Tíminn - 25.11.1976, Qupperneq 6
6
Fimmtudagur 25. nóvember 1976
Ályktanir Kjördæmisþings framsóknarmanna á Norðurlandi eystra
Jafna þarf lífsaðstöðuna í landinu
og auka fjölbreytni atvinnulífsins
Kjördæmisþing framsóknar-
manna i Norðurlandskjördæmi
eystra var haldið að Húsavik
30.-31. okt. sl. Þar voru fjölmörg
mál rædd og margar ályktanir
gerðar. Hér verða ályktanirnar
birtar, og þá fyrst um sérmál
kjördæmisins, siðan ályktun um
skattamál og loks almenn
stjórnmálaályktun.
AAisjafnlega er að
landsmönnum búið
Kjördæmisþing framsóknar-
manna i Norðurlandskjördæmi
eystra 1976, lýsir óánægju sinni
yfir þvi hve litið hefur áunnizt
um framkvæmdir ályktana
fyrri þinga um jöfnun lifsað-
stöðu fólksins i landinu og legg-
ur sem fyrr áherzlu á að jafnað-
ur verði sá efnahagslegi og
menningarlegi aðstöðumunur,
sem orsakast af staðsetningu
höfuðstöðva hinna ýmsu þjón-
ustugreina, svo sem innflutn-
ingshafna, verzlunarstaða,
simaþjónustu og yfirstjórnar
rikisins. Jafnframt bendir þing-
ið á, að mjög misjafnlega er að
landsmönnum búið i ýmsu
félagslegu tilliti, svo sem gagn-
vart skólagöngu, nýtingu
iþróttamannvirkja, afnotum
sameiginlegra menningarstofn-
ana þjóðarinnar, heilbrigðis-
þjónustu og svo mætti lengi
telja. Þingið leggur áherzlu á að
unnið verði að eftirtöldum verk-
efnum til að jafna svo sem frek-
ast er unnt þennan aðstöðumun:
1. Komið verði á jöfnun verðs á
neyzluvörum og þjónustu, eöa
aðrar leiðir farnar, sem bæta
mönnum verðmuninn, t.d.
með skattfrádrætti.
2. Jafnaður verði sá kostnaður,
sem stafar af misjafnri að-
stöðu manna til að njóta heil-
brigðisþjónustu.
3. Þingið vekur athygli á nauð-
syn þess, að aukin verði fjöl-
breytni atvinnulifs i kjör-
dæminu. Þingið lýsir fullum
stuðningi við þá auknu upp-
byggingu iðnaðar, sem nú á
sér stað og telur mikilvægt að
hún dreifist um kjördæmið.
Þá vekur þingið athygli á nýj-
um atvinnuþáttum, svo sem
ylrækt, heykögglaverksmiðju
o.fl.
Þingið leggur til að komið
verði á leitarstöð atvinnu- og
iðnaðar möguleika, sem hægt
sé að grundvalla raunhæft
sem viðast i byggðum kjör-
dæmisins.
Þingið hvetur til þess, að upp-
bygging atvinnulifs sé fyrst
og fremst grundvölluð á is-
lenzkum hráefnum, hug-
kvæmniog mannafla, og telur
þörf á mikilli aðgát viö ráð-
stöfun islenzkra orkukosta til
stórfyrirtækja, sem eru
meira og minna háð erlendu
va ldi.
4. Þingið fagnar þvi, sem áunn-
izt hefur i samgöngumálum i
kjördæminu á undanförnum
árum, en minnir jafnframtá,
að enn er margt óunnið. Víða
eru vegir um sveitir og milli
byggðarlaga ófærir eða ill-
færir langtimum saman á
vetrum. Þingið leggur á það
þunga áherzlu að uppbygging
vega hafi algeran forgang
fram yfir aðrar aðgerðir i
vegamálum. Jafnframt bend-
ir þingið á að bundið slitlag
þekkist varla á vegum i kjör-
dæminu og flugvellir eru
flestir lélegirmalarvellir með
takmörkuðum eða nær engum
öryggisútbúnaði og stórfram-
kvæmda er þörf i nær hverri
höfn.
