að menntamálaráöherra skuli fara að tillögum fræöslu- ráðs.” Þetta er vitleysa. Samningur- inn segir ,,að fengnum tillög- um” en ekki samkvæmt tillög- um eða neitt annað sem bindur ráðherra til að fylgja þeim. Svo spyr hver af öðrum til hvers verið sé að leita álits fræðsluráðs, ef ekkert sé gert með það? Þetta séu fulltrúar al- mennings. Það eru þeir auðvitað, en ráðherrar eru lika fulitrúar almennings. Stundum get- ur okkur raunar sýnzt, að nefndarmenn séu fulltrúar flokksins sins engu siður en al- mennings. En eigi fræðsluráð og skólanefnd að ráða stöðuveit- ingu, þá er óþarfi að vera að ónáöa ráðherra i þvi sambandi. Ráðherra hefur veitingarvaldiö. Það er kannske óþarfi að láta ráðherra veita allar kennara- stöður á landinu, en svo er það nú samt að lögum. Hins vegar kemur það fyrir, að i nefndum fær enginn umsækjandi meiri- hluta. Hvernig á.skólanefnd að Vestur-Evrópa: FÆKKUN KAUPFÉ- LAGSVERZLANA ALLS STAÐAR NEMA HÉRLENDIS -hs-RViK. i nýlegum Sambands- fréttum er að finna eftirfarandi yfirlit yfir 10 veltuhæstu kaupfé- lögin innan INTER-COOP, sem er samstarfsvettvangur samvinnu- heildsöiufyrirtækja i 19 löndum Austur-og Vestur-Evrópu, og auk þess, i israel og Japan. Til samanburðar má geta þess, að heildarvelta SÍS áriö 1975 nam tæplega 22.2 milljörðum, eða 117.5 milljónum dollara. Tiu stærstu kaupfélögin innan INTER-COOP eru: 1) Konsum Stockholm (602 millj.$) 2) CRS Manchester (412 millj. $) 3) DB, Danmörku (360 millj. $) 4) Coop Gyor, Ungverjalandi (357 millj. $) 5) Nada-Kobe Coop, Japan (333 millj.$) 6) WSS Katowice, Pollandi (332 millj. $) 7 U.d.C. de Lorraine Nancy, Frakklandi (323 millj. $) 8) Coop Reg. Saintes, Frakklandi (308 millj. $) 9) ASKO, Saarbrucken (290 millj. $) 10) Produktion, Hamborg (271 millj. $) Það fylgir fréttinni, að viðast hvar i aðildarlöndunum fari kaupfélagaverzlunum fækkandi, vegna þess að litlar búðir séu lagðar niður, en aðrar stærri og færri leysi þær af hólmi. Þessi þróun var greinileg i öllum aðildarlöndum INTER-COOP I Vestur-Evrópu á s.l.ári, nema I einu landi, Islandi. Samkvæmt skýrslunum fjölgaði kaupfélaga- búðum hér um eina, úr 198J 199. LOÐNUVERTÍÐ NÁLGAST Vírnet úr ryðfríu stáli fyrir HROGNASKILJUR veita stöðu, ef umsækjendur eru þrir og þeim fylgja tveirog tveir og einn nefndarmanna? Valdniðsla er ljótt orð um ljótt athæfi. Niðingur er illmenni. En hvort er nú fremur i ætt við valdniðslu, að ganga gegn þvi, sem fimm fræðsluráðsmenn leggja til gegn tillögu sjötta manns og fræðslustjóra, eða þröngva skólastjóra til að taka aðstoðarmann, sem hann óskar ekki eftir? Þvi svara menn eftir þvi sem þeir hafa vitið til. En sé ástæða til að tala um niöing i þessu sambandi, ætti Dagblaðið að leita hans heima fyrir. H.Kr. Nokkrar kýr til sölu Nokkrar ungar úrvalskýr til sölu. Einnig 400 ltr. nýr mjólkurtankur. Daniel Njálsson Breiðabólsstað, Skógarströnd. Simi um Stykkishólm. AUGLYSIÐ I TIMANUM

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.