Tíminn - 25.11.1976, Qupperneq 9

Tíminn - 25.11.1976, Qupperneq 9
Fimmtudagur 25. nóvember 1976 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðal- stræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verð i lausasölu kr. 60.00. Askri^targjald kr. 1.100.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Þjóðleikhúsið Lögin um Þjóðleikhúsið verða þritug á næsta ári. Eins og kunnugt er, hófst Jónas Jónsson handa um byggingu Þjóðleikhússins, þegar hann var mennta- málaráðherra á árunum 1927-1931, en framkvæmd- um var svo frestað á kreppuárunum og heims styrjaldarárunum, þegar húsið var hernumið um skeið. Þegar Eysteinn Jónsson varð menntamála- ráðherra i ársbyrjun 1947 hófst hann handa um framkvæmdir að nýju og var húsið tekið til notkun- ar i menntamálaráðherratið hans. Þjóðleikhússlögin eru að sjálfsögðu orðin úrelt að ýmsu leyti, enda. hefur frumvarp til nýrra þjóðleik- húslaga legið fyrir undanförnum þingum. Vilhjálm- ur Hjálmarsson menntamálaráðherra hefur nú lagt það fram i fjórða sinn og verður að vænta þess, að það nái fram að ganga á þessu þingi. Helztu breytingarnar, sem gert er ráð fyrir i frumvarpinu, eru raktar i greinargerð frumvarps- ins á þessa leið: Gert er ráð fyrir, að ráðnir verði nokkrir nýir starfsmenn. Ber þar fyrst að nefna leiklistarráðu- naut (dramaturg), þá er gert ráð fyrir tónlistar- ráðunaut (1/3 starfs) og listdansstjóra i fullu starfi. Loks er svo starf skipulags- eða framkvæmdastjóra (produktionsleiter — production manager) sem mjög hefur skort i leikhúsinu og sjálfsagður er tal- inn i leikhúsum viðast erlendis. Honum er ætlað að hafa yfirumsjón með niðurröðun og skipulagningu æfinga, nýtingu starfskrafta, skipuleggja leikferðir, fylgjast með innkaupum o.s.frv. Er þess að vænta að þessu fylgi hagræðing, sem hafi i för með sér aukinn sparnað fyrir leikhúsið. í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að Þjóðleikhúsið standi fyrir óperustarfsemi og listdanssýningum. Forsenda hins siðarnefnda er að sjálfsögðu, að Is- lenzka dansflokknum sé tryggður starfsgrundvöll- ur. Að undanförnu hefur leikhúsið að miklu leyti haldið dansflokknum uppi. Er talið að um 10 millj- ónir króna þurfi miðað við núverandi peningagildi til að kosta dansflokkinn, og er þá miðað við þá að- stöðu, sem leikhúsið mun geta veitt honum án þess að bitni á annarri starfsemi i húsinu. Hvað óperustarfsemi varðar er rétt að benda á, að við slika starfsemi er kostnaðuririn mestur, og fyrst og fremst vegna þess, að fæstir eða engir list- rænir kraftar hússins, sem eru á fastakaupi, geta nýzt við slikar uppfærslur. En óperuflutningur og listdans er þegar að lögum meðal verkefna Þjóð- leikhússins og hefur verið meira og minna sinnt eft- ir þvi sem ástæður hafa leyft. Kostnaður við upp- setningu óperu i dag er 5-9 milljónir króna og sjaldnast von til þess, að afgangur kvöldkostnaðar geti endurgreitt stofnkostnaðinn. Vert er að vekja athygli á, að i frumvarpinu er gerð krafa til leikhússins um að þjóna landsbyggð- inni i leiklistarefnum. Þetta hefur leikhúsið reynt eftir föngum að undanförnu. Er einkum um að ræða leikferðir út um land á leikári eða i sumarleyfum leikara og starfsfóiks. Hið fyrrnefnda er erfitt að skipuleggja, þar sem alltitt er að leikarar hafi á hendi 3-4 hlutverk samtimis i leikhúsinu. Aðalerfið- leikarnir eru þó kostnaðarlegs eðlis. Samvinna við Menningarsjóð félagsheimila gæti hugsanlega bætt þarna um. Leikhúsið getur lagt til leikara og leik- stjóra til að vinna með áhugafólki út á landsbyggð- inni og hefur gert það i vaxandi mæli. En til þess að nokkuð kveði að sliku, er leikhópur hússins of fá- mennur i dag. Lán á búningum, leikmunum og jafn- vel heilum leikmyndum er nauðsynleg þjónusta og er þegar veruleg, bæði við áhugaleikfélög og skóla. Alla þessa þjónustu ÞjóðleikhússinS i þágu lands- byggðarinnar ber að efla eftir föngum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Brésnjef treystir samstarf við nóbúa Batnandi sambúð ríkjanna í Austur- Evrópu JIMMY CARTER lýsti þvi i kosningabaráttunni, að hann myndi sem forseti láta það verða fyrsta verk sitt á sviði utanrikismála, að treysta tengslin við Vestur-Evrópu og Japan. Að þvi loknu yrði hafizt handa um viðræður og samn inga við kommúnistarikin og þó einkum við Sovétrikin um afvopnunarmál. Brésnjef virðist hugsa á svipaða leið. Hannhefur undanfarið unnið kappsamlega að þvi, að styrkja tengslin við kommún- istarikin i Austur-Evrópu. Hann vill bersýnilega hafa samskipti þeirra og Sovétrikj- anna i sem beztu lagi áður en hann snýr sér að