5. Þingið telur, að meðal brýnna
jafnréttismála ibúa kjör-
dæmisins sé, að kaupfélögin
og önnur atvinnufyrirtæki fái
aukna fyrirgreiðslu i lána-
stofnunum, svo að þau geti
betur rækt þjónustuhlutverk
sitt.
6. Það er eitt af stefnuatriðum
núverandi stjórnvalda, að
nýta jarðvarma til upphitun-
ar húsnæðis hér á landi. Til að
stuðla að og flýta fyrir slikri
nýtingu er nauðsynlegt að
fella niður aðflutningsgjöld á
efni og búnaði i hitaveitur,
bæði til bygginga aðfærslu-
æða og dreifiveitna, svo og að
fella niður söluskatt af
borunarkostnaöi og lengja
lánstima Orkusjóðs.
Jafnframt þarf að auðvelda
sveitarfélögum lántökur til
varmaveituframkvæmda.
7. Þingið leggur áherzlu á bætta
aðstöðu þeim til handa, sem
vinna að æsku.lýðsstarfi i
kjördæminu. Bendir þingið
sérstaklega á nauðsyn bættr-
ar iþróttaaðstöðu utanhúss og
innan, og vekur athygli á þvi
mikla verkefni, sem óleyst er
i byggingu iþróttamann-
virkja. Fyrirhugað er að
halda næsta landsmót
U.M.F.I. á Dalvik, en hvort
það tekst veltur á fjárveitingu
ri'kisins til iþróttavallarins á
staðnum. Skorar þingið á Al-
þingi að sjá til þess að iþrótta-
sjóður greiði hluta sinn á
næstu 4 árum.
8. Þingið þakkar þá margvis-
legu menningarstarfsemi,
sem sjálfboðaliðar vinna viðs
vegar i kjördæminu, bæði á
sviði lista og fræðimennsku.
Þingið skorar á fjárveitinga-
valdið að veita þessari starf-
semi meiri fjárhagslegan
stuðning en gert hefur verið
að undanförnu og telur rétt-
lætismál, að menningarstarf-
semi áhugafólks sé myndar-
lega studd af fé þvi, sem i
heild fer til menningarmála.
Einfalda þarf
skattalögin
19. þingK.F.N.E. minnir á, að
allir stjórnmálaflokkar hafa
staðið að núgildandi lögum um
tekju- og eignaskatta og bera
því sameiginlega ábyrgð á
þeim.
Oðaverðbólga undanfarinna
ára hefur magnað misrétti milli
einstaklinga og atvinnurek-
enda.
Þingið skorar á Alþingi og
rikisstjórn, að standa við boð-
aða heildarendurskoðun á
skattalögunum með það að
höfuðmarkmiði, að gera þau
einfaldari en þau eru nú.
Við þá endurskoðun verði
eftirfarandi atriði höfð sérstak-
lega i huga:
1. Að einfalda skattaframtöl.
2. Að aðskilja framtöl atvinnu-
rekstrar og eigenda.
3. Að söluhagnaður af fyrnan-
legum eignum verði skatt-
skyldur.
4. Að einfalda fyrningarreglur
m.a. með þvi að afnema verð-
stuðulfyrningu.
5. Aðsetja reglur um lágmarks-
laun við eigin atvinnurekstur.
6. Að setja regur um hámarks-
frádrátt vegna vaxtagjalda,
tekna giftra kvenna o.fl.
7. Að gera allt sparifé framtals-
skylt þar með talin spariskir-
teini rikissjóðs og happ-
drættislán rikissjóðs.
8. Að stefna að þvi að koma á
staðgreiðslukerfi skatta.
Ljóst er, að ranglæti í skatta-
málum og ónógt eftirlit hefur
haft siðspillandi áhrif á þjóð-
félagsþegna.
