Tíminn - 20.11.1976, Page 7

Tíminn - 20.11.1976, Page 7
Laugardagur 20. nóvember 1976 7 llllÉli Ctgefandi Framsóknarflokkarinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason.Ritsijórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f., Hækkunarkröfur Landsvirkjunar og Hitaveitu 1 þingbyrjun beitti rikisstjómin sér fyrir þvi, að hleypt yrði af stokkunum sameiginlegri nefnd þingflokkanna og stéttasamtakanna, sem athug- aði möguleika á samstilltum aðgerðum til að draga úr verðbólgunni Gert var ráð fyrir þvi, að nefndin lyki störfum snemma á næsta ári. Þessi nefndarskipun mæltist áreiðanlega vel fyrir hjá þjóðinni. Að visu létu ýmsir uppi efa um, að nefndin gæti náð samstöðu, og aðrir töldu þetta merki um veikleika hjá rikisstjórninni. Vissulega þarf það þó siður en svo að bera vott um veikleika, þótt rikisstjómin leiti samstarfs við sem flesta aðila um þessi mál, heldur er þar fyrst og fremst um hyggileg vinnubrögð að ræða. Fari svo gegn vonum manna, að samstaða náist ekki i nefndinni, hefur tilraunin þó verið gerð og vafalaust verður hún alltaf til þess að skýra mál- in betur og opna betur augu almennings fyrir þvi, sem um er að tefla. Vafalitið hafa menn gert ráð fyrir þvi, að með- an þessi samkomulagstilraun stæði yfir, yrði reynt af hálfu rikisstjórnarinnar að halda sem mest i hófi öllum aðgerðum, sem gætu orðið til að auka verðbólguna á einn eða annan hátt. Þannig stefnir rikisstjórnin lika að þvi að afgreiða fjár- lögin fyrir 1977, án þess að hækka álögur, enda gæti það orðið til þess að herða þær kaup- hækkunarkröfur, sem nú eru i uppsiglingu. Sama verður að sjálfsögðu að gilda um hækkunarkröfur annarra aðila.. Að visu geta komið til undan- tekningartilfelli. En það virðist sjálfsagt, að eng- ar undanþágur, sem máli skipta, verði veittar, nema i samráði við áðurnefnda nefnd meðan hún situr að störfum. Sérstaklega gildir þetta þó um þær hækkunarkröfur, sem geta orðið til að auka dýrtið og verðbólgu. Verði slikum hækkunum skellt á meðan nefndin er að störfum, gerir það verkefni hennar enn örðugra og hlýtur jafnframt að herða kröfurnar i launamálunum. Tilefni þessarar ábendingar er framar öðru það, að nýlega hefur borizt krafa frá Landsvirkj- un um 25% hækkun á orkuverði og krafa frá Hitaveitu Reykjavikur um 15% hækkun á verði heita vatnsins. Hvort tveggja myndi stórauka verðbólguna og herða kauphækkunarkröfur, ef samþykkt yrði. Vafalaust má færa ýms rök fyrir þessum hækkunum, en það kemur á móti, að með þessu er verið að hella aukinni oliu á eld verð- bólgunnar og menn skyldu ihuga vel þær afleið- ingar, sem slikt gæti haft, áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar. Þvi leggur Timinn á- herzlu á, að þessar hækkunarkröfur og aðrar, sem máli skipta, verði ihugaðar og metnar af hinni stóru samstarfsnefnd þingflokka og stétta- samtaka, sem nú er að störfum, og ákvörðun um þær frestað á meðan. Það verður siður að vænta árangurs af störfum nefndarinnar, ef verðbólgu- vélin er látin vera i fullum gangi meðan hún starfar. Hætt er lika við, að menn fari þá að lita á skipan hennar sem sýndarmennsku. Þ.Þ. Lev Voskrene Lev Voskresenskí, APN: Hvers vegna kaupa Sovétríkin korn? Kornuppskeron hefur þrefaldazt á 50 árum Uppskeran i Kazakhstan. ÞÓTT MIKIÐ hafi veriö skrif- að i vestræn blöö um kornupp- skeru Sovétrikjanna, þá vant- ar mikið á, að þær upplýsing- ar, sem þar er að finna, séu fullnægjandi. Til þess að bæta úr þvi, sem þar vantar á, vil ég skýra hér frá nokkrum staðreyndum. t fyrsta lagi kaupa Sovétrik- inekki korn til matar. Jafnvel þegar kornuppskeran varö minnst sl. 10 ár (140 milljón tonn árið 1975) vegna þurrka sem voru alvarlegri heldur en „veðurfarshörmungar aldar- innar” i Vestur-Evrópu s.l. sumar var uppskeran þrefalt meiri heldur en Sovétrikin þurftu til þess að brauðfæða þjöðina til fulls. Sovétrikin skortir fóður- korn. Þá má ekki gleyma þvi, að Sovétrikin flytja ekki að- eins inn korn, heldur flytja þau einnig út kom og standa við skuldbindingar sinar á þvi sviði, einnig á þurrkaárum. Mataræði þjóðarinnar hefur breytzt mjög mikið á timum sovétstjórnarinnar. Arið 1913 var árleg neyzla á mann 200 kg af brauði og 29 kg af kjöti, en nú er neyzlan 142 kg af brauði og 58 kg af kjöti. Brauð er ekki lengur nauösynleg