Tíminn - 24.11.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.11.1976, Blaðsíða 8
8 Miðvikudagur 24. nóvember 1976 Bókun Leifs Karlssonar í stjórn SVR: SVR rekið meira og minna sem einka- fyrirtæki örfórra embaettismanna Hér á eftir fer bókun sú, sem Leifur Karlsson, fulltrúi Fram- sóknarflokksins i stjórn SVR, lét gera á stjórnarfundi SVR þann 3. nóvember. Annars staöar á sið- unni birtist mótbókun Sveins Björnssonar, stjórnarformanns SVR, svo og bókanir þeirra Þor- björns Broddasonar, fulltrúa Alþýöubandalagsins og Leifs Karlssonar viö þeirri bókun: ,,Ég tel, aö óeölileg þróun hafi átt sér staö um stjórnarfyrir- komulag SVR. I samþykkt stjórn- ar SVR frá 15. júni segir svo orð- rétt i 3. gr.: ,,c-liöur” ,,aö hafa sumsjón meö rekstri fyrirtækisins”. ,,d-liöur” ,,aö gera tillögur um leiöakerfi strætisvagna eins og þurfa þykir”. Samkvæmt þessum sam- þykktum hef- ur ekki verið unniö alls kostar hjá fyrirtækinu að undanförnu. Sem dæmi má nefna, aö áriö 1975 kaupir fyrirtækiö vörubifreiö (sem nú er skráö R-47102), án þess aö kaupin hafi verið rædd eöa borin undir stjórn SVR. Ekki var heldur gert ráð fyrir kaupunum I fjárhags- áætlun.Tel ég óeölilegt aö kaup á jafndýru tæki skuli eiga sér staö án vitundar stjórnar SVR, og hlýt ég aö átelja þau vinnubrögö harö- lega. Ennfremur má nefna, aö á fundi stjórnar SVR snemma árs 1976 var hreyft hugmynd um ráöningu starfsmanns tii aöstoö- ar forstjóra. Yröi þar um aö ræöa tæknifræöing, hagfræöing eöa rekstrarhagfræöing. ákvöröunar- töku var frestaö. En þaö sem ger- istnæstf málinu er það, aöá fundi 15. september s.l. kynnir formaö- ur stjórnar SVR nýjan starfs- mann, Sveinbjörn E. Björnsson, sem ráöinn haföi verið tæknifræö- ingur SVR án vitundar stjórnar- innar og án undangenginnar aug- lýsingar um starfiö, þrátt fyrir aö um þaö hafi verið rætt, aö þessi staða yröi auglýst. Þessi vinnu- brögö hlýt ég aö átelja harðlega. Ennfremur vil ég nefna, aö starfsmenn SVR hafa á þessu ári hannaö nýja akstursleiö, leiö nr. 14, án nokkurs samráös viö stjórn SVR. Hér er um aö ræöa aksturs- leiö, sem þjóna á alveg nýju hverfi, Seljahverfi. Þetta tel ég ámælisvert, þar sem þeir, sem hönnuöu þessa akstursleiö höföu ekkert umboö til þess, og komiö hefur i ljós, að mjög mikil óánægja er rikjandi meöal ibúa hverfisins, eins og sézt bezt á blaðagreinum, sem birzt hafa aö undanförnu. Einnig tel ég gagnrýnisvert, aö jafn veiga-mikið mál og vetrar- áætlun SVR skuli afgreidd í flýti á stjórnarfundi meö þátttöku aö- eins þriggja af fimm stjórnar- mönnum, þrátt fyrir mótmæli undirritaös, sem taldi eölilegt, aö afgreiöslunni yröi frestaö, unz full mæting ætti sér staö i stjórn- inni. Ljóst er, aö þessi vetraráætlun er meingölluö i veigamiklum atriöum, sbr. bókun undirritaös, og er byggð á sumaráætlun, sem gerö var I tilraunaskyni og engin úttekt haföi fariö fram á. Eöli- legra hefði verið, aö þessi vetrar- áætlun heföi hlotiö miklu itarlegri umræöu I stjórninni. Loks vil ég nefna það, aö þann 11. október s.l. lagöi undirritaöur fram skriflega beiöni til forstjóra SVR þess efnis, aö öryggisút- búnaöur vagna SVR yröi ræddur á næsta stjórnarfundi. 