Tíminn - 25.11.1976, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 25. nóvember 1976
19
flokksstarfið
Kópavogur
Aðalfundur fulltrdaráðs Framsóknarfélag-
anna i Kópavogi verður þriðjudaginn 30.
nóvember að Neðstutröð 4. Dagskrá: Venju-
leg aðalfundarstörf, önnur mál. Vilhjálmur
Hjálmarsson menntamálaráðherra mætir á
fundinum.
r
Arnessýsla
Annaö spilakvöldiö I þriggja kvölda fram-
sóknarvistinni veröur að Borg Grímsnesi
föstudaginn 26. nóv.
Avarp flytur sr. Sváfnir Sveinbjarnarson ný-
kjörinn formaður Kjördæmissambands fram-
sóknarmanna á Suðurlandi.
Þriðja og siöasta spilakvöldiö verður i Ar-
nesi3. des. og þar verður einnig stiginn dans.
Aöalverðlaun i keppninni verða ferð fyrir tvo
með Samvinnuferðum til Kanarieyja.
Stjórnin.
Skipulagsmdl
Reykjavíkur
Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Reykjavik, gengst fyrir
fundi um skipulagsmál Reykjavikur, aö Hótel Esju, miðviku-
daginn 1. des. kl. 20.30. Framsögumenn Helgi Hjálmarsson og
Guðmundur G. Þórarinsson. Allir velkomnir.
Húsvíkingar
Vegna hagstæðra samninga Framsóknarfélags Húsavikur við
Samvinnuferðir bjóðum við Framsóknarfólki sérstakt afsjáttar-
verð á Kanarieyjaferðum i vetur.
Upplýsingar gefur Aðalgeir Olgeirsson, simi 41507 á kvöldin.
Einnig munu liggja frammi upplýsingabæklingar á skrifstofu
flokksins i Garðar. Stjórnin
Kjalarnes, Kjós, Mosfellssveit
London? Kanarí?
Kjósarsýslubúar! Framsóknarfélag Kjósarsýslu býður
velunnurum sinum upp á sérstök afsláttarkjör meö Samvinnu-
ferðum til Kanarieyja i vetur. Þessi vildarkjör gilda fyrir allar
Kanariferðir með Samvinnuferðum, utan jóla- og páskaferðir.
Einnig stendur til boöa vikuferðtilLondon 4. desembern.k.
Upplýsingar gefur Kristján B. Þórarinsson, Arnartanga 42 simi
66406.
Akureyri
Norðurlandskjördæmi eystra
Skrifstofa Framsóknarflokksins að Hafnarstræti 90 verður op-
sem hér segir:
Mánudaga kl. 13.00-15.00.
Þriðjudaga og miðvikudaga kl. 17.00-19.00.
Fimmtudaga kl. 14.00-17.00.
Föstudaga kl. 15.00-19.00.
Laugardaga kl. 14.00-17.00.
Simi skrifstofunnar er 21180.
Kjördæmissambandið.
Fundurum
landhelgismól
Fundi Framsóknarfélags Reykjavikur, sem
halda átti I kvöld að Hótel Esju er frestaö af
ófyrirsjáanlegum orsökum.
Fundurinn verður nánar auglýstur sfðar.
Stjórnin.
Félag framsóknarkvenna
í Reykjavík
Félagskonur og velunnarar.
Tekið veröur á móti munum á basarinn eftir kl. 20.00 fimmtu-
dagskvöldið 25. nóvember aö Rauðarárstig 18. Þeir, sem hafa
hugsað sér að gefa kökur, komi þeim að Hallveigarstöðum laug-
ardagsmorgun 27. nóvember, en þann dag verður basarinn hald-
inn. — Basarnefndin.
Borgfirðingar
Framsóknarfélag Borgarfjarðarsýslu heldur
fund i Brún I Bæjasveit föstudagskvöldið 3.
des. kl. 9 Dagskrá: Aðalfundarstörf. Halldór
E. Sigurðsson ráöherra flytur ávarp og svar-
ar fyrírspurnum. — Stjórnin.
Viðtalstímar
alþingismanna og
borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins
Þórarinn Þórarinsson verður til viðtals á skrifstofu Framsókn-
arflokksins, Rauðarárstig 18, laugardaginn 27. nóv. frá kl. 10-12.
Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins, Guðjón Stefánsson og
Hilmar Pétursson, verða til viðtals f Framsóknarhúsinu laugar-
daginn 27. nóvember kl. 16.00-18.00.
LONDON
Framsóknarfélögin i Reykjavik bjóöa upp á sérstaklega ódýra
ferð til London 4.-11. desember n.k.
Þeir sem tryggt hafa sér far eru beðnir að staöfesta pantanir sin-
ar þegar ella verða miðarnir seldir öðrum. Nánari upplýsingar á
skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðarárstig 18. Simi 24480.
Leikfélag
Húsavíkur:
Fyrsta frum-
sýning
vetrarins
ÞJ-Húsavik. — Leikfélag Húsa-
vikur frumsýndi á þriðjudags-
kvöldi i samkomuhúsinu á Húsa-
vik gamanleikinn Það þýtur i
sassafrastrjánum eftir franska
höfundinn R. Obaldia. Leikstjóri
er Ingimundur Jónsson, en hann
hefur einnig samið þau lög sem
sungin eru i leiknum. Með hlut-
verk fara Sigurður Hallmarsson,
Kristjana Helgadóttir, Anna
Ragnarsdóttir, Jón Guðlaugsson,
Bjarni Sigurjónsson, Guðrún K.
Jóhannsdóttir, Einar Njálsson og
Jón Fr. Benónýsson.
Húsið var fullskipað áhorfend-
um á frumsýningu, sem skemmtu
sérhið bezta og fögnuðu leikurum
og leikstjóra með löngu og áköfu
lófataki að leik loknum.
önnur sýning var á miðviku-
dagskvöld og verður leikurinn
sýndur næstu kvöld á Húsavik.
Paul M.
Pedersen
les úr
Ijóðum
sínum
Félag islenzkra rithöfunda efn-
ir til kvöldvöku á Hótel Esju, ni-
undu hæð kl. 8.301 kvöld, fimmtu-
dag en kvöldvökur félagsins eru
árlegur viðburður i félagsstarf-
inu.
Gestur kvöldsins verður heið-
ursfélagi FIR danska skáldið og
þýðandinn Paul M. Pedersen.
Hann mun lesa úr ljóðum sinum
og þýðingum, en hann hefur unnið
merkilegt starf i að kynna is-
lenzka ljóðlist fyrir Dönum.
Auk þess munu þeit Matthias
Jóhannessen og Jóhann
Hjálmarsson lesa úr verkum sin-
um- —JG
9 Ylræktarver
200 gr. C . Gert er ráð fyrir, að
vatnið yrði leitt 150 gr. heitt til
gróðurhúsanna, og nýtt þar niður
i 80 gr. Reiknað er með, að það
vatn sem væri frárennsli frá
gróðúrhúsum og raforkuveri, sé
nægjanlegt til þess að hita upp I
12 þús. manna byggð. Aðeins 2 af
þessum holum hafa verið nýttar,
þannig að meiri hluti þessarar
orku hefur verið ónýtt i 17-18 ár.
— Okkur fyndist, að rfkið ætti
að leggja til orku til tilrauna-
ylræktarvers i 4-5 ár, án endur-
gjalds, sögðu Hans og Bjarni,
enda hafa Hvergerðingar ekki
sótt fé i rikissjóð miðað við mörg
önnur sveitarfélög.
Rekstrargrundvöllur og fjár-
mögnun fyrir ylræktarver i
Hveragerði er nú i athugun.
Auglýsið í Tímanum
Sportmagasín á
tveimur hæðum
Nýtt glæsilegt Sportmagasin verður opnað á morgun, föstudag, i
húsi Litavers við Grensásveg. Næg bilastæði.
Sportmagasinið Goðaborg h/f, simi 81617 — 82125.