nánari viðræðum við Carter og for- ustumenn i Vestur-Evrópu, en ákveðið hefur verið að hann heimsæki Bonn og Paris áður en langur timi liður. Það verð- ur ekki fyrr en siðar, að hann og Carter geta ræðzt við, enda mun Carter vilja ræða áður við leiðtogana i Vestur- Evrópu. Brésnjef hefur i samræmi. við þetta átt itarlegar viðræð- ur við alla helztu leiðtoga rikj- anna i Austur-Evrópu. Hann ræddi itarlega við þá Gierek, leiðtoga Póllands, Husak, leiðtoga Tékkóslóvakiu og Kadar, leiðtoga Ungverja- lands, er þeir heimsóttu Moskvu i tilefni af byltingar- afmælinu fyrr i þessum mánuði. Itarlegastar voru þessar viðræður við Gierek, enda eru ýmsar blikur á lofti i Póllandi um þessai -mundir, eins og nýlega var rakið hér i blaðinu, og stjórnmálaástand austantjalds einna ótryggast þar.Liklegt þykir, að Brésnjef hafi heitið Gierek ýmissi efna- hagslegri aðstoð Rússá til að auðvelda honum að komast yfir erfiðleikana. Rússneskir ráðamenn hafa vafali'tið áhyggjur af ástandinu i Pól- landi og telja ráðlegast að forðast harkalegar aðgerðir i lengstu lög. Gierek virðist enn hafa tiltrú þeirra sem vænleg- asti maðurinn til að leysa vandann. SKOMMU eftir að þessum viðræðum lauk i Moskvu, hélt Brésnjef til Belgrad til viðræðna við hinn aldna leiðtoga þar, Tito marskálk. Sá orðrómur hefur lengi verið á kreiki, að Rússar hyggi á aukna ihlutun i Júgóslaviu eftir fráfall Titos og muni jafnvel gripa til hernaðarlegr- Brésnjel' og Ceausescu arinnrásar. Tilgangurinn með för Brésnjefs til Belgrad var ekki sizt sá að kveða þennan orðróm niður að svo miklu leyti, sem hægt er. Titó tók hinum rússneska leiðtoga vel og Brésnjef reyndi að fullvissa hann um, að Rússar skildu vel hlutleysisstefnu Júgóslava og myndu ekki gera neitt til að hrófla við henni. Yfirleitt þykir það ekki liklegt, að Rússar muni reyna að ná yfir- ráðum i Júgóslaviu með vopnavaldi, enda hafa Júgó- slavar alltraustar varnir, en hitt eru þeir grunaðir um, að þeir styrki þar ýmsa andófs- hópa gegn stjórninni og reyni þannig að seilast til áhrifa innan frá. Brésnjef mun hafa reynt að fullvissa Titó um, að þetta væri ekki rétt, heldur leggðu Rússar áherzlu á gott samstarf við núverandi rikis- stjórn og júgóslavneska Kommúnistaflokkinn. Sitt- hvað bendir til að viðræður þeirra Brésnjefs og Titos hafi orðið til þess að eyða ýmsum misskilningi og sambúð Sovét- rikjanna og Júgóslaviu sé ef tir heimsókn Brésnjefs I betra lagi en um langt skeið. Allri tortryggni hefur hún þó áreiðanlega ekki útrýmt. BRÉSNJEF dvaldi ekki lengi heima eftir að hann kom frá Belgrad. Nú i vikunni hélt hann til Búkarest til viðræðna við Ceausescu, leiðtoga Rúmeniu. Samvinna Sovét- rikjanna og Rúmeniu, hefur oft verið allstirð á undan- förnum árum þvi að Ceausescu ■ hefur fylgl sjrilf- stæðari stefnu i utanrikismál- unv en Rússum hefur verið að skapi, en hann hefur bætt þetta að nokkni leyti upp með þviaðfylgja fram innanlands enn strangari kommúnistiskri alræðisstjórn en fylgt hefur verið i öðrum kommúnista- löndum Austur-Evrópu. Siðustu misserin hefur heldur dregið úr ágreiningi Kreml- verja og Ceausescus um alþjóðamálin og eins um sam- starfshætti kommúnista- flokkanna. en Ceausescu hefur haldið þvi fram, að þeir ættu að vinna saman sem jafnrétt- háir aðilar, en ekki að lúta sérstakri yfirstjórn rússneska kommúnistaílokksins, eins og áöur var. A Berlinarfundi evrópsku kommúnistaflokk- anna, sem haldinn var i sumar, létu Rússar undan siga vegna samstöðu flokkanna i Vestur-Evrópu, sem höfðu samflot við flokkana i Júgó- slaviu og Rúmeniu. Síðan þetta gerðist hefur samstarf Sovétrikjanna og Rúmeniu farið batnandi, og þykir för Brésnjefs til Búkarest ekki sizt vitni um það, en þetta er fyrsta för hans þangað siðan Ceausescu kom til valda þar. Viö komuna þangað var hon- um lika tekið með kostum og kynjum og hefur enginn að- komumaður verið hylltur þar meira en Brésnjef við þetta tækifæri. Þetta og annað þykir benda til, að sambúö Sovét- rikjanna og Rúmeniu fari batnandi. Eftir allar þessar viðræður og ferðalög Brésnjefs virðist það Ijóst, að sambúð Sovét- rikjanna við hin kommúnista- löndin i Austur-Evrópu hafi aldrei verið öllu betri en nú. Þetta byggist ekki sizt á þvi, að Rússar beita þessi riki ekki sama myndugleik og áður. heldur umgangast þau meira sem jafningja. Þeim hefur lærzt, að slikir umgengnis- hættir gefast bezt. Brésnjef heíur vafalitið átt mikinn þátt i þessari breytingu, sem verð- ur ásamt fleiru færð honum til lol's á sjötugsafmælinu. Þ.Þ. Titó og Brésnjef

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.