1 dagblaöinu Vfsi þann 26. októ- ber birtist viötal viö Inga Ú. Magnússon, gatnamálastjóra, þar sem hann lýsir þvi yfir, aö vagnar SVR veröi ekki meö neglda hjólbarða í vetrarfærö- inni. Samkvæmt þessu viröast embættismenn utan SVR ráða feröinni um öryggisútbúnaö strætisvagnanna, en ekki stjórn SVR, nema forstjóri SVR hafi tekið ákvöröun um þetta i sam- ráöi viö gatnamálastjóra, fram- hjá stjórn SVR. Slik vinnubrögð átel ég harö- lega, ekki sizt vegna þess, aö ósk- aö haföi veriö eftir því, aö örygg- isútbúnaöur vagnanna yröi rædd- ur sérstaklega i stjórninni. Ég geri þá kröfu, að framvegis veröi unnið hjá SVR, eins og um stjórn i fyrirtækinu væri að ræöa eins og samþykkt um stjórn SVR segir til um en ekki, aö fyrirtækiö sé rekiö meira og minna sem einkafyrirtæki örfárra embættis- manna”. Bókun stjórnarformanns SVR Hér á eftir fer bókun Sveins Björnssonar,. stjórnarformanns SVR, vegna bókunar Leifs Karls- sonar: ,,í tilefni bókunar Leifs Karls- sonar á fundi 3. nóv. s.l. óskar Sveinn Björnsson eftirfarandi bókunar: Ég vil lýsa undrun minni á itrekaðri viöleitni Leifs Karlsson- ar, stjórnar- manns og fyrrverandi vagnstjóra, til að vekja tor- tryggni og ó- ánægju meðal almennings i garö SVR, sbr. viðtal I Timanum 26. sept. s.l. og ofan- greinda bókun. Tel ég óábyrga framkomu hans ósamboðna stjórnarmanni og til þess eins fallna að skaða álit SVR. L.K. gerir sér greinilega sér- stæöar hugmyndir um hlutverk sitt sem stjórnarmanns. Tel ég ásökun hans i minn garö, sem stjórnarformanns, aö ekki hafi verið unnið eftir samþykktum, byggjast á hans eigin túlkun á samþykktum og hlutverki stjórn- ar. 1. Aö kaup vörubifreiöar hafi ekki verið rædd eöa borin undir stjórn SVR. Hér var um aö ræöa kaup á notuöum mjólkurflutningabil, palllausum og frambyggöum, aö kaupveröi kr. 1.5 millj. Var hann útbúinn á eigin verkstæöi til dráttar á ógangfærum stræt- isvögnum, til hifinga og þunga- flutninga vegna biöskýla ásamt skyidri vinnu á athafnasvæði SVR á Kirkjusandi. Höfðu áöur verið notaðir gamlir strætisvagnar til drátt- ar á ógangfærum vögnum. Fylgdi jafnan slysahætta þvi háttarlagi vegna lélegs útsýnis, einkum aftur úr þeim. Þunga- flutningar höföu áöur veriö keyptir aö, samfara talsverö- um kostnaði og töfum. A árinu 1975 seldi SVR nokkra gamla strætisvagna og gafst þá tækifæri til aö gera þær úrbæt- ur, sem lengi höföu staöiö til, með þvi aö eignast eigin verk- stæöisbil. Ráðagerð þessi var borin undir mig sem stjórnarfor- mann og samþykkti ég hana umsvifalaust, enda hefði nýr bill kostaö tæpar 6 millj. kr. Tel ég, aö forstjóri og starfs- menn hans hafi i þessu máli sýnt lofsverða útsjónarsemi og hagsýni. Ætti aö binda hendur forstjóra og starfsmanna hans I svo sjálfsagöri ákvaröanatöku, sem hér um ræöir, tel ég þaö visa leiö til aö drepa niöur frumkvæði og ábyrgö þessara manna. 2. Ráöning tæknifræöings. Eftir aö ég fór aö kynnast starfsskipulagi SVR, geröi ég mér grein fyrir þvi, aö mikil þörf var á, aö fyrirtækiö fengi I þjónustu sina rekstrartækni- fræöing eöa sambærilegan starfskarft. Varö þetta enn brýnna vegna þess aö úr stjórn- unarstörfum hurfu 2-3 menn vegna veikinda og aldurs á ár- inu 1975. A miöju ári 1976 frétti ég af ungum rekstrartæknifræöingi i atvinnuleit. Var mér kunnugt um, aö hann átti völ á störfum þá þegar á 2-3 stööum. Beitti ég mér fyrir þvi, aö hann yröi ráð- inn til starfa frá ágústbyrjun. Er um aö ræöa lausráöningu til áramóta. Ég mat þá stööu, sem hér hefur veriö lýst, þannig, aö það væri brýn ástæöa til aö láta tækifæri þaö, sem hér bauöst til aö ná I nauösynlegan starfs- kraft, ekki ganga úr greipum. Mér var og er fullljóst, að ákvörðun sem þessa má gagn- rýna og gera tortryggilega. Engu aö síöur taldi ég hana rétta meö tilliti til hagsmuna og þarfa SVR. Eftir atvikum teldi ég gagnrýniveröara, ef þessi ákvörðun heföi ekki veriö tekin miðaö viö aöstæöur. 3. Hönnun akstursleiöar 14. L.K. heldur þvi fram, að starfsmenn SVR hafi án um- boös og samráös við stjórn, hannað nýja akstursleiö nr. 14. Hið rétta i þessu máli er, að hér var um að ræöa breytingu á leið, er áöur nefndist Hól- ar—Bakkar. Var þetta hag- kvæm lausn miöað við aöstæð- ur, ella heföi þurft nýja leiö til aö sinna fólki i verkamannabú- stöðum. Auk þess hafði verk- efni Hóla— Bakkaleiöar reynzt of litiö. Að sjálfsögöu er það mis- skilningur L.K., að starfsmenn SVR þurfi sérstakt umboö til aö hanna nýjar leiðir. Þvert á móti er þaö skylda þeirra, eftir þvi sem þörf og reynsla krefst. Ef stjórnarmenn bera ekki traust til þaulreyndra starfs- manna i þessu efni, er vandséð, hvernig leysa á verkefni af þessu tagi. Hvaö sem sam- þykktir segja er óraunhæft, aö stjórn hanni leiðakerfi. Til þess hefur venjuleg stjórn engin skilyrði skilyröi, þekkingu eöa reynslu. 4. Vetraráætlun. Hér bregöur á ný fyrir tor- tryggni og gagnrýni á störf starfsmanna SVR. 1 dagbl. Timanum 26. sept. s.l. kveöst L.K. hafa „mestu vantrú á vetraráætluninni yfirleitt, ef tiöarfar yröi eitthvað svipaö þvi, sem var s.l. vetur” og i bókun, „aö þessi vetraráætlun sé meingölluö I veigamiklum atriðum”. Stangast þetta all-nokkuö á viö bókun hans á stjórnarfundi 15. sept. s.l.: „Ég er samþykk- ur framlagöri vetraráætlun SVR að öðru leyti en þvi, að þjónusta við Selhrygg og leið 12 er alls ófullnægjandi...” Viröist erfitt aö átta sig á tilgangi L.K. með sleggjudómum um vetrar- áætlun, en þvi miður er þess aö vænta, aö talsvert mark sé tek- ið á umsögn vagnstjóra og stjórnarmanns um þjónustu SVR. Aö sjálfsögöu er æskilegt, að áætlanir liggi fyrir I tæka tfö, svo gott tóm gefist til umræöna um þær. Mannfæö hefur valdið, aö ónóg svigrúm hefur gefizt til aö hafa vetraráætlun tilbúna fyrr en tveimur vikum fyrir gildistöku. 5. Oryggi i vetrarakstri. Um þetta mikilvæga málefni fjalla kjörnir fulltrúar vagn- stjóra, og hafa þeir m.a. rætt það beint við gatnamálastjóra og lögregluyfirvöld. Þvi miður er ekki um einhlita lausn að ræöa og eru t.d. naglar, sem öryggisbúnaöur vissulega um- deildir. Snjómunstur, sem nú eru notuð á hjólbörðum SVR-vagna, eru með þvi sem bezt hefur reynzt. Ætlunin er aö Framhald á bls. 19. Leifur Karlsson: Stjórnarformaður SVR gerir enga til- raun til að svara á mólefnalegan hátt Vegna bókunar Sveins Björns- sonar, stjórnarformanns SVR, bókaöi Leifur Karlsson á móti svohljóöandi: „Vegna framkominnar bókun- ar formanns stjórnar SVR á fundi stjórnar SVR 17.11. ’76 varöandi fyrri bókun undirritaös vil ég aö komi skýrt fram: 1. Varöandi kaup á áöurnefndri vörubifreiö felst gagnrýni ekki I þvf, hvaða bfll er keyptur, eöa tilhvers.þar sem undirrituöum var fullkunnugt um, aö nota- gildi bifreiöarinnar var mikiö og full þörf á bifreiöinni, — og hefur hún reynzt vel —, heldur á hvern hátt hún var keypt, — þaö tel ég enn ámælisvert. 2. Ráðning rekstrartæknifræð- ings: Eingöngu var um gagnrýni aö ræöa, sem laut aö þvi á hvernháttþaövargert.ekki aö ekki heföi veriö nauösynlegt aö ráöa starfsmanninn, þannig aö áöur framkomin gagnrýni frá mér stendur enn óhögguö. 3. Hönnun nýrrar leiöar: Sú gagnrýni á fullan rétt á sér. Þrátt fyrir túlkun for- manns á hlutverki stjórnar- manna SVR, þá túlkar undir- ritaður sitt hlutverk sem stjórnarmaöur SVR áfram sem og hann hefur gert hingað til, sem fulltrúi kosins minnihluta I stjórn SVR. 4. Vetraráætlun: Það er farið ýmsum orðum um vetraráætlun. Ég ætla engu þar viö aö bæta, en stend við fyrri ummæli min um hana, og sleggjudómatal formanns breytir engu þar um, og lýsi ég tilraunum hans I þá átt, að gera bókun mina tortryggilega, hlægilega. Aö lokum: Formaöur visar alloft til þess, aö ég sé fyrrverandi strætis- vagnastjóri. Tek ég þaö sem hól, þar sem hann hefur alloft sagt i stjórn SVR, að ég væri sérfróöur um ýmis vandamál SVR. Að þessu séö finnst mér bókun for- manns eingöngu gerö til aö gera mig hlægilegan og tortryggiiegan gagnrýnanda. Hann hefur I engu svarað bókun minni málefnalega, heldur ráöizt á mig persónuiega, — sem er i sjálfu sér litið verk — I þeim tilgangi einum aö þyrla upp moldviöri”. Þorbjörn Broddason borgarfulltrúi: „Tek undir gagnrýni Leifs Karlssonar i Vegna bókunar Sveins Björnssonar óskaöi Þorbjörn Broddason borgarfulltrúi og fulltrúi Alþýðubandalagsins i stjórn SVR eftir, aö eftirfarandi væri fært til bókar: „Avitur for- manns stjórn- ar S.V.R. á hendur einum stjórnar- manni um vinnubrögð, sem fram koma i ofan- greindri bókun hans eru ósæmi- leg meö öllu og lýsa miklum misskilningi á hlutverkum manna i stjórninni. Efnislegar útskýringar for- manns á aödraganda þeirra á- kvaröana, sem Leifur Karlsson gagnrýndi i bókun sinni, breyta engu um réttmæti þeirrar gagn- rýni, sem ég tek i öllum aöal- atriðum undir og hiröi ekki um aö bæta fleiri rökum viö hana. Gagnrýni Leifs Karlssonar var efnisleg og formleg og formaður ætti aö varast að ræða hana á persónugrundvelli”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.