Tíminn - 24.11.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 24. nóvember 1976
9
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrfmur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu
við Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðal-
stræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga-
simi 19523. Verð i lausasölu kr. 60.00. Áskriftargjald kr.
1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f.,
Kjötverðið og sölu-
skatturinn
Það munu sennilega fæstir gera sér ljóst, að af
hverjum þúsund krónum, sem varið er til kaupa á
kjöti eða kjötvörum, fara tvö hundruð krónur
beint i rikissjóð. Sú furðulega skipan hefur kom-
izt á, að söluskattur er ekki greiddur af mjólk eða
fiski en hins vegar af kjöti. Þess vegna verður út-
söluverð á kjöti og kjötvörum 20% hærra en ella.
Margt bendir til, að það yrði á margan hátt til
bóta, að undanþiggja kjöt og kjötvörur söluskatti,
eins og fisk og mjólk, enda er það ekki siður
mikilvæg innlend fæðutegund, sem ætti að auð-
velda fólki að kaupa. Ef söluskattur yrði felldur
niður á kjöti, myndi það hafa nokkur áhrif til
lækkunar á dýrtiðarvisitölu og lækka útgjöld
rikisins og annarra atvinnuveitenda á þann hátt.
Fyrir launþega væri það jafngild kjarabótog
kauphækkun. Þá er mjög liklegt, að það örvaði
svo kjötsölu innanlands, að verulega drægi úr út-
flutningi og þannig yrði hægt að lækka útflutn-
ingsuppbæturnar. Að óbreyttum aðstæðum, má
óttast samdrátt i kjötsölunni innanlands, og mun
það draga þann alvarlega dilk á eftir sér að auka
útflutninginn og þar með útflutningsuppbæturn-
ar, sem eru nú vaxandi baggi á rikissjóði.
Sá meinbugur er að sjálfsögðu á þvi að fella
niður söluskattinn á kjöti og kjötvörum, að það
rýrir nokkuð tekjur rikissjóðs. Þar kemur hins
vegar á móti nokkur lækkun á launagreiðslum og
lækkun á útflutningsuppbótum. Sá sparnaður
myndi vega verulega á móti tekjumissinum, sem
rikið yrði fyrir. Vel mætti svo hugsa sér sparnað
á ýmsum rekstrarliðum, sem gæti mætt þvi, sem
þá væri eftir af umræddum tekjumissi rikissjóðs.
Afnám söluskatts á kjöti og kjötvörum er þvi
vissulega ein af þeim ráðstöfunum, sefn vandlega
ber að athuga sem þátt i þvi viðnámi gegn dýrtið
og verðbólgu, sem rikisstjórnin vill nú hefja i
samráði við stéttasamtökin.
Forðumst verðhækkanir
Það er rétt, sem Morgunblaðið hefur bent á að
undanförnu, að nú verður að stefna markvist að
þvi að afgreiða tekjuhallalaus fjárlög, án nýrra
skattahækkana. Það verður að vera þáttur i
auknu viðnámi gegn verðbólgunni, en jafnhliða
verður að sjálfsögðu að gæta að þvi, að næg at-
vinna verði tryggð. Það er hins vegar ekki nóg að
hafa augun eingöngu á þvi, að þær opinberar á-
lögur hækki ekki, sem eru innan ramma fjárlag-
anna. Það verður lika að fylgjast vel með þeim
opinberum álögum, sem eru utan ramma fjár-
laganna. Þess vegna verður að skoða vel þær
hækkunarkröfur, sem eru bornar fram af Lands-
virkjun, Hitaveitu Reykjavikur, rafmagnsveitum
o.s.frv. Vafalaust hafa þessir aðilar fulla þörf
fyrir hækkanir, svo að hægt sé að halda áfram
ýmsum framkvæmdum, en það gildir ekki siður
um marga framkvæmdaaðila, sem verða að
sætta sig við ramma fjárlaganna. Ef hefja á
raunhæft viðnám gegn verðbólgunni, verður
fyllsta aðgæzla að rikja á öllum sviðum. Og eðli-