Þvi telur þingið sérstaklega
mikilvægt að stórauka eftirlit
með framkvæmd skattalaga
og herða viðurlög við skattsvik-
um, sem lita ber á sem
auðgunarbrot.
Stjórnmólaályktun
Kjördæmisþing framsóknar-
manna i Norðurlandskjördæmi
eystra, haldið á Húsavik dagana
30.-31. október 1976, ályktar
eftirfarandi:
1. Þingið bendir á, að enn er
efnahagsástand landsins
erfitt og ótryggt, þótt nokkuð
hafi dregið úr verðbólguvexti
og viðskiptahalla frá þvi sem
var. Þingið telur, að ástand
efnahagsmála sé fyrst viðun-
andi, þegar verðbólgan hefur
verið færð niður á svipað stig
og gerist i helztu markaðs-
löndum okkar og viðskipta-
jöfnuður orðinn hagstæður.
2. Þingið litur svo á, að batnandi
horfur i markaðsmálum sið-
ustu mánuði gefi tækifæri til
þess að leysa ýmis erfiðustu
vandamál efnahagslifsins, ef
vel tekst til um samráð og
samvinnu þeirra afla i þjóðfé-
laginu, utan þings sem innan,
sem mest áhrif hafa á þróun
efnahagsmála. Þingið fagnar
þvi og leggur áherzlu á, að
það er mjög i samræmi við
stefnu Framsóknarflokksins,
að skipuð hefur verið sam-
starfsnefnd valda- og áhrifa-
afla til þess að ræða og gera
tillögur um lausn efnahags-
vandans. Þingið telur sér-
staklega mikilvægt, að rikis-
valdið nái góðri samstöðu við
samtök launþega og bænda.
Þingið lýsir sig andvigt mikl-
um launamismun og telur að
létta þurfi byrði efnalitils fjöl-
skyldufólks, gamalmenna og
öryrkja.
3. Þingið lýsir sérstakri ánægju
yfir þeirri stefnu rikis-
stjórnarinnar, að haldið sé
uppi fullri atvinnu i landinu,
enda telur Framsóknar-
flokkurinn atvinnuöryggi til
grundvallarmannréttinda i
nútima þjóðfélagi. Litur kjör-
dæmisþingið á atvinnuleysi
sem þjóðfélagsböl, sem ávallt
beri að vinna gegn með til-
tækum ráðum.
4. Þingið minnir sérstaklega á
að landbúnaður og sjávarút-
vegur eru styrkustu stoðir
landsbyggðarinnar og fram-
leiðandi matvöru og hráefnis
fyrir mikilvægan iðnað og úr-
vinnslu. Eigi að siður verður
að leggja aukna áherzlu á efl-
ingu iðnaðar til að tryggja
hlut landsbyggðarinnar i
vexti og bættri afkomu þjóð-
félagsins. Þingið fagnar þvi
að landsbyggðarstefna
Framsóknarflokksins hefur á
undanförnum árum hlotið al-
menna viðurkenningu sem
þjóðmálastefna. Þó telur
þingið, að enn skorti mikið á
að hennar gæti nægilega i
framkvæmd. Skorar þingið á
Framsóknarflokkinn og for-
ystu hans að herða sókn i
landsbyggðarmálum. M.a.
telur þingið að fjármagns-
skortur megi ekki tefja fram-
kvæmd fullbúinna lands-
hlutaáætlana.
Skorar þingið sérstaklega á
rikisvald og stjórn byggða-
sjóðs að veita nægilegt fjár-
magn til að hrinda i fram-
kvæmd byggðaþróunaráætl-
un Norður-Þingeyjarsýslu.
Bendir þingið á i þvi sam-
bandi, að hlutverk Byggða-
sjóðs er að stuðla að jafnvægi
i byggð landsins, m.a. með
þvi að veita fjárhagslegan
stuðning við uppbyggingu
samkvæmt landshlutaáætlun-
um.
5. Kjördæmisþingið lýsir
ánægju sinni yfir þeim mikil-
væga sigri, sem unninn var i
landhelgismálinu með sam-
komulagi þvi, sem gert var
við Breta i Osló 1. júni s.l.
