Tíminn - 25.11.1976, Side 11
10
Fimmtudagur 25. nóvember 1976
Fimmtudagur 25. nóvember 1976
11
mm
Hrifning á
sinfóníutónleikum
Sinfóniuhljómsveit Islands
hélt 4. tónleika vetrarins I Há-
skólabiói fimmtudaginn 18.
nóvember. Efnisskráin var
þannig:
Karl Ottó Runólfsson: A
krossgötum.
R. Schumann: Pianókonsert i
a-moll óp. 54.
Carl Nielsen: Sinfónia nr. 4.
Karsten Andersen stjórnaöi, en
Cristina Ortiz frá Brasiliu lék á
pianóiö.
Þessir tónleikar voru aö
mörgu leyti hinir ánægju-
legustu, enda hrifning áheyr-
enda óvenjuleg: bæöi var ein-
leikaranum ákaft fagnaö (sem
er venjulegt) en auk þess ætlaöi
allt um koll að keyra i lok tón-
leikanna, sem er næsta sjald-
gæft. Enda tókust þeir vel, og
minna á þaö, aö Sinfónfuhljóm-
sveit tslands er glettilega góð
um þessar mundir þrátt fyrir
smæö sina. En hiö bliða var
striöu blandaö: svo viröist sem
aösókn aö tónleikum fari heldur
dvinandi — húsið var varla
nema 2/3 fullt á fimmtudaginn
— og mannekla hljómsveitar-
innar veldur stööugum harmi.
Mér er sagt hún hafi verið
„skorin niöur” i haust — nú
spila 8 fyrstu fiðlu og 8 aöra, 6
spila lágfiölu og 6 knéfiölu, en
ættu hiö minnsta aö vera 12 og 8,
en helzt 16 og 12. En ekki nóg
með það, heldur er umtals-
verður hluti þessara litlu hljóm-
sveitar aðkeyptur frá útlöndum.
Þetta hörmulega ástand á sér
vafalaust margar orsakir:
sumir segja það vera launakjör
hljómlistarmannanna — Islend-
ingar vilji ekki spila i hljóm-
sveitinni vegna þeirra (en
þarna eru Sviar og Bandaríkja-
menn!), en aðrir kenna um
kunnáttuleysi þjóöarinnar —
tónlistaruppeldiö hefur mis-
heppnazt enn sem komiö er
þrátt fyrir talsveröa viöleitni.
Enda sýnir merkileg skýrsla
Stefáns Edelstein i Mennta-
málum, aö hér er viö ramman
reip að draga. Ég sé ekki, aö viö
séum komin spönn lengra i tón-
list nú en viö vorum fyrir 50
árum.
1 haust var ég af tilviljun um
tima i Oxford, og fór þá á tón-
leika hjá hljómsveit borgar-
innar, sem nefnist Pro Musica.
Oxford er háskóla- og verk-
smiðjubær eins og menn vita, á
stærö viö Stór-Reyk javik.
Hljómsveitin er heldur lakari en
S.I., en svipuð aö stærö, en hins
ber að gæta, að frá Oxford er 2ja
tima ferð til London, sem er ein
af listamiðstöövum heimsins,
og 3ja klst. ferð til Manchester
Pro Musica hljómsveitin heldur
tónleika i Oxford mánaöarlega.
Hún er eingöngu skipuö áhuga-
fólki, þ.e. fólki sem vinnur jafn-
framt (og aðallega) aöra vinnu,
ekki sizt eru félagar hennar
starfsmenn háskólans og stofn-
ana hans. Þvi tónlistaruppeldi
íslendingaernú, eins og þaö var
fyrir 50 árum, hálfri öld á eftir
þvi, sem gerist meðal siö-
menntaöra þjóöa.
Um tittnefnd launakjör
hljómlistarmanna erannars hiö
sama aö segja og annars staöar,
aö opinberir starfsmenn bera
þar skaröan hlut frá boröi miö-
aö við aðra. Þetta segja menn
ranglæti, en alveg sérstaklega
er þaö heimska, því oftar en
ekki er það rikiö, sem borgar
brúsann á endanum i einhverju
formi hvort sem er. En
jafnframt, skv. lögmálum
kapitalismans, „veröur þaö
ofan á, sem fólkiö vill hafa”.
