Tíminn - 25.11.1976, Side 5

Tíminn - 25.11.1976, Side 5
Fimmtudagur 25. nóvember 1976 5 Samstaða verkafólks og ndmsmanna gegn kjaraskerðingu ríkisvaldsins á dagskró — 1. des. samkomu stúdenta Gsal-Rvik. — Aö venju munu stúdentar halda upp á fullveldis- daginn 1. desember meö sam- komu í Háskólabíói. Dagskrá hennar aö þessu sinni er helguö efninu: Samstaöa verkafólks og námsmanna gegn kjaraskeröingu rikisvaldsins. Auk námsmanna flytja stutt á- vörp: Aðalheiður Bjarnfreðsdótt- ir form. Sóknar, Jósep Kristjáns- son sjómaður Raufarhöfn og Snorri Sigfinnsson verkamaöur á Selfossi. Söngsveit alþýðumenningar, örn Bjarnason og Spilverk þjóð- anna flytja tónlist á samkomunni, sem tekur um einn og hálfan tlma i flutningi — og verður útvarpað. Gæzlumenn ferðastaða stofna með sér félag NÝLEGA var stofnað i Reykjavik „Félag gæzlumanna Ferðafélags Islands og Náttúruverndarráðs”. Stofnfélagar eru 17, og voru siö- astliðið sumar gæzlumenn -f Jökulsárgljúfrum, Skaftafelli skálum Ferðáfél. Isl. Markmið félagsins er aö ga hagsmuna félagsmanna, e. kynni og samstöðu þeirra ir byrðis og tengsl við aðra star| hópa, svo sem þá, er skipuleg^ hópferðir um landið þvert endilangt, segir i frétt frá fél| inu. Veruleg gatnagerð víðs vegar um land — Byggðasjóður Idnar 115 millj. kr. til framkvæmdanna MÓ-Reykjavik- A þessu ári mun 784 millj. kr. veröa variö til fram- kvæmda viö gatfnageröi sveitar- félögum viös vegar um land, auk þess fjár, sem variö er til fram- kvæmda i Reykjavik, tsafiröi, Akureyri, Vestmannaeyjum og þéttbýlisstööum á Reykjanesi. Ariö 1974 voru lög samþykkt á Alþingi, þar sem sveitarfélögum var heimilaö aö ieggja á sérstök gatnageröargjöld vegna lagning- ar bundins slitlags i þéttbýli, og jukust þá þessar gatnageröar- framkvæmdir aö mun. Á sama tima ákvaö st jórn Byggöasjóös aö lána fé til þeirra sveitarf élaga á svokölluöu Byggöasjóössvæöi, sem stæöu i gatnagerðarfram- kvæmdum, enda geröi stjórnin sér Ijóst, aö hér var um þjóöþrifa- mál aö ræöa. Lán Byggðasjóðs til þessara framkvæmda nema samtals 115 millj. kr. á þessu ári. Þá mun Lánasjóður sveitarfélaga lána rúmlega 128 millj. kr. og úr svo- köliuðum 25% sjóði munu sveitar- félögin fá 88 millj. kr. Þessi 25% sjóður er þannig til kominn, að 25% af fé þvi, sem árlega er varið til þjóðvega i þéttbýli, er ráðstaf- að af fjárveitinganefnd Alþingis til þeirra sveitarfélaga, sem sér- staklega þurfa þess með vegna framkvæmda við gatnagerð. Samtals eru það 28 sveitar- félög, sem sóttu um lán úr byggðasjóði i ár, og teljast full- nægja skilyrðum sjóðsins fyrir lánum. Alls mun verða unnið fyrir meira en 50 millj. kr. i fimm sveitarfélögum. Þar er Sauðár- krókur hæstur með 86 millj. kr. A Húsa vik verður unnið fyrir rúmar 60 millj. kr. og á Neskaupstað verður unnið fyrir 55 millj. kr. Þá verðurunnið fyrir rúmar 53 millj. kr. á Akranesi og um 50 millj. kr. á Selfossi. Kosning í Háskólaróð gébé Rvik. — í gær fór fram kjör tveggja fulltrúa stúdenta i há- skólaráö. Úrslit urðu þau, að A- listi Vöku fékk 618 atkvæði eða 45,64%, en B-listi vinstri manna fékk 736 atkvæði eöa 54,36%. Þvi var Gylfi Arnason kjörinn til setu i háskólaráöi fyrir liönd vinstri manna til 1. ágúst 