Tíminn - 21.12.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.12.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21. desember 1976 HEILBRIGÐIS- OG HOLLUSTU- EFTIRLIT ILL- FRAMKVÆMAN- LEGT VEGNA MARGSKIPTINGA Innlendar kartöflur endast fram f apríl Þrátt fyrir rýra uppskeru kartaflna á siöastliðnu hausti á Suðurlandi, eru horfur á að þær muni end- ast út febrúarmánuð, en á Norðurlandi var upp- skera viöast hvar góð og þar munu innlendar kart- öflur verða á markaönum fram I aprfl, segir i fréttabréfi Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Hingað til hefur verið mjög góð nýting á kartöflum á Suðurlandi, litið um skemmdir, en töluvert smælki. Fram að þessu hafa nær eingöngu veriö seldar kartöflur i II. verðflokki, sem eru fremur smáar. En frá og með þessari viku verða á markaönum kartöflur i I. verðflokki sem eru jafnari aö stærö, og lítið um smáar kartöflur i þeim flokki. Þaö eru flestir sammála um að bragðgæði kartaflanna hafi verið með bezta móti i haust og vetur. Grænmetis- verzlun landbúnaðarins mun fá um 500 tonn af pólskum kartöflum eftir áramót og i vor hafa verið tryggðar kartöflur erlendis frá, sem ættu að duga þar til nýjar italskar kartöflur koma á markaðinn. Þrátt fyrir lélega uppskeru kartaflna viðast hvar i V-Evrópu hefur ekki verið sett á útflutningsbann, en frá Bandarikjunum og Kanada hafa verið seldar kartöflur viða á meginlandi Evrópu. Þannig að verðið hefur haldizt nokkurn vegin óbreytt siðustu vikur. Flestar tegundir grænmetis eru nú til hjá Græn- metisverzluninni og allt sem bendir til þess að nægi- legt framboð verði á grænmeti i vetur. gébé-Rvik — Það eru eftirlitsmenn frá mörgum aðilum, sem sjá um heilbrigð- is- og hollustueftirlit opinberra aðilja, en það er litil eða engin samvinna milli þessara aðilja og eftirlitsmennirnir túlka reglugerðina mjög misjafnlega, þannig að þeir eiga oft erfitt meö að framfylgja henni, sagði Sverrir Berg- mann læknir, þegar Timinn ræddi við hann nýlega. Hann sagði einnig að þetta eftirlit heyrði undir mörg ráðuneyti og að samvinnan milli eftirlitsmanna þeirra væri mjög litil. Borgarlækni hef- ur verið falið, að bera þá ósk fram við heilbrigðisráðuneytið, að það beitti sér fyrir úrbótum um þetta mál, sem er tal- ið orðið mjög aðkallandi. A fundi I heilbrigðismálaráöi nýlega, var lögð fram greinargerð heilbrigðis- eftirlitsins, um heilbrigðis- og hollustu- eftirlit opinberra aðilja. I bókun frá fundi þessum, segir m.a. að ráðið telji það áþreifanlega staðfest að fram- kvæmd ýmissa þátta heilbrigðis- og hollustueftirlits sé illframkvæmanleg við núverandi aðstæður. Bókun þessi var samþykkt samhljóða i heilbrigðis- ráðinu. íslendingar meðal þátttakenda í fyrstu telex-skákkeppninni Gsal-Reykjavik — Allnýstárleg skák- keppni landa á milli veröur haldin eftir áramótin, svonefnd telex-keppni i skák — en fyrirkomulag keppninnar er þann- ig, að hver sveit verður stödd i sfnú heimalandi og verða leikirnir sendir jafnóðum á telex milli landanna. Islend- ingar verða meðal þátttökuþjóða I þess- ari fyrstu telex-skákkeppni, og mun is- lenzka sveitin keppa fyrst við Skota. AðsögnEinars S. Einarssonar forseta Skáksambands Islands verður hver sveit skipuð átta mönnum, 6 karlmönn- um, einni konu og einum unglingi — og er keppnin útsláttarkeoDni. Einar sagði. að Skáksambandiö þyrfti að útvega full- trúa til þess aö vera viöstaddur keppn- ina I Skotlandi, og jafnframt myndu Skotar hafa fulltrúa hér á landi það kvöld, sem keppnin fer fram. Keppni þessi er haldin að tilstuðlan Alþjóðaskáksambandsins FIDE og Alþjóðabréfskáksambandsins og á að verða lokið fyrir endaöan april. Fjórtán þjóðir taka þátt i þessari fyrstu telex- skákkeppni, ísland, Skotland, Finnland, Pólland, Astralia, Sviþjóö, Noregur, Danmörk, Frakkland, Holland, Sovét- rikin, V-Þýzkaland, A-Þýzkaland og Guyana. II byqqinqa — þar sem Alþingi hefur ekki sinnt því að ætla okkur tekjur til að fjármagna þetta, segir Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðismálastjórnar var úthlutað, en lánafjárhæðir miöastsvo við þann tima er