Tíminn - 21.12.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.12.1976, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 21. desember 1976 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. RLstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi:. Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aöal- stræti 7, simi 26500 — afgreibslusimi 12323 — auglýsinga- simi 19523. Verö i lausasölu kr. 60.00. Askriftargjald kr. 1.100.00 á mánuöi. Blaðaprenth.f.. AAikilvæg löggjöf Frumvarpið um rannsóknarlögreglu rikisins og fylgifrumvörp þess, hafa nú verið afgreidd sem lög frá Alþingi. Með þvi er tvimælalaust stórt spor stigið til að treysta réttaröryggið i landinu, með tilliti til nýrra og breyttra að- stæðna. Frumvarpið um rannsóknarlögregluna var samið af nefnd, sem Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra skipaði 6. október 1972 til að endur- skoða dómsmálakerfi landsins og er það þvi að- eins hluti af þvi verkefni. Samkvæmt frumvarp- inu, sem nú er orðið að lögum, verður komið á fót sérstakri stofnun, rannsóknarlögreglu rikisins. Yfirmaður þessarar stofnunar nefnist rann- sóknarlögreglustjóri. Ljóst er að embætti rann- sóknarlögreglustjóra rikisins verður mjög þýðingarmikið. Það heyrir beint undir dóms- málaráðherra, enda þarf rannsóknarlögreglu- stjóri að hafa jafna aðstöðu gagnvart öllum lög- reglustjórum á landinu, stöðu sinnar vegna. Hann verður að sjálfsögðu að hlita fyrirmælum rikissaksóknara eins og aðrir lögreglustjórar. Samkvæmt þessu verður yfirsakadómarinn i Reykjavik eigi lengur yfirmaður rannsóknarlög- reglunnar i Reykjavik, svo sem nú er. Er þar með stigið spor i þá átt að aðskilja dómsvald i opin- berum málum og lögreglustjórn, þó að eigi þyki fært að stiga það skref til fulls. Lögin gera ráð fyrir að starfandi verði sérstök rannsóknarlögregludeild við lögreglustjóraemb- ættið i Reykjavik, er rannsaki til fullnustu vissa flokka brotamála, þar á meðal brot á umferðar- lögum, sem er einn umfangsmesti málaflokkur- inn a.m.k. að þvi er málafjölda varðar. Þegar er starfandi sérstök umferðadeild hjá lögreglu- stjóraembættinu i Reykjavik. Má ljóst vera, að það verður kostnaðarminna fyrir rikissjóð og verulegt hagræði fyrir almenning, að slik brot séu rannsökuð til fullnustu á sama stað i stað þess sem nú er, að frumrannsókn fer fram hjá lög- reglustjóraembættinu, sem siðan sendir málin til rannsóknarlögreglu til áframhaldandi rannsókn- ar. Rannsóknarlögreglu rikisins er aftur á móti ætlað að rannsaka meiriháttar afbrot, svo sem brot á hegningarlögum. Ætlazt er til, að hún hafi á að skipa hinum hæfustu mönnum, sem völ er á, sérfróðum á ýmsum sviðum rannsókna. Ekki er sizt nauðsynlegt, að þar séu menn, sérfróðir um bókhaldsrannsókn, en rannsókn mála dregst oft úr hófi fram, þegar bókhaldsrannsókn þarf að framkvæma. Rannsóknarlögreglustjóri á að geta sent sérfræðinga sina til aðstoðar lögreglustjór- um hvar sem er á landinu, þegar þörf krefur. Einnig er eðlilegt, að rannsóknarlögregla rikisins hafi með höndum rannsóknir á þeim málum, sem spanna yfir mörg lögsagnarumdæmi svo sem oft er t.d. i smyglmálum. Sennilegt er, að verulegur aukakostnaður fylgi þessari nýju skipan þótt hún geti jafnframt leitt til sparnaðar á vissum sviðum. Aðalatriðið er vitanlega það, eins og sagði i greinargerð frum- varpsins, að samræma rannsóknir brotamála um allt land og stuðla að fljótvirkari og öruggari meðferð brotamála. Þvi er næsta liklegt að þessi nýja löggjöf muni marka mikilvæg spor i réttar- farsmálum. Þ.Þ. Stjórnarfar Spónar þokast í lýðræðisótt ÞAÐ þykir ljóst eftir þjóðaratkvæöagreiðsluna, sem fór fram á Spáni siðastliðinn miövikudag, aö Jóhann Karl konungur og rikisstjórn hans eigi traustu fylgi að fagna um þessar mundir hvað sem siðar verð- ur. Úrslit atkvæðagreiðslunn- ar urðu mikill sigur fyrir kon- ung og stjórn hans. Atkvæða- greiðslan snerist um, hvort þjóðin vildi staðfesta lög þau um nýtt þingstjórnarfyrir- komulag. sem nýlega höfðu verið afgreidd frá hinu stjórn- skipaða þingi Spánar. Sam- kvæmt þeim verður þingið kosið i heinum kosningum og verður það i tveimur deildum. I neðri málstofunni verða 300 fulltrúar, allir kosnir af þjóð inni, en 204 i efri málstofunni, þar af verða 40 skipaðir af kóngi, en aðrir þjóðkjörnir. Allir flokkar nema kommún- istar fá að taka þátt i kosning- unum. Þetta olli miklum ágreiningi og reyndu flestir flokkanna að fá þessu breytt, en stjórnin svaraði þvi, að hún myndi ekki breyta þessu fyrir kosningarnar, en nýkjör- ið þing fengi vald til að gera það. Af þessum ástæðum skor- uðu seytján flokkar af 51, sem þegar hafa verið stofnaðir á Spáni, á kjósendur að taka ekki þátt I atkvæðagreiðslunni og mótmæla þannig útilokun kommúnista. Aðeins þrir af þessum flokkum eiga veru- legu fylgi að fagna, eða sósial- demókratar (PSOE), sósial- istar og kommúnistar. Þrátt fyrir þessa áskorun þeirra, varð þátttaka þó mikil, eða 77,3%. Af þeim greiddu 94,2% atkvæði með hinu nýja fyrir- komulagi, en 2.6% sögðu nei. Aðrir skiluðu auðu, eða seðlar voru ógildir. Þetta þykir að vonum mikill sigur fyrir stjórnina. Þeir, sem biðu mestan ósigur voru hægri- sinnar, sem beittu sér gegn breytingunni og hvöttu menn i nafni Francos að skila nei- seðlum. Vinstri flokkarnir urðu einnig fyrir verulegu áfalli, þar sem þátttakan varð mun meiri en spáð hafði verið. Fylgismenn þeirra hafa annað hvort ekki farið eftir áskorun þeirra eða eru ekki fleiri en þetta. ÞAÐ þykir vafalitið, að vinsældir kóngs hafi mjög stutt að þessum úrslitum. Þjöðin virðist að sinni hafa fylkt sér um þá stefnu hans að koma á lýðræðislegum stjórn- arháttum i áföngum. Konungur fór sér hægt af stað og fól fyrst sama manni að gegna störfum forsætisráö- herra og ' gegnt hafði þvi siðustu árin i stjórnartið Francos. 1 júlimánuði siðast- liðnum breytti hann svo um stjórn og fól hana nánum vini sinum, Adolfo Suarez 44 ára gömlum og tiltölulega litið þekktum. Suarez virðist þegar hafa sýnt það, að hann hafi verið traustsins verður. Hon- um tókst að fá hið stjórnskip- aða þing, sem Franco hafði valið á sinum tima, til að fall- ast á miklu róttækari breyt- ingar en flestir þoröu að gera sér vonir um i upphafi. Jafn- fram t hefur honum tekizt að fá meirihluta þjóðarinnar til að samþykkja hana. Samkvæmt þessum nýju lögum verður kosið til þings á Spáni i mai eða júni næstkomandi, og verður með þvi stigið mikil- vægt skref til að koma á lýðræðislegum stjórnar- háttum á Spáni. Jafnframt opnast sá möguleiki, að Spán- verjar fái aðild aö Efnahags- Karl Jóhann og Soffia drottning. vinstri eru þrir flokkar eins og áður er getið, sem hafa veru- legt fylgi. Til hægri eru tveir flokkar, sem taldir eru liklegir til verulegs fylgis. Annar þeirra er kristilegur flokkur, en hitt er Sameiningarflokk- urinn, sem er undir forystu Manuel Fraga Iribarne, sem var innanrikisráðherra i fyrstu stjórninni, sem Jóhann Karl myndaði. Meðal forystu- manna hans er einnig Lopez Rodo, sem hefur verið mikill áhrifamaður i katólska félags- skapnum Opus Dei, sem veru- lega kom við sögu i stjórnartið Francos. Margir spá þvi að þessi flokkur eigi eftir að vera helzti ihaldsflokkur Spánar, en þó verði hann frek- ar frjálslyndur, þvi að þau öfgaöfl, sem eru lengst til hægri, muni ekki skipa sér undir merki hans, heldur reyna að stofna ný samtök, sem ekki eru þó likleg til mikils fylgis að sinni. Fyrir nokkru hefur svo verið stofn- aður nýr flokkur, sem lýst hefur yfir þvi, að hann sé mið- flokkur og muni standa milli hægriog vinstri. Helzti foringi hans er Jose Maria de Areilza, sem var utanrikisráðherra i fyrstu stjórn konungs, en hafnaði þátttöku i núverandi rikisstjórn. Annarforingi hans er Pi Canbanillas Gallas, sem var um skeið upplýsingamála- ráðherra hjá Franco, en var vikiö úr starfi, þvi hann þótti of frjálslyndur. Ýmsir spá þvi að Suarez forsætisráðherra kunni að skipa sérundir merki þessa flokks, ef hann blandar sér þá nokkuð i flokkabarátt- una að sinni. Annars er á þessu stigi erfitt að spá um stuðning flokkanna, þvi að fyrst nú mun barátta þeirra hefjast að ráði með tilliti til kosninga á komandi vori. Þ.Þ. bandalaginu og Atlantshafs- bandalaginu, en slikt var úti- lokað meðan einræðisstjórn fór þar með völd. EFTIR er hins vegar að sjá, hvernig hið nýja stjórnkerfi gefst Spánverjum. Margir spá mikilli flokkssundrungu og upplausn. Þegar hafa verið stofnaðir rúmlega fimmtiu flokkar eins og fyrr segir. Fæstir þeirra eru þó ekki annað og meira en nafnið. Til Donna Carmen, ekkja Francos, að greiða atkvæði. ERLENT YFIRLIT Jóhann Karl hefur stuðning Spdnverja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.