1978, en fyrir Vöku situr Berglind Asgeirsdóttir i ráðinu til 1. ágúst 1977. Dræm kjörsókn var eða aðeins 51,69% að sögn Asgeirs Magnús- sonar formanns kjörstjórnar. Kjörfundur stóð frá kl. 9 i gær- morgun til kl. 18, en talningu lauk á niunda timanum i gærkvöldi. Vængir hf.: Yfirfiugvirk- inn kominn gébé Rvik. — Hinn nýi yfir- flugvirki fiugféiagsinsVængja hf„ Ralph Hall, kom til iands- ins i gær. Sótt mun veröa um atvinnuleyfi fyrir hannhér á landi og mun Flugvirkjafélag tslands vera þvi meðmælt. Samgöngumálaráöuneytinu mun veröa tilkynnt um ráön- ingu hans, að sögn Guðjóns Styrkárssonar, stjórnarfor- manns Vængja hf. — Það er nú beöið eftir endanlegri afgreiöslu á umsókn um flug- rekstrarleyfi, en umsóknin var send slöast I október s.l. sagöi Guöjón. önnur Twin Otter flugvél Vængja hf. ntun verða flughæf og tiibúin til áætlunarflugs á morgun, föstudag, og er því áðeins beöið eftir afgreiösiu flugrekstrarleyfis- Hornfirðingar uppbyggingu A FUNDI hreppsnefndar Hafnar- hrepps hinn 11. nóv. sl. kom m.a. fram,aðárin 1975 og 1976varskv. fjárlögum áætlað að verja kr. 14 millj. til flugvallarins á Horna- firði. Þar sem engar fram- kvæmdir né undirbúningsfram- kvæmdir hafa verið við flugvöll- inn þau tvö ár, sem hér um ræöir, skorar fundurinn á alþingismenn og yfirvöld að láta m.a. gera heildaráætlun um fullnaöarupp- byggingu Hornafjarðarflugvallar á sem allra skemmstum tima og nái áætlun þessi til allra þátta, segir i frétt frá hreppsnefndinni. vilja hraði flugvallar Fundurinn leggur rika áheií á, að verkið verði unnið sem í fyrst til að tryggja öruggari samgöngur en verið hafa. Þá leggur fundurinn til, ab'| þverbrautin A-V verði end byggð, breikkuð og lengd i 120 og siðan búin brautar- og aðflug hallaljósum svo hún notist án tSt> markana. 2) tækjabúnaði verfti komið upp til aö svara þeim nýjú' tækjum, sem nú er verið að koma fyrir i Fokker flugvélum Flugfé- lagsins. 3) N-S flugbrautin verði lengd i 1500 m. Rekstur Stangaveiðifélags Reykjavíkur hagstæður 1976 a arinu Aöalfundur Stangaveiöifélags Reykjavikur var haldinn aö Hótel Loftleiöum, sunnudaginn 21. nóv. si. i skýrslu formanns, Baröa Friörikssonar, hrl„ kom fram aö rekstur félagsins hefur veriö hag- stæöur á árinu 1976, og nam rekstrarafgangur eftir afskriftir kr. 3.681.041.-. Sala veiðileyfa gekk meö allra bezta móti. A vegum félagsins eru starfandi 11 nefndir, þar af eru 7 umsjónarnefndir fyrir þær ár og vatnasvæði, sem félagið hefur á leigu, auk kennslu- nefndar, fiskiræktarnefndar, bikarnefndar og hús- og skemmtinefndar. Ennfremur starfar fulltrúaráð, skipað 15 mönnum. Félagsmenn eru nú 1235. Barði Friðriksson, sem verið hefur formaður félagsins undan- farin 5 ár, baðst undan endur- kosningu. Voru honum þökkuð mikil og heilladrjúg störf i þágu félagsins. Formaður félagsins var kosinn Magnús Ólafsson læknir, en aðrir i stjórn eru Karl Ómar Jónsson, verkfræð- ingur, varaformaður, Karl Guðmundsson, ritari Þórður Jasonarson, gjaldkeri Eyþór Sig- mundsson, Runólfur Heydal, Sverrir Þorsteinsson og Ólafur G. Karlsson. Framkvæmdarstjóri félagsins er Friðrik D. Stefáns- son, viðskiptafræðingur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.