Tíminn - 24.11.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 24. nóvember 1976
7
Samvinnumenn hafa haft algera
forystu um nýtingu innlendra
hróefna til iðnaðarframleiðslu
Kaupfélagsstjórafundur,
haldinn i Reykjavik 19. og 20
nóvember, samþykkti svohljóð-
andi ályktun:
„Fundur nær allra kaup-
félagsstjóra landsins, haldinn i
Reykjavik dagana 19. og 20.
nóvember 1976, lýsir undrun
sinni yfir þeim ómaklegu
árásum, sem samvinnuhreyf-
ingin hefur að undanförnu orðið
fyrir i nokkrum dagblaðanna.
Af þessu tilefni leyfir fundurinn
sér að minna á eftirfarandi:
1. Kaupfélögin og Sambandið
eru eign 40 þúsund samvinnu-
manna i landinu og þjóna eng-
um hagsmunum öðrum en hags-
munum almennings og þar með
þjóðarinnar allrar.
2. Samvinnuhreyfingin hefur
jafnan stutt að byggðaþróun og
byggðajafnvægi og hefur þvi
lagt sérstaka áherzlu á þjónustu
við landsbyggðina og atvinnu-
uppbyggingu viðs vegar um
landið, jafnt á sviði verzlunar,
iðnaðar,landbúnaðar og sjávar-
útvegs. Nýjustu dæmin um iðn-
aðaruppbyggingu samvinnu-
manna er að finna á Akureyri i
stækkun Gefjunar, á Egils-
stöðum i Prjónastofunni Dyngju
og á Sauðárkróki, en þangað
flutti Sambandið nýlega eina af
framleiðslugreinum Gefjunar.
3. Ein sterkasta félagsmanna-
heildin innan samvinnuhreyf-
ingarinnar er bændastéttin. Það
hlýtur þvi að teljast eðlilegt, að
samvinnusamtökin hafi fest
mikið fjármagn i vinnslustöðv-
um landbúnaðarins og I iðn-
fyrirtækjum, sem vinna úr hrá-
efnum frá landbúnaði. A sama
hátt hlýtur það að vera fullkom-
lega eðlilegt, að iðnfyrirtæki
samvinnufélaganna fái til
frekari vinnslu þau hráefni, sem
til falla i sláturhúsum og öðrum
vinnslustöðvum félaganna,
enda leitast þessi iðnfyrirtæki
við að fullvinna hráefnin sem
mest i landinu, þannig að starf-
semin skapi sem mesta atvinnu
og sem mestar gjaldeyris-
tekjur.
4. Með stefnu sinni um upp-
byggingu vinnslustöðva og iðn-
fyrirtækja hafa samvinnumenn
haft algera forystu um nýtingu
innlendra hráefna i landinu
sjálfu til framleiðslu iðnvarn-
ings fyrir innanlandsmarkað og
til útflutnings.
Iðnfyrirtæki samvinnumanna
eru óumdeilanlegir brautryðj-
endur i útflutningi á iðnvarningi
úr hráefnum landbúnaðarins,
enda er hlutdeild þeirra i
þessum útflutningi mjög stór.
5. Samvinnumenn telja rétt að
brýna fyrir fólki að gjalda var-
hug við þeim taumlausa áróðri,
sem um þessar mundir er rek-
inn gegn einum höfuðatvinnu-
vegi þjóðarinnar, landbúnað-
inum. Landbúnað þjóðarinnar
ber vissulega að rökræða sem
hvern annan af atvinnuvegun-
um, en augljóst hlýtur að vera
sanngjörnum gagnrýnendum,
að vandamál landbúnaðarins i
dag stafa fyrst og fremst af
þeirri óðaverðbólgu, sem tröll-
riðið hefur islenzku efnahagslifi
á undanförnum árum. Jafn-
framt hefur mat manna á gildi
einstakra atvinnuvega ruglazt
um sinn vegna þeirrar nýorðnu
þróunar erlendis, að sjávaraf-
urðir hafa stórhækkað i verði á
sama tima og niðurgreiðslur á
landbúnaðarafurðum hafa verið
auknar i ýmsum þeirra landa,
sem tslendingar selja land-
búnaðarafurðir til. Hitt ber
jafnframtað hafa i huga, að þótt
sölu- og vinnslukostnaður land-
búnaðarvara hafi vissulega
hækkað mikið hér á landi af
völdum verðbólgunnar, er milli-
liðakostnaður á þessum vörum
hérlendis með þvi lægsta sem
þekkist á Vesturlöndum. Við
umræðu um málefni landbúnað-
arins ber að minna sérstaklega
á, að hráefni frá honum eru nú
orðin undirstöðuþáttur i út-
flutningsiðnaði landsmanna.
Þúsundir heimila eiga allt sitt
undir þvi að hann megi eflast og
dafna.
6. Fundurinn visar algerlega
á bug þeim órökstudda ein-
okunaráróðri, sem einstök dag-
blaðanna hafa rekið gegn sam-
vinnusamtökunum. Það er
vafalaust engin tilviljun, að
áróðri sem þessum er beint
gegn hreyfingunni einmitt nú,
þegar hún er i sterkri sókn i at-
vinnuuppbyggingu sinni viðs-
vegar um landið. Slikar
áróðursherferðir gegn sam-
vinnuhreyfingunni eru þekktar i
sögunni, þegar sérhagsmunaað-
ilar hafa óttazt að hreyfingin
kynni að draga spón úr aski
þeirra. Samvinnuhreyfingin
mun láta órökstuddar árásir
sem vind um eyrun þjóta, en er
ávallt reiðubúin að taka við rök-
studdriog sanngjarnri gagnrýni
og til þess að gefa sem ýtarleg-
astar upplýsingar um málefni
sin. Kaupfélagsstjórafundurinn
hvetur þvi til málefnalegrar
umræðu um stefnu og störf
samvinnuhreyfingarinnar”.
MILLI 110 OG 120 NEMENDUR VIÐ KVÖLDSKÓLANN Á ÍSAFIRÐI
LátíÖ rafmagns-
AÐVENTULJÓS
lýsa upp
Frá starfi Kvöldskólans á tsafirði.
KVÖLDSKÖLINN á Isafirði —
fræðsla fullorðinna — er nú orð-
inn fastur liður i vetrarstarfi Is-
firðinga. Sú breyting varð á
starfsemi skólans nú i haust, að
fræðsluráð tsafjarðar tók við
stjórn og rekstri skólans, en
honum var komið á fót haustiö
1974 fyrir tilstilli nokkurra
menntaskólakennara og hvildi
þungi starfsins að mestu á
hérðum Bryndisar Schram.
Forstöðumaður Kvöldskólans
er nú Lára G. Oddsdóttir.
Starfsemin nú i haust hófst 4.
október og er með liku sniði og
undanfarna vetur. Kennt er i
bókfærslu, dönsku, ensku (3
flokkar), frönsku, spænsku,
stærðfræði (námsefni grunn-
skóla), vélritun, þýzku og is-
lenzku fyrir útlendinga. I fram-
angreinda flokka eru innritaðir
milli 110 og 120 nemendur.
Kennarar Kvöldskólans eru 10
og láta þeir mjög vel af náms-
gleði nemenda, sem eru á aldr-
inum 15-68 ára, segir i frétt frá
skólanum. Kennsla fer fram i
Gagnfræðaskólanum á mánu-
dags-, þriðjudags- og miðviku-
dagskvöldum frá kl. 19:30 til
22:30.
I undirbúningi eru námskeið i
meðferð og viðhaldi bifreiöa,
ljósmyndun/ framköllun, al-
mennum smiðum, myndlist,
fundarstjórn/ fundarsköpum,
siglingafræði, er veiti réttindi til
stjórnar fiskiskipum allt að 30
lestir o.fl.
Kanaríeyjar
Þeir, sem ferðasttil Kanaríeyja at-
hugi, að verzlunin Kanta s.l. er ein
vinsælasta verzlunin, sem íslend-
ingar eiga viðskipti við i Kaspah
verzlunarhverfinu á Playa del
Ingles.
Verzlunin selur m.a.:
Or, klukkur, vasatölvur, Ijós-
myndavélar, linsur, sýningarvélar,
rafmagnsf löss, filmur, kasettur,
kveikjara, ilmvötn, minjagripi,
stereosett, segulbönd, kasettutæki í
bíla með útvarpi, talstöðvar í bíla,
labb-rabb tæki, sjónvarpstæki lita-
og svart/hvít.
Ábyrgð veitt á seldri vöru.
Leggjum mikla áherzlu á lipra og
góða þjónustu.
Lægra verð fyrir Islendinga.
Verið velkomin!
heimíliö í skammdeginu.
/
C/tutnm S$>%eiióóan h.f.
KANTA S. L.
Nónari upplýsingar: KASPAH 34
Pósthólf 273 PLAYA DEL INGLES
Reykjavík Akureyri og umboósmenn
Vestmannaeyjum