legt virðist að um þetta verði ráðgazt við hina
svonefndu verðbólgunefnd og reynt að komast
hjá hækkunum meðan hún situr að störfum.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Biermann getur orðið
áhrifamikill útlagi
AAikil skyssa austur-þýzkra stjórnvalda
Wolf Biermann
FLEST bendir til, að austur-
þýzk stjórnvöld hafi ekki séð
fyrir, hve mikla skyssu þau
voruað gera, þegar þau sviptu
ljóðasmiðinn og dægurvisna-
söngvarann Wolf Biermann
rikisborgararétti og gerðu
hann að vegabréfslausum út-
laga.Þóttsegja megi,aðBier-
mann hafi oft verið óþægi-
legur austur-þýzkum stjóm-
völdum, verður hann það þó
fyrst að ráði eftir að hann
hefur verið gerður útlagi. Eins
og nú horfir, getur mál hans
orðið eittaðalmálið á Belgrad-
fundinum næsta sumar, þegar
fulltrúar þeirra rikja, sem
stóðu að Helsinki-yfirlýsing-
unni, hittast til að ræða um,
hvernig tekizt hefur að fram-
fylgja henni. Þótt það brjóti
ef til vill ekki gegn formi yfir-
lýsingarinnar að svipta Bier-
mannþegnréttindum, þar sem
hvert land hefur rétt sam-
kvæmt henni til að meta
öryggisreglur sinar, er þessi
réttindasvipting eigi að siður
brot gegn anda yfirlýsing-
arinnar, þar sem hún leggur
mikla áherzlu á skoðanafrelsi
ogmálfrelsi. Erfitt verður lika
að halda þvi fram, að Bier-
mann hafi með hálfduldum
ádeilum og skopi i ljóðum sin-
um stofnað öryggi Austur-
Þýzkalands i einhverja hættu.
Hitt getur reynzt öryggi og ,
áliti austur-þýzkra stjórn-
valda mun hættulegra að
svipta Biermann þegnréttind-
um. Margir voru farnir að
vona, að i Austur-Þýzkalandi
stefndii áttina til meira frjáls-
ræðis i andlegum efnum, en nil
þykja þessar vonir hafa illa
brugðizt. Vestrænir fjölmiðlar
velta þvi fyrir sér, hvað hér
hafi verið helzt að verki.
Sumir gizka á, að stjórnvöldin
telji sig þurfa að herða tökin
og meðferðin á Biermann eigi
að veraöðrum til viðvörunar.
Aðrir telja, að hér sé verið að
fara i slóð Kremlverja, sem
ráku Solzinitsin úr landi, og
eigi þetta að auka tiltrú i
Moskvu til austur-þýzku
stjórnarinnar. Loks eru svo
þeir, sem álita, að hérhafi
einkum prússnesk spéhræðsla
og kredduföst smámunasemi
verið að verki.
WOLF BIERM ANsN er
fertugur að aldri, fæddur og
uppalinn i Hamborg. Faðir
hans var kommúnisti og lézt i
fangabúðum na-sista. Bier-
mann gerðist ungur
kommúnisti og mikill and-
stæðingur nasista. Hann taldi
og telur enn, að vestur-þýzk
stjórnvöld hafi sýnt og sýni
mikla linkind gagnvart nasist-
um og nasisma. Þetta var
ástæðan til þess, að hann flutti
til Austur-Þýzkalands 1953 og
hefur hann verið búsettur þar
siðan.Eftirkomuna til Austur-
býzkalands vann hann við
ýmis leikhús, jafnhliða námi,
og bar fljótt á þvi, að hann
væri hagur ljóöa- og laga-
smiður og allgóður söngvari.
Yfirleitt flutti hann ljóö sin og
lög sjálfur. Þótt hann teldi
fleira betur fara i austurþýzk-
um stjórnarháttum en vestur-
þýzkum, varð hann brátt
gagnrýninn á sitthvað i
Austur-Þýzkalandi og túlkaði
þá gagnrýni i ljóðum sinum,
oftast á óbeinan hátt. Þetta
likaði kommúnistum i Austur-
Þýzkalandi illa, en vakti aðdá-
un i Vestur-Þýzkalandi hjá
andstæðingum kommúnista
þar, og varð það ekki til að
bæta fyrir Biermann austan
tjalds. Ljóð og lög Biermanns
bárust til Vestur-Þýzkalands
ogvoru höfð þar i hávegum og
margir i Austur-Þýzkalandi
létu sér þau einnig vel lika.
