Tíminn - 20.11.1976, Page 2

Tíminn - 20.11.1976, Page 2
iilllUlli' Laugardagur 20. nóvember 1976 erlendar fréttir • Barnauppboð tíðkast enn á Ítalíu Reuter, Bari á ttaliu. — Fjórir menn hafa verib dæmdir til allt að eins árs fangelsisvist- ar, fyrir illa meöfcrð á ungum dreng, sem framdi sjáifsmorð fyrir nokkru siðan, eftir aö hann hafði verið seldur á verkamannamarkaði á subur- hluta ttaliu. Drengurinn, Michele Co- lonna, var seldur bónda nokkrum I nágrenni Bari á italiu, i ágústmánubi árið 1975. Þá var haldið árlcgt upp- boðl smábænum Altamura, en á uppboði þessu eru börn seld til þrælkunar. Fyrir rétti i Bari kom fram að bóndi sá sem keypti Mic- hele, Giacinto Lorusso, greiddi foreldrum hans 125.000 lirur, rúmlega tuttugu þúsund krónur, í reiðufé fyrir hann, auk þess að hann lét þeim i té nokkurt magn af osti, við, mataroliu og salti. Saksóknarinn i máli mann- anna fjögurra hélt þvi fram að drengurinn, sem gengið hefur kaupum og sölum siðan hann var ellefu ára gamall, hafi unnið fimmtán stunda vinnu- dag að jafnaði, og hafi vinnu- timinn hafist klukkan þrjú að nóttu. í nóvember á siöasta ári, þegar drengurinn var fjórtán ára gamall, skaut hann sjálf- an sig til bana með riffli ,,eig- anda” sins. Mennirnir fjórir, sem dæmdir hafa verið fyrir illa meðferö á drengnum, eru allir fyrrverandi „eigendur” að drengnum. Móðir drengsins bar fyrir réttinum aö hann hefði af sjálfsdáðum hætt I skóla ellefu ára gamall, þar sem hann hefði viljað fara aö vinna og safna sér fé til að kaupa bú- jörö. • Góðir hvítir menn í Suður- Afríku........ Reuter, Jóhannesarborg. — Leiðandi hvitir kaupsýslu- menn i Jóhannesarborg I Suö- ur-Afrlku, tilkynntu i gær að þeir hefðu stofnað sjóð, sem þeir vonuðu aö myndi geta numiö milljónum sterlings- punda, en tiigangur hans væri sá að aöstoöa fjárhagslega þá blökkumenn sem búa við kröppust kjör i landinu. Sjóðnum er ætlaö að styrkja blökkumenn til kaupa á ibúðarhúsnæöi, til menntunar og til þess að koma sér upp að- stöðu til skemmtanahalds. • Flugvöliurinn í Beirút opnaðurá ný Reuter, Beirút. — Alþjóðlegi flugvöllurinn í Beirút vari gær opnabur að nýju fyrir flugum- ferð, eftir að hafa veriö lokað- ur i nær fimm mánuði, vegna borgarastyrjaldarinnar i Libanon. Hann var I gær opnaður undir vernd friöar- gæsluhers Arababandalags- ins. Fyrsta vélin sem lenti á flugvellinum i gær var Boeing 707 vél frá Middle East Air- lines, sem flaug lágt inn yfir borgina og lenti. Þcgar hún snerti jörðina brutust út mikil fagnaöarlæti meðal starfs- manna flugvallarins. Undir kvöld i gær höfðu þrjár vélar til viðbótar lent á vellinum, frá Saudi-Arabiu, Sviss og Frakklandi. Um hundrað og tuttugu farþegar komu meö þeim, en um tvö hundrub fóru meö þeim þegar þær sneru frá Beirút. Midþjónuð ker nýr liður í meng- unarvörnum ÍSAL HV-Reykjavik — Þetta er liður i mengunarvarnakerfi þvi, sem setja á upp, og er komið i tvö ker hjá okkur. Þessar þrjár vikur, sem iiðnar eru frá uppsetningu hefur kerfi þetta reynzt nokkuð vel og viröist jákvætt en fyrri gerðir hafa ekki reynzt nógu hag- stæðar, sagöi Ragnar Halldórs- son, forstjóri islenzka álfélags- ins, i viðtali við Timann i gær. Þessi liður mengunarvarna, sem Ragnar talar um, er uppsetning svonefndra miðþjónaöra kerja i álverinu i .Straumsvik. Þessi tegund kerja gerir kleift að soga ekki minna en 95% af kergufunum til hreinsistöðva, og hreinsa þær þar yfir 99.8% áður en þær fara út i andrúmsloftið. — Þetta er auðvitað aðeins byrjunin, sagði Ragnar ennfrem- ur i gær, en ef útkoman verður áfram jákvæð, þá höldum við sjálfsagt áfram með þetta á næsta ári. Hins vegar er þetta nokkuð mikið fyrirtæki að koma þessu á öll 280 kerin sem hér eru, enda er mikið rask á kerjunum við þetta. Myndin hér fyrir ofan er af öðru kerinu, sem er meö nýja búnaöinum. Mikið vatnsveður d Vestfjörðum: Vegir skemmdust víðast hvar og urðu ófærir gébé Rvik — Hið versta veður gekk yfir Vestfirði i fyrrinótt, og urðu viða skemmdir á vegum vegna aurbleytu og skriðufalla. Úrkoma var geysilega mikil, auk þess sem mikill stormur geisaði Að sögn Arnkels Enarssonar hjá vegaeftirlitinu, urðu nokkrir vegir ófærir á timabili, en i gær- dag var unnib sleitulaust að við- gerðum, og var þeim ekki öllum lokið i gær, þó að á flestum stöðum væri orðið fært á ný. — Skarð kom i Vestfjarðaveg i Bjarnadal i Onundarfirði, en þar var mikið vatnsveður og stormur, sagöi Arnkell. Vegurinn varð ófær á timabili, en var svo aftur orðinn fær um miðjan dag i gær, þar sem tekizt hafði að lagfæra skarðið i vegfyllinguna. Þó sagði Arnkell að mikil vinna væri enn eftir við veginn. — Þá lokaðist vegurinn út i Ketildali, en ekki er vitað hvenær viögerð þar lýkur en vonandi verður það fyrir kvöldið, sagði Arnkell i gær. — 1 Tálkna- firði lokaðist vegurinn rétt fyrir utan þorpið þar sem farið er út i Stóra-Laugardal og varð þar alveg ófær. Aætlað var að reyna að opna veginn i gær eða i dag. — Grjóthrun var talsvert i Patreksfirði við svokallaða Raknadalshlið og minni háttar aurskriður féllu á veginn, en þetta var lagfært strax i gær- morgun að sögn Arnkels. Þá féllu miklar aurskriður i Óshlið og komu töluverð skörð i vegbrún- ina. Þar var unnið við að ryðja veginn, og vonir stóðu til að þvi verki lyki i gærkvöldi. Það verður þó aðeins til bráðabirgða, þvi að mikil vinna er þar enn eftir, sagði Arnkell. — Þorskafjarðarheiði er aðeins fær stórum og kröftugum bifreið- um eins og er, en mikil bleyta og krap er á heiðinni, sagöi Arnkell. Ekki kvað hann hafa frétzt um skemmdir viðar á vegum, en á mörgum stöðum eru vegir blautir og seinfarnir. Norðurd flæðir yfir bakka sina gébé Rvik —Mikil úrkoma var i Norðurárdal i fyrrinótt og varð þvi geysimikið vatns- magn i Norðurá, sem fiæddi yfir bakka sína. Oft er hætta á að fé króist af á eyrum I vatnavöxtunum. Timinn hafði samband við bæinn Hraunsnef i gær, og fékk þær upplýsing- ar, að mestu flóðin væru á Deseyjarengjum, sem á sumum stöðum væru I kafi. Þar gengur mikið af fé, en þar sem vatnið hafði Htið sjatnað i gærkvöldi, var ekkert vitað um hvort féskaðar hefðu orð- iö. Flóðin voru i hámarki i fyrrinótt og gærmorgun, en fóru minnkandi þegar á daginn leið. Mjög mikil úr- koma var, en litið eða ekkrt rok. Algengt að bif reiðaeigend- ur skilji bílana eftir ólæsta og verðmæti á glómbekk FJ-Reykjavík. — Við laus- lega könnun/ sem við í lög- reglunni gerðum á bif- reiðastæðum í Reykjavík, kom í Ijós, að margir bfl- anna voru ólæstir og því auðveld bráð fyrir þjófa, sagði Grétar Norðfjörð, lögreglumaður, á fundi með fréttamönnum í gær. — f ýmsum bílanna voru mikil verðmæti á glám- bekk, víxlar, verðbréf, veski og þess háttar. A vegum F.l.B. i sam- starfi við lögregluna i Reykjavik, er nú hafin herferð til að fá bif- reiðaeigendur til að læsa bilum sinum, þegar þeir skilja þá ein- hvers staðar eftir. — Þjófnaðir á og úr bifreiöum hafa aukizt undanfarin ár, sagði Gre'tar. Mest er um aö stolið sé segulbandstækjum og útvörpum úr bilunum. Þaö væri skynsam- legt, þegar slik tæki eru keypt I bilinn, aö eigandinn léti grafa nafnnúmer sitt á tækin til aö auö- velda lögreglunni að koma tækinu aftur til eigandans. Með þessu gætu þeir sem kaupa notuð tæki lika gengið úr skugga um þaö, að tækið er heiðarlega fengið, en ekki stolið. Varöandi þjófnað á bilum nefndi Gretar dæmi um mann, sem ætlaði að skreppa i tvær minútur inn I hús og skildi kveikjuláslykilinn eftir i bilnum. Þegar hann kom út aftur var bill- inn horfinn og áður en lögreglunni tókst að handsama þjófinn hafði hann ekið á nokkra bila og þannig valdið bifreiðaeigandanum tjóni upp á nokkur hundruö þúsund. Grétar kvað minnst um þjófn- aði úr bilum I Breiðholti og Ar- bæjarhverfi, þar sem bilastæðin eru bezt upplýst. Algengt er, þar sem bilum er lagt i myrkri aö bensinþjófar fari á kreik og einnig er mikið um það að dekkj- um sé stolið undan bilum og jafn- vel heilum girkössum, þar sem þjófarnir geta athafnað sig i ró og næði i skjóli myrkursins. Kvaöst Grétar vita til þess, að upp heföi komizt um unglinga, sem heföu haldið bilum sinum gangandi á stolnu bensini. I.æsift verðmæti inni l faruugursgeymslu eða hanskahiilfí.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.