undirstaða daglegrar fæðu, heldur er það að vikja fyrir kvikfjárafurðum, sem eru næringarrikari. Við álitum þó, aö mataræðið hafi ekki breytzt til fulls, og er lögð áherzla á örari þróun kvikfjárræktar. Skortur á fóöurkorni kann þó að tefja fyrir. VISSULEGA er mikil kvik- fjárrækt i Bandarikjunum og V-Evrópu, en enginn skortur á fóðurkorni. Við slikan sam- anburð verður að hafa I huga, að lifs- og veðurfarsskilyrði kornræktarbeltisins i Sovét- rikjunum eru helmingi lakari heldur en i Bandarikjunum og V-Evrópu. Þrir fjórðu af korn- uppskeru Sovétrikjanna fást af svæðum, sem sérfræöingar telja viðsjárverð til kornrækt- ar ýsambærileg tala fyrir Bandarikin er ii%LÞurrkar vofa stöðugt yfir sovézkum landbúnaði. Aður en Sovétrikin hófu að koma kvikfjárræktinni yfir á iðnaðargrundvöll var kom- skorturinn ekki jafnmikill. Ar- ið 1960 er uppskeran af korni ,nam aðeins 125.5 milljónum tonna, fluttu þau út 8,6 milljón tonn en innflutningurinn nam ‘aðeins 2 millj. tonna. Nú, þegar fóöurkornsþörfin nemur oröið yfir 100 milljón- um tonna á ári, er erfitt að fullnægja þörfum kvikfjár- ræktarinnar án innflutnings, jafnvel þegar uppskeran er i hámarki. Vlsindamaðurinn Nemtsjin- ov, einn fremsti hagfræðingur Sovétrikjanna, télur að korn- þörf landsins sé eitt tonn á ári á hvern ibúa. 1980 veröur ár- leg kornframleiðsla komin upp i 235 milljón tonn. Ibúa- tala Sovétrikjanna er hins vegar þegar 255 milljónir. Berum saman vöxt árlegrar meðalkornuppskeru i milljón- um tonna og fólksfjölgunina i milljónum manna. Þær tölur llta þannig út: Kornuppskeran 1961-1965 var 130.3 milljónir tonna til jafnaöar á ári, en 1966 var I- búafjöldinn 232.2 milljónir. Kornuppskeran 1966-1970 var 167.6 milljónir tonna til jafnaðar á ári, en 1971 var I- búafjöldinn 243,9 milljónir. Kornuppskeran 1971-1975 var 181.5 milljönir tonna til jafnaöar á ári, en 1976 var i- búafjöldinn 255.5 milljónir. Sjá má, aö vöxtur korn- framleiðslunnar er örari en fólksfjölgunin, og þess vegna verður hinu æskilega marki, eitt tonn af korni á hvern ibúa náö. Erfitt er þó að segja til um hvenær þaö verður. VESTRÆNIR sérfræðinga? um sovézkan landbúnaö setja kornvandamáliö þannig fram: Kjarni málsins er sá, að fyrir óktóberbyltinguna flutti Rúss- land út korn, en þarf nú að flytja þaö inn. Þet$a sýnir að... En þetta sýnir raunverulega ekkert. Skoðum málið nánar og sjáum af hverju það gerir það ekki: 1909-1913 fluttiRúss- land út um 11 milljón tonn af korni, þegar meöalkornupp- skeran nam um 72,5 milljón tonnum. A þeim tima varkom nálega eini jarðargróöurinn sem ræktaður var (88.5%), og brauð var aðalfæða Ibúa sveit- anna. En þessi útflutningur þýddi engan veginn, að Rúss- land ætti „umframbirgöir” af korni. 1911 liöu 30 milljónir manna (20% þjóöarinnar) hungur i Rússlandi, en kornút- flutningurinn var meiri en nokkru sinni áður eða 13.5 milljón tonn, þar eö markaöur fyrir korn var þá hagstæður. 1926-1929, er samyrkju- skipulagið var að komast á i sovézkum landbúnaði, fram- leiddu Sovétrikin að meöaltali 55 milljón tonn af korni á ári. 1971-1975 var meöalársfram- leiðslan yfir 180 milljón tonn, þ.e. hún hafði meira en þre- faldazt á æviskeiði einnar kynslóðar. Ég ræddi eitt sinn við próf. Noel-Baker, kunnan stjórn- málamann i brezka Verka- mannaflokknum og Nóbels- verðlaunahafa. Upp úr 1920 tók hann þátt i baráttu Frið- þjófs Nansens til hjálpar sveltandi ibúum Volgusvæðis- ins, en miklir þurrkar árið 1921 orsökuðu hallæri i Rúss- landi. 23 milljónir manna höföu ekkert að borða. Próf. Noel-Baker lét sér ekki á sama standa um á- standið i Rússlandi nútimans. Þótt alvarlegir þurrkar herji á landið.erlif þjóöarinnar ekki i veði. Þar er enginnn sultur yf- irvofandi, og verð á matvæl- um helzt óbreytt. Mikilsverð- asti árangurinn er þó, að korn- uppskeran hefur þrefaldazt á tæplega hálfri öld. „Þetta er dæmalaust!” hrópaði Noel-Baker. „Þetta er dæmalaust! Þetta er gifurleg- ur árangur bænda og sovét- skipulagsins.” Þar sem ég átti þess ekki von að fyrrverandi ráðherra i stjo'rnum W. Churchills og C. Attlee gerð- ist talsmaöur samyrkju, spuröi ég hann, hvort ég hefði heyrt rétt ummæli hans hans um árangur bænda og sam- yrkjuskipulagsins. „Já, ég sagði þaö”, svaraði hann.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.