Höfuðgildi samkomulagsins
felst i viðurkenningu Breta á
rétti tslendinga til 200 milna
fiskveiðilögsögu. Þingið lýsir
yfir sérstöku þakklæti sinu til
utanrikisráðherra, Einars
Agústssonar, og dómsmála-
ráðherra, Olafs Jóhannesson-
ar, fyrir forystu þeirra i land-
helgismálinu fyrrog siðar, en
vandasömustu þættir þess
hvildu jafnan á herðum
þeirra. Einnig vill kjör-
dæmisþingið tjá landhelgis-
gæzlunni og varðskipsmönn-
um þakkir og aðdáun fyrir
ómetanlegt framlag i barátt-
unni. Kjördæmisþingið telur,
að rikisstjórnin verði að fara
með mikilli gát i hugsanleg-
um viðræðum Breta eða
Efnahagsbandalagsins við ís-
lendinga um gagnkvæmar
veiðiheimildir innan 200
milna markanna, og bendir i
þvi sambandi á álit fiskifræð-
inga. Varar þingið eindregið
við nokkurri framlengingu á
samningunum við Breta.
6. Kjördæmisþingið endurtekur
fyrri ályktanir sinar um
nauðsyn aðgæzlu i samskipt-
um við hið erlenda varnarlið,
sem enn dvelst hér á landi.
Telur þingið það vera sér-
stakt skylduhlutverk Fram-
sóknarflokksins að standa
gegn allri útfærslu hernaðar-
umsvifa. Stefnt verði aö þvi
að einangra herliðið innan af-
markaðra svæða og aðskilja
herlif og islenzkt þjóðlif.
Þingið minnir á, að stefna
Framsóknarflokksins er
óbreyttum það að vinna beri
að þvi að herinn fari úr landi i
áföngum, þótt Island haldi
áfram að vera i NATO og
helstu varnarvirkjum verði
haldið i horfi með breyttu
fyrirkomulagi um stjórn
þeirra og rekstur.
Gustfélagar
Munið skemmtifundinn i
kvöld í Félagsheimili Kópa-
vogs kl. 8,30.
Erindi: Rölt um á Rangárbökkum, Guð-
mundur Jósafatsson.
Myndasýning frá mótum sumarsins, Guð-
laugur Tryggvi Karlsson.
Tamningastöð
verður starfandi í vetur frá áramótum.
Þeir sem ætla að koma hestum i tamningu
i vetur hringi i sima 20808.
Gustur.
Dagsbrún vill láta kanna
hvort segja á upp
kjarasamningum
VERKAMANNAFÉLAGIÐ
Dagsbrún telur, að i undirbún-
ingi kjarabaráttunnar nú þurfi
m.a. að kanna vandlega, hvort
ekki beri að beita ákvæði kjara-
samninga um uppsögn á samn-
ingstfmabilinu vegna verulegr-
ar gengisfellingar.
Verkamannafélagið Dagsbrún
telur nauðsynlegt, að verka-
iýðshreyfingin undirbúi nú
vandlega nýja sókn i kjarabar-
áttunni, sem miði að stórbætt-
um lifskjörum. Eitt meginverk-
efni þessarar baráttu hlýtur að
vera að rétta hlut þeirra, sem
vinna eftir hinum lágu töxtum
almennu verkaiýðsfélaganna,
og bættum kjörum elli- og ör-
orkulifeyrisþega, segir i frétt
frá Dagsbrún.
Fundur Dagsbrúnar skorar á
viðkomandi stjórnvöld að fylgja
fast á eftir frumkvæði verðlags-
stjóra og láta fram fara itarlega
rannsókn á innkaupamálum,
þar með á umboðslaunum og
gjaldeyrismálum islenzkra inn-
flytjenda.
Þá mótmælti fundurinn harð-
lega framkomnum hugmyndum
um breytingar á vinnulöggjöf-
inni.