Þegar hljómlistarmenn fara
„meö æðri tónlist” út um land
(eða til annarra landa) gera
þeir sjaldnast betur en aö hafa
fyrii' ferðakostnaöi. Til saman-
buröar hélt gagnfræöaskólinn i
plássi nokkru skammt frá
Reykjavik dansiball i fyrra og
fékk 3ja manna gaddavirshóp
úr höfuðborginni til aö spila
fyrir dansinum. Hljómlistar-
mennirnir tóku 120.000 krónur
fyrir kvöldið, þeir kunnu aö
spiia 8 lög, en voru svo
drukknir, að þeir gátu varla
það. En magnararnir voru I
lagi, þegar dyraveröinum of-
bauö hávaðinn og ætlaði aö
biðja hljómsveitarmennina aö
skrúfa ögn niöur, komst hann
ekki lengra en inn á mitt gólf
áður en hljóðhimnan sprakk i
honum, og hann var fluttur til
læknis. Ekki veit ég hvaöan 120
þúsundin komu, en vafalaust aö
mestu frá rikinu.
Af öðrum sviöum þjóöllfsins
er þaö m.a. að frétta, aö þar
vinna hliö viö hliö aö stórfram-
kvæmdum á vegum hins opin-
bera rikisstarfsmenn og starfs-
menn „sjálfstæðra stofa” —
hinir fyrrnefndu með helming
eöa þriöjung launa hinna siöar-
nefndu. En rikið borgar Stof-
unni til þess að hún geti greitt
sérfræðingum sinum ,,þau l^.un
sem gerast á almennum vinnu-
markaöi”.
Á krossgötum
Karl O. Runólfsson (1900-
1970) samdi A krossgötum 1938-
39. Þá þótti honum islenzk tón-
sköpun standa á krossgötum, og
um það fjallar verkiö. A kross-
götum er svita i 4 köflum — þar
kennir ýmissa grasa, sem (i
ljósi ofansagös) minna á bæöi
gamalt og nýtt. Þrátt fyrir þaö
er verkiö heilsteypt og ánægju-
legt að heyra.
Albatross
Næst léku Sinfóniuhljómsveit-
in og Cristina Ortiz eina af
perlum rómantiskrar tónlistar,
a-moll pianókonsert Schumanns
(1819-1856). Konsertinn er fyrst
og fremst pianóverk með hljóm-
sveitina i bakgrunni. Hann var
skrifaður fyrir Clöru Schu-
mann, eiginkonu tónskáldsins,
en hún var mikilhæfur pianisti,
enda lék hún einleikshlutverkið,
þegar konsertinn var frum-
fluttur i Dresden i desember
1845. Cristina Ortiz er hin mesta
hamhleypa við planóiö — fyrr-
verandi undrabarn, ef marka
má ævisögu i skránni I klass-
iskum hljómleikaskrárstil: hóf
pianónám 5 ára, fékk inngöngu i
brasiliska tónlistarháskólann 8
tónlist
ára og 11 ára lék hún einleik
meö Sinfóniuhljómsveit
Brasiliu. Siöan fylgir langur
listi af verölaunum og lofi gagn-
rýnenda og frægum tónleikum.
Eftir ákaft klapp og blómvönd,
lék hún aukalag, sem „fræð-
ingur, sem ekki vill láta nafns
sins getið”, sagöi vera eftir tón-
skáldiö góökunna, Albatross.
Sönnu nær er þaö hins vegar, að
þessi stutta en ákafa fingraleik-
fimi heitir Albatross eftir Villa-
Lobos. Þessi suðræni fugl,
albatrossinn, er frægastur á Is-
landi fyrir vængjahaf sitt, á 4.
metra, og liklega visar þetta
stutta pianóstykki Villa-Lobos
til þess, aö stundum sé
sviptingasamt i suörænum loft-
sölum.
Um Róbert og Clöru Schuman
er margt at segja, sem biöa
verður betri tima, en samband
þeirra og Jóhannesar Brahms,
og faðerni yngsta barns Clöru,
er uppistaöa i hjónabandserjum
viöa um heim enn þann dag i
dag.
Dönsk sinfónia
Siðast á efnisskránni var 4.
sinfónia Carls Nielsen (1865-
1931), höfuötþnskálds Dana.
Nielsen samdi alls konar tónlist,
alitfrá smálögum tilsinfónia og
kammermúsik til konserta.
Frægur út fyrir landamæri
danska heimsveldisins er
blásarakvintettinn, sem hann
samdi fyrir Blásarakvintett
Kaupmannahafnar, og haföi
jafnframt við orð að semja 5
konserta, einn fyrir hvern fé-
laga i kvintettinum. En til þess
entist Nielsen ekki aldur — hann
lauk aöeins flautu- og klari-
nettukonsertunum. En gaman
væriað heyra þá hér i gömlu ný-
lendunni.
Þessa 4. sinfóniu sina (samin
1916) nefndi Nielsen „Det uud -
slukkelige” og segir skráin hana
fjalla um hinn heilaga loga, sem
býr i hverri mannssál, og engar
þjáningar né hörmungar fái
slökkt (1916 var heimsstyrjöldin
fyrri i algleymingi). Hljómsveit
og stjórnandi fóru á kostum —
þarna voru 3 flautur, 3 óbó, 3
klarinettur, 3 fagott, 6 horn,
tvennar pákur — við eigum
greinilega upprennandi páku-
meistara i þrihyrningsleikara
hljómsveitarinnar. Tónleik-
unum lauk með áköfum
fagnaðarlátum.
Tónlistargagnrýnandi Timans
trúir þvi ekki, að vandamál
Sinfóniuhljómsveitar Islands
verði leyst með nýrri reglugerö.
Sinfónian er snar þáttur i
menningarlifi voru, jafnvel þótt
einungis 400 manns sæki þessa
tónleika halfsmánaörlega. Eitt
það, sem betur mætti fara, er
verkefnaval hljómsveitarinnar,
sem virðist vera stefnulaust.
Vér getum lært þaö af fram-
haldssögum, framhalds-sjón-
varpsþáttum, menningarstefnu
Kammermúskikklúbbsins
o.sv.frv.,að stefnufesta leiöir til
árangurs.
Næsta ár verður 150-ára
dánarafmæli Beethovens — þá
ætti að flytja allar sinfóniur
hans og konserta, eitt verk á
hverjum tónleikum, og helzt
gefa islenzkum einleikurum
tækifæri til þess að spreyta sig.
22.11.
Siguröur Steinþórsson.
Tíminn heimsækir Leikfélag Vestmannaeyja
AAyndir: Guðmundur Sigfússon
Texti: Magnús Ólafsson
Þá vex vegur
listarinnar
Magnús sagði, að það væri
mjög vaxandi áhugi viðs vegar
um land á leiklist og ætti öflugt
starf Bandalags isl. leikfélaga
þar mikinn hlut að máli.
En ástæöan gætilika veriö sú,
að þjóöfélagiö væri orðið svo
ómanneskjulegt, að fólk leitaöi
eftir aö finna manneskjuna i
listinni. Þaö væri algengt, aö
þegar fólki fyndist eitthvaö
bjáta á, ykist vegur listanna.
En áhugi fólks á að sækja
leiksýningar hefur þó ekki auk-
izt eins mikið og áhuginn á að
taka þátt i að koma upp sýning-
um, sagöi Magnús. Vera má, að
það sé vegna þess, að þetta
mikla starf leikfélaganna hafi
ekki verið auglýst eins og
skyldi.
Það fer mikill timi i að koma
leikritiá svið . Magnús sagði, að
það færu 200 til 300 vinnustundir
hjá leikstjóra i þaö, en siöan
færi þaö eftir stærð hvers hlut-
verks, hve langan tima einstak-
ir leikendur þyrftu að eyða i
það.
Fótæklegur styrkur
En ailt þetta leggja leikaram-
ir á sig i sjálfboðavinnu. Að öör-
um kosti værí ekki fjárhagsleg-
ur grundvöllur að þvi aö koma
leikriti á sviö i litlum byggöa-
lögum.
Rikiö styrkir þessa starfsemi
nokkuð, og nemur sá styrkur
um 90 þúsund krónum á hvert
leikritnú. En leikararnir i Vest-
mannaeyjum bentu á, aö sá
styrkur dugar skammt. Bentu
þeirt.d. á, að þeir yrðu aö borga
þrefalda þá upphæð í söluskatt
af þeim aðgöngumiðum, sem
venjulega seldust á sýningar
hjá þeim.
Þvi er tillaga þeirra sú, að
rikið hætti að styrkja leikstarf-
semi, en felli jafnframt niður
söluskatt af aðgöngumiðum á
leiksýningar. Og auðvitað settu
leikararnir þessa ósk sina fram
á þennan hátt..
Fyrir aö vínna fram i myrkur
er fátækiegur ykkar styrkur.
Bezt er þiö sleppiö bótum
smáum
bara ef söluskatt viö fáum.
Söguleg
frumsýning
Frumsýningin á Plógi og
stjörnum i Abbey 1926 varð
söguleg, og á næstu sýningum
urðu iðulega uppþot vegna
særðrar þjóöernistilfinningar,
likt og gerzt hafði tæpum
tuttugu árum áður, þegar ,,The
playboy of the Western world”
eftir annað stórskáld þeirra Ira,
John M. Synge, var fyrst sýnt.
Þá þótti mörgum sem litið væri
gert úr hetjulund og einurð
fólksins, sem lýst er mitt i sjálf-
stæðisbaráttu sinni, i sjálfri
páskauppreisninni 1916. En lifs-
kraftur þessara mannlýsinga
stóð af sér allt aðkast. og i dag
er svo komió, að ekkert leikrit
hefur verið flutt oftar I Abbey-
leikhúsinu fyrr né siðar. Þaö
hefur einnig aðsjálfsögðu verið
sýntum allar jarðir,og m.a. var
það sýnt hjá Leikfélagi Reykja-
vikur 1971-1972.
Ekki verður hér lagður neinn
dómur á frammistöðu einstakra
leikara i sýningu Leikfélags
Vestmannaeyja, en aðeins sagt,
að i heild er sýningin mjög góö
og á örugglega eftir aö veita .
áhorfendum mikla ánægju.
En þegar við höfðum notiö
þessað horfa á leikritið, lögðum
viö leiö okkar i búningsklefana
ogræddum þar við leikarana yf-
irkaffibolla. Þar var viða komið
viö, og fengum við miklar upp-
lýsingar um leiklistarlifið i Eyj-
um.
Það varfyrir 66 árum, aö leik-
félagið var stofnað, og hefur
starfaö nær óslitið siöan. Aö
visu féllu nokkur leikár úr á
milli 1920 og 1930, en þá voru
kvenfélagskonur i Eyjum mjög
duglegar við leikstörf, þannig
að leiklistarlif hefur alltaf verið
þar mikið.
Aðsókn að leiksýningum er
yfirleitt ágæt, og sækja 15-17
hundruð manns hverja sýningu.
Töldu leikararnir það ágætt i
ekki stærri bæ. Vel gengur að fá
fólk til að taka þátt i sýningun-
um og hafa allt að 50 leikarar
verið þar á sviði I einu.
Bessie Burgess götuávaxtasali (Unnur Guöjónsdóttir) og Peter
Fiynn (Sigurgeir Scheving)
Fyrir að vinna fram í myrkur
er fátæklegur ykkar styrkur....
Leiklistarlif hefur alla tlö ver-
ið mikið i Vestmannaeyjum, og
þar hefur öflugt leikfélag starf-
aö um fjölda ára. Hin siðari ár
hefur félagið alltaf tekið tvö
verk til sýningar á hverju leik-
ári og oft þrjú. Og meira að
segja létu ieikararnir ekki gosið
aftra sér frá að fara á svið og
léku þann vetur uppi á fasta
landinu.
Aöstaða til leikstarfsemi i
Eyjum batnaöi mikið árið 1971,
þegar nýtt og gott hús var tekiö
þar i notkun. Þar er ágæt að-
staða og tekur leikhúsið 196
manns i sæti. Oft hefur komið
fyrir aö þurft hefur aö bæta viö
aukastólum á sýningum, enda
er aðsókn aö leiksýningum yfir-
leitt góð.
1 vetur sýnir leikfélagið leik-
ritið Plóg og stjörnur eftir Sean
O’Casey. Þýðinguna geröi
Sverrir Hólmarsson, en leik-
stjórier Magnús Axelsson. Sean
O’Casey fæddist i Dyflinni 1880.
Hann var verkamaður að at-
vinnu og stundaði það starf,
meðan fyrstu verk hans voru aö
vekja á honum athygli, en siöar
lifði hann eingöngu á ritstörf-
um.
Til átaka kom á kránni. Rósa Redmond gleöikona (Björg Pétursd.
Sigurmundsson), Fluther Good trésmiöur (Sveinn Tómasson), barþjónn
Covey (Bergur J. Þóröarson).
), róninn (Gunnar
(Magnús Magnússon) og
inu, að ég kem inn á mitt hdtel-
herbergi sem Stephanie de Is-
landi óperusöngkona. Ég átti
vist að vera þreytt eftir konsert
og leggst þar i anzi myndarlegt
rúm og sofna. Kemur þar Þor-
lákur, er átti aö fara herbergja-
villt, og hann, þetta ei-litla
flykki, sem hann nú var,
hlammar sér hinum megin á
rúmið. Skiptir það engum tog-
um, að botninn fór úr rúminu og
koppur, sem var undir þvi,
þeyttist fram á sviðsbrún. Ég
ætla ekki að lýsa þvi, hvað fólkið
skemmti sér vel. Þaö gekk svo
mikið á, að við ætluöum aldrei
að geta byrjað aftur, þvi
Haraldur hló engu minna en
áhorfendurnir. A þeim sýning-
um, sem eftir voru, var þess
gættað hafa botninn það veikan,
að þetta endurtæki sig.
Konur eru
mdttarstólparnir
Það vekur athygli manns, aö
formaður leikfélagsins, vara-
formaður og framkvæmdastjdri
eru allt konur. Þetta er ekkert
nýtt i Eyjum, er mér tjáö, enda
hafa konur verið þar máttar-
stólpar i leikstarfsemi um fjölda
ára. Og karlarnir i hópnum voru
alveg sáttir við að viðurkenna,
aö þarna væri aö finna aðal-
ástæðuna fyrir þvi, hversu
blómlegt starf leikfélagsins
væri.
Leikfélag Vestmannaeyja
ræður oft leikstjóra af fasta
landinu, og nú starfar Magnús
Axelsson um fjögurra mánaða
skeiö i Eyjum. Hann byrjaði á
að standa fyrir leiklistarnám-
skeiði og voru 10 leikarar út-
skrifaðir af þvi. Fjórir af þeim
leikurum fóru þegar á svið i
Plógi og stjörnum. Næsta verk-
efni, sem Magnús stjórnar hjá
félaginu, veröur barnaleikrit,
en eftir áramótin mun frum-
samin revia birtast á sviöinu i
leikhúsinu i Vestmannaeyjum.
Hún mun fjalla um lifið i Eyj-
um, og verður bæði i tali og tón-
um.
Magnús er Reykvikingur.
Hann stundaði nám i leiklistar-
skóla Þjóðleikhússins og út-
skrifaðist þaðan 1972. Siðan fór
hann til framhaldsnáms til
Bandarikjanna, en siðan 1974
hefur hann starfað mikið sem
leikstjóri á vegum Bandalags
isl. leikfélaga.
Þegar eitthvað
óvænt gerist
En i jafnlangri leiksögu og
Leikfélag Vestmannaeyja. á,
hefurmargt skemmtilegt gerzt i
gegnum árin. Margt af þvi
geymist i minni manna, en önn-
ur atvik eru skráð. T.d. má lesa
svohljóðandi i leikskránni, en
þar er viðtal viö Möggu á Hóli
um fyrri daga. Þar segir m.a.:
— Eiginlega skemmtu áhorf-
endur sér aldrei betur, en ef
eitthvað óvænt atvik kom fyrir,
ogget ég sem dæmi sagt frá þvi,
þegar Haraldur A. Sigurðsson
kom hingað og lék sem gestur
Þorlák þreytta i samnefndu
leikriti. Þá var þaö i einu atrið-
Magnús Axelsson leikstjóri.
Tvær bækur Ármanns
Kr. Einarssonar
á Norðurlandamálum
fyrir hann. Það eru til ýmsir
fléiri, og hann þarf að una með
þeim og taka tiilit til þeirra.
öðruhverju mætir hann vanda-
málum, sem hann ræöur ekki
við. Þá veröur hann aö leita
hjálpar og huggunar þar sem
hana er að íinna”.
„Niður um strompinn”
á dönsku
Nýlega er barna- og unglinga-
bókin „Niður um strompinn”
eftir Armann Kr. Einarsson
komin út á dönsku i þýöingu
Rigmor Hövring, og nefnist
bókin „Ned gennem skor-
stenen”. Bókin er gefin út hjá
Birgitte Hövrings Biblioteksfor-
lag með styrk frá norrænu þýð-
ingarmiðstööinni. Bókin er
prentuð hjá Fr. Bagges kgl.
Hofbogtrykkeri iDanmörku, 109
bls. að stærð með allmörgum
ljósmyndum frá eldgosinu i
Vestmannaeyjum.
A kápusiðu dönsku útgáfunn-
ar segir m.a. „Raunsæ lýsing á
eldgosinu á Heimaey hinn 23.
janúar 1973, og björgunarafreki
12 ára drengs.”
Armann Kr. Einarsson.
Komin er út hjá Fonna forlagi
i Osló barnabókin „Afastrákur”
eftir Armann Kr. Einarsson i
norskri þýðingu Asbjörns
Hildremyr og nefnist hún
„Bestefarguten”. Bókin er 115
bls. með teikningum eftir Þóru
Sigurðardóttur. Prentsmiðjan
Oddi i Reykjavik hefur prentað
bókina og bundiö inn.
Akápusiðu norsku útgáfunnar
segir m.a. i lauslegri þýðingu:
„I þessari bók birtist Ármann
Kr. Einarsson i nýrri mynd sem
barnabókahöfundur.
Hann segir frá litla dóttursyni
sinum, og hversdagslegum
viðburöum, sem sýna hvernig
snáðinn uppgötvar heiminn,
gagntekinn af undrun og spurn.
Astintilbarnsins gengureins og
rauður þráður i gegn um frá-
sögnina um afann og strákinn
hans. Og það er ekki aöeins litli
snáöinn sem lærir af þeim
fullorönu. Afi lærir einnig að sjá
margt og skynja með vökulum
hug'a barnsins. Höfundurinn
leiðir okkur inn i sjálfa smiðju
lifsins, þar sem lyndiseinkunnir
og aðrir eiginleikar eru mótaöir
i samskiptum við menn og dýr.
Afastrákurinn lærir aö
heimurinn er ekki aöeins til
Báðar bækurnar eru til sýnis
á norrænu barnabókasýning-
unni, sem nú stendur yfir i
barnabókabúðinni á Laugavegi
18.
Stiklað á stóru
— annað bindi endurminninga
sr. Gunnars Benediktssonar komið út
gébé Rvik — Nýkomiö er annaö
bindi endurminninga séra
Gunnars Benediktssonar og
nefnist bókin Stiklað á stóru —
frá bernsku til brauðleysis. Á
bókarkápu segir m.a.: I meira
en hálfa öld hefur séra Gunnar
Benediktsson komið við sögu
menningarmála þjóðarinnar og
ýmist valdið hneykslun, vakið
andúð eða hrifningu. Ekkert
mannlegt hefur hann látið sér
óviðkomandi, þekking hans
verið viðtæk, penni hans léttur,
en hvass og markviss.
1 bók þessari greinir þessi
byltingarsinnaöi klerkur, sem
nú er setztur á friðarstól nærri
hálfniræður að aldri, frá mótun
sinni og uppeldi frá æskuárum,
fyrstu kynnum sinum af félags-
málum, ritstörfum og skóla-
göngu og andlegri og efnahags-
legri baráttu.
Bókrn er gefin út hjá Erni og
Orlygi, sett i Prentstofu G.
Benediktssonar, prentuð i Viðey
og bundin hjá Arnarfelli.
Auglýsið í Tímanum
^---- J