bygg- ingin er fokheld. Ef byggingarað- ili fékk úthlutað meöan lánafjár- hæðin var sett 1.7 milljónir króna á Ibúð, en húsið verður ekki fok- helt fyrr en á þessu ári, þegar bú- ið er að hækka lánið i 2.3 milljón- ir, „skuldum” við þeim aðila 600 þúsund krónur á hverja ibúð. Það má jafnvel reikna meö að niöur- stööutalan verði yfir fimm hundruð milljónir króna. Það hefur hreinlega orðið sprenging i þessum málum hjá okkur undanfarið. Það er veru- lega ánægjulegt aö nú skuli sveit- arfélög og sjálfseignafélög vera farin aö byggja i svona auknum mæli yfir aldraða Á þeim umsóknartima sem nú stendur yfir hafa borizt, beiðnir frá sveitarstjárnum vlða um land. Þegar liggja fyrir umsóknir um lánveitingar til tvö hundruð niutiu og tveggja Ibúða, sem sam- kvæmt núverandi upphæð myndi verða sex hundruð sjötlu og ein milljón og rúmlega hálfri betur. Vafalitið eiga eftir að berast enn fleiri umsóknir, þar sem um- sóknarfrestur rennur ekki ut fyrr en 1. febrúar, en þær umsóknir sem þegar hafa borizt eru: Frá borgarsjóði Reykjavikur, umsókn um lán til byggingar á tveim ibúöarblokkum fyrir aldr- aða. önnur á að vera við Dal- braut, fimmtiu og fjórar ibúðir en hin viö Lönguhlið, þrjátiu Ibúðir. Okkur er þar ætlað að taka þátt I fjármögnun framkvæmda Reykjavikurborgar. Frá Samtökum aldraðra I Reykjavik, umsókn um lán til bygginga á sextlu og fjórum Ibúð- um á Flyðrugranda. Frá ytri Torfustaðahreppi I A-Hþnavatnssýslu, umsókn um Framhald á bls. 17 Ð MILLJONIR NÆSTA ÁR 3 ávíðavangi Kosning í bankaráðin 1 gær fóru fram kosningar á Alþingi I bankaráð rikisbank- anna. Stjórnarflokkarnir stilltu upp sameiginlega I þessutn kosningum og voru listarnir studdir af öllum stjórnarþingmönnum. Eina undantekningin var i sambandi við kjör bankaráðs Landsbankans. Þar skilaði einn af 42 stjórnar- þingmönnum auðu. Kratar, undir forystu Gylfa Þ. Gisla- sonar, höfðu gert sér vonlr um að takast mætti aö kljúfa stjórnarflokkana i sambandi við Landsbankakosninguna með það fyrir augum að tryggja Baldvini Jónssyni á- framhaldandi setu i banka- ráðinu. Gerði Gylfi sér vonir um, að honum tækist að fá „lánuö” nokkur atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum, en fór bónleiöur til búðar, eins og at- kvæðatöiurnar bera meö sér. Endursendi kveðjuna Albert Guömundsson og Davið Oddsson eru ekki ein- ungis samflokksmenn heldur einnig sessunautar i borgar- stjórn Reykjavlkur. En þrátt fyrir, að þeir sitji hlið við hliö, fljúga ott á tiöum hnútur milli þeirra. Og jafnan er það Daviö, sem upphafinu veldur. Davið reyndi aö klekkja á Al- bert I sambandi við Armanns- fellsmáiið svonefnda og hefur siöan reynt aö gera sam- flokksmanni sinum flest til miska. Albert um Davíö: Maöur veröur aö sætta sig við það, að bera þaö við hægra brjóst, sem manni er skammtað. A sfðasta borgarstjórnar- fundi réðist Daviö heiftarlega á Albert I sambandi við lista- verkakaup og vandaði honum ekki kvebjurnar, talaði m.a. um siðleysi. Albert Guðmundsson svar- aöi Davíö Oddssyni um hæl og sagbist visa siðleysistali borg- arfulltrúans heint til föðurhús- anna. Siðan sagði Albert citt- hvað á þessa ieið: „Það er nú svo, þegar maö- ur slæðist af tiiviljun inn i póli- tikina, að saman veljast inenn eins og við (þ.e. A.G. og D.O.). Þá verður maður aö sætta sig við það að bera það við hægra brjóst.sem manni er skammt- aö!" Talað við Vísi i ræöu sinni sagöi Albert Guðmundsson, að sér kæmi ekki á óvart, þótt þrekvirkis Daviðs Oddssonar yröi getib á útsiöu VIsis daginn eftir. Visir hefur að jafnaöi ekki frétta- menn I borgarstjórninni, en viö sérstök tækifæri, þegar Daviö Oddsson þarf ab ná sér niðri á Gunnari Thoroddsen eða Albert Guðntundssyni, bregzt það ekki, að Visir kem- ur með fréttirnar daginn eftir. Albert Guðmundsson reynd- istsannspár um þetta efni, þvi aö daginn eftir borgarstjórn- arfundinn i siðustu viku gat Visir unt málabúnað Daviðs Oddssonar á útsiðu. Þannig má segja, aö Visir sé privat-- málgagn þessa borgarfull- trúa, þegar borgarmálafréttir eru annars vegar. —a.þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.