Arið 1965 settu austur-þýzk
stjórnvöld bann við þvi, að
Biermann kæmi fram opin-
berlega sem ljóðasmiður eða
söngvari. En hann hélt áfram
ljóðagerðinni og lagasmíðinni
ogsöng inn á plötur, sem voru
seldar til Vestur-Þýzkalands,
en þaðan var þeim útvarpað
til Austur-Þýzkalands, þar
sem margir lærðu þau og
sungu við leynileg tækifæri.
Biermann var þannig frægur i
báðum þýzku rikjunum og
sennilega meira en efni stóðu
til, sökum hinna óvenjulegu
kringumstæðna.
BIERMANN hefur oft verið
boðið til Vestur-Þýzkalands,
en hann jafnan hafnað þvi,
sökum þess, að hann hefur ótt-
azt, að hann ætti ekki aftur-
kvæmt til Austur-Þýzkalands
en þrátt fyrir gagnrýni sina
hefur hann heldur viljað
dvelja þar en i Vestur-Þýzka-
landi, þvi að hann telur sig enn
andstæðari stjórnarháttum
þar sökum undanlátsseminn-
ar við nasismann. Fyrir
nokkru fékk hann boð frá sam-
tökum járniðnaðarmanna i
Vestur-Þýzkalandi og ákvað
hann að taka þvi eftir að hafa
fengið loforð austur-þýzkra
stjórnvaida fyrir þvi, að hann
gæti snúiö til Austur-Þýzka-
lands aftur. t Vestur-Þýzka-
landi var Biermann tekið með
kostum og kynjum. Útvarps-
stöðin i Köln réði hann til að
sjá um tveggja tima ljóða- og
söngvaþátt og var útvarpað
frá stórum samkomusal i
borginni. Fagnaðarlætin voru
svo mikil, að Biermann varð
að endurtaka ljóðin og lögin
hvað eftir annað og stóð út-
sendingin i fjórar klukku-
stundir i stað tveggja. Oft
skaut hann þar heldur óþægi-
legu skoti að stjórnvöldum
Austur-Þýzkalands, en út-
sendingin frá Köln náði til
meginhluta Austur-Þýzka-
lands. Orskömmu siðar barst
Biermann tilkynning um, að
hann hefði verið sviptur þegn-
réttindum i Austur-Þýzka-
landi fyrir móðgun við rikið og
ætti hann ekki afturkvæmt^
þangað. Biermann hefur
ákveðið að sætta sig ekki við
þetta, heldur knýja á að fá að
fara austur aftur. Kona hans
og sex mánaða sonur eru i
Austur-Þýzkalandi og hefur
hún lýst yfir þvi, að hún fari
ekki þaðan. Sennilega fengi
Biermann siöur að koma
aftur, ef hún færi til hans.
Samkvæmt fregnum frá
Austur-Þýzkalandi hefur út-
legðardómurinn yfir Bier-
mann vakið meiri mótmæla-
öldu þar meöal rithöfunda og
listamanna en áður eru dæmi
um. Hvarvetna vestantjalds
hefurbrottvisunin mælzt mjög
illa fyrir. 1 forustugrein i
danska blaöinu Politiken var
nýlega komizt svo að orði, að
þessi verknaður væri enn
hörmulegri, þegar þess væri
gætt, að stjórnendur Austur-
Þýzkalands hefðu náð frábær-
um árangri á mörgum
sviðum, t.d. heilbrigðismálum
og fræðslumálum. Þá hefði
þeim tekizt að ná miklum
árangri á grundvelli liinnar
gömlu háborgaralegu tónlist-
ar — og leikmenningar, en
sósialiska alþýðumenningu
hefði þeim ekki tekizt að
skapa. Það væri ekki alræði
öreiganna, sem stjórnaði að-
gerðunum gegn Biermann,
heldur smáborgara leg
embættismennska, runnin af
prússneskum rótum